Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022
✝
Elín Óladóttir
fæddist í
Reykjavík 27. jan-
úar 1932. Hún lést
4. september 2022.
Foreldrar Elínar
voru Arnlín Árna-
dóttir, f. 20. júní
1905, d. 15. júlí 1985,
og Óli Jón Ólason
stórkaupmaður, f.
16. september 1901,
d. 1. maí 1974.
Systkini Elínar voru Elínborg,
f. 25. nóvember 1928, d. 28. októ-
ber 1996, Óli Jón, f. 17. október
1933, d. 7. október 2015, og
Gunnar Árni, f. 28. mars 1941, d.
8. mars 2021.
Elín giftist 8. nóvember 1952
Birni Jenssyni, f. 30. desember
1930, d. 30. ágúst 2019. For-
eldrar hans voru Guðrún Sigríð-
ur Helgadóttir, f. 16. júní 1900, d.
7. júlí 1999, og Jens Bjarnason
skrifstofustjóri, f. 4. september
1894, d. 27. febrúar 1952.
(þau skildu) átti Jens b) Töru
Mai. Elín og Björn bjuggu alla tíð
í Reykjavík.
Elín ólst upp á Laugarásvegi
24 í Reykjavík. Hún lauk prófi
frá Laugarnesskóla auk þess sem
hún lauk verslunarprófi frá Bret-
landi. Elín sinnti lengst af hús-
móðurstörfum en starfaði síðan
við fyrirtæki föður síns, Th.
Benjamínsson ehf. Eftir lát hans
tók hún við fyrirtækinu uns það
var selt.
Elín og Björn voru einstaklega
samrýnd hjón. Þau nutu þess bæði
að ferðast innanlands til að njóta
fegurðar landsins og elta sumar-
sólina eða dvelja á reit sínum í
Múlakoti og njóta samvista við
annað flugáhugafólk. Þau nutu sín
einnig á ferðalögum erlendis og
þá sérstaklega á Flórída í dimm-
asta skammdeginu. Elín var mikil
fjölskyldumanneskja og naut þess
að vera í návist afkomenda sinna.
Þá áttu ömmu- og langömmu-
börnin hug hennar allan.
Útför Elínar Óladóttur fer
fram frá Háteigskirkju í dag, 22.
september 2022. Athöfnin hefst
klukkan 13.
Börn Elínar og
Björns eru: 1) Guð-
rún S., f. 10. febrúar
1954, maki Trausti
Sigurðsson, f. 6.
október 1951. Börn
þeirra eru: a) Björn,
b) Elín Auður, maki
Emil Helgi Lár-
usson (þau skildu),
dætur þeirra eru
Eik María og
Harpa, c) Sigurður,
sambýliskona Liudmyla Pris-
hchenko. 2) Arndís, f. 23. maí
1955, maki Sigurður Einarsson,
f. 19. september 1960. Börn
þeirra eru: a) Þórunn, b) Björn.
3) Jens Gunnar, f. 28. ágúst 1958.
Með fyrri konu, Sigurlínu Helga-
dóttur (þau skildu), átti Jens a)
Jenný Ósk, maður hennar er
Margeir Steingrímsson. Börn
þeirra eru Dagur Freyr og Zoe
Nótt. Áður átti Jenný Ósk
Thelmu Marínu Árnadóttur. Með
seinni konu Kwan Björnsson
Það fækkar enn í kynslóð for-
eldra okkar. Nú hefur Elín Óla-
dóttir kvatt þennan heim og farið
á vit nýrra ævintýra. Amma E
eins og Elín var kölluð á mínu
heimili var einstaklega hógvær
kona. Það var ekki mikil fyrirferð
á ömmu E, en hún fór nú samt
sínu fram og gat verið föst fyrir.
Engum hallmælti amma E, þó að
eflaust hafi henni líkað misvel við
fólk. Lífið var betra með jákvæðni
að leiðarljósi, ekki var ástæða til
að gera veður úr minni málum.
