Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022 TENERIFE! SAMAN Í VETRARSÓL VIKA | 26. OKTÓBER - 02. NÓVEMBER TIGOTAN 4* FYRIR 18 ÁRA OG ELDRI TVÍBÝLII MEÐ HÁLFU FÆÐI. VERÐ FRÁ 158.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA INNIFALIÐ Í VERÐI, FLUG, GISTING, HÁLFT FÆÐI, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR. BÓKAÐU ÞITT SÆTI Á UU.IS ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 UU.IS H Á LFT FÆ ÐI holabok.is • holar@holabok.is ÚTGÁFUTEITI! Í dag kl. 18-20 verður haldið útgáfuteiti á Hafnartorgi, Tryggvagötu 21, (gegnt Bæjarins beztu) í tilefni af útgáfu bókar Hjálmars Jónssonar, STUNDUM VERÐA STÖKUR TIL. Þarna verður mikið fjör, góðgæti í gogginn og bókin auðvitað til sölu á tilboðsverði - árituð fyrir þá sem vilja. Allir velkomnir. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er alltaf verið að bæta á opinberum gjöldum og nú er búið að brennimerkja áfengi sem óvin númer eitt. Með stanslausum hækkunum á gjöld er þrengt veru- lega í snörunni hjá veitingahúsum og börum og það takmarkar frelsi veitingamanna til að geta boðið ásættanlegt verð og góða þjón- ustu,“ segir Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyr- irtækja á veitingamarkaði. Fyrir um áratug reið yfir mikil bylgja gleðistundar, eða Happy hour, á börum og veitingahúsum á höfuðborgarsvæðinu og víða á landsbyggðinni í kjölfarið. Veit- ingamenn kepptust við að bjóða hagstætt verð á drykkjum síðdeg- is, á tíma sem gjarnan var róleg- ur. Þannig var ekki óalgengt að fólk fengi tvo drykki á verði eins, oftast bjór og léttvín en á sumum stöðum átti þetta líka við um kokteila og sterka drykki. Nær all- ir staðir stukku á vagninn og buðu upp á gleði- stund. Í dag er öldin önnur og nú bjóða ekki nærri því allir staðir upp á gleðistund. Þeir sem það gera bjóða gjarnan aðeins afslátt af bjór og léttvíni. Algengt verð á bjór á gleðistund er á bilinu 800- 1.000 krónur. Það er þó nokkru lægra en alla jafna en ansi langt frá því sem var þegar best lét fyr- ir fólk sem vildi lyfta sér upp. Veitingamenn sem Morgun- blaðið hefur rætt við segja að ekki þurfi nema stutta yfirferð yfir excel-skjölin í rekstrinum til að sjá að ekkert svigrúm sé fyrir tilboð og slíkar æfingar í dag. Reksturinn sé þungur um þessar mundir. Aðalgeir segir að álögur á áfengi og ýmsar hækkanir á síðustu árum hafi gert það nær útilokað að bjóða upp á gleði- stund eins og áður var. Og nýj- ustu vendingar, boðaðar hækk- anir á áfengisgjaldi um 7,7% um áramót, hjálpi síður en svo til. „Við myndum glöð vilja geta boð- ið fólk velkomið á gleðistund á hverjum degi og við erum góð í því. Þessi hækkun ofan á hækkun aðfanga upp á 30% að undan- förnu og launahækkanir síðustu ára gera það hins vegar ómögu- legt.“ Gleðistundin fórnarlamb hærri opinberra gjalda - Veitingamenn segja ekki hægt að bjóða tilboð eins og var Morgunblaðið/Eggert Skálað Íslendingar tóku því vel þegar barir hófu að bjóða upp á gleðistundir. Nú fækkar þeim stundum. Aðalgeir Ásvaldsson Andrés Magnússon andres@mbl.is Þegar horft er til gjaldskrártekna Reykjavíkurborgar á undanförnum árum kemur í ljós að þær hafa hækkað örar en vísitala neyslu- verðs, algengasti mælikvarði verð- bólgu. Í fyrri viku var greint frá því að borgarstjórn hefði samþykkt breyt- ingar á gjaldskrám Reykjavíkur- borgar, sem sagt var í samræmi verðlagsbreytingar umfram for- sendur fjárhagsáætlunar borgarinn- ar og áhrif þeirra á rekstur. Verð- bólga hefur, sem kunnugt er, hækkað mikið undanfarna mánuði. Hækkunin á gjaldskrám nam 4,5% og tók gildi 1. september. Reykjavíkurborg tekur gjald fyr- ir margs konar þjónustu, allt frá bókasafnsgjöldum til leikskóla- gjalda og vega gjöldin þungt í rekstri hennar. Í tilkynningu sagði að Reykjavíkurborg hefði leitast við að hækka ekki þjónustugjaldskrár umfram verðlagshækkanir og þann- ig mætt kostnaðarhækkunum með því að draga að hluta til úr kostn- aðarhlutdeild þeirra sem kaupa þjónustuna. Þegar litið er til hlutfallslegrar hækkunar gjaldskrártekna miðað við verðbólgu sést að þar hefur borgin jafnan verið feti framar. Það er ekki fyrr en með óvenjumikilli verðbólgu í ár, sem borgin dróst aft- ur úr, en því var hressilega mætt með fyrrgreindri hækkun. Til stendur að „leiðrétta“ gjaldskrár Reykjavíkurborgar tvisvar á ári framvegis í stað árlegrar hækkunar. Nokkur umræða hefur að und- anförnu verið um áhrif verðbólgu á opinber gjöld og athyglin einkum beinst að verðlagsuppfærslu á krónutölugjöldum- og sköttum rík- isins, líkt og tiltekið verður í band- ormi með fjárlögum. Reykjavíkur- borg er samkvæmt þessu komin fram úr ríkinu að þessu leyti, en fjárhagur hennar hefur versnað mjög upp á síðkastið. Gjaldskrártekjur hækka umfram verðbólgu - Gjaldskrár Reykjavíkurborgar hækkuðu um 4,5% um liðin mánaðamót Þróun gjaldskrártekna Reykjavíkurborgar Í samanburði við verðbólgu frá 2015 Heimild: Hagstofan og Reykjavíkurborg 100 105 110 115 120 125 130 135 (2015 = 100) ’22’21’20’19’18’17’16’15 „Leiðrétting“ 1. september Vísitala neysluverðs Gjaldskrártekjur Morgunblaðið/Hari Ráðhúsið Fjárhagur borgarinnar hefur mjög þrengst að undanförnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.