Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 39
Það var mikil sorg þegar þú
misstir Ingvar bróður þinn sem
fórst af slysförum og nokkrum ár-
um seinna sótti sorgin þig aftur
þegar pabbi þinn dó. Þá varst þú
aðeins 16 ára unglingur og varð í
kjölfarið mikil breyting í þínu lífi.
Ég missti þá af þér í nokkur ár,
þú varst að ferðast, fórst til Spán-
ar og Parísar. Síðan hittir þú
hann Geira þinn og þið eignuðust
hana Sigurveigu.
Þarna kynnast eiginmenn okk-
ar og það myndast góð vinátta
þeirra á milli, svo mikil að við
ákveðum að flytja á Selfoss og
kaupum hvor sína íbúðina. Það
var gott að búa á Selfossi, þar
fæðast Lína og Siggi ykkar.
Það var alltaf gott að leita til
þín, elsku vinkona, alltaf tilbúin
að hjálpa og þú varst svo mynd-
arleg, það lék allt í höndunum á
þér. Það voru forréttindi að eiga
góða vini eins og ykkur.
Við ferðuðumst með hjólhýsin
okkar um landið og dvöldum oft á
lóðinni á Geysi og áttum þar góð-
ar stundir saman. Það er sárt að
kveðja þig, kæra vinkona.
Elsku Geiri, Sigurveig, Lína og
Siggi, síðustu þrír mánuðir hafa
verið erfiðir hjá ykkur.
Við Bragi vottum ykkur djúpa
samúð og þökkum fyrir fallega
samleið í gegnum lífið.
Þín verður sárt saknað. Hvíldu
í friði og guð geymi þig.
Hildur og Bragi.
Hún Adda frænka er dáin.
Sorgin er mikil þó sérstaklega hjá
Ástgeiri og börnunum. Barna-
börnin missa líka mikið því hún
naut þess svo að vera með þeim
og var mikil amma. Adda sýndi
mikinn styrk í sjúkdómsferlinu.
En eins og hún sagði við mig þá á
þetta allt sinn tíma.
Við Adda vorum bræðradætur,
ólumst upp í Hafnarfirði ásamt
bræðrum hennar sem ein fjöl-
skylda í húsi sem feður okkar
byggðu saman. Hún var mikill
fjörkálfur, ákveðin og skemmti-
leg stelpa. Við lékum okkur mikið
saman með þeim bræðrum úti
ásamt öðrum börnum á Holtinu.
Inni vorum við meira í dúkkulísu-
leik og tjúttuðum mikið og döns-
uðum svo með Línu þegar hún
skellti plötu á fóninn. Í lífinu
skiptast á skin og skúrir og sorgin
bankaði upp á hjá okkur. Arna
systir deyr 1960 og svo Ingvar
bróðir hennar 1963 í slysi rétt fyr-
ir ferminguna okkar. Þetta
reyndi mikið á fjölskylduna. Við
eltumst svo og þróuðumst hvor í
sína áttina. Sorgin knúði aftur
dyra þegar Siggi pabbi hennar
féll frá 1969, þá er Árni, bróðir
hennar, giftur og farinn að búa.
Þær mæðgur búa saman og tak-
ast á við lífið saman. Þarna er ég
líka komin með fjölskyldu og við
hittumst töluvert. Hún finnur svo
ástina hjá Geira og eignast þar
líka góða tengdafjölskyldu. Við
flytjum vestur, Sigurveig fæðist
og þau flytja á Selfoss, það fjölg-
ar. Lína Dögg og Sigurður bætast
við. Það varð aftur meira sam-
band þegar frá leið og hittumst
við þá oft kringum afmæli og á
Þorláksmessu, sem var afmælis-
dagur Ingvars. Það varð ekki
langt á milli eftirlifandi systkin-
anna. Árni dó 2019 og svo Sólrún
kona hans núna í mars. Þetta er
stórt skarð í frændgarðinn en
mest fyrir Geira við andlát Öddu
og börnin sem missa svo mikið.
Við ræddum um hver tæki á móti
okkur í sumarlandinu og hvort
okkar hugskeyti héldu áfram.
Adda er vonandi komin á góðan
stað og við höldum áfram í hennar
anda.
Góður Guð veri með Geira og
fjölskyldu á erfiðum stundum.
Helga frænka.
Í dag kveðjum við með miklum
söknuði okkar yndislegu Öddu.
Adda, þessi orkumikla og hressa
kona, var með hjarta úr gulli og
yndislega nærveru. Allar
skemmtilegu stundirnar með
Öddu og Geira, kaffiboðin, út að
borða saman, fara á rúntinn, hitt-
ast í útilegum, hlátur og sprell.
Allt í einu er allt svo óraunveru-
legt og óréttlátt, veikindin komu
eins og þruma úr heiðskíru lofti,
svo óvægin og skyndilega er hún
farin. Elsku Adda okkar, hjartans
þakkir fyrir samfylgdina, vinátt-
una, knúsin og allt. Hvíl í friði,
elsku besta Adda.
Elsku Geiri, Guð gefi þér,
börnunum og fjölskyldunni allri
styrk til að takast á við sorgina og
söknuðinn. Minning um góða
konu lifir áfram.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Katrín og Guðmundur.
Í dag kveðjum við góða vin-
konu sem lést langt um aldur
fram.
Adda var góður vinur sem gott
var að tala við og alltaf var stutt í
glensið.
Það er stórt skarð hoggið í
vinahópinn þegar hún verður ekki
lengur með í ferð.
Elsku Adda, við þökkum þér
fyrir allar samverustundirnar er
við ferðuðumst um landið á hjól-
hýsunum okkar. Oft var þá tekið í
spil og tókst þú þá fram „svörtu
bókina“ þína og allt skráð sam-
viskusamlega. Einnig fórum við
mikið í „kubb“ og hafðir þú alveg
sérstakan stíl sem þér fór svo vel.
Við kveðjum þig með söknuði
og mun minningin um þig fylgja
okkur.
Elsku Geiri, Sigurveig, Lína,
Siggi og fjölskyldur. Við sendum
ykkur öllum innilegar samúðar-
kveðjur.
Fyrir hönd félaganna í Litla
ferðafélaginu,
Gunnlaugur Óskarsson.
Þá er elsku Adda mágkona
horfin til annarra heima, þó ég
trúi því vart ennþá. Geiri bróðir
kynntist henni þegar ég var um
12 ára gömul og hafa því vegir
okkar legið saman stærstan hluta
lífsins og skrítið til þess að hugsa
að hún sé farin. Þau hjón hefðu
átt gullbrúðkaup í haust, hefði
heilsa Öddu ekki brostið með
þessum afleiðingum. En margs er
að þakka og ógrynni minninga
leita á hugann. Ég minnist þess
tíma á unglingsárunum þegar
Adda bjó heima hjá okkur á
Kvisthaganum. Það var svo gam-
an og spennandi að kynnast
henni. Mér fannst hún svo smart
og skemmtileg, en einnig fram-
andi að vissu leyti því hún hafði
búið í Frakklandi og ferðast á
Spáni, sem var ekki algengt á
þessum árum. Ég minnist góðra
stunda við eldhúsborðið á
bernskuheimilinu þar sem spjall-
að var um allt milli himins og
jarðar, hlegið og spaugað, oft
langt fram á nótt. Ég fann fljótt
sem unglingur að hægt væri að
treysta henni. Hún sýndi mér
væntumþykju og skilning og ég
leitaði gjarnan til hennar með eitt
og annað á þessum árum og síðar
á lífsleiðinni sem ég þakka fyrir.
Sterk bönd mynduðust einnig
milli mömmu og Öddu og reyndist
hún henni og okkur öllum sérlega
vel þegar mamma veiktist af sínu
banameini. Adda fylgdi börnum
sínum þremur vel eftir og var
stolt af þeim og barnabörnunum
sem hún sinnti af alúð. Adda
sýndi Sigurveigu minni einnig
væntumþykju og voru ófáar ferð-
ir farnar í Fjarðarkaup að hitta
Öddu í prjónadeildinni. Ég votta
elsku Geira, Sigurveigu, Línu
Dögg, Sigga og fjölskyldum
þeirra mína dýpstu samúð. Megi
ykkur veitast styrkur til að takast
á við söknuð og missi. Látum góð-
ar minningar lifa og veita ljósi og
birtu inn í framtíðina.
Arndís Þorsteinsdóttir.
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022
✝
Gróa fæddist á
Akureyri 16.
mars 1930. Hún
lést 15. september
2022.
Foreldrar Gróu
voru Sigfús Jóns-
son frá Vallanesi á
Austur-Héraði,
verslunarmaður
hjá Iðunni á Ak-
ureyri, f. 2. sept-
ember 1902, d. 14.
maí 1950, og Brynhildur Þor-
láksdóttir frá Kotá, Akureyri, f.
28. júlí 1901, d. 8. apríl 1993.
Gróa var fyrst í röð fimm
systkina en næst henni var
Gréta, f. 1932, d. 2018, þá Bragi,
f. 1935, d. 2003, Dóra Kristín, f.
1941, og Edda Sigríður, f. 1943.
Þann 10. október 1953 gengu
þau í hjónaband Gróa og Sig-
mar Grétar Jónsson, f. 20. febr-
úar 1929 á Eskifirði, deild-
arstjóri hjá B.Í.
(Brunabótafélagi Íslands, síðar
VÍS). Foreldrar Grétars voru
Jón Valdimarsson kennari í
Reykjavík og Herdís Kristín
Pétursdóttir frá Borðeyrarbæ í
Hrútafirði.
Gróa og Grétar eignuðust
þrjár dætur:
1) Brynhildur, f. 29. júlí 1954,
maki Bragi Sigmar Sveinsson, f.
14. september 1954, Blönduósi.
Börn þeirra eru: a) Grétar Örn,
f. 1979, maki Eva Hrönn Jóns-
dóttir, f. 1982, þau eiga þrjú
börn. b) Karen Íris, f. 1981,
maki Ingvi Björn Bergmann, f.
1981, þau eiga þrjú börn.
2) Jónína Halla, f. 27. febrúar
1956. Börn: a) Íris Blöndal, f.
1985, maki Daði Rúnar Pét-
ursson, f. 1985, þau eiga tvö
börn. b) Ingunn Blöndal, f. 1986,
maki Leó Kristberg Einarsson,
f. 1984, þau eiga tvær dætur. c)
Rebekka Blöndal, f. 1988, maki
Gauti Stefánsson, f. 1976, þau
eiga tvær dætur, fyrir á Gauti
eina dóttur og einn fósturson.
3) Íris, f. 23. september 1964,
d. 26. janúar 1982.
Gróa var alin
upp á Akureyri og
lauk prófi frá
Gagnfræðaskóla
Akureyrar 1947. 18
ára að aldri fór hún
suður til Reykja-
víkur og hóf nám
við Hjúkrunarskóla
Íslands, HSÍ, þaðan
sem hún útskrif-
aðist í október
1953. Starfaði hún á Kleppsspít-
ala á árunum 1953-1958 og sem
deildarhjúkrunarkona þar frá
1958-1960.
Þá starfaði hún við Heilsu-
gæslu Kópavogs frá árinu 1960
til ársins 1993 er hún hætti
störfum en frá 1970 og til
starfsloka starfaði hún þar sem
hjúkrunarforstjóri og fram-
kvæmdastjóri Heilsugæslu-
stöðvarinnar og vann þar mikið
frumkvöðla- og mótunarstarf í
heilsugæslu ungs samfélags
Kópavogsbæjar.
Gróa var varaformaður
barnaverndarnefndar Kópa-
vogs frá árinu 1962 til nokkurra
ára.
Þá var hún og fulltrúi Rauða-
krossdeildar Kópavogsbæjar
frá 1970 til 1993. Hennar er
minnst í bókinni Sunnuhlíð
vegna starfa sinna og aðkomu
að stofnun Sunnuhlíðar, hjúkr-
unarheimilis aldraðra í Kópa-
vogi.
Gróa og Grétar bjuggu lengst
af í Lyngbrekku í Kópavogi eða
frá 1960. Upp úr síðustu alda-
mótum færðu Gróa og Grétar
sig um set innan Kópavogs-
bæjar eða austar í bæinn, nánar
tiltekið í Núpalind. Grétar lést
21. ágúst 2010 en Gróa bjó
áfram í Núpalindinni til síðasta
dags.
Útförin fer fram frá Kópa-
vogskirkju í dag, 22. september
2022, kl. 11.
Hlekkur á streymið er:
https://youtu.be/Qeddt5WOORI
Mér er í fersku minni þegar
ég kom fyrst í Lyngbrekku 17
og hitti þau Gróu og Grétar í
fyrsta sinn. Í þessari heimsókn
var mér tekið opnum örmum
með hlýhug og vinsemd og var
þetta innlit hins tilvonandi
tengdasonