Morgunblaðið - 08.09.2022, Side 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022
Mér er þungt um hjartað
þegar ég er tilneydd að kveðja
merkilegasta mann sem ég hef
nokkurn tíma þekkt. Það var
af þér sem ég lærði þolinmæði
og auðmýkt. Ég lærði að það
er rétt leið til að gera hlutina,
venjulega erfiðari leiðin – á
öllum hliðum lífsins – að mað-
ur eigi aldrei að stytta sér
leið. Þú varst greindur og ná-
kvæmur með afbrigðum. Með
sterkar skoðanir og ákveðinn.
Þú sýndir mér hvernig skilyrð-
islaus ást lítur út. Flestir í
þessum heimi eru bara – ekki
þú, þú gerðir heiminn betri á
svo margan hátt. Ef ég get lif-
að mínu lífi með dropa af
þeirri góðvild og örlæti sem þú
sýndir öðrum, þá verður það
farsælt líf.
Örn Árnason
✝
Örn Árnason
fæddist í
Reykjavík 26. sept-
ember 1938. Hann
lést í Quebec-fylki í
Kanada 21. ágúst
2021.
Hann lætur eftir
sig eiginkonu til 60
ára, Margaret, og
börnin Ingu Elínu,
Belindu, Thor,
Bobby, Andy,
Leonu og Victor og barnabörn.
Minningarstund verður við
jarðsetningu duftkers í Foss-
vogskirkjugarði í dag, 8. sept-
ember 2022, klukkan 11.
Ég elska þig
pabbi, og ég sakna
þín meira en orð
fá lýst. Don’t
worry, be happy
(lagið sem þú
söngst fyrir okkur,
börnin þín, þegar
við vorum leið eða
grétum og við
syngjum enn þeg-
ar við þurfum á
hughreystingu að
halda).
Leona Arnarson.
Afi í Kanada var enginn
venjulegur maður enda var
starf hans í alvörunni að vera
uppfinningamaður. Tækni og
tækninýjungar voru hans
ástríða. Hann tók öll tæki í
sundur og ef eitthvað bilaði þá
ljómaði hann víst upp við til-
hugsunina um að laga hluti.
Hann fluttist um tvítugt til
Kanada og hlustaði á íslensku
fréttirnar á hverjum degi í
gegnum stuttbylgjuna áður en
netið var fundið upp. Hans
frægasta uppfinning var kaffi-
vél sem var seld til Van
Houtte árið 1998.
Hann átti sér fyrirmynd,
sem var uppfinningamaður að
nafni Reginald Fessenden,
sem fann upp fyrstu útvarps-
útsendinguna. Afi setti upp
sýningu á gamaldags útvarps-
tækni sem tileinkuð var Fess-
ender. En heimili hans, bíl-
skúrinn réttara sagt, var eins
og safn um gamaldags tækni-
nýjungar, allt um mors-sam-
skipti, klukkur, gamlir símar,
gamlar myndavélar og mjög
margt annað. Hann lét engar
tækninýjungar framhjá sér
fara. Til að mynda á áttræð-
isaldri kenndi hann sér fótó-
sjopp. Þegar mamma heim-
sótti mig til Ástralíu sendi
hann okkur mynd þar sem
hann var búinn að fótosjoppa
sig með okkur og hafði sett
okkur í litríkan ramma!
Ég þekkti þennan afa mjög
lítið þegar ég var að alast
upp. Við fengum reglulega
bréfsefni og límmiða senda
frá Kanada. Móðir mín vissi
ekki af tilvist þessa manns
fyrstu tuttugu árin þar sem
hún átti annan pabba sem ól
hana upp. Þegar hún lærði
um blóðtengsl sín fór hún í
sína fyrstu ferð til Kanada til
að heimsækja blóðföður sinn
Örn Árnason uppfinninga-
mann. Móðir mín, listamað-
urinn Inga Elín, og þessi bló-
ðafi minn eru ótrúlega lík og
bæði yfirleitt að hugsa um
eitthvað allt annað en venju-
legt fólk hugsar um. Ákveðið
hispursleysi er einn eiginleiki
þeirra.
