Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ empire moviefreak.com EKKI MISSA AF ÞESSARI Í BÍÓ Indie wire FRÁBÆR GAMANMYND Telegraph AFTUR Í BÍÓ KEMUR Í BÍÓ Á FÖSTUDAGINN SÝND Í 3D Í SAMBÍÓUNUM EGILSHÖLL FORSALA ER HAFINSTIGMAGNANDI SÁLFRÆÐITRYLLIR SEM HELDUR ÁHORFENDUM FÖSTUM KEMUR Í BÍÓ Á FÖSTUDAGINN FORSALA ER HAFIN H vor kragerne vender (Þar sem krákurnar snúa við) sem á ensku nefnist Per- sona non grata eða Óvel- komin persóna er fín frumraun hjá danska leikstjóranum Lisu Jesper- sen. Kvikmyndin segir frá Irinu (Rosalinde Mynster), áður þekkt sem Laura, sem fer aftur í heimabæ sinn, þar sem hún ólst upp, til að mæta í brúðkaup bróður síns (Adam Ild Rohweder). Irina starfar nú sem rit- höfundur í Kaupmannahöfn og hefur fjarlægst fjölskyldu sína úr sveitinni enda eru þeirra lifnaðarhættir í and- stöðu við hennar. Hún er sú eina sem er vegan í þessari nautgriparækt- arfjölskyldu og á í opnu sambandi við loftslagsbaráttumanninn og hip- sterahöfundinn Benjamin (Thomas Hwan). Hún hefur nýlega gefið út bók um erfiða æsku sína, þar sem hún skrifar einkum um Catrine (Anne Sofie Wanstrup), konuna sem lagði hana í einelti í barnæsku og þá sem bróðir hennar er í þann mund að fara að giftast. Söguþráðurinn er sá sami og í Hollywood-kvikmyndinni You Again (2010) eftir Andy Fickman. Þar kemst Marni (Kristen Bell) að því að bróðir hennar (James Wolk) er að fara að giftast konunni Joönnu (Odette Annable) sem lagði hana í einelti í menntaskóla. Marni ætlar sér að afhjúpa sanna liti unnustunnar og koma í veg fyrir brúðkaupið. Að því sögðu er varla hægt að segja að handrit Óvelkominnar persónu sé mjög frumlegt og kemur það því á óvart að Sara Isabella og Lisa Jes- persen hafi meðal annars hlotið Ro- bert-verðlaunin, dönsku kvikmynda- verðlaunin, fyrir besta handritið. Óvelkomin persóna fjallar hins vegar ekki síður um fjölskylduerjur og áskoranir í kynslóðabili sem margir kannast eflaust við. Strax í opnunaratriðinu skarast sjónarmið Irinu og mömmu hennar, Jane (Bodil Jørgensen). Þær eru í bíl á leiðinni heim í sveitina þegar mamma hennar segir frá því að ein- hver hafi brotist inn í blómabúðina hennar og stolið peningum. Fljót- lega fara samræðurnar að snúast um hvort fangelsisvist fyrir ungt fólk sé réttlætanleg og góð fyrir samfélagið, sem þær eru vitanlega ekki sammála um. Húmorinn er einnig mun dekkri enda um danska mynd að ræða. Stillt er upp mjög fyndinni, en ýktri, mynd af bæði sveitalífinu og borgar- lífinu sem virkar sem gagnrýni á hvora tveggju lifnaðarhættina. At- riði í teitinu er skýr gagnrýni á lífs- sýn ungs fólks í dag. Um er að ræða opnunarteiti á „loftslagslistasýn- ingu“ eftir Benjamin og vin hans. Í byrjun atriðisins er verið að taka viðtal við listamennina tvo. Benja- min útskýrir þar mikilvægi sýning- arinnar en hinn stendur þögull við hlið hans. Benjamin útskýrir fyrir fréttaþulinum að ástæða þagnar vin- arins sé að hann sé að mótmæla loftslagsáhrifum. Í sama atriði er einnig listatýpa með snák um háls- inn eins og ekkert sé sjálfsagðara og ein