Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022 Fram undan er afar mikilvæg vika fyrir landslið karla í knatt- spyrnu, A-landsliðið og U21-árs landsliðið. A-landsliðið stendur frammi fyrir þeim möguleika að geta unnið riðil 2 í B-deild Þjóða- deildar UEFA, sem tryggir liðinu sæti í umspili um laust sæti á EM 2024. Lið sem komast ekki á EM með hefðbundnum hætti, þ.e. í gegnum undankeppni, fá annan möguleika með góðum árangri í Þjóðadeildinni. Ungverjaland, Slóvakía, Skotland og Norður- Makedónía tryggðu sér til að mynda öll sæti á EM 2020 á síð- asta ári með því að vinna umspil A-, B-, C- og D-deilda Þjóðadeild- arinnar. Að tryggja sér toppsætið í riðli 2 í B-deild er því miður ekki í höndum Íslands þar sem Ísrael og Albanía mætast fyrst um helgina. Vinni Ísrael þann leik getur hvorki Ísland né Albanía hrifsað toppsætið af liðinu. Takist Ísraelsmönnum hins vegar ekki að vinna er allt opið og gæfist þá Íslandi og hugsan- lega Albaníu færi á að tryggja sér sigur í riðlinum þegar síðar- nefndu tvö liðin mætast í Tírana í Albaníu á þriðjudag. Verkefni U21-árs landsliðsins er ekki síður stórt þar sem liðið tekur þátt í umspili um sæti á EM 2023 í aldursflokknum. Liðið mætir Tékklandi heima og að heiman; á Víkingsvelli á morgun og í Ceské Budejovice ytra á þriðjudag. Hafi það betur í viðureigninni fer íslenska U21-árs liðið á EM í annað skiptið í röð og í þriðja sinn í sögunni. Ef EM 2011 í ald- ursflokknum kenndi okkur eitt- hvað þá er það að fyrir upprenn- andi knattspyrnumenn Íslands er dýrmætt að taka þátt í stór- móti. BAKVÖRÐUR Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.isÚkraínska knattspyrnukonan Anna Petryk er farin frá Breiðabliki og aftur til heimalandsins, nú þegar tvær umferðir eru eftir af Bestu deildinni. Petryk kom til Breiðabliks fyrir tímabilið frá Karkív í heimaland- inu, en henni var frjálst að skipta um félag vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Leikmaðurinn lék 14 leiki með Breiðabliki í Bestu deildinni og skoraði í þeim tvö mörk. Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar með 33 stig og í harðri baráttu við Stjörn- una um annað sætið. Petryk farin heim til Úkraínu Morgunblaðið/Árni Sæberg Heim Anna Petryk er farin frá Breiðabliki og heim til Úkraínu. Máni Hrafn Stefánsson keppti fyrir hönd Íslands á Evrópumótinu í sambo í Novi Sad í Serbíu og stóð sig vel. Máni Hrafn bætti sig frá síð- asta Evrópumóti, þar sem hann tap- aði eina bardaga sínum. Að þessu sinni hafnaði hann í fimmta sæti í +98 kílógramma flokki. Í bardögunum sem ekki unnust á EM í Serbíu tapaði Máni Hrafn fyr- ir keppendum sem höfnuðu að lok- um í fyrsta og þriðja sæti. Máni æfir með Sambo 80, eina sambófélagi Íslands. Ljósmynd/Sambo 80 Sambo Máni Hrafn Stefánsson hafnaði í fimmta sæti á EM í Serbíu. Í fimmta sæti á EM í Serbíu það vantaði aðeins upp á gæðin fram á við. Svekkt með úrslitin Leikurinn breyttist líka mikið með innkomu þeirra Elínar Mettu Jensen og Þórdísar Elvu Ágústs- dóttur á 61. mínútu. Það má leiða að því líkur að Tékkarnir verði mun varnarsinnaðri þegar liðin mætast í síðari viðureigninni og þær Elín Metta og Þórdís Elva hljóta báðar að fá tækifæri í byrj- unarliðinu í seinni leiknum í Prag. Eins slakur og fyrri hálfleik- urinn var hjá Íslandsmeisturunum þá var allt annað upp á teningnum