Morgunblaðið - 22.09.2022, Side 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is.
Virka daga 10-17
Laugardaga 11-15
Hjarta heimilisins
Við hönnum innréttingar að þínum þörfum
2000 — 2022
Sakamálarannsókn tengd stuldi á
síma norður á Akureyri, þar
sem fjórir blaðamenn hafa verið
yfirheyrðir með stöðu sakborninga
hefur vakið sterk viðbrögð. Þórður
Snær Júlíusson, rit-
stjóri Kjarnans,
skrifar af því tilefni
2 km langa grein á
vef sinn. Ekki þó
sem ritstjóri og ekki
sem blaðamaður,
ekki einu sinni sem
verðlaunablaða-
maður, heldur var
þetta aðsend grein utan úr bæ eftir
eiganda Kjarnans, þar sem hann
tók ásökunum um hvers kyns brot
fjarri. Á það er engin leið að leggja
mat en skýringar Þórðar Snæs á
málatilbúnaðinum eru merkilegar.
- - -
Í stuttu máli telur hann málið gert
af hálfu „valdsins“ til þess að
„kæla fjölmiðla“, þó það hafi ekki
tekist betur en maraþonskrif fjöl-
miðilseigandans bera vitni, en djúp-
ríkinu tekst víst ekki allt. Hann sak-
ar lögregluna á Norðurlandi eystra
um að „reyna að takmarka tjáning-
arfrelsi fjölmiðla,“ sem hann rekur
annars vegar til Samherja og hins
vegar til Bjarna Benediktssonar,
sem fann að því að blaðamennirnir
vildu ekki koma til yfirheyrslu,
- - -
Í ljósi þess hversu makalausir
þessir kælingartilburðir hafa
verið hingað til kæmi manni ekki
einu sinni á óvart að þau myndu
ákæra okkur í fyrir fram full-
komlega töpuðu máli,“ bætir Þórð-
ur Snær við og telur þannig einnig
saksóknaraembættið vera í taumi
valdsins og Dalvíkurauðvaldsins
sjálfsagt líka. Réttvísin öll spillt og í
veskisvasanum á stórkapítalinu.
- - -
Þetta eru gamalkunnar varnir
pópúlista, sem sáldra í kring-
um sig efasemdum um stofnanir
samfélagsins og grafa þannig und-
an þeim. Það er kjarni málsins.
Þórður Snær
Júlíusson
Kjarninn í höggi við
djúpríkið á Dalvík
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Hitinn á þessu sumri hefur ekki enn náð að kljúfa
20 stiga múrinn í Reykjavík og ólíklegt er að það
gerist úr þessu, að mati Trausta Jónssonar veður-
fræðings, enda október á næsta leiti.
Hæsti lofthiti sem mælst hefur í Reykjavík í
sumar er 17,9 stig. Það gerðist 10. júní. Hitinn hef-
ur aðeins einu sinni mælst hærri en það eftir 20.
september. Árið 2019 fór hann í 18,5 stig þann 26.
september. Óvenjuhlýtt var á landinu þá vikuna.
Trausti rifjar upp að hiti fari ekki í 20 stig á
hverju ári í Reykjavík. Fræg séu samfelld 15 ár án
tuttugu stiga árin 1961-1975.
Samfelldar hámarksmælingar hita hófust í
Reykjavík 1920. Síðan þá hefur hámarkshiti ársins
37 sinnum verið lægri en þau 17,9 stig sem enn sitja
að hámarkinu í ár, meira en þriðja hvert ár, upp-
lýsir Trausti. Lægsta hámark ársins á þessu tíma-
bili var 1921, aðeins 14,7 stig.
Árshámarkið var síðast undir 18 stigum árið
2001, þegar það var 17,2 stig. Sumarið (júní til
ágúst) í Reykjavík reyndist það næstkaldasta á
þessari öld. Kaldara var sumarið 2018.
Víða á landinu var 20 stiga múrinn rofinn í sum-
ar. Heitasti dagur ársins var 30. ágúst, en þá mæld-
ist 25 stiga hiti á Mánárbakka á Tjörnesi. Hiti hefur
farið yfir 20 stig í vikunni fyrir norðan og austan og
er það ekki óvenjulegt, að sögn Trausta.
sisi@mbl.is
Hæsti hiti vel undir 20 stigum
Morgunblaðið/Hákon
Sumarið 2022 Hitinn hefur ekki náð sér á strik
en sólin hefur skinið glatt marga daga sumarsins.
Sigríður Theodóra Er-
lendsdóttir sagnfræð-
ingur er látin, 92 ára að
aldri.
Sigríður fæddist í
Reykjavík hinn 16.
mars árið 1930, dóttir
hjónanna Jóhönnu Vig-
dísar Sæmundsdóttur,
húsmóður, og Erlends
Ólafssonar, sjómanns.
Hún ólst upp á Baróns-
stíg ásamt systrum sín-
um, Guðríði Ólafíu rit-
ara og Guðrúnu hæsta-
réttardómara, en
Ólafur, tvíburabróðir
Guðrúnar, lést á barnsaldri.
Hún lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík árið
1949 og lagði stund á háskólanám í
ensku og frönsku. 1953 gekk hún að
eiga Hjalta Geir Kristjánsson, hús-
gagnaarkitekt og framkvæmda-
stjóra Kristjáns Siggeirssonar hf.
Þau eignuðust fjögur börn á næstu
níu árum, Ragnhildi ráðuneytis-
stjóra, Kristján viðskiptafræðing,
Erlend rekstrarhagfræðing og Jó-
hönnu Vigdísi fjölmiðlafræðing og
fréttamann. Um það leyti reistu þau
hjónin sér glæsilegt hús við Berg-
staðastræti 70, sem jafnan er talið
með merkari 20. aldar byggingum í
Reykjavík. Hún bjó
þar til dauðadags en
Hjalti Geir lést fyrir
tæpum tveimur árum.
Sigríður hóf rann-
sóknir í kvennasögu
upp úr 1970, þá rúm-
lega fertug að aldri, og
lauk BA-prófi í sagn-
fræði árið 1976. Hún
lauk svo kandídats-
námi í sagnfræði frá
Háskóla Íslands árið
1981 með ítarlegri
frumrannsókn á at-
vinnuþátttöku reyk-
vískra kvenna á ár-
unum 1890-1914. Árið 1982 varð hún
fyrst til að kenna sérstök námskeið í
kvennasögu í sagnfræði við HÍ þar
sem hún var stundakennari þar til
hún lét af störfum fyrir aldurs sakir
árið 1999.
Sigríður var brautryðjandi í rann-
sóknum á sögu kvenna og lagði með
kennslu sinni og rannsóknum grunn
að kvennasögu sem fræðigrein hér á
landi. Hún sat m.a. í stjórn Kvenna-
sögusafnsins, Minja og sögu og
Styrktarsjóðs Stofnunar Vigdísar
Finnbogadóttur. Hún skrifaði bók-
ina Veröld sem ég vil, sem kom út
1993 og er saga Kvenréttindafélags
Íslands frá stofnun 1907 til 1992.
Andlát
Sigríður Th. Erlends-
dóttir sagnfræðingur