Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022 Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Virka daga 10-17 Laugardaga 11-15 Hjarta heimilisins Við hönnum innréttingar að þínum þörfum 2000 — 2022 Sakamálarannsókn tengd stuldi á síma norður á Akureyri, þar sem fjórir blaðamenn hafa verið yfirheyrðir með stöðu sakborninga hefur vakið sterk viðbrögð. Þórður Snær Júlíusson, rit- stjóri Kjarnans, skrifar af því tilefni 2 km langa grein á vef sinn. Ekki þó sem ritstjóri og ekki sem blaðamaður, ekki einu sinni sem verðlaunablaða- maður, heldur var þetta aðsend grein utan úr bæ eftir eiganda Kjarnans, þar sem hann tók ásökunum um hvers kyns brot fjarri. Á það er engin leið að leggja mat en skýringar Þórðar Snæs á málatilbúnaðinum eru merkilegar. - - - Í stuttu máli telur hann málið gert af hálfu „valdsins“ til þess að „kæla fjölmiðla“, þó það hafi ekki tekist betur en maraþonskrif fjöl- miðilseigandans bera vitni, en djúp- ríkinu tekst víst ekki allt. Hann sak- ar lögregluna á Norðurlandi eystra um að „reyna að takmarka tjáning- arfrelsi fjölmiðla,“ sem hann rekur annars vegar til Samherja og hins vegar til Bjarna Benediktssonar, sem fann að því að blaðamennirnir vildu ekki koma til yfirheyrslu, - - - Í ljósi þess hversu makalausir þessir kælingartilburðir hafa verið hingað til kæmi manni ekki einu sinni á óvart að þau myndu ákæra okkur í fyrir fram full- komlega töpuðu máli,“ bætir Þórð- ur Snær við og telur þannig einnig saksóknaraembættið vera í taumi valdsins og Dalvíkurauðvaldsins sjálfsagt líka. Réttvísin öll spillt og í veskisvasanum á stórkapítalinu. - - - Þetta eru gamalkunnar varnir pópúlista, sem sáldra í kring- um sig efasemdum um stofnanir samfélagsins og grafa þannig und- an þeim. Það er kjarni málsins. Þórður Snær Júlíusson Kjarninn í höggi við djúpríkið á Dalvík STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Hitinn á þessu sumri hefur ekki enn náð að kljúfa 20 stiga múrinn í Reykjavík og ólíklegt er að það gerist úr þessu, að mati Trausta Jónssonar veður- fræðings, enda október á næsta leiti. Hæsti lofthiti sem mælst hefur í Reykjavík í sumar er 17,9 stig. Það gerðist 10. júní. Hitinn hef- ur aðeins einu sinni mælst hærri en það eftir 20. september. Árið 2019 fór hann í 18,5 stig þann 26. september. Óvenjuhlýtt var á landinu þá vikuna. Trausti rifjar upp að hiti fari ekki í 20 stig á hverju ári í Reykjavík. Fræg séu samfelld 15 ár án tuttugu stiga árin 1961-1975. Samfelldar hámarksmælingar hita hófust í Reykjavík 1920. Síðan þá hefur hámarkshiti ársins 37 sinnum verið lægri en þau 17,9 stig sem enn sitja að hámarkinu í ár, meira en þriðja hvert ár, upp- lýsir Trausti. Lægsta hámark ársins á þessu tíma- bili var 1921, aðeins 14,7 stig. Árshámarkið var síðast undir 18 stigum árið 2001, þegar það var 17,2 stig. Sumarið (júní til ágúst) í Reykjavík reyndist það næstkaldasta á þessari öld. Kaldara var sumarið 2018. Víða á landinu var 20 stiga múrinn rofinn í sum- ar. Heitasti dagur ársins var 30. ágúst, en þá mæld- ist 25 stiga hiti á Mánárbakka á Tjörnesi. Hiti hefur farið yfir 20 stig í vikunni fyrir norðan og austan og er það ekki óvenjulegt, að sögn Trausta. sisi@mbl.is Hæsti hiti vel undir 20 stigum Morgunblaðið/Hákon Sumarið 2022 Hitinn hefur ekki náð sér á strik en sólin hefur skinið glatt marga daga sumarsins. Sigríður Theodóra Er- lendsdóttir sagnfræð- ingur er látin, 92 ára að aldri. Sigríður fæddist í Reykjavík hinn 16. mars árið 1930, dóttir hjónanna Jóhönnu Vig- dísar Sæmundsdóttur, húsmóður, og Erlends Ólafssonar, sjómanns. Hún ólst upp á Baróns- stíg ásamt systrum sín- um, Guðríði Ólafíu rit- ara og Guðrúnu hæsta- réttardómara, en Ólafur, tvíburabróðir Guðrúnar, lést á barnsaldri. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1949 og lagði stund á háskólanám í ensku og frönsku. 1953 gekk hún að eiga Hjalta Geir Kristjánsson, hús- gagnaarkitekt og framkvæmda- stjóra Kristjáns Siggeirssonar hf. Þau eignuðust fjögur börn á næstu níu árum, Ragnhildi ráðuneytis- stjóra, Kristján viðskiptafræðing, Erlend rekstrarhagfræðing og Jó- hönnu Vigdísi fjölmiðlafræðing og fréttamann. Um það leyti reistu þau hjónin sér glæsilegt hús við Berg- staðastræti 70, sem jafnan er talið með merkari 20. aldar byggingum í Reykjavík. Hún bjó þar til dauðadags en Hjalti Geir lést fyrir tæpum tveimur árum. Sigríður hóf rann- sóknir í kvennasögu upp úr 1970, þá rúm- lega fertug að aldri, og lauk BA-prófi í sagn- fræði árið 1976. Hún lauk svo kandídats- námi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1981 með ítarlegri frumrannsókn á at- vinnuþátttöku reyk- vískra kvenna á ár- unum 1890-1914. Árið 1982 varð hún fyrst til að kenna sérstök námskeið í kvennasögu í sagnfræði við HÍ þar sem hún var stundakennari þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1999. Sigríður var brautryðjandi í rann- sóknum á sögu kvenna og lagði með kennslu sinni og rannsóknum grunn að kvennasögu sem fræðigrein hér á landi. Hún sat m.a. í stjórn Kvenna- sögusafnsins, Minja og sögu og Styrktarsjóðs Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Hún skrifaði bók- ina Veröld sem ég vil, sem kom út 1993 og er saga Kvenréttindafélags Íslands frá stofnun 1907 til 1992. Andlát Sigríður Th. Erlends- dóttir sagnfræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.