Afi og Margaret eiginkona
hans til 60 ára áttu við frjó-
semisvandamál að stríða. Því
eignuðust þau einungis eina
líffræðilega dóttur saman. En
þau stoppuðu ekki þar heldur
ættleiddu fimm börn. Fyrir
utan það voru þau með í
gegnum ævina yfir 30 börn í
fóstri. Þau veittu skjól og
buðu upp á öruggt heimili fyr-
ir börn sem voru að bíða eftir
að fara í ættleiðingu eða voru
í tímabundinni vistun og
myndu svo fara aftur heim til
sín. Að sögn yngstu dóttur
þeirra Leonu montaði afi sig
aldrei af neinu og talaði víst
aldrei um vinnuna þrátt fyrir
að hafa átt mjög glæsilegan
vinnuferil, nema þegar kom
að börnunum hans. Eins og
hún sagði: Það er til fólk sem
gerir gott í lífinu en það er
annað fólk eins og hann sem
raunverulega gerir heiminn
að betri stað. Hversdags-
hetjurnar sem sleppa því að
bera góðmennsku sína á torg.
Allir veggir heimilis þeirra
voru þaktir myndum af öllum
þeim 35 börnum sem höfðu
dvalið hjá þeim einhvern tíma
ásamt myndum af barnabörn-
unum.
Við munum sakna fjöl-
breyttu tölvupóstanna, þar
sem efnistök voru algjörlega
ófyrirsjáanleg. Allt frá hlekkj-
um í grein úr Morgunblaðinu
frá 1968 um lestrarvenjur
barna í myndir af rokk-
asmiðnum á Eyrarbakka sem
var langafi minn. Ég sendi
hlýja strauma til Knowlton og
er svo glöð að hafa fengið að
kynnast afa í Kanada. Gen
hans munu halda áfram að
valda mér kátínu í okkur öll-
um afkomendum hans.
Meira á: www. mbl.is/andlat
Fjóla Dögg
Helgadóttir.
andi samverustundir eftir að ljóst
var að aðeins væru fáar vikur til
stefnu. Tíminn á Hjaltastað í júlí
verður ykkur örugglega öllum
ógleymanlegur.
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar, Særós Rannveig, Stein-
gerður Lóa, Heiðdís Guðbjörg og
fjölskyldur, og til þín Hjölli minn
og fjölskylda, megi guð og góðar
vættir styrkja ykkur í sorginni.
Að lokum vil ég koma á framfæri
innilegum samúðarkveðjum frá
systkinum mínum.
Blessuð sé minning Möggu Gutt.
Líneik Anna.
Með sorg í huga, sorg í hjarta
sitjum klökk í berjamó.
Haustsins kyrrð og ljúfir litir
löngum gefa sálarró.
Laufvindurinn litlum myndum
læðir blítt í huga inn,
þerrar tár sem þrálát hrapa
og þræða slóð um vora kinn.
Þú veiktist snöggt og fljótt varst farin
fátt var hægt að gera í því.
Í sumarlandi sefur væran
frá sjúkdóminum heil á ný.
Minningar í muna geymum
um milda glaða brosið þitt,
ástúðlegan faðm sem ávallt
örmum vafði fólkið sitt.
Á góðum stundum glettinn hlátur
gleði ætíð veitti byr.
Þótt á bak við byggi sorgin
hún barði snemma á þínar dyr.
Löngum varst þú létt í sinni.
Litla fólksins æðsta skjól.
Þú verður alltaf þeim í minni
í þeirra huga skærust sól
Samferðina þér við þökkum
það er skrýtin hugsun sú,
að ekki framar Austurlandi
ást og gleði færir þú.
Innilega samúð sendum
syrgjendum, er kveðja hér,
ævinlega alls hins besta
ykkur líka biðjum vér.
(Sólveig Björnsdóttir)
Sólveig Björnsdóttir,
Guðmundur Karl,
Björn, Fríða og María
og fjölskyldur þeirra
og Kristbjörg
og Halldór.
