Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022 Umhverfis- og skipulagsráð Reykja- víkur hefur samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Fossvogs- hverfis vegna lóðarinnar nr. 1 við Undraland. Í breytingunni felst að heimilt verði að reisa byggingu á lóðinni á tveimur hæðum, sam- kvæmt uppdrætti Hornsteina – arki- tekta ehf., alls 970 fermetra. Um er að ræða óbyggt tún á horni Bústaðavegar og Stjörnugrófar, í grónu hverfi í höfuðborginni. Umsóknin er lögð fram af Sjálfs- eignarstofnun Kvennaathvarfsins. Fram kemur í fyrirspurn Horn- steina að í gildi sé deiliskipulag Fossvogs frá árinu 1968. Megin- áhersla verði lögð á að afmarka lóð- ina, skilgreina byggingarreit og setja skilmála um húsagerð, notkun og uppbyggingu, í samræmi við lög og reglur þar að lútandi. Lagður verði grunnur að vönduðum frá- gangi uppbyggingar innan lóð- arinnar sem samræmist yfirbragði hverfisins. „Hugmyndafræði at- hvarfsins og starfsemi þess er höfð að leiðarljósi, sem og markmið Reykjavíkurborgar um þróun og gæði byggðar,“ segir þar. Umhverfisáhrif teljast almennt jákvæð, enda myndi byggingin góða götumynd í hverfinu og styrki hana. sisi@mbl.is Mynd/Hornsteinar Fossvogur Nýbyggingin eins og hún mun líta út, séð frá Stjörnugrófinni. Byggt í Undralandi - Íbúðarhús reist í rótgrónu hverfi www.danco.is Heildsöludreifing Fyrirtæki og verslanir Tímabókanir í sýningarsal í síma 575 0200 Opið alla daga 8.30-16.30 nema föstudaga 8.30-15.45 Hnetubrjótur Pipark. 38 cm Hneturbrjótur Pipark. 25 cmHnetubrjótur Musicbox 30 cmHnetubrjótur Red 89 cm Jólalínan komin í hús Hnetubrjótur Red 13 cm Hnetubrjótur Blue 89 cm Hnetubrjótur Blue 25 cm Gler Krukka Cookie 28 cm Gler Krukka Cookie 20 cm Micro LED Jólatré Allison 120 cm 80L Micro LED Jólatré 28 cm 10L LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þessa dagana er framkvæmdum að ljúka við endurheimt votlendis í landi eyðibýlisins Móbergs á Rauðasandi í Vesturbyggð. Skammt frá húsunum þar er mýrlendi, 55 hektarar, sem á sínum tíma var ræst fram með miklu skurðakerfi. Skurðirnir voru á sínum tíma grafnir svo votlendi mætti breyta í tún og töðuvöll, sem ekki varð. Skurðirnir standa því opnir og frá þeim streymir koldíoxíð, sem eins og önnur losun, veldur ójafnvægi í lofthjúpnum. Um 400 hektarar lands hafa verið endurheimtir Aðgerðir, á borð við þær sem nú er að ljúka á Móbergi, eru sagðar geta verið eitt þýðingarmesta framlag Ís- lendinga til að stöðva hlýnun and- rúmslofts. Að því sögðu er nú kraftur settur í framkvæmdir á vegum Vot- lendissjóðs. Um helgina var Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri sjóðs- ins, vestra til að taka verkið út og bera saman bækur við heimamenn. Ráðist var í framkvæmdir á Mó- bergi að beiðni landeigenda, sem eru Fjölvar Darri Rafnsson og Anna Lind Magnúsdóttir. Verktakinn Þot- an í Bolungarvík mokaði ofan í skurðina að undangengnum mæl- ingum Landgræðslunnar. Votlendissjóður var stofnaður árið 2018 og fyrstu framkvæmdir á hans vegum hófust árið eftir. Síðan þá hafa um 400 hektarar votlendis verið endurheimtir á landsvísu. Ætla má að svæðið hafi á ári hverju og sam- anlagt losað alls um 8.000 tonn af koldíoxíði. Til samanburðar má nefna að með- allosun nýlegs fólksbíls er um 2 tonn á ári, þannig að skurðafyllingar síð- ustu ára svara til þess að 4.000 fólks- bílar hafi verið teknir úr umferð. Sjóðurinn fjármagnar verkefni sín með sölu á kolefniseinginum til kol- efnisjöfnunar og frjálsum fram- lögum almennings. Útfærslan getur verið sú að fyrirtæki borgi til sjóðs- ins upphæð sem dugar til fram- kvæmda svo losun