Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 31
Það var fyrir 20 ár- um að ég var stödd við framhaldsnám í Sviss og fékk fréttir að heiman. Ekki á facebo- ok því það var ekki til, heldur með nýlegri tækni sem var tölvu- póstur. Hafði gert fax- tækið óþarft. Góður fé- lagi tjáði mér að loksins hefði styrkur til tannréttinga hækkað úr 100 þús- undum í 150 þúsund og það væri nú aldeilis gott fyrir þá sem þyrftu á slíkri meðferð að halda. Þetta væri jú endurgreiðsla á um það bil þriðj- ungi kostnaðar og það munaði um minna. Nokkrum árum síðar hélt ég heim og kynntist fyrirkomulag- inu hérlendis. Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá greiða SÍ styrk til þeirra sem þurfa á tannréttingu að halda með föstum tækjum. Fullur styrkur er 150 þúsund krónur fyrir föst tæki í báða góma, en 100 þúsund fyrir þá sem þurfa einungis föst tæki í annan góminn. Styrkgreiðslan er heimil fram að 21. aldursári. Árlega eru um 1.800 ein- staklingar sem þurfa á slíkum styrk að halda. Aðrar reglur gilda um al- varlegri tilfelli, eins og einstaklinga með klofinn góm/skarð í vör, þá sem þurfa á kjálkaskurðaðgerðum að halda og eru með mikla og erfiða tannvöntun. En hvað hefur gerst á þessum tveimur áratugum? Laun hafa hækkað, leiga hefur hækkað, kostn- aður við vörur og aðföng hefur hækkað og nú er verðbólgan farin af stað með tilheyrandi afleiðingum. Þessar hækkanir eru mælanlegar og vísitölur segja okkur hversu miklar breytingar hafa orðið. Vísitala neysluverðs mælir breytingar á kostnaði við aðföng og þjónustu. Vísitala launa mælir breytingar á reglulegum launum á íslenskum vinnumarkaði og sýnir almenna launaþróun. Á þessum tveimur ára- tugum hefur kostnaður við tannrétt- ingameðferð hækkað vegna ofan- greindra atriða. En styrkurinn, hann hefur staðið í stað. Sé hann upp- færður miðað við vísitöluhækkun ætti hann að vera um 400 þúsund krónur. Það myndi muna miklu fyrir þær barnafjölskyldur sem þurfa að leggja út fyrir kostnaði við tannrétt- ingar. Í dag er kostnaður SÍ um 220 milljónir vegna útgreiðslu á styrk til tannréttinga. Það væri vissulega mikil hækkun útgjalda SÍ til barna- fjölskyldna að hækka styrkinn í 400 þúsund. En dæminu ætti að sjálf- sögðu að snúa við. Þar sem styrk- urinn hefur setið eftir á meðan kostnaður við allan rekstur hefur hækkað má líta þannig á að SÍ hafi sparað sér mikil útgjöld síðastliðin 20 ár. Kostnað, sem barna- fjölskyldur hafa þurft að bera. Nú er lag fyrir heilbrigðisráðherra að sýna hugrekki og leiðrétta þetta og bæta þar með hag barnafjölskyldna. Til að forðast að slíkt gerist aftur er nauðsynlegt að tengja styrkinn við hækkun verðlags í landinu. Þetta ætti ekki að þurfa að vera flókið. Kristín Heimisdóttir » Þar sem styrkur til tannréttinga hefur setið eftir á meðan kostnaður hefur hækk- að hefur SÍ í raun spar- að sér mikil útgjöld síð- astliðin 20 ár. Kristín Heimisdóttir Höfundur er formaður Tannréttinga- félags Íslands. Er ekki bara best að hækka styrkinn? 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022 Margt býr í þokunni Vegfarendur við Tollhúsið við Tryggvagötu í Reykjavík skemmta sér vel í þokuskúlptúr, sem þar hefur verið settur upp og þar er alltaf mistur þótt sólin skíni. Kristinn Magnússon Í vikunni ræddi þingið tillögu ESB- sinna á Alþingi, Sam- fylkingar, Viðreisnar og Pírata, um aðildar- viðræður við Evrópu- sambandið. Klárlega er hægt að ræða margt þarfara, en það var nýlunda að ESB- sinnar tækju þátt í efnislegri umræðu um málið. ESB-sinnar reyna reglulega að koma aðild að sambandinu í um- ræðuna, vanalega við litlar undir- tektir. Undanfarið hafa þeir tengt umræðuna um aðildarumsókn við efnahagsstöðuna, og þegar stríð brast á í Evrópu var það notað sem átylla þar sem „vatnaskil hafi orðið í umræðunni um stöðu Íslands í Evrópu með innrás Rússa í Úkra- ínu“. Vatnaskilin voru auðvitað þau að for- ystumenn Evrópu- sambandsins urðu uppvísir að allt að því glæpsamlegri van- rækslu með því að auka viðskipta- og hagsmunatengsl við rússnesk stjórnvöld. Og það þrátt fyrir ógn- artilburði og árásargirni þeirra. Innrásin hefur opnað augu flestra fyrir skelfilegri stöðu Evrópusam- bandsins. Það er ömurlegt að hugsa til þess að ESB hafi fjár- magnað stríðsrekstur Pútíns með olíu- og gaskaupum. Og við bætist að Evrópusambandslönd, m.a. Þýskaland og Frakkland, urðu upp- vís að því að selja Rússum vopn þrátt fyrir vopnasölubann eftir inn- limun Rússlands á Krímskaga. ESB-sinnum er hreinlega ekki stætt á því að ræða inngöngu í ESB á grundvelli öryggis- hagsmuna. Auðvitað gætu ýmsir kostir hugsanlega fylgt aðild að ESB þótt lítið fari fyrir að þeir séu rök- studdir. En hagsmunir og réttindi sem við myndum tapa vega miklu þyngra en kostirnir. Hagsmunir okkar standa einfaldlega ekki til þess að við framseljum vald frá lýð- ræðislega kjörnu Alþingi og rík- isstjórn til yfirþjóðlegra valdastofn- ana sambands sem glímir við tilvistarkreppu þar sem lýðræðis- hallinn verður sífellt meira áber- andi. Þar er sífellt lengra gengið í kröfum um að afmá vald þjóðríkja og um myndun eiginlegs sambands- ríkis. Í stjórnarsáttmála nýrrar rík- isstjórnar Þýskalands kemur þetta markmið m.a. fram berum orðum. Meirihluti Íslendinga er mér sammála. Úrslit kosninga fyrir tæpu ári, þar sem flutningsmenn þessa máls settu aðild að ESB á oddinn, sýna það. Niðurstaðan er skýr: ESB-sinnar fengu áheyrn rétt rúmlega fjórðungs kjósenda samtals. Vilji kjósenda er skýr og vilji meirihluta Alþingis er skýr. Hagsmunum okkar er best borgið utan Evrópusambandsins og mikill meirihluti þingmanna er andvígur aðild. Við verðum því trú stefnu okkar og munum ekki styðja von- lausa villuferð sem miðar að inn- göngu í Evrópusambandið. Diljá Mist Einarsdóttir »Hagsmunum okkar er best borgið utan Evrópusambandsins og mikill meirihluti þingmanna er andvíg- ur aðild. Diljá Mist Einarsdóttir Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. dilja.mist@althingi.is Óþörf umræða um ESB-aðild?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.