Kynni okkar
Elínar hófust fyrir hartnær 30
árum, tók hún mér og fjölskyldu
minni ákaflega vel. Elín og Björn
heitinn voru fjölskyldurækin og
barngóð með eindæmum. Eftir að
börn okkar Arndísar komu í heim-
inn leið varla sá dagur að þau vitj-
uðu ekki um okkur og farið var í
mörg skemmtileg ferðalög bæði
erlendis og innanlands. Minnis-
stætt er að þrátt fyrir sennilega
minni en engan áhuga á knatt-
spyrnu þá fylgdu þau okkur á
margra daga fótboltamót með
Birni syni okkar, sátu á hliðarlín-
unni og hvöttu sinn mann. Einnig
urðu þau stuðningsmenn Chelsea
og gott ef Elín mætti ekki á Stam-
ford Bridge með Birni barnabarni
sínu. Fastir liðir á dagskrá voru
einnig bæjarferðir ömmu E og
Þórunnar dóttur okkar á Þorláks-
messu. Bréfasendingar ömmu E
voru í hávegum hafðar er við
bjuggum erlendis og oftar en ekki
voru þar komin Andrésblöð eða
annað spennandi efni. Amma E
setti sig inn í verkefni barnanna
og gat spjallað við þau hvort sem
var um Harry Potter eða ritgerðir
og skólaverkefni. Ekkert þótti
ömmu E skemmtilegra en að
mæta í fjölskylduboð hvort sem
það var á hátíðum eða við önnur
tilefni. Heimsóknir ömmu E og
afa B voru ætíð tilhlökkunarefni.
Ömmu E verður saknað af öllum
þeim er kynntust henni. Blessuð
sé minning hennar.
Sigurður Einarsson.
Við vitum það öll frá blautu
barnsbeini að lífið tekur enda.
Samt er það svo að alltaf kemur
dauðinn okkur jafn mikið á óvart
eins og við séum aldrei tilbúin.
Þannig var það með tengda-
móður mína Elínu Óladóttur, hún
var hjá okkur hjónum laugardags-
kvöldið 3. september síðastliðinn
og seint á sunnudeginum var hún
öll.
Ekki grunaði okkur að þetta
yrði síðasta kvöldið okkar saman
enda virtist hún vera eins og hún
átti að sér þótt hún kvartaði yfir
minnisleysi sínu, en hver kannast
ekki við á gamals aldri hvernig
skammtímaminnið bregst okkur
þótt margra áratuga minningar
geri iðulega vart við sig.
Samt held ég að svona dauð-
daga hefði hún óskað sér enda
sagði hún oft hversu ánægð hún
væri að geta verið í eigin íbúð, lík-
lega gerði hún sér ekki grein fyrir
hversu heilsan var í raun orðin
bágborin og hve háð hún var öðr-
um. Hringdi hún í Guðrúnu dóttur
sína alla daga og vildi gjarnan fá
samverustundir.
Ætti ég að lýsa tengdamóður
minni á einhvern hátt dettur mér
fyrst í hug hve rösk hún var til
allra verka. Var hún m.a. með um-
boðssölu fyrir skó og stígvél í ára-
tugi, t.d. Nokia-stígvélin frægu,
og rak hún fyrirtæki Óla föður
síns af miklum dugnaði þar til það
var selt. En lífið var ekki búið, El-
ín Óladóttir lifði lífinu lifandi,
fylgdist vel með fólkinu sínu,
börnum og barnabörnum. Hafði
hún unun af góðum matarboðum
og öðrum fagnaði með sínum nán-
ustu og mátti ekki missa af neinu
sem var spennandi þá stundina og
verður hennar sárt saknað.
Hún keypti gjarnan dönsku
blöðin og önnur blöð og fylgdist
grannt með lífi og ferðum kónga
og drottninga og sjálf bar hún sig
alltaf virðulega eins og hefðarfrú
og klædd eftir nýjustu tísku. Nú
er Elísabet drottning Bretlands
einnig farin yfir móðuna miklu og
ef til vill geta þær hist í teboði og
lesið saman dönsku og ensku blöð-
in.
Að lokum vil ég taka mér í
munn lýsingu sem Erla heitin vin-
kona hennar notaði svo oft; góð.
Þannig minnumst við öll Elínar
tengdamóður minnar, hún var
fyrst og fremst góð kona.
Trausti Sigurðsson.
Elsku besta amma okkar. Það
er ótrúlega sárt að kveðja þig en
minningahöllin sem þú skilur eftir
er okkur systkinum dýrmætur
fjársjóður. Hún er skrautleg, hlý
og falleg alveg eins og þú.
Hún er full af bréfum, póstkort-
um og Andrésblöðum sem þú
sendir okkur eftir að við fluttum
til Bretlands. Þar getum við enn
rölt með þér í Kringlunni á Þor-
láksmessu, um götur Lundúna og
heim til þín í kaffibolla. Elsku
amma, söknuður og þakklæti er
okkur efst í huga nú þegar við
kveðjum þig.
Það er erfitt að lýsa Elínu
ömmu okkar, eða ömmu E eins og
við systkinin kölluðum hana, af því
hún kom manni svo oft á óvart.
Þegar við kveiktum á The
Godfather uppi í sveit síðastliðna
páska vorum við viss um að amma
myndi fara strax í háttinn. En
þvert á móti, hún settist í sófann
með Campari soda og skemmti
sér konunglega. Hún var alltaf til í
allt, jafnvel ofbeldisfulla mafíósa-
bíómynd. Hún var alltaf opin fyrir
nýjum hugmyndum, aldurinn
hafði sannarlega engin áhrif á það.
Þess vegna var svo yndislegt að
spjalla við hana um allt milli him-
ins og jarðar.
Amma deildi með okkur gam-
alli visku en var líka einhvern veg-
inn í takt við nútímann. Hún
kenndi manni að prjóna, leggja
kapal, leysa krossgátur og þvo
kasmírpeysur í vaskinum eins og í
gamla daga. En svo var hún líka
nokkuð klók á iPadinn sinn og ætl-
aði sko ekki að missa af neinum
ævintýrum. Hún stóð oft við ár-
bakkann í veiðiferðum fjölskyld-
unnar með hvítvínsglas í hendi og
naut þess að horfa á okkur basla
við að landa laxi hvort sem sólin
skein eða það rigndi eldi og
brennisteini.
Það var ekkert sem amma vildi
ekki gera fyrir mann. Hún mætti
á öll fótboltamót, var alltaf til í að
keyra mann út um allan bæ og
hoppaði alltaf upp í flugvél til að
koma og passa okkur systkinin á
Lundúnaárunum. Hún sá um sitt
fólk og átti auðvelt með að láta
okkur vita hvað henni þótti vænt
um okkur. Það var svo auðvelt að
gleðja hana ömmu. Þegar við
hringdum í hana lét hún eins og
við værum að gefa henni gjöf.
Heimsóknir til ömmu byrjuðu
alltaf eins. Oft sáum við hana í
glugganum þegar við lögðum bíln-
um fyrir utan hjá henni. Þegar
lyftan opnaðist á fimmtu hæð beið
amma alltaf við hurðina og faðm-
aði okkur og kyssti.
Amma fylltist orku við að vera í
kringum fólk sem henni þótti
vænt um. Hún var alltaf í sam-
bandi við öll barnabörnin sín, hvar
sem þau voru í heiminum. Amma
var mikil félagsvera og hélt góð-
um vinskap við vinkonur sínar alla
tíð. Hún var svo skilningsrík, hóg-
vær og byrjaði alltaf á því að
hlusta. En þegar okkur tókst að
koma ömmu í gírinn þá flæddu úr
henni sögur sem við munum seint
gleyma. Þegar Þórunn var að
skrifa sitt fyrsta handrit um
stríðsárin á Íslandi hringdi hún í
ömmu sína og bað um að taka við-
tal við hana um minningar sínar
frá þessum tíma. Símtalið byrjaði
þannig að amma tilkynnti að það
sem hún hefði að segja myndi lík-
lega gagnast lítið. En nokkrum
klukkutímum seinna var hún enn
að rifja upp sögur sem enduðu all-
ar í handritinu.
Elsku amma, það verður sárt
að hafa þig ekki á milli okkar við
matarborðið um næstu jól. En þú
situr líklega nú á milli Björns eldri
og Þórunnar eldri á nýjum stað.
Þín
Þórunn og Björn.
Yndislega móðursystir mín hef-
ur nú kvatt okkur.
Hún Ella frænka, eins og hún
var gjarnan kölluð af mínu fólki.
Það var mikill samgangur á milli
þeirra systra, Elínar og Elínborg-
ar, og þegar börnin voru orðin
uppkomin og mamma flutt aftur
til Reykjavíkur þá varð samgang-
urinn enn meiri á milli systranna.
Í barnæsku var ég oft vistuð í
Mávahlíðinni hjá Ellu og Bjössa,
þegar mamma þurfi að bæta enn
einum stráknum við og voru það
skemmtilegir tímar fyrir mig og
minningar eins og að fela sig undir
stofusófanum til að horfa á amer-
íska sjónvarpið af vellinum þegar
við áttum að vera farin að sofa,
renna sér á handriðinu niður þeg-
ar átti að þjóta út. Eftir að við urð-
um fullorðin fækkaði ferðunum til
Elínar en við hittumst oft hjá
mömmu á meðan hennar naut við
en seinna fóru ég og Adda systir
reglulega í heimsókn til Elínar og
voru það fagnaðarfundir. Alltaf
þegar við hittumst kom þessi
hlýja rödd „sæl Katý mín“ og svo
gott faðmlag.
Hafðu þökk fyrir allt elsku El-
ín.
Katrín
Hermannsdóttir.
Drottningin er látin ómaði í
fjölmiðlum um sama leyti og við
fregnuðum að kær frænka okkar
Elín Óladóttir væri látin, komin á
tíræðisaldur eins og Elísabet II.
Elín eða Ella eins og við í fjöl-
skyldunni kölluðum hana ávallt á
stóran sess í hjörtum okkar barna
Elínborgar eldri systur hennar.
Nú er Ella farin, síðust af systk-
inunum fjórum, börnum Óla Jóns
Ólasonar, stórkaupmanns og Arn-
línar (Öddu) Árnadóttur konu
hans. Fyrst fór Elínborg, síðan Óli
Jón, síðan Gunnar Árni og nú El-
ín.
Það kom í hlut Ellu að sjá um
rekstur Th. Benjamínsson & Co
eftir að afi Óli veiktist og féll frá
árið 1974 en afi hafði rekið það
fyrirtæki síðan 1940. Það gerði
hún af festu og röggsemi eins og
annað sem hún tók að sér. Ella
átti farsælt hjónaband með Birni
Jenssyni sem féll frá 2019. Alltaf
voru þau hjón nefnd sem einn
maður, Ella og Bjössi eða Bjössi
og Ella.
Að koma til Ellu og Bjössa í
Bjarmalandið var alltaf sérstakt
tilhlökkunarefni eða þegar þau
komu í heimsókn austur í sveit til
okkar, alltaf var einhverju gaukað
að okkur strákunum og gott lagt
til. Aldrei sá ég Ellu skipta skapi,
alltaf svo yfirveguð og hláturmild.
Þegar ég kvaddi Björn kallaði ég
þau hjónin yndisfólk æsku minnar
og segi það aftur hér er við kveðj-
um Ellu.
Við Björk sendum börnum
Ellu, Guðrúnu, Arndísi, Jens og
fjölskyldum þeirra kærleik-
skveðju.
Helgi Magnús
Hermannsson.
Það kom eins og þruma úr heið-
skíru lofti þegar elsku æskuvin-
kona mín féll skyndilega frá um
daginn. Við erum auðvitað komn-
ar á háan aldur en það er gott til
þess að hugsa að Lilla vinkona var
við góða heilsu bæði á líkama og
sál allt fram á síðasta dag. Svo
heilsuhraust var Lilla að hún kom
til mín reglulega í heimsókn, nú
síðast um miðjan ágúst og var að-
eins nýhætt að keyra sjálf.
Við kynntumst þegar við sett-
umst á skólabekk í Gagnfræða-
skóla Vesturbæjar við Öldugötu
og mynduðum þar traustan vin-
konuhóp ásamt Erlu, Siggu,
Gunnu og Ásthildi. Vinskapurinn
var innsiglaður í eftirminnilegu
partíi heima hjá Gunnu og þá varð
ekki aftur snúið og fljótlega varð
til hefðbundinn saumaklúbbur
sem hittist reglulega allt okkar líf
og oft einnig ásamt mökum.
Sérstaklega eftirminnileg er
ferð okkar vinkvennanna til Nice í
Frakklandi þar sem við fórum í
óviðjafnanlega siglingu um Mið-
jarðarhafið í boði Gunnu og Char-
les í Belgíu í tilefni 55 ára afmælis
okkar. Í myndaalbúmi mínu helg-
uðu siglingunni stendur á einum
stað við mynd af okkur á dekki
bátsins „Sæll saumaklúbbur“ – og
það vorum við svo sannarlega.
Meðal annarra góðra minninga
er tjaldútilega okkar frá tánings-
árum ásamt nokkrum myndarleg-
um drengjum, þeim Nanna, Kalla,
Kidda og svo Bjössa sem þá var
kærasti Lillu og varð í kjölfarið
lífsförunautur. Ég man að pabbi
hringdi í Högna pabba Gunnu til
að spyrja út í þessa drengi en
hann fullvissaði pabba um að
þetta væru fínir strákar, hvernig
hann nú vissi það veit ég ekki al-
veg.
Lilla tók við skóinnflutnings-
fyrirtæki föður síns eftir andlát
hans. Ég man hvað mér fannst
það ótrúlega flott hjá henni hvern-
ig hún rak fyrirtækið af myndar-
skap og var snjöll í erlendum inn-
kaupaferðum.
Elsku Lilla mín, takk fyrir allt
saman. Hver veit nema við hitt-
umst aftur í annarri tilveru, ég
vona það að minnsta kosti.
Þín vinkona,
Unnur Óskarsdóttir.
Elín Óladóttir
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna
Útfararþjónusta í yfir 70 ár
Við tökum vel á móti ástvinum
í hlýlegu og fallegu umhverfi
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
JÓN Þ. SIGURJÓNSSON
bifvélavirki,
til heimilis á hjúkrunarheimilinu
Hlévangi í Reykjanesbæ,
lést 12. september.
Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn
23. september klukkan 12. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hans er bent á Björgunarsveitina Suðurnes.
Fjölskyldan vill færa starfsfólki hjúkrunarheimilisins Hlévangs,
svo og starfsfólki heimahjúkrunar HSS, þakkir fyrir mikla
góðvild, umhyggju og sýnda virðingu.
Arngríma Rósa Arngrímsdóttir
Oddgeir Arnar Jónsson
Sigurður H. Jónsson Ásta Margrét Jónsdóttir
Guðbjörg M. Jónsdóttir Jóhannes Ingiþórsson
Svanhildur B. Jónsdóttir Guðbjartur Kristján Greipsson
Halldór Viðar Jónsson Nína Björk Friðriksdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku hjartans fallega, duglega og
yndislega mamma okkar, amma,
langamma og systir,
GUÐNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR,
áður til heimilis í Dalseli 40,
Reykjavík,
lést mánudaginn 19. september á Hjúkrunarheimili Hrafnistu,
Boðaþingi 5-7, Kópavogi. Jarðarförin fer fram frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. september klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir.
Athöfninni verður streymt á: https://hljodx.is/index.php/streymi2
Einnig má nálgast hlekk á streymi á mbl.is/andlat
Fjóla Baldursdóttir
Gefn Baldursdóttir
Kristján F. Baldursson Heidi Stolberg
Guðjón Á. Guðjónsson Lise Granlien
barnabörn, barnabarnabörn
og systkini hinnar látnu