Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022 Við bjóðum uppá glæsilegar borgir allt árið í Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt 2, 3, 4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu versl- unum og mörkuðum. Við bjóðum upp á skoðunar- ferðir fyrir hópa og fyrirtæki, svo og kvöldverði/- veislur í höllum, köstulum eða húsum frá miðöldum. www.transatlantic.is info@transatlantic.is Sími 588 8900 GLÆSILEGAR MIÐALDA- BORGIR Í EVRÓPU Saga Rómar spannar yfir 2800 ár, borg sem óx úr litlu ítölsku þorpi á 9. öld f. Krist yfir í að vera höfuðborg heimsveldis á tímum Rómverja. Í dag er Róm höfuð- borg Ítalíu, menningarleg miðstöð, stórborg á heims- vísu og er fremst í flokki þeirra borga sem þykja einna hvað fallegastar frá fornum og horfnum heimi. Þar finnur þú allt fyrir ferðamanninn. Róm er einstakur vettvangur mikillar sögu, menningar og lista er einnig borg sem iðar af fjölskrúðugu og litríku mannlífi. Sælureitur góðrar matseldar og frábærra vína með veitinga- og kaffihús á hverju horni. Stórkostlegar byggingar príða þessa glæsilegu borg sem unun er að skoða á tveimur jafnfljótum. Miðaldaborg frá 12. öld. Gamli og nýji tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er verndaður af Unesco. Þar ber hæst kasta- linn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. RIGA Í LETTLANDI RÓM TALLINN EISTLANDI NOKKUR DÆMI UM BORGIR SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ Vilnius, Budapest, Prag Gdansk, Krakow,Varsjá, Bratislava,Wroclaw St. Pétursborg,Vínar- borg, Napolí,Mílanó Feneyjar og Brugge Tallinn er ein allra fallegasta borg Evrópu og er gamli bæjarhlutinn sá hluti borgarinnar sem mesta aðdráttaraflið hefur á ferðamenn. Þar eru götur steini lagðar, byggingar frá 11. öld sem hefur tekist að varðveita ótrúlega vel. Þú ferð úr 21. öldinni beint aftur í miðaldir. Þar sem Tallinn er best varðveitta miðaldaborg N-Evrópu hefur henni verið bætt við á heimslista UNESCO. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þ etta snýst ekki um hvað hann kemst hratt eða kraft- inn í vélinni, heldur fyrst og fremst um stemninguna sem fylgir því að keyra hann og fél- agsskapinn með öðrum sem eiga gamla bíla,“ segir Guðfinnur Eiríks- son, eigandi gullfallegs Pontiac Trans Am, árgerð 1977. Guðfinnur býr í Borgarholti í Biskupstungum, en í gömlum herbragga þar geymir hann gullvagn sinn. Þegar komið er inn í braggann opnast heill heimur og aug- ljóst að nostrað hefur verið við að skapa stemningu frá þeim tíma sem þessi 45 ára bíll var framleiddur. Þar eru alls konar gamlir hlutir sem tengjast bílum, hjólkoppar, skilti, hljómplötur, plötuspilari, ljósmyndir, myndavélar, bílamódel, gamaldags lampar og húsgögn. „Þetta er strákaheimur með strákaskrauti og vissulega snýst þetta um nostalgíu, því þegar ég var unglingur þá horfði ég með aðdáun á átta strokka kagga á götunum og lét mig dreyma um að eignast einn slík- an. Fyrir tólf árum varð það loksins að veruleika, þegar ég keypti þennan bíl, en hann var fluttur inn 2007 og málaður hér heima af fyrri eiganda. Bíllinn er vissulega antikmunur, og sómir sér vel hér í bragganum, en ég keypti hann til að keyra hann. Ég hef keyrt hann alveg helling með Krúser- klúbbnum öll sumur frá því ég fékk hann í hendurnar. Ég mæti líka á hverju ári á honum á hátíðarhöldin hér í sveitinni á 17. júní.“ Guðfinnur segist hafa verið með bílinn í skúr í Reykjavík árum saman því hann hafi vantað aðstöðu fyrir hann heima í sveitinni. „Þegar Covid skall á þá gafst tími til að flikka upp á þennan ónýta herbragga og breyta honum í gam- aldags umgjörð og skýli sem hæfði Trans Aminum. Hér var moldargólf og bragginn illa farinn. Við biðum nánast eftir því að hann fyki í næsta roki. Hann var fullur af drasli og hér inni var partabíll frá syni mínum sem er bifvélavirki. Við hreinsuðum út úr honum allt ruslið, steyptum gólfið, klæddum hann að innan og styrktum hann en þetta er fyrst og fremst véla- geymsla og verður það áfram. Hér ekkert rennandi vatn eða upphitun. Við viljum líka halda bragganum upp- runalegum og grófgerðum að utan. Við viljum ekki klæða hann því þá missir hann sjarmann, en ég málaði hann.“ Guðfinnur fær glampa í augun þegar hann lýsir þeirri góðu tilfinn- ingu sem hann segir fylgja því að keyra Trans Aminn. „Hávaðinn úr átta strokka vél- inni hljómar eins og mal í mínum eyr- um en mesta ánægjan er félagsstarfið í Krúserklúbbnum þar sem allir eiga þetta sameiginlega áhugamál. Ég fer reglulega til Reykjavíkur til að fara á rúntinn með þeim. Við hittumst á fimmtudögum og keyrum gamla rúntinn, niður Laugaveginn eins langt og hægt er, niður í Kvosina og á Hallærisplanið en endum á planinu utan við Hörpu. Þar breiðum við úr okkur og höfum bílasýningu í nokkr- ar mínútur. Svo heldur hver til síns heima. Á þessum rúnti erum við allt frá því að vera á tveimur bílum upp í Miðaldra átta strokka kaggi „Að spila réttu tónlistina á meðan ekið er um í Trans Am árgerð 1977 skiptir miklu máli,“ segir Guð- finnur Eiríksson, eigandi slíkrar bifreiðar. Ljósmyndir/Agnes Geirdal Gullfallegur Pontiac Trans Am-bíll Guðfinns sómir sér heldur betur vel inni í bragga þar sem öll umgjörðin hefur verið sköpuð í kringum hann. Svalur Guðfinnur nýtur þess vel að aka um á átta strokka eðalvagni sínum. „Skák er skemmtileg og getur skilað mörgu góðu. Að því leyti áttum við Fjölnisfólk mikilvægt erindi til Græn- lands,“ segir Helgi Árnason, formaður skákdeildar íþróttafélagsins Fjölnis í Grafarvogi í Reykjavík. Í sl. viku heim- sótti hópur félagsins Nuuk á Græn- landi í því skyni að tefla, kynna og kenna skák. Þeir Helgi og Nils Christi- an, formaður skákfélagsins í Nuuk, áttu m.a. fund með Lone Nukaaraq Möller, fræðslustjóra í Nuuk. Þeir af- hentu henni drög að námskrá fyrir skák, sem þeir hvöttu til að tekin yrði inn í námskrá grunnskóla. Grænlandsfarar Fjölnis, auk Helga, voru Róbert Lagermann, FIDE- meistari í skák, og þrír nemendur úr 9. bekk Rimaskóla. Þau eru Arnar Gauti Helgason, Aron Örn Sveinsson og Sóley Kría Helgadóttir sem hafa öll náð góðum árangri í skákíþróttinni og eru sterkar fyrirmyndir. Skákin er rökræn og agar „Ég var lengi skólastjóri í Rima- skóla og lagði þar mikla áherslu á skákina. Ég sá svo oft hvað skákin gaf nemendum mikið, til dæmis þeim sem fundu ekki fjölina sína sem skyldi í hefðbundnu skólastarfi eða íþróttum. Við taflborðið náðu krakkarnir í mörg- um tilfellum að blómstra og virkja styrkleika sína. Raunar er skákin al- veg frábær skóli eins og varðandi ög- un og rökhugsun. Þetta voru Grænlendingarnir líka alveg að kaupa,“ segir Helgi. Við komuna til Grænlands tóku þau Geir Oddsson, aðalræðismaður Ís- lands í Nuuk, og Júlía Ísaksen sendi- ráðsritari á móti hópnum. ASK- grunnskólinn var heimsóttur og þar lagði Róbert Lagermann skákdæmi fyrir nemendur. Þá tefldu Rima- skólakrakkar við jafnaldra sína. Svo var efnt til skákmóts á torgi versl- unarmiðstöðvarinnar Nuuk Center. Aukinheldur var litið inn hjá íslenska verktakafyrirækinu Ísak, en starfs- menn þess vinna nú við að reisa nýjan skóla í borginni. „Þetta var áhugaverð ferð og vonandi leiða þau skilaboð sem þarna voru lögð inn til einhvers,“ segir Helgi Árnason. Hrókurinn er grunnur Helgi getur þess að Geir, aðalræðis- maður Íslands í Nuuk, og Þorbjörn Jónsson forveri hans hafi reynst Fjölnismönnum ómetanlegir við skipulag ferðarinnar. Fleiri hafi gert hið sama; allt fólk sem þekkir vel til í grænlensku samfélagi og styðji við skákstarfið. Þar hafi raunar verið lagður grunnur með starfi Hróksins – skákfélags þar sem Hrafn heitinn Jök- ulsson var í aðalhlutverki. sbs@mbl.is Skákfólk frá Fjölni í Grafarvogi kynnti skák og tefldi í Nuuk á Grænlandi Íþróttin er þroskandi og erindið var mikilvægt Ljósmynd/Helgi Árnason Teflt ASK-grunnskólinn í Nuuk var heimsóttur og tefldu Rimaskólakrakkar við jafnaldra sína. Engum sögum fer af úrslitum enda ekki aðalatriðið hér .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.