í síðari hálfleik og frammistaða liðsins í seinni hálfleik gefur liðinu klárlega sjálfstraust fyrir seinni viðureignina sem fram fer í Prag í Tékklandi 28. september. Valur verður að vinna seinni leikinn með að minnsta kosti tveggja marka mun til þess að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en vinni liðið með eins marks mun verður gripið til framlengingar og loks víta- keppni til þess að skera úr um sig- urvegara. „Ég er virkilega svekkt með þessi úrslit,“ sagði Elísa Viðars- dóttir, fyrirliði Vals í samtali við Morgunblaðið eftir tapið á Hlíðar- enda í gær. „Við vorum ekki nægilega ákveðnar í fyrri hálfleik en um leið og við byrjuðum að pressa þær þá settum við þær í vandræði. Þær áttu fullt í fangi með okkur í seinni hálfleik en því miður tókst okkur ekki að skora mark. Við vitum hins vegar hvernig við eigum að mæta þeim núna og vonandi náum við að setja á þær nokkur mörk í seinni leiknum,“ sagði Elísa meðal annars í samtali við Morgunblaðið. Skoraði í Íslendingaslag Þá var Svava Rós Guðmunds- dóttir á skotskónum fyrir Brann þegar liðið gerði jafntefli gegn Svíþjóðarmeisturum Rosengård í Íslendingaslag á Brann-vellinum í Bergen í Noregi. Svava Rós, sem lék allan leik- inn með Brann, kom norska liðinu yfir á 20. mínútu en Olivia Holdt jafnaði metin fyrir Rosengård á 78. mínútu og þar við sat. Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá sænska liðinu. Selma Sól Magnúsdóttir og liðs- félagar hennar í norska liðinu Rosenborg eiga litla möguleika á því að komast áfram í riðlakeppn- ina eftir 0:3-tap gegn Real Madrid á Lerkendal-vellinum í Þránd- heimi í Noregi. Caroline Weir skoraði tvívegis fyrir Real Madrid í leiknum og þá var Athenea Del Castillo einnig á skotskónum fyrir spænska liðið. Selma Sól Magnúsdóttir var í byrjunarliði norska liðsins en var skipt af velli á 75. mínútu. Berglind Björg Þorvaldsdóttir sat svo allan tímann á varamanna- bekk París SG þegar liðið vann 2:1-sigur gegn Häcken á Jean Bo- uin-vellinum í París í Frakklandi. Síðari viðureignir liðanna fara allar fram miðvikudaginn 28. september þar sem sæti í riðla- keppni Meistaradeildarinnar er í húfi. Meistararnir með bakið upp við vegg í Meistaradeildinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Dauðafæri Cyera Hintzen fékk besta færi Vals í gær þegar hún slapp ein í gegn en Olivie Lukásová í marki tékknesku meistaranna sá við henni. - Slæm spilamennska í fyrri hálfleik reyndist dýrkeypt gegn Tékklandsmeisturunum Á HLÍÐARENDA Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Íslandsmeistarar Vals eru með bakið upp við vegg í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu eftir tap gegn Slavia Prag frá Tékklandi í fyrri leik liðanna í 2. umferð keppninnar á Origo-vellinum á Hlíðarenda í gær. Leiknum lauk með 1:0-sigri Slavia Prag þar sem Tereza Koz- árová skoraði sigurmark leiksins á 26. mínútu. Kozárová fékk þá boltann djúpt á vallarhelmingi Vals og hún var fljót að snúa sér í átt að marki. Kozárová reyndi að senda boltann fyrir markið frá vítateigshorninu og Martina Surnovská þóttist ætla að taka boltann með sér. Surnovská hljóp hins vegar yfir boltann í miðjum vítateig Vals- kvenna og truflaði þannig varnar- menn og markvörð Valsliðsins með þeim afleiðingum að fyrirgjöf Koz- árovu lak í netið. Valskonur byrjuðu leikinn illa