Morgunblaðið - 08.09.2022, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022
Sölumaður verkfæra
Vélar og verkfæri ehf. óska eftir að ráða öflugan sölumann á fyrirtækjamarkaði. Við leitum
aðmetnaðarfullum, jákvæðumog drífandi einstaklingimeð brennandi áhuga á verkfærum
og rekstrarvörum til að sjá um sölu til iðnaðar og þjónustufyrirtækja á ýmsum sviðum.
Í boði er gefandi og áhugavert starf þar
sem skemmtilegur og samstilltur hópur
leggurmetnað sinn í að veita framúrskar-
andi þjónustu og trausta ráðgjöf.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Öflun nýrra viðskiptavina.
• Samskipti og heimsóknir til núverandi
viðskiptavina.
• Eftirfylgni og umsjón gagnvart
viðskiptavinum.
• Virk þátttaka í söluátökum.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun og/eða viðamikil reynsla í iðngrein,
t.d. bifvélavirkjun, rafvirkjun, vélvirkjun eða
sambærilegu er skilyrði.
• Þekking á fyrirtækjamarkaði með verkfæri,
rekstrarvöru o.fl.
• Söluhæfileikar, þjónustulund og hæfni í
mannlegum samskiptum.
• Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt.
• Almenn tölvukunnátta.
• Skipuleg og öguð vinnubrögð.
• Þarf að hafa gott vald á ensku.
• Bílpróf er skilyrði.
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á -%31/-'#44,**.#/ &$1#1 )". /'2-'!0'1 (+(( og í því
netfangi fást jafnframt nánari upplýsingar um starfið ef óskað er.
Skútuvogur 1 c • 104 Reykjavík • Sími 550 8500 • www.vv.is
Vélar & Verkfæri ehf. er traust og framsækið fjölskyldufyrirtæki með sögu allt aftur til ársins 1919.
Fyrirtækið er með starfsstöð í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 20 manns.
Skólamatur leitar að jákvæðu og duglegu starfsfólki í
mötuneyti sín í Setbergsskóla og Engidalsskóla.
Vinnutíminn er frá kl. 9:00 til 14:00 (Setberg) og frá 10:00 til
14:00 (Engidals) alla virka skóladaga.
Störfin felast í lokaeldun hádegismáltíða, undirbúningi og
afgreiðslu máltíða og frágangi ásamt léttum þrifum í eldhúsi.
Starfsmenn mötuneyta panta inn af pöntunarvef Skólamatar og
senda inn dagsskýrslur.
Hæfniskröfur:
• Reynsla úr sambærilegu starfi æskileg.
• Menntun sem nýtist í starfi kostur.
• Góð íslenskukunnátta skilyrði.
• Jákvæðni, snyrtimennska, stundvísi og lausnamiðuð hugsun
skilyrði.
Umsækjendur eru beðnir að skila inn ferilskrá með
upplýsingum um reynslu/menntun og fyrri störf.
Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið.
Óskað er eftir að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.
Fyrirspurnir um starfið og umsóknir berist á
fanny@skolamatur.is
Mötuneyti í Hafnarfirði
Skólamatur ehf. er fjölskylduvænt fyrirtæki sem sérhæfir sig í
framleiðslu og framreiðslu á máltíðum fyrir mikilvægasta fólkið.
Bókari - launafulltrúi
Idex ehf og Idex gluggar ehf óska eftir að ráða
starfsmann í fullt starf.
Idex nafnið á sér yfir 30 ára sögu á íslenskum
byggingamarkaði, þekkt fyrir þá gæðavöru er
fyrirtækið hefur að bjóða íslenskum bygginga-
markaði.
Starfssvið:
Öll almenn bókhalds-, innheimtu-, toll og launa-
vinnsla. Samskipti við stjórnendur og endur-
koðanda fyrirtækisins
Hæfniskröfur:
• Góð og haldbær þekking á bókhaldi, innheimtu,
tollskjalagerð og launavinnslu.
• Rík þjónustulund og framúrskarandi mannleg
samskipti.
• Metnaður til að skila góðri vinnu.
• Nákvæmni og hugkvæmni.
• Reynsla í skilum uppgjörs til endurskoðanda er
skilyrði.
Umsóknum skal skilað fyrir 15. september 2022
með tölvupósti til idex@idex.is
Lögfræðingur
Umboðsmaður Alþingis mun á næstunni
ráða í starf lögfræðings.
Starfið felur einkum í sér athugun og grein-
ingu á málum sem eru til meðferðar hjá
umboðsmanni og samskipti þeim tengd. Í því
felst m.a. að greina þarf lögfræðileg álita-
efni og gera tillögur að niðurstöðu auk þess
að inna af hendi önnur verkefni á skrifstofu
umboðsmanns, s.s. ráðgjöf og leiðbeiningar
til þeirra sem leita til embættisins.
Leitað er að lögfræðingi með embættis-
eða meistarapróf í greininni.
Æskilegt er að viðkomandi hafi lagt sig
eftir stjórnsýslurétti eða skyldum greinum
í námi eða hafi starfsreynslu á því sviði.
Gerð er krafa um gott vald á ritun texta á
íslensku.
Gerð er krafa um góða kunnáttu í ensku
og kunnáttu í einu Norðurlandamáli.
Um er að ræða krefjandi starf á sviði lög-
fræði. Lögð er áhersla á að umsækjendur
geti unnið sjálfstætt að greiningu og úr-
lausn lögfræðilegra álitaefna, séu skipu-
lagðir og hafi gott vald á aðferðafræði
lögfræðinnar.
Leitað er eftir einstaklingi sem hefur til
að bera frumkvæði, ríka þjónustulund og
lipurð í mannlegum samskiptum.
Áhugasamir sem uppfylla ofangreindar
hæfniskröfur eru hvattir til að senda inn
umsókn. Um starfskjör fer eftir kjara-
samningi og nánara samkomulagi.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun,
starfsferil og önnur atriði skal senda á net-
fangið postur@umbodsmadur.is eða á skrifstofu
umboðsmanns Alþingis, Þórshamri, Templara-
sundi 5, 101 Reykjavík, merkt: Starfsumsókn.
Þess er óskað að í umsókn um starfið verði gerð
grein fyrir þekkingu og reynslu umsækjanda í
samræmi við framangreint og að staðfesting um
nám fylgi.
Umsóknarfrestur er til og með
26. september nk.
Nánari upplýsingar um starfið eru veittar
hjá umboðsmanni Alþingis í síma 510 6700.
Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is
RÁÐNINGAR
RÁÐGJÖF
RANNSÓKNIR
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á