Morgunblaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022
Við Hörpuna Það getur verið gott að skella sér í hjólatúr í haustblíðunni sem leikið hefur við íbúa höfuðborgarsvæðisins síðustu daga, líkt og þessi hjólreiðakappi sem hjólaði hjá Hörpu í gær.
Eggert
Kópavogur hefur gert vel en
ætlar ætlar sér að gera enn
betur í þjónustu fyrir bæjar-
búa. Forsenda þess að unnt sé
að tryggja innviði og veita
sveigjanlega og framúrskarandi
þjónustu er hins vegar ábyrgur
rekstur. Því skiptir höfuðmáli
að standa vörð um traustan
rekstur og safna ekki skuldum.
Meirihlutinn í Kópavogi legg-
ur áherslu á að greiða niður
skuldir og að velta þeim ekki
yfir á herðar framtíðarkyn-
slóða. Þrátt fyrir erfitt efna-
hagsástand á fyrri hluta þessa
árs voru skuldir Kópavogs-
bæjar greiddar niður um ríf-
lega tvö hundruð milljónir
króna, umfram verðbætur.
Veltufé frá rekstri var ríflega
átta hundruð milljónir króna,
en það er það fjármagn sem við
höfum til að fjárfesta í inn-
viðum og öðrum framtíðarverk-
efnum.
Við í Kópavogi ætlum okkur
á sama tíma að lækka fast-
eignaskatta á íbúa og fyrirtæki
til að mæta gríðarlegri hækkun
á fasteignaverði.
Víti til varnaðar
Skuldaaukning ár frá ári hamlar því að
þjónusta við íbúana sé bætt og enn frekar
að dregið sé úr álögum á þá. Nú þegar
sveitarfélögin senda frá sér uppgjör eitt af
öðru er áberandi hvernig Reykjavíkurborg
sker sig sem fyrr úr. Höfuðborgin hefur
safnað og lengt í skuldum þrátt
fyrir að tekjur borgarsjóðs hafi
sennilega aldrei verið meiri.
Árlega hafa hlutdeildarfélög
borgarinnar, hvort sem eru
Félagsbústaðir eða Orkuveita
Reykjavíkur, komið rekstrinum
til bjargar. Orkuveita Reykja-
víkur skilar borginni að jafnaði
milljörðum króna í arðgreiðslur
ár hvert, og í ár er tæpra
sautján milljarða króna upp-
færsla á eignum borgarinnar í
Félagsbústöðum umfram áætl-
un meginskýringin á því að
borgin er ekki í margra millj-
arða króna taprekstri.
Slík uppfærsla í bókhaldinu
mun hins vegar hvorki nýtast
til að bæta þjónustu borg-
arinnar eða auka fjárfesting-
argetu hennar – nema vilji
meirihlutans í Reykjavík standi
til þess að selja félagslegt hús-
næði ofan af skjólstæðingum
sínum á markaðsvirði á kjör-
tímabilinu.
Ljóst er að borgin þarf að
taka erfiðar ákvarðanir á næstu
árum í rekstri og fjárfestingum.
Kópavogur hefur um langt
skeið verið farsælt sveitarfélag
í fremstu röð, vel rekið og tekið
skynsamlegar ákvarðanir í fjárfestingum
sínum. Losaratök í fjármálum sveitarfélaga
líkt og sést í höfuðborginni er slóð sem
Kópavogsbúar vilja ekki feta. Fjárhagsstaða
Kópavogs er sterk og þannig verður það
áfram undir okkar stjórn.
Eftir Ásdísi Kristjánsdóttur
» Þrátt fyrir
erfitt
efnahagsástand
á fyrri hluta
þessa árs voru
skuldir Kópa-
vogsbæjar
greiddar
niður um ríflega
tvö hundruð
milljónir króna.
Ásdís
Kristjánsdóttir
Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi.
Engin lausatök
Nýbirtur árshlutareikningur
Reykjavíkurborgar ber fjár-
hagnum ekki fagurt vitni. Tap af
reglubundnum rekstri nam um
8,9 milljörðum króna á fyrstu sex
mánuðum ársins og var afkoman
rúmlega fjórum milljörðum lak-
ari en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Enn sígur á ógæfuhliðina í
rekstri borgarinnar.
Rjúkandi rúst?
Á landsfundi Samfylkingar ár-
ið 2018 sagði Dagur B. Eggerts-
son borgarstjóri fjárhagsstöðu
borgarinnar hafa verið „rjúkandi
rúst“ eftir stuttan valdatíma
Sjálfstæðismanna sem lauk árið
2010. Sjálfstæðisflokkurinn tók
við stjórnartaumum í borginni
árið 2008, í aðdraganda banka-
hruns. Við samfélaginu blöstu
krefjandi aðstæður og allt benti
til þess að rekstur borgarsjóðs
yrði þungur. Yfir þennan tveggja
ára tíma tókst þó að halda örugglega um fjár-
hag borgarinnar. Skuldir borgarsjóðs jukust
einungis um þrjá milljarða meðan tekjur dróg-
ust saman um tæpan milljarð. Borgarsjóður var
einn fárra sem skiluðu jákvæðri rekstrarniður-
stöðu mitt í djúpri efnahagslægð.
Hið sama verður ekki sagt um fjármálastjórn
sitjandi borgarstjóra. Ekki einungis er borgin
rekin með nærri níu milljarða króna tapi, held-
ur standa skuldir samstæðunnar nú í 420 millj-
örðum króna, en skuldir hækkuðu um 13 millj-
arða fyrstu sex mánuði ársins. Það samsvarar
rúmlega tveimur milljörðum króna mánaðar-
lega eða 72 milljónum króna daglega. Það er því
óhætt að segja að undir stjórn
borgarstjóra stefni fjárhagur
borgarinnar í rjúkandi rúst.
Útgjaldavandi, ekki
tekjuvandi
Þeir tekjustofnar Reykjavíkur
sem lög gera ráð fyrir eru nær full-
nýttir. Borgin innheimtir hæsta
lögleyfða útsvar, fasteignaskattar
á atvinnuhúsnæði eru ósamkeppn-
ishæfir og krónutala fasteigna-
gjalda fer hækkandi árlega. Tekju-
tuskan er undin til fulls og
rekstrarkostnaður eykst samhliða.
Tekjur fyrir tímabilið voru nær 1,5
milljörðum yfir áætlun en rekstr-
arútgjöld voru 3,4 milljörðum yfir
fjárheimildum. Vandi borgarinnar
er því ekki tekjuvandi – vandinn er
mun fremur útgjaldavandi. Borgin
er illa rekin.
Burt með báknið
Sjálfstæðisflokkurinn telur mik-
ilvægt að rekstur borgarkerfisins
verði endurskipulagður. Stjórnkerfi borgar-
innar er orðið að bákni – minnka þarf yfirbygg-
ingu, stöðva skuldasöfnun og sýna ráðdeild þeg-
ar sýslað er með fjármuni borgarbúa. Vinda
þarf ofan af hömlulausri hækkun fasteigna-
skatta, draga úr samkeppnisrekstri og stefna að
lækkun útsvars um leið og forsendur hafa skap-
ast.
Því miður verður þó ekki séð að þessar breyt-
ingar verði að veruleika undir stjórn núverandi
meirihluta. Enn er þörf á breytingum.
Eftir Hildi Björnsdóttur
» Tekjutuskan
er undin
til fulls og
rekstrar-
kostnaður eykst
samhliða. Borg-
in er illa rekin.
Hildur
Björnsdóttir
Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík.
Enn er þörf á breytingum