Morgunblaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR
kosti ekki með flugi. Allir þurfa að
leggjast á eitt um að finna nýjar
dreifileiðir,“ segir hann.
Valdimar segir sem dæmi að með
samvinnu stöðvanna í Noregi og á
Íslandi megi koma á fleiri flugferð-
um á viku. Hann nefnir að flugvél
með 50 tonn af ferskum fiski eða laxi
frá Noregi gæti komið við á Íslandi á
leið til Bandaríkjanna eða Asíu og
bætt hér við 50 tonnum til að fylla
vélina. Valdimar getur þess að á síð-
ustu árum hafi verið mikil samvinna
við Icelandair og Schenker leigt af
þeim vélar til hinna ýmsu verkefna.
Horft sé til framhalds á samstarfinu.
Sjá um alla flutningskeðjuna
Valdimar segir að það sé mikill
styrkur fyrir útflytjendur og inn-
flytjendur að skipta við stóra alþjóð-
lega flutningsmiðlun sem hafi starfs-
stöðvar, vöruhús og kæligeymslur
víða um heim. Nefnir hann að styrk-
leikinn felist meðal annars í því að
sendandi vöru og móttakandi á
farmbréfi er alltaf DB Schenker.
Fyrirtækið sjái um alla flutnings-
keðjuna. Rekjanleiki sé því mikill og
mögulegt að breyta um móttakanda
á miðri leið eða endursenda gáma ef
aðstæður breytast.
Varðandi innflutning til Íslands
þá er fyrirtækið að flytja vörur alls
staðar að úr heiminum í safnstöð í
Hollandi eða minni stöðvar í Svíþjóð
og Danmörku. Leitað er að fljótförn-
ustu og ódýrustu leið hverju sinni. Í
safnstöðinni fara vörurnar í gáma
eða á vagna og er boðið upp á þrjár
brottfarir í viku frá Rotterdam til
Íslands og einnig frá Skandinavíu.
Valdimar getur þess að á síðasta
ári hafi Schenker tekið við rekstri
vöruhúss og tollvörugeymslu að
Fornubúðum 5 í Hafnarfirði og veiti
það fyrirtækinu tækifæri til frekari
vaxtar.
Tækifæri í samvinnu við Noreg
- Starfsemi Schenker á Íslandi heyrir nú undir Noreg en ekki Svíþjóð - Vaxtartækifæri í samvinnu
um flutning á fiski - Haldið upp á 150 ára afmæli fyrirtækisins og 150 mánaða starfsafmæli á Íslandi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stjórnandi Valdimar Óskarsson stýrir starfsemi Schenker á Íslandi. Fyrirtækið hefur gengið í gegnum skipulags-
breytingu og komið sér vel fyrir í skrifstofum og vörugeymslum sem það tók við að Fornubúð 5 í Hafnarfirði.
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Alþjóðlega flutningsmiðlunin DB
Schenker hefur breytt stöðu útibús
síns á Íslandi. Starfsemin heyrir nú
undir Noreg en hefur verið hluti af
starfseminni í Svíþjóð frá því hún
hófst fyrir rúmum tíu árum. Fram-
kvæmdastjórinn á Íslandi segir að
ástæða breytinganna sé sú að
starfsemin hér eigi meira sameig-
inlegt með starfsstöðinni í Noregi
en Svíþjóð.
DB Schenker heldur upp á 150
ára afmæli sitt á þessu ári. Á síð-
asta ári voru 10 ár liðin frá því
útibúið á Íslandi var formlega
stofnað en vegna kórónuveirufar-
aldursins var ákveðið að fresta því
að minnast tímamótanna. Nú eru
hins vegar um 150 mánuðir frá því
félagið hóf undirbúning að starf-
semi á Íslandi og var ákveðið að
minnast þess á afmælisári móður-
félagsins. Stjórnendur DB Schenk-
er heimsækja starfsstöðina í dag
og taka þátt í viðburðum með
starfsfólki og viðskiptavinum.