og þær virkuðu einfaldlega stressaðar og hræddar við að pressa tékk- neska liðið framarlega á vellinum. Tékkneska liðið gekk á lagið og Valskonur geta þakkað Söndru Sigurðardóttur fyrir það að staðan var ekki 3:0 eftir hálftíma leik. Slavia Prag er lið sem vill spila með varnarlínuna sína framarlega á vellinum og mesta syndin er ef- laust sú að Valsliðið, með allan sinn hraða fram á við, hafi ekki haft meira hugrekki til þess að nýta sér það á Hlíðarenda. Það var hins vegar allt annað Valslið sem mætti til leiks í síðari hálfleik og strax á fyrstu fimmtán mínútum fyrri hálfleiks fékk ís- lenska liðið þrjú góð færi til þess að skora. Liðið hélt svo áfram að sækja allan síðari hálfleikinn en Knattspyrnumaðurinn Ivan Jelic, markvörður Reynis úr Sandgerði, var á þriðjudaginn úrskurðaður í fimm leikja bann þegar aga- og úr- skurðarnefnd KSÍ kom saman á fundi. Var Jelic úrskurðaður í bann- ið vegna rasískra ummæla sem hann viðhafði í garð Júlios Fernandes, leikmanns KF, í leik liðanna í 2. deild karla á dögunum. Dómari varð var við ummælin og gaf Króatanum Jelic beint rautt spjald vegna þeirra. Hann lét um- mælin falla eftir að Brasilíumað- urinn Fernandes, sem er dökkur á hörund, hafði skorað framhjá honum skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik bætti Fernandes við þremur mörkum og skoraði því fjög- ur mörk í 8:3-sigri KF. „Leikmaður nr. 7 hjá KF skorar. Leikmaður nr. 32 hjá Reyni bregst illa við því. Dómari fer til leikmanns 32. og spyr hann hvert sé vanda- málið. Leikmaðurinn svarar því ekki, en þess í stað hrópar hann ras- ísk ummæli um leikmann nr. 7. („Fucking litle monkey“),“ segir meðal annars í skýrslu dómara leiks- ins um atvikið. „Það er mat aga- og úrskurðar- nefndar KSÍ, m.t.t. þeirra gagna sem aflað hefur verið í málinu, að með hinum umdeildu ummælum hafi Ivan Jelic gerst brotlegur við ákvæði 15.1. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Hafi ummæli leikmannsins, „Fucking litle mon- key“, falið í sér fyrirlitningu og nið- urlægingu í orði með vísan til þjóð- ernisuppruna leikmanns andstæðinga,“ segir meðal annars í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Fimm leikja bann fyrir kynþáttaníð - Ummælin fólu í sér fyrirlitningu Ljósmynd/Þórir Tryggvason Mark Reynismenn fagna marki gegn KA á Akureyri í sumar. Hallur Hansson, leikmaður karla- liðs KR í knatt- spyrnu og fyrir- liði færeyska landsliðsins, meiddist alvar- lega á hné í leik liðsins gegn Vík- ingi í Bestu deild- inni um síðustu helgi. Frá þessu er greint á heimasíðu Knattspyrnusambands Færeyja. Þar segir að meiðslin séu það alvar- leg að Hallur verði frá í níu til tólf mánuði. Horfir fram veginn „Þetta voru allra verstu fréttir sem ég gat fengið. En svona er fót- boltinn. Þetta snýst um að horfa fram veginn og koma sterkari til baka þegar þar að kemur,“ sagði hann í samtali við heimasíðu knatt- spyrnusambandsins. Hallur er þrítugur miðjumaður sem hefur leikið 19 leiki í Bestu deildinni fyrir KR á tímabilinu og skorað í þeim eitt mark. Hann skoraði þá tvö mörk í þrem- ur bikarleikjum. Landsliðsfyrirlið- inn á að baki 73 A-landsleiki fyrir Færeyjar og hefur skorað fimm mörk í þeim. Samningur Halls við KR gildir út næsta tímabil. Hallur lengi frá vegna hnémeiðsla Hallur Hansson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.