af starfsemi þeirra jafnist út. Svæðin sem sjóð- urinn hefur endurheimt eru gjarnan í einkaeigu, til dæmis bænda. Oft er um að ræða úthaga eða svæði sem ekki eru í notkun. Samningar eru gerðir við landeigendur að þeirra frumkvæði og að því loknu skoðar Landgræðslan svæðið, metur það og mælir. Í kjölfarið er sótt um fram- kvæmdaleyfi sveitarfélags. Þetta ferli getur tekið frá nokkrum vikum upp í nokkur ár. Fjárhagslegir hvatar eru mikilvægir Í samningum Votlendissjóðs við landeigendur er gert ráð fyrir því að sjóðurinn nýti fyrstu átta ár samn- ingstímans til að jafna út sinn eigin útblástur á koldíoxíði. Að þeim tíma liðnum fær landeigandinn þennan kvóta til yfirráða og getur þá selt eða nýtt sjálfur. Þetta eru fjárhagslegir hvatar, sem Einar telur mjög mik- ilvæga. Sjóðurinn, sem veltir 30 milljónum króna á ári, sé þó rekinn án hagnaðarsjónarmiða. Þeir pen- ingar sem inn komi, fari í fram- kvæmdir á votlendissvæðum. „Ég tók við þessu starfi í sumarlok árið 2019 og finnst verkefnið áhuga- vert. Bakgrunnur minn er einkum markaðs- og kynningarmál og við- burðahald ýmiss konar. Ég er hvorki jarð- né líffræðingur að mennt og eðlilega hef ég mætt tortryggni hér og þar. Ég hef því þurft að læra heil- margt nýtt eftir að ég tók við þessu starfi. Í þeim hring sem ég þarf mest á því að halda, held ég að mér hafi tekist að vinna mér inn það traust,“ segir Einar Bárðarson: „Við vinnum mikið með Landbún- aðarháskóla Íslands og Landgræðsl- unni. Þar liggja fræðin fyrir og verk- þekkingin er til staðar og sérfræð- ingarnir þar hafa verið mér örlátir á þekkingu sína. Í kringum okkur er margt hæft fólk sem er áfram um að miðla af þekkingu sinni og vill end- urheimta votlendið með til þess að gera einföldum aðgerðum. Mitt hlut- verk hefur því að miklu leyti falist í því að vekja athygli á þessari aðferð til að minnka losun okkar sem sam- félags og um leið vinna vistkerfum mýranna gagn.“ Tilnefning til Umhverfis- verðlauna Norðurlandaráðs Almenn þekking er í samfélaginu á loftslagsbreytingum og flestir telja, segir Einar Bárðarson, að þær séu að mestu af mannavöldum. Því geti endurheimt votlendis verið sterkur leikur. Mikilvægt sé þó að vinnan öll sé hafin yfir vafa. Votlend- issjóður er, ásamt Landgræðslunni og verkfræðistofunni Eflu, kominn langleiðina með að innleiða verkferla sem gera ferlið vottunarbært á al- þjóðavísu. Þetta er fyrsta slíka vott- unin á Íslandi í sölu kolefniseininga. Innleiðingin á að komast í höfn snemma á næsta ári. Nú í byrjun mánaðarins var Vot- lendissjóður tilnefndur til Umhverf- isverðlauna Norðurlandaráðs. Einar segir tilnefninguna mikla viðurkenn- ingu fyrir verkefnið, frumkvöðlana sem stofnuðu sjóðinn og þá sem tekið hafa þátt í starfinu. „Mér finnst enn örla á tortryggni í garð endurheimtar votlendis sem að- gerðar í þágu loftslagsmála. Til er fólk sem telur þetta hafa lítið að segja gegn hamfarahlýnun. Það er því ennþá verk að vinna í að sann- færa fólk. Fæstir gera þó athuga- semd við endurheimt votlendis í því skyni að bæta vistkerfi og fuglalíf og efla vatnsgæði,“ segir Einar að síð- ustu. Votlendisskurðir fylltir - Mokað í mýrarnar á Móbergi - Útblástur koldíoxíðs stöðvaður - Þekkingin til staðar - Endurheimt fái vottun Ljósmynd/Ástþór Skúlason Rauðasandur Horft yfir úthagann á Móbergi og skurðina sem mokað er í. Fjær og yst í vestri sést Látrabjarg. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Framkvæmdir Einar Bárðarson frá Votlendissjóði og Bjarni Jóhannsson skurðgröfustjóri fóru yfir stöðu mála og tóku verkið út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.