Magga vinkona mín er látin.
Magga, svo falleg, svo sérstök,
svo róleg, svo æðrulaus. Magga
háði snarpa og stutta baráttu við
krabbamein. Í veikindunum kom
glöggt í ljós æðruleysið sem ein-
kenndi hana.
En Magga var líka stuðbolti
þegar það átti við.
Ég hef undanfarna daga skoð-
að myndir frá ýmsum ævintýrum
okkar Möggu. Frábærum ferða-
lögum um landið. Tónleikaferð-
um, leikhúsferðum. Ævintýra-
legri Spánardvöl, þar sem við
tengdumst dásamlegu fólki, sem
allt er harmi slegið.
Magga er brosandi á öllum
myndunum, með fallegt blik í
augum og heimsins krúttlegustu
spékoppa.
Ég staldra oft við myndirnar
af okkur Möggu á leiðinni í Þak-
gil.
Það var haust og kolsvart
myrkur þegar við beygðum inn á
afleggjarann.
Við höfðum ekki hugmynd um
hversu langur og „nánast ófær“
vegurinn var og það endaði með
að Magga gekk á undan bílnum
með vasaljós til að vísa leiðina.
Fyrir mér er það táknrænt.
Magga var alltaf umvafin sér-
stöku ljósi sem vísaði okkur hin-
um veginn.
Ég er óendanlega þakklát fyrir
vináttu Möggu og allar góðu
minningarnar. Þær eru fjársjóð-
ur sem ég mun leita í meðan ég
lifi.
Hennar er sárt saknað.
Þegar undir skörðum mána
kulið feykir dánu laufi
mun ég eiga þig að rósu.
Þegar tregans fingurgómar
styðja þungt á strenginn rauða
mun ég eiga þig að brosi.
(Stefán Hörður Grímsson)
Fjölskyldunni, börnum og
barnabörnum, sem hún elskaði
svo heitt, svo og öllum þeim sem
eiga um sárt að binda, sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Edda.
Nú hefur lægt eftir vindasamt
sumar. Ég finn sterka þögnina
sem fylgir brottför vinkonu minn-
ar og rek mig eftir þræðinum
okkar.
Við Magga kynntumst um tví-
tugt gegnum kærasta okkar sem
voru æskuvinir, Einar og Brasi.
Einn vetur leigðum við öll saman í
Seattle og þann tíma ríkti enda-
laust örlæti vináttunnar. Sambúð-
in einkenndist af glaðværð, mjög
hressandi húmor, einlægni og
hlýju. Það var oft hiti í samræð-
um, mikið rökrætt, ólgandi rétt-
lætiskennd, horfst í augu og sagt
satt, alltaf talað saman af hrein-
skilni, líka um okkar innra líf og
lífið fram undan og framtíðin var
björt. Hjörtu okkar allra slógu í
takt.
Við Magga héldum áfram að
vera samferða gegnum barneign-
ir, skilnaði, nám, sameiginlegan
tónlistarsmekk og alls konar at-
burði. Umhyggja og hreinskilni
voru áfram einkennandi fyrir
Möggu og seigla hennar gegnum
lífið var aðdáunarverð. Tryggða-
bandið okkar var umgjörð fyrir
skuggalaust
traustið sem náði alveg inn að
kviku. Allar stundir með henni
voru stundir augnabliksins, alltaf
sannleikurinn, aldrei þykjustu-
leikur.
Orkan frá Möggu býr áfram í
ykkur afkomendunum og þið sjá-
ið hana þegar þið sjáið hvert ann-
að. Ég votta fjölskyldunni inni-
lega samúð mína.
Sigrún Ása
Sigmarsdóttir.
✝
Margret Dolma
Guttormsdóttir
fæddist í Reykjavík
24. janúar 1957.
Hún lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans 30. ágúst
2022.
