Morgunblaðið - 22.09.2022, Side 18

Morgunblaðið - 22.09.2022, Side 18
18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022 Hafðu það notalegt í haust duka.is Kringlunni & Smáralind verið tekið afskaplega vel tekið hér og líður vel. Þetta samfélag vex stöð- ugt og núna eru Pólverjar á Íslandi um 22 þúsund, sem er um 7-8% af íbúum landsins og þar með stærsti minnihlutahópurinn. Það er áskorun fyrir okkur að efla pólskukennslu hér á landi. Það er boðið upp á slíka kennslu í mörgun grunnskólum, um þrjátíu skólum af um tvö hundruð. Ég mun nýta tæki- færið í dag til þess að tala við kollega mína um möguleikann á að auka að- gengi að pólskukennslu.“ Þá segir ráðherrann að farið sé að bjóða upp á íslenskunám á háskóla- stigi í einum af elstu háskólum Pól- lands, Jagiellonian-háskólanum í Kraká, og stefnt á að bjóða upp á það sama í háskólanum í Gdansk. „Það er eitt af því sem við höfum gert til þess að sýna að við tökum samband okkar við Ísland mjög alvarlega.“ Hvað viðkemur pólska samfélag- inu á Íslandi segir hann að önnur mikilvæg áskorun, á eftir móður- málskennslu pólskra barna, sé að þjálfa pólsk-íslenska þýðendur. Þeg- ar samskipti þjóðanna séu orðin svona mikil sé nauðsynlegt að fjölga þeim sem hafi gott vald á báðum tungumálum. Sjálfstæði í orkumálum Szynkowski vel Sek ber ábyrgð á samskiptum við aðrar Evrópuþjóðir og því berst talið að innrás Rússa í Úkraínu og áhrifum hennar á pólsku þjóðina. „Stríðið í Úkraínu hefur áhrif á Pólland á marga ólíka vegu. Í fyrsta lagi varðar þetta auðvitað öryggi þjóðarinnar. Við höfum fylgst með herskárri utanríkisstefnu Rússa í þó- nokkuð mörg ár og höfum lengi var- að bandamenn okkar við ógninni sem stafar af heimsvaldastefnu þeirra. Við höfum þess vegna lagt okkur fram um að styrkja herinn og öðlast frekara sjálfstæði þegar kemur að orkumálum. Á næstu dögum verður til dæmis opnuð ný gasleiðsla sem liggur frá Noregi um Danmörku og til Póllands. Svo við erum fullkom- lega undir það búin að verða sjálf- stæð hvað varðar gas og einnig farin að vinna að því að tryggja aðgengi okkar að olíu.“ Ráðherrann tekur þó fram að verðbólga og hátt verðlag í kjölfar innrásarinnar hafi áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar sem og aðra þætti, við- skiptamarkaðinn og líf þegnanna. „En við gerum hvað við getum til þess að sporna við slæmum afleið- ingum verðbólgunnar.“ Síðast en ekki síst hefur innrásin leitt af sér mikinn straum flótta- manna. „Það flúðu 5,5 milljónir Úkraínumanna yfir pólsk-úkraínsku landamærin og af þeim hafa um 2,5 milljónir orðið eftir. Það er auðvitað risastór áskorun og mjög kostnaðar- söm að veita þeim tækifæri til þess að vinna og útvega húsnæði. Við komum á fót móttökumiðstöðvum innan við sólarhring eftir innrás Rússa og útveguðum tímabundið húsnæði án þess að byggja neinar flóttamannabúðir. Allir fengu sím- kort endurgjaldslaust sem og að- gang að skóla- og heilbrigðiskerfinu. Áætlaður kostnaður við þetta er á bilinu 6-8 milljarðar evra. En þetta er ekki aðeins skylda okkar út frá samúðarhugsjón heldur sýnir það líka stuðning okkar við þessa ná- granna okkar sem hafa orðið fyrir árás.“ Á fremstu víglínu NATÓ í austri Spurður út í stöðu Póllands í Evr- ópu og pólitísk sambönd í álfunni segir Szynkowski vel Sêk: „Við erum mjög trygglyndir meðlimir Evrópu- sambandsins og Atlantshafsbanda- lagsins. Það sem við leggjum í hern- aðarmál er meira en 2% af vergri landsframleiðslu svo við uppfyllum skilyrði okkar þar. Við erum líka í góðu sambandi við Bandaríkin og bandarískum hermönnum í Póllandi fjölgar jafnt og þétt. Hvað viðkemur svæðisbundnum samskiptum þá skiptir okkur miklu máli að styrkja samband okkar við hin svokölluðu B9-ríki, þ.e. löndin sem liggja frá norðri til suðurs um Austur-Evrópu, frá Eystrasaltsríkj- unum suður til Búlgaríu. Þessi lönd mynda fremstu vígstöðvar NATÓ í austri svo þau eru mikilvæg þegar kemur að því að tryggja öryggi Evr- ópu. Það er mikilvægt að það séu góðir innviðir í þessum löndum sem og samgöngur þeirra á milli.