Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022 Mikið úrval af borðstofuhúsgögnum frá CASØ Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N „HANN ER ALLT SEM ÞIG HEFUR NOKKURN TÍMANN DREYMT UM AÐ VERA.“ „ÞÚ STILLTIR ÍSSKÁPINN OF LÁGT – AFTUR!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... kjarninn í sögunni… Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÆTTI ÉG AÐ HREYFA MIG? NEIBB! NEI! EKKI SÉNS! ÞAÐ Á ALLTAF AÐ HLUSTA Á KROPPINN ALDREI! NJÉT FARÐU HEIM!BRÓÐIR HENNAR HELGU ER FARINN AÐ VINNA HÉRNA! ÞJÓNUSTU- VERKSTÆÐI HANN ER DYRAVÖRÐUR! ER HANN BARÞJÓNN? NOTAÐIR BÍLAR TILBO Ð höfum þar ásamt fjölskyldu Sig- ríðar ræktað sauðfé og hross. Við erum samheldin fjölskylda í Mið- garði og oft erum við mörg saman og fyrirferðarmikil, gerum nánast allt saman, allt frá því að ferðast innan- og utanlands, halda jól og setja upp girðingar. Við förum með vinum og fjölskyldu í hesta- ferðir helst árlega, t.d. í sumar riðum við úr Borgarfirðinum norð- ur á Strandir; frábær ferð með góðum vinum. Ég hef líka mjög gaman af smalamennskum en nú er einmitt sá tími þar sem göngur eru í há- vegum hafðar. Nú er ég búinn að fara í leitir tvær helgar í röð og næstu helgi verður svo farið í þriðju leitina.“ Fjölskylda Eiginkona Davíðs er Sigríður Arnardóttir, f. 4.10. 1983, grunn- skólakennari og gáfnaljós. Þau eru búsett í Miðgarði í Stafholts- tungum. Foreldrar Sigríðar voru Örn Einarsson bóndi, f. 31.12. 1947, d. 20.10. 2005, og Sigríður Númadóttir starfsmaður í eldhúsi, f. 30.1. 1948, d. 23.11. 2018, bænd- ur í Miðgarði. Synir Davíðs og Sigríðar eru Kristófer Daði, f. 6.4. 2004, nemi í Menntaskólanum á Akureyri; Sig- urður Örn, f. 31.8. 2007, nemi í Grunnskóla Borgarfjarðar, og Skarphéðinn Karl, f. 14.6. 2018, nemi í leikskólanum Uglukletti. Systkini Davíðs eru Jens Sig- urðsson, f. 10.8. 1984, sjómaður; María Sigurðardóttir, f. 13.8. 1990, íþróttafræðingur, og Sveinbjörn Sigurðsson, f. 22.5. 1999, háskóla- nemi. Foreldrar Davíðs: Hjónin Sig- urður Einarsson, f. 12.4. 1961, d. 29.9. 2018, vélstjóri og bóndi á Hellubæ í Hálsasveit, og Gíslína Jensdóttir, f. 4.10. 1962, bóka- safnsfræðingur í Snorrastofu, Reykholti og bóndi á Hellubæ. Davíð Sigurðsson Gíslína Magnúsdóttir húsfreyja á Hofstöðum Höskuldur Eyjólfsson bóndi á Hofstöðum í Hálsasveit Gíslína Perla Höskuldsdóttir bóndi á Hellubæ Jens Pétursson húsasmiður á Hellubæ og í Reykjavík Gíslína Jensdóttir bókasafnsvörður í Snorrastofu og bóndi á Hellubæ Stefanía Jensdóttir húsfreyja á Hjöllum Pétur Finnbogason útvegsbóndi á Hjöllum í Ögursveit, N-Ís. María Markúsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði Guðbrandur Pálsson sjómaður í Hafnarfirði Klara Guðbrandsdóttir húsfreyja í Laugardælum Einar Einarsson verkstjóri á Laugardælum í Flóa Katrín Vigfúsdóttir ljósmóðir í Nýjabæ Einar Einarsson bóndi í Nýjabæ undir Eyjafjöllum Ætt Davíðs Sigurðssonar Sigurður Einarsson vélstjóri og bóndi á Hellubæ í Hálsasveit, Borg. Ingólfur Ómar Ármannsson orti á Boðnarmiði á mánudag ljóðið „Haustkyrrð“: Sólargeislum fækka fer fölnar jarðarbráin. Ilm af lyngi blærinn ber blikna hagastráin. Sveipar fjöllin rökkrið rótt ríkir kyrrð á haustin. Lækjarsytra hjalar hljótt hljóðnar fuglaraustin. Og enn yrkir hann: Þegar neyðin ógnar önd auðnu deyðir treginn. Þá er leiðin löngum vönd lífs um breiða veginn. Og enn: Kulið andar, hvolfin blá klæðast rökkurhjúpi. Mánasilfrið sindrar á sævar myrku djúpi. Hallmundur Guðmundsson skrapp í gleðskap fyrir sunnan um helgina, en er nú kominn heim: Þrautum píndur, þunnur mjög ég þurfti að keyra norður. Liggjandi nú legg ég drög að líf mitt fall’ í skorður. Sigtryggur Jónsson kveður og kallar Haust: Farinn er runninn að roðna og rökkva um miðaftans bil. Smáblóm í sverðinum koðna, sólin þó enn veitir yl. „Sumar og haust í september“ eftir Þórunni Hafstein: Er sumarið komið að sunnan? Því sólin hún blikar um runnann. Haustlitir nú heilsa oss fríðir og himinninn blár loftið prýðir. Jón Atli Játvarðarson skrifaði á miðvikudag: „Í tilefni þess að ís- lenskar prjónakonur vilja halda hit- anum á úkraínskum hermönnum, með því að prjóna á þá sokka, þá fór ég að hugsa um sokkaplögg fyr- ir Putin á hinstu göngu hans á vit forfeðra sinna. Hvað hann óskaði sér og hvað væri við hæfi“: Bölvaldsins mikla mál þarf að flokka, moldum þann dauðans fýr. Til göngunnar síðustu gefins fær sokka úr görnum og sprengivír. Pétur Stefánsson yrkir og kallar „Júlí 1929“: Um Skagafjörð skrafhreifinn rabba vil, skrautlegrar sögu ég labba til; er amma sig lagði með afa, að bragði bjuggu þau blessaðan pabba til. „Í vondu skapi“ eftir Davíð Hjálmar Haraldsson: Tóta sig töluvert æsti, hún tuldraði, rumdi og dæsti og komst í slíkt skap að hún karlinn sinn drap og kallaði kolbrjáluð: „Næsti!“: Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ort á haustdögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.