Foreldrar henn-
ar voru Guðbjörg
Karlsdóttir vefn-
aðarkennari, f. 14.
júní 1924, d. 7. júlí
1971, og Guttormur Sigbjarnar-
son jarðfræðingur, f. 23. júní
1928, d. 10. janúar 2017. Margr-
et átti tvo eldri bræður, Karl
Björnsson húsasmíðameistara, f.
1948, d. 2002, og Hjörleif Gutt-
ormsson vélfræðing, f. 1955.
Seinni kona Guttorms var Ás-
laug Kristjánsdóttir, f. 1936, og
stjúpsystir Margretar var Þóra
B. Hafsteinsdóttir, f. 1957.
2) Heiðdís Guðbjörg, f. 1990,
ljósmyndari, eiginmaður hennar
er Styrmir Kári, f. 1987, ljós-
myndari.
Margret flutti sex ára gömul
til Noregs með Hjörleifi bróður
sínum og foreldrum og gekk þar
í skóla til átta ára aldurs. Þegar
heim kom fór hún í Hlíðaskóla,
hún varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Hamrahlíð. Hún út-
skrifaðist með BA-gráðu í leik-
listarfræðum frá Háskólanum í
Washington, Seattle árið 1981
og fékk kennararéttindi frá HÍ
1996.
Leikhúsið var starfsvettvang-
ur hennar alla tíð. Margret leik-
stýrði um árabil fjölmörgum
leikritum hjá áhugaleikhúsum
eins og Leikfélagi Fljótsdalshér-
aðs og í framhaldsskólum, t.d.
Menntaskólanum á Egilsstöðum,
Menntaskólanum í Reykjavík og
Kvennaskólanum, m.a. leikrit
eins og Ég er meistarinn eftir
Hrafnhildi Hagalín, Í sjöunda
himni (Cloud Nine) eftir Caryl
Churchill, Sex persónur í leit að
höfundi eftir Pirandello, Farið
eftir Ingunni Láru Kristjáns-
dóttur og Rokkóperunni Ef eftir
Gunnar Hersvein. Hún lék með
óháðum leikhópum og starfaði
m.a. í EGG-leikhúsinu og síðar í
nokkur ár með Halaleikhópnum
sem leikstjóri og leikari og var í
stjórn félagsins. Hún var leik-
listarkennari í MH mestallan
sinn starfsferil við góðan orð-
stír. Hún kenndi einnig leiklist í
Egilsstaðaskóla og í Mennta-
skólanum á Egilsstöðum. Hún
var sjálfstætt starfandi síðustu
árin.
Hún lét til sín taka í geðheil-
brigðismálum og tók þátt m.a.
þátt í starfi Hugarafls og Geð-
hjálpar.
Margret var ættuð af Héraði
og var í sveit á sumrin í Hjalta-
staðaþinghá, bæði í Laufási hjá
Sigurði og Fríðu og í Rauðholti
hjá Sævari og Ásu. Austurland
átti stóran hlut í hjarta hennar.
Hún dvaldi árlega á Hjaltastað
með fjölskyldu sinni. Hennar
hinsta ósk var að kveðja Austur-
land og það gerði hún.
Útförin fer fram í Fossvogs-
kirkju í dag, 8. september 2022,
og hefst athöfnin kl. 15.
Fyrri eigin-
maður Margretar
var Björn Karlsson.
Saman eignuðust
þau Særós Rann-
veigu, f. 1982,
deildarstjóra, kær-
asta hennar er
Lena Margrét Ara-
dóttir, f. 1986. Börn
Særósar eru Embla
Margret, f. 2001,
Oddur Hersveinn, f.
2015, Þórkatla „Ína“, f. 2017, og
bónusbörn hennar Eva Marín, f.
2011, og Ari Þormar, f. 2014.
Seinni eiginmaður Margretar
var Gunnar Hersveinn Sigur-
steinsson. Dætur þeirra eru: 1)
Steingerður Lóa, f. 1989, leikja-
hönnuður, eiginkona hennar er
Auður Ákadóttir listakona, f.
1989. Dætur þeirra eru Brynja,
f. 2015, og Vaka Björg, f. 2018.
Magga Gutt., frænka, vinkona
og á stundum „stóra systir“, er
farin alltof snemma.
Magga var hluti af heimilinu
og setti sinn svip á heimilisbrag-
inn í Rauðholti seinni hlutann af
áttunda áratugnum. Hún dvaldi
m.a. vorönnina 1975 í Rauðholti
og stundaði þá nám utan skóla við
MH, seinna var hún heilt sumar
við bústörfin og kom svo til
skemmri og lengri dvalar sam-
hliða ýmsum störfum á Austur-
landi. Hún sá m.a. um búskapinn í
rúma viku sumarið 1976 meðan
fjölskyldan fór í eina fjöl-
skyldufríið þar sem öll börnin
voru með (Sindri reyndar ekki
fæddur).
Hún var sjö árum eldri og ung-
lingurinn ég leit upp til tvítugu
frænkunnar sem alltaf fylgdi líf
og fjör. Í gegnum hana fékk ég
innsýn í skemmtanalíf á Austur-
landi, böll í Valaskjálf og rúnta út
um sveitir.
Þegar ég fór sem skiptinemi til
BNA naut ég góðra ráða frá
frænkunni sem nýkomin var frá
námi þar og seinna styrktust svo
tengslin þegar við leigðum saman
ásamt fleirum á Haðarstíg.
Magga hafði frumkvæði að því og
má segja að þar með hafi hún leitt
sveitastelpuna fyrstu skrefin í
borginni. Tíminn á Haðarstíg er
ógleymanlegur, margt fólk af
ólíkum uppruna kom þar við og
þar fékk ég tækifæri til að kynn-
ast litlu frænkunni Særós. Tók
mín fyrstu skref í samskiptum við
leikskóla og prófaði að gefa önd-
unum á Reykjavíkurtjörn með
henni.
Síðan lágu leiðir hvorrar í sína
áttina, báðar uppteknar við að
stofna fjölskyldur og oftast hvor í
sínum landshlutanum. Það var
samt sterkur strengur sem aldrei
slitnaði og mikið er ég þakklát
fyrir stundirnar sem við náðum
saman á síðustu vikum. Magga
átti líka alla tíð sterka tengingu
við foreldra mína, sem var þeim
öllum mikils virði.
Lífið fór ekki mjúkum höndum
um Möggu, hún missti móður sína
ung og þurfti oft að glíma við
heilsufarið sem hafði áhrif á lífs-
gæðin. Brosið, hlýjan og spékopp-
arnir hafa samt alltaf yfirhöndina
í minningunum.
Það var aðdáunarvert og gef-
andi að fylgjast með því hvernig
dætrunum og fjölskyldunni tókst
að hlúa að Möggu og búa til gef-
Margret Dolma
Guttormsdóttir
- Fleiri minningargreinar
um Margreti Dolmu Gutt-
ormsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÓLAFAR BIRNU BJÖRNSDÓTTUR,
Hávallagötu 32, Reykjavík,
sem lést sunnudaginn 14. ágúst.
Útförin fór fram frá Neskirkju fimmtudaginn 25. ágúst.
Jón Ólafsson
Valgerður Jónsdóttir
Sigþrúður Jónsdóttir Sverrir Hákonarson
Ólafur Helgi Jónsson Estelle Toutain
barnabörn og barnabarnabörn
Móðir okkar,
SIGRÍÐUR ATLADÓTTIR,
Laxamýri,
lést fimmtudaginn 1. september.
Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju
mánudaginn 12. september klukkan 11.
Sérstakar þakkir til starfsfólks HSN á Húsavík fyrir einstaka
umhyggju og alúð.
Fyrir hönd aðstandenda,
Elín Vigfúsdóttir
Atli Vigfússon
Sigríður St. Vigfúsdóttir
Okkar ástkæri,
ÞORVALDUR SÆVAR BIRGISSON,
lést á hjúkrunarheimilinu Fellsenda
þriðjudaginn 23. ágúst.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
F. h. aðstandenda,
Eyjólfur Magnússon Scheving
Helga Hallbjörnsdóttir