stelpa finnur sig knúna til að segja Irinu að kærasti sinn sé ófær um að fá standpínu vegna loftslags- kvíða. Það er ekki skrítið að ein- staklingur sem lifir í þessum heimi eigi erfitt að finna sig í sveitinni. Sjónrænt séð er þetta ríkuleg mynd með áberandi litum tekin af tökumanninum Manuel Alberto Claro. Hann notar oft handhelda tökuvél sem passar vel við atriðin þar sem aðalpersónan er í miklu ójafnvægi. Undarleg súm eða nær- myndir er að finna á nokkrum stöð- um í myndinni sem eru truflandi af því að þau gera áhorfandann of með- vitaðan um að verið sé að taka upp. Þrátt fyrir ófrumlegan söguþráð er Óvelkomin persóna í heild gott byrjandaverk. Kvikmyndin er vel heppnuð og mannleg kvikmynd sem dregur upp trúverðuga mynd af samskiptum innan fjölskyldna og flóknum tengslum hennar við um- hverfið. Auðvelt er að setja í spor sögupersónanna og allir aðalleikarar kvikmyndarinnar leysa sín atriði vel. Flókin „Þrátt fyrir ófrumlegan söguþráð er Óvelkomin persóna í heild gott byrjandaverk. Kvikmyndin er vel heppnuð og mannleg kvikmynd sem dregur upp trúverðuga mynd af samskiptum innan fjölskyldna og flóknum tengslum hennar við umhverfið,“ segir rýnir um dönsku kvikmyndina Óvelkomin persóna eða Persona non grata. Áskoranir í kynslóðabili Bíó Paradís Óvelkomin persóna / Persona non grata bbbmn Leikstjórn: Lisa Jespersen. Handrit: Sara Isabella Jønsson Vedde og Lisa Jespersen. Aðalleikarar: Rosalinde Mynster, Bodil Jørgensen, Anne Sofie Wanstrup, Adam Ild Rohweder og Thomas Hwan. Danmörk, 2021. 91 mín. JÓNA GRÉTA HILMARSDÓTTIR KVIKMYNDIR Bókamessan í Gautaborg hefst í dag og stendur yfir til 25. sept- ember og munu Einar Kárason og Guðrún Eva Mínervudóttir rithöf- undar koma þar fram á nokkrum viðburðum. Messan er einn stærsti bókmenntaviðburður Norðurlanda og mikill fjöldi sem sækir hana. Miðstöð íslenskra bókmennta er með bás á henni og kynnir íslenskar bókmenntir í samstarfi við Íslands- stofu. Bækur Einars og Guðrúnar Evu hafa notið mikilla vinsælda í Svíþjóð, að því er fram kemur í til- kynningu frá Miðstöð íslenskra bókmennta og mun Einar fjalla um bók sína Þung ský sem kemur brátt út í sænskri þýðingu. Einnig kemur hann fram á viðburði á vegum Gautaborgarháskóla og ræðir átök og blóðsúthellingar á Sturlungaöld við dr. Auði Magnúsdóttur. Guðrún Eva mun fjalla um fjöl- skyldutengsl og breytileg kven- hlutverk í bók sinni Ástin, Texas sem kom út á sænsku fyrr á árinu. Guðrún Eva og Einar á bókamessu Rithöfundar Guðrún Eva og Einar. Ráðstefna tónlistarhátíðar- innar Iceland Airwaves verður haldin 3. og 4. nóvember í Hörpu og við- fangsefni hennar er staða lifandi tónlistar eftir Covid-19, hlut- verk útgefenda í dag, sameinandi kraftur tónlistar í heimi átaka og mikilvægi sjálfbærni í tónlist. Með- al þátttakenda verða Marlene Tsuc- hii sem vinnur náið með listamönn- um á borð við Ariönu Grande og Justin Bieber og Alex Bruford sem er bókari og starfar m.a. fyrir Nick Cave. Kraftur tónlistar í heimi átaka Ariana Grande
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.