“ Því sé unnið að því að styrkja þessa þætti. „Þegar kemur að sambandi okkar við Ísland þá treystum við á sérþekk- ingu ykkar varðandi nýtingu jarð- varma og grænt vetni. Það verður áskorun næstu ára að tryggja orku- forða Evrópu og ég held að Íslend- ingar geti verið í fararbroddi í þeirri vinnu og við getum lært margt af þeim.“ Tökum sambandið mjög alvarlega - Szymon Szynkowski vel Sek, aðstoðarráðherra utanríkismála í Póllandi, segir samband Póllands og Íslands sterkt á pólitískum grundvelli - Greinir frá áhrifum innrásar Rússa í nágrannalandið Morgunblaðið/Eggert Ráðherrann „Þetta er fyrsta heimsókn mín til Íslands en svo sannarlega ekki mín síðasta. Ég stóla á að áhrifin af þessari heimsókn verði góð og uppbyggileg,“ segir Szynkowski vel Sek, ráðherra í utanríkisráðuneyti Póllands. VIÐTAL Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Þessi heimsókn er enn eitt merki þess hve gott samband þjóðanna tveggja er,“ segir Szymon Szyn- kowski vel Sek, aðstoðarráðherra utanríkismála í Póllandi, sem kom í opinbera heimsókn hingað til lands í gær. Hann segir samband landanna tveggja hafa styrkst á undanförnum árum og nefnir að opinber heimsókn utanríkisráðherra Póllands hingað til lands árið 2017, sem var fyrsta heim- sókn af því tagi síðan 1976, hafi markað nýtt upphaf. Fleiri mikil- vægar heimsóknir hafi verið skipu- lagðar í kjölfarið. Hann ber sjálfur ábyrgð á málefnum Pólverja erlend- is, samböndum við önnur Evrópuríki og menningarlegum ríkiserind- rekstri og heimsókn hans hingað til lands því mikilvæg. „Þetta er fyrsta heimsókn mín til Íslands en svo sannarlega ekki mín síðasta. Ég stóla á að áhrifin af þess- ari heimsókn verði góð og uppbyggi- leg.“ Meðan á heimsókninni stendur segist hann munu heimsækja utan- ríkisráðuneytið og Alþingi auk sam- félags pólskra innflytjenda. Áskorun að efla pólskukennslu „Við erum mjög þakklát fyrir að ís- lensk stjórnvöld hafi ákveðið að opna sendiráð í Varsjá. Við höfum form- lega verið með sendiherra hér á landi í rúm fjögur ár. Svo sambandið er orðið mjög sterkt á pólitískum grundvelli.“ Samband Íslands og Póllands seg- ir hann tvíþætt, annars vegar snúist það um viðskipti, til dæmis innflutn- ing Pólverja á íslenskum fiski, og hins vegar um hið stóra samfélag Pólverja hér á landi. Á undanförnum árum hefur mikill fjöldi Pólverja flutt hingað til lands, ekki einungis til þess að dvelja í nokkra mánuði eða ár heldur til þess að setjast að varan- lega. „Ég vil árétta að Pólverjum hefur Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur heimilað niðurrif á öllum húsum á Heklureitnum, Laugavegi 168-174. Þarna á sem kunnugt er að rísa hverfi fjölbýlishúsa með allt að 463 íbúðum. Það eina sem eftir stendur er borholuhús á Laugavegi 174a. Húsin á lóð nr. 168-174 við Lauga- veg eru skrifstofu-, verslunar- og iðnaðarhúsnæði, byggt á árunum 1943-1972. Í deiliskipulagi fyrir lóð- irnar, sem samþykkt var í fyrra, er niðurrif heimilað á öllum húsum. Í deiliskipulaginu er tekið fram að niðurrif mannvirkja er leyfisskyld starfsemi og fylgja ber verklags- reglum Reykjavíkurborgar. Gera skal grein fyrir flokkun og með- höndlun útgangs. Þá er lóðarhöfum skylt að leggja fram áætlun um niðurrif mann- virkja. Þeim er sömuleiðis skylt að leggja fram áætlun vegna fyrirhug- aðrar uppbyggingar á lóðunum og kynna hana fyrir eigendum fast- eigna á aðliggjandi lóðum. Á Heklureit er í dag fjölbreytt at- vinnustarfsemi. Þar er stærsti að- ilinn Hekla hf., bílaumboð og verk- stæði, en einnig eru þar minni fyrirtæki og skrifstofuhúsnæði. Gert var samkomulag milli Reykjavíkur- borgar og lóðarhafa við Laugaveg 168-174 um tilfærslu á starfsemi Heklu hf. af lóðunum. Hekla hefur átt í viðræðum við Garðabæ um lóð undir starfsemina þar í bæ. sisi@mbl.is Heimilt að rífa öll húsin á Heklureit Morgunblaðið/sisi Heklureitur Öll húsalengjan við Laugaveg mun víkja fyrir nýju byggðinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.