Morgunblaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR kosti ekki með flugi. Allir þurfa að leggjast á eitt um að finna nýjar dreifileiðir,“ segir hann. Valdimar segir sem dæmi að með samvinnu stöðvanna í Noregi og á Íslandi megi koma á fleiri flugferð- um á viku. Hann nefnir að flugvél með 50 tonn af ferskum fiski eða laxi frá Noregi gæti komið við á Íslandi á leið til Bandaríkjanna eða Asíu og bætt hér við 50 tonnum til að fylla vélina. Valdimar getur þess að á síð- ustu árum hafi verið mikil samvinna við Icelandair og Schenker leigt af þeim vélar til hinna ýmsu verkefna. Horft sé til framhalds á samstarfinu. Sjá um alla flutningskeðjuna Valdimar segir að það sé mikill styrkur fyrir útflytjendur og inn- flytjendur að skipta við stóra alþjóð- lega flutningsmiðlun sem hafi starfs- stöðvar, vöruhús og kæligeymslur víða um heim. Nefnir hann að styrk- leikinn felist meðal annars í því að sendandi vöru og móttakandi á farmbréfi er alltaf DB Schenker. Fyrirtækið sjái um alla flutnings- keðjuna. Rekjanleiki sé því mikill og mögulegt að breyta um móttakanda á miðri leið eða endursenda gáma ef aðstæður breytast. Varðandi innflutning til Íslands þá er fyrirtækið að flytja vörur alls staðar að úr heiminum í safnstöð í Hollandi eða minni stöðvar í Svíþjóð og Danmörku. Leitað er að fljótförn- ustu og ódýrustu leið hverju sinni. Í safnstöðinni fara vörurnar í gáma eða á vagna og er boðið upp á þrjár brottfarir í viku frá Rotterdam til Íslands og einnig frá Skandinavíu. Valdimar getur þess að á síðasta ári hafi Schenker tekið við rekstri vöruhúss og tollvörugeymslu að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði og veiti það fyrirtækinu tækifæri til frekari vaxtar. Tækifæri í samvinnu við Noreg - Starfsemi Schenker á Íslandi heyrir nú undir Noreg en ekki Svíþjóð - Vaxtartækifæri í samvinnu um flutning á fiski - Haldið upp á 150 ára afmæli fyrirtækisins og 150 mánaða starfsafmæli á Íslandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Stjórnandi Valdimar Óskarsson stýrir starfsemi Schenker á Íslandi. Fyrirtækið hefur gengið í gegnum skipulags- breytingu og komið sér vel fyrir í skrifstofum og vörugeymslum sem það tók við að Fornubúð 5 í Hafnarfirði. VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Alþjóðlega flutningsmiðlunin DB Schenker hefur breytt stöðu útibús síns á Íslandi. Starfsemin heyrir nú undir Noreg en hefur verið hluti af starfseminni í Svíþjóð frá því hún hófst fyrir rúmum tíu árum. Fram- kvæmdastjórinn á Íslandi segir að ástæða breytinganna sé sú að starfsemin hér eigi meira sameig- inlegt með starfsstöðinni í Noregi en Svíþjóð. DB Schenker heldur upp á 150 ára afmæli sitt á þessu ári. Á síð- asta ári voru 10 ár liðin frá því útibúið á Íslandi var formlega stofnað en vegna kórónuveirufar- aldursins var ákveðið að fresta því að minnast tímamótanna. Nú eru hins vegar um 150 mánuðir frá því félagið hóf undirbúning að starf- semi á Íslandi og var ákveðið að minnast þess á afmælisári móður- félagsins. Stjórnendur DB Schenk- er heimsækja starfsstöðina í dag og taka þátt í viðburðum með starfsfólki og viðskiptavinum. Líkir markaðir Svo aftur sé vikið að breyting- unum segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Schenker á Ís- landi, að starfsemin á Íslandi og Noregi sé lík og markaðir svipaðir. Þess vegna séu margir sameigin- legir viðskiptavinir í frosnum og ferskum fiski, ekki síst laxi. Vaxt- artækifæri séu í þessari starfsemi í báðum löndum og hægt sé að styðja við hana með aukinni sam- vinnu. Einnig hafi stjórnendur samstæðunnar horft til þess að bæði þessi lönd eru utan Evrópu- sambandsins og þess vegna eigi þau samleið. Segir Valdimar horft til þess að laxeldi muni vaxa mikið á næstu tíu árum. „Það er alveg ljóst að núver- andi flutningskerfi ræður ekki við það magn sem þarf að flytja á markaði í framtíðinni, að minnsta DB Schenker er eitt af stærstu flutningsmiðlunarfyrirtækjum heims. Það rekur sjálft víðfemt landflutningakerfi í Evrópu og er jafnframt stór kaupandi þjónustu skipafélaga, flug- félaga og annarra flutningafyr- irtækja. Fyrirtækið er hluti af Deutsche Bahn, þýsku járn- brautunum, sem eru í meiri- hlutaeigu þýska ríkisins. Saga fyrirtækisins hófst í Vín árið 1872 þegar Gottfried Schenker, stofnandi Schenker & Co, bauð fyrstu heildstæðu járnbrautarsendingarnar frá París til Vínar. Mikið vatn hefur síðan runnið til sjávar. Nú er DB Schenker með á þriðja þúsund starfsstöðvar í 130 löndum í fimm heimsálfum. Yfir 76 þús- und starfsmenn vinna við flutn- ingsmiðlunina. Höfuðstöðv- arnar eru í Essen í Þýskalandi. Fyrir rúmum tólf árum hafði DB Schenker áhuga á að bæta Íslandi, Grænlandi og Færeyjum á sitt stóra landakort. Valdimar Óskarsson, síðar framkvæmda- stjóri, var fenginn sem ráðgjafi til að vinna að stofnun starfs- stöðvar á Íslandi. Áður höfðu umboðsmenn þjónað viðskipta- vinum hér. Yfir 2000 starfsstöðvar UM ALLAN HEIM Vörur Rúmt er um vörurnar í vöru- geymslum Schenker í Hafnarfirði. Sóttvarnalæknir hefur gefið út leið- beiningar um notkun COVID-19 bóluefna frá 15. september. Aðal- áherslan er lögð á örvunarbólusetn- ingu 60 ára og eldri og annarra sem eru í aukinni hættu á alvarlegum veikindum vegna COVID-19. Auk þess er mælt með örvunarbólusetn- ingu fyrir heilbrigðisstarfsmenn ef lengra er liðið en sex mánuðir frá síð- asta skammti. Það er gert til þess að draga úr veikindum hjá þeim hópi og smitdreifingu innan stofnana. Væntanlegar eru nýjar útgáfur COVID-19 bóluefna frá Pfizer/ BioNTech og Moderna. Líklegt er að þau taki við af eldri bóluefnunum og verði notuð í allar örvunarbólusetn- ingar fyrir tólf ára og eldri fyrir ára- mót. Upprunalegu bóluefnin verða áfram notuð til grunnbólusetningar. Mælt verður með að inflúensubólu- efni og COVID-19 bóluefni verði gef- in áhættuhópum samhliða ef tíma- setning síðustu COVID-19 bólusetningar leyfir. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Bólusetning Áhættuhópar bólusettir gegn COVID-19 og inflúensu í haust. Nýjar útgáfur af bóluefnum að koma - Örvunarbólusetningar verða í haust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.