Líkir markaðir
Svo aftur sé vikið að breyting-
unum segir Valdimar Óskarsson,
framkvæmdastjóri Schenker á Ís-
landi, að starfsemin á Íslandi og
Noregi sé lík og markaðir svipaðir.
Þess vegna séu margir sameigin-
legir viðskiptavinir í frosnum og
ferskum fiski, ekki síst laxi. Vaxt-
artækifæri séu í þessari starfsemi í
báðum löndum og hægt sé að
styðja við hana með aukinni sam-
vinnu. Einnig hafi stjórnendur
samstæðunnar horft til þess að
bæði þessi lönd eru utan Evrópu-
sambandsins og þess vegna eigi
þau samleið.
Segir Valdimar horft til þess að
laxeldi muni vaxa mikið á næstu tíu
árum. „Það er alveg ljóst að núver-
andi flutningskerfi ræður ekki við
það magn sem þarf að flytja á
markaði í framtíðinni, að minnsta
DB Schenker er eitt af stærstu
flutningsmiðlunarfyrirtækjum
heims. Það rekur sjálft víðfemt
landflutningakerfi í Evrópu og
er jafnframt stór kaupandi
þjónustu skipafélaga, flug-
félaga og annarra flutningafyr-
irtækja. Fyrirtækið er hluti af
Deutsche Bahn, þýsku járn-
brautunum, sem eru í meiri-
hlutaeigu þýska ríkisins.
Saga fyrirtækisins hófst í Vín
árið 1872 þegar Gottfried
Schenker, stofnandi Schenker &
Co, bauð fyrstu heildstæðu
járnbrautarsendingarnar frá
París til Vínar. Mikið vatn hefur
síðan runnið til sjávar. Nú er DB
Schenker með á þriðja þúsund
starfsstöðvar í 130 löndum í
fimm heimsálfum. Yfir 76 þús-
und starfsmenn vinna við flutn-
ingsmiðlunina. Höfuðstöðv-
arnar eru í Essen í Þýskalandi.
Fyrir rúmum tólf árum hafði
DB Schenker áhuga á að bæta
Íslandi, Grænlandi og Færeyjum
á sitt stóra landakort. Valdimar
Óskarsson, síðar framkvæmda-
stjóri, var fenginn sem ráðgjafi
til að vinna að stofnun starfs-
stöðvar á Íslandi. Áður höfðu
umboðsmenn þjónað viðskipta-
vinum hér.
Yfir 2000
starfsstöðvar
UM ALLAN HEIM
Vörur Rúmt er um vörurnar í vöru-
geymslum Schenker í Hafnarfirði.
Sóttvarnalæknir hefur gefið út leið-
beiningar um notkun COVID-19
bóluefna frá 15. september. Aðal-
áherslan er lögð á örvunarbólusetn-
ingu 60 ára og eldri og annarra sem
eru í aukinni hættu á alvarlegum
veikindum vegna COVID-19. Auk
þess er mælt með örvunarbólusetn-
ingu fyrir heilbrigðisstarfsmenn ef
lengra er liðið en sex mánuðir frá síð-
asta skammti. Það er gert til þess að
draga úr veikindum hjá þeim hópi og
smitdreifingu innan stofnana.
Væntanlegar eru nýjar útgáfur
COVID-19 bóluefna frá Pfizer/
BioNTech og Moderna. Líklegt er að
þau taki við af eldri bóluefnunum og
verði notuð í allar örvunarbólusetn-
ingar fyrir tólf ára og eldri fyrir ára-
mót. Upprunalegu bóluefnin verða
áfram notuð til grunnbólusetningar.
Mælt verður með að inflúensubólu-
efni og COVID-19 bóluefni verði gef-
in áhættuhópum samhliða ef tíma-
setning síðustu COVID-19
bólusetningar leyfir. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Bólusetning Áhættuhópar bólusettir gegn COVID-19 og inflúensu í haust.
Nýjar útgáfur af
bóluefnum að koma
- Örvunarbólusetningar verða í haust