Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022 22. september 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 141.1 Sterlingspund 161.22 Kanadadalur 106.2 Dönsk króna 18.946 Norsk króna 13.716 Sænsk króna 13.006 Svissn. franki 146.1 Japanskt jen 0.983 SDR 182.7 Evra 140.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 176.8687 « Bandaríski seðlabankinn hækkaði vexti í gær um 0,75%. Með því eru vextirnir komnir í 3,25% og hafa þeir ekki verið jafnháir síðan vorið 2008. Vextirnir voru lækkaðir sum- arið 2008 og svo enn frekar eftir al- þjóðlegu fjármálakreppuna þá um haustið og voru komnir niður í 0,25% í janúar 2009. Powell gaf til kynna í ræðu, meðal seðlabankastjóra í Jackson Hole í Wyoming í ágúst, að frekari vaxtahækk- anir væru fram undan. Hærri vextir, minni hagvöxtur og minni spurn eftir vinnuafli myndu slá á verðbólgu. Það væri fórnarkostnaður en hins vegar yrði það dýrara verði keypt, ef ekki tækist að koma á verðstöðugleika í hagkerfinu. Þriðja 0,75% vaxtahækkunin í röð Vaxtahækkunin í gær var þriðja 75 punkta hækkunin í röð en vextirnir voru 1% í júní þegar hækkunarhrinan hófst. Samkvæmt greiningu Jeffs Ostrowsk- is, á fjármálavefnum Bankrate, eru vextir íbúðalána orðnir jafnháir og í nóvember 2008. Þetta bendi til að tímabili lágra vaxta af húsnæðislánum, í kjölfar sam- dráttarskeiðsins mikla, sé að ljúka. Samkvæmt greiningu hans eru nú að meðaltali 6,12% vextir af 30 ára íbúða- lánum í Bandaríkjunum. Hæstu vextir í Banda- ríkjunum síðan 2008 Jerome Powell STUTT Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Frystiskipið Guðmundur í Nesi, í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur (ÚR), undirgengst nú töluverðar breytingar í slippnum á Akureyri. Til stendur að gera tilraun til að knýja skipið með metanóli í stað díselolíu. Gangi breytingarnar eftir mun það draga úr út- blæstri koltví- sýrings vegna reksturs skipsins um 92%. Runólfur V. Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR, segir í samtali við Morgunblaðið að félagið hafi á liðnum árum lagt aukna áherslu á sjálfbærnimál og að þau séu orðin hluti af daglegum rekstri. Hann heldur erindi um tæki- færi og áskoranir í sjávarútvegi á sjálfbærnidegi Landsbankans í dag. Útgerðin auki gegnsæi „Við erum öll sammála um mikil- vægi þess að ganga vel um auðlindina sem hafið er, en þá skiptir máli að þau fyrirtæki sem við hana starfa, til dæmis sjávarútvegsfyrirtæki, sýni bæði frumkvæði og forystu í sjálf- bærnimálum,“ segir Runólfur. „Íslenska fiskveiðistjórnunar- kerfinu er ætlað að tryggja viðgang og vöxt nýtingarstofna og því þarf að huga vel að umgengni um hafið. Við, sem fiskveiðiþjóð, tjöldum ekki til einnar nætur heldur gerum við ráð fyrir að nýta auðlindina um ófyrir- séða framtíð.“ ÚR opnaði fyrir tveimur árum sér- staka fjárfestasíðu á vef fyrirtækis- ins, þar sem ársreikningar félagsins eru birtir opinberlega. Samhliða því birti félagið sjálfbærniskýrslu þar sem stefna og aðgerðir í umhverfis- málum, stjórnarháttum og fleira eru raktar ítarlega. „Við viljum sýna og segja frá því sem við erum að gera, þess vegna er mikilvægt að tryggja gagnsæi,“ segir Runólfur og vísar þar til útgerðar- innar almennt. Hann segir að áður en þessi vinna hófst hafi félagið gert könnun meðal tæplega 90 hagaðila sem tengjast félaginu með einum eða öðrum hætti. Sú könnun hafi komið vel út en að sama skapi hafi hluti af henni nýst til að gera enn betur í þeim þáttum sem heyra undir sjálfbærni. Viðskiptahagsmunir undir „Við lítum þannig á að rekstur og arðsemi félagsins byggist á sjálf- bærni,“ segir Runólfur. Það felur meðal annars í sér atriði eins og að flokka sorp, lágmarka umhverfis- áhrif af flutningum, minnka sóun, uppræta brottkast og fleira. „Við höfum einnig lagt áherslu á að mæla kolefnisfótspor og leita leiða til að minnka það. Kolefnisfót- spor íslensks fisks er með því lægsta sem gerist og í raun sambærilegt við grænmeti en við teljum að hægt sé að gera enn betur,“ segir hann. Aðspurður hvort og þá hversu mikið viðskiptalegir hagsmunir vegi í þessu samhengi segir Runólfur að þeir vegi þungt. „Neytendur eru, með réttu, kröfu- harðir. Þeir vilja vita hvaðan afurð- irnar koma, við hvernig aðstæður fiskurinn er veiddur, hvort veiðarnar eru sjálfbærar og svo framvegis,“ segir hann. „Þess vegna þurfum við líka að vera skrefi á undan, eins og við höfum til dæmis gert með rekjan- leika afurða. Nú er hægt að rekja afurðina frá upphafi til enda, sem skiptir miklu máli.“ Einn angi af aðgerðum fyrirtækja í sjálfbærnimálum eru þau fjárfest- ingaverkefni sem þau ráðast í. Spurður nánar um það nefnir Run- ólfur meðal annar fjárfestingu ÚR í fæðubótarvörunni Unbroken, sem framleidd er hér á landi, og fjárfest- ingu í bátaframleiðandanum Rafn- ari. Fjölbreytt erindi Sem fyrr segir verður sjálfbærni- dagur Landsbankans haldinn í dag. Aðalfyrirlesari viðburðarins er Tjeerd Krumpelman frá ABN Amro-bankanum í Hollandi, sem hefur yfir 20 ára reynslu í fjármála- geiranum og annast meðal annars sjálfbærniráðgjöf hjá ABN Amro. Á fundinum mun Kristín Vala Ragn- arsdóttir, prófessor við Háskóla Ís- lands, einnig halda erindi um fjár- festingar og fyrirtækjarekstur, Sigrún Melax, gæðastjóri Jáverk, fjallar um vistvæna mannvirkjagerð og Stefán H. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Cargow, fjallar um bætta orkunýtingu í skipaflutning- um. Streymt verður frá viðburðinum á mbl.is en dagskráin hefst kl. 09.00. Útgerðin sýni frumkvæði og forystu í sjálfbærnimálum Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Útgerð Stefnt er að því að Guðmundur i Nesi verði knúinn metanóli. - Flytur erindi um tækifæri í sjávarútvegi á sjálfbærnidegi Landsbankans í dag Runólfur V. Guðmundsson. Samkeppniseftirlitið (SKE) hefur ekki tekið saman upplýsingar um umfang rannsóknar eftirlitsins á kaupum franska fjárfestingasjóðsins Ardian á Mílu, dótturfélagi Símans. Þetta kemur fram í skriflegu svari Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra SKE, við spurningum Morgunblaðs- ins. Spurt var hversu mikill tími starfsmanna hafi farið í meðhöndlun og rannsókn málsins frá því að það kom fyrst inn á borð eftirlitsins og hver áætlaður kostnaður væri. Fram kemur í svari Páls Gunnars að ekki hafi verið teknar saman upplýsingar um fjölda vinnustunda eða kostnað. Þá segir hann að almennt tíðkist ekki að eftirlitsstofnanir taki slíkar upplýsingar saman og birti. Umfangsmikil rannsókn Á vef SKE er rannsókn og máls- meðferð eftirlitsins vegna málsins rakin ítarlega. Þar kemur fram að formleg rannsókn hafi hafist 8. febr- úar 2022 en, eins og Morgunblaðið hefur áður greint frá, hafi SKE átt í samskiptum við hluteigandi aðila frá því um miðjan september 2021. Það var í aðdraganda sölu Símans á Mílu en tilkynnt var um söluna í Kauphöll 23. október 2021. Í yfirlitinu kemur meðal annars fram að haldnir hafi verið um 20 sáttafundir með fulltrú- um Ardians, Mílu og Símans frá því að SKE birti Símanum og Ardian 114 bls. andmælaskjal þann 1. júlí sl. Í skjalinu kom fram að SKE myndi ekki samþykkja viðskiptin óbreytt. gislifreyr@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Ríkisstofnun Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Kostnaðurinn ekki tekinn saman - Um 20 fundnir haldnir með hag- aðilum frá 1. júlí sl. www.gilbert.is VELDU ÚR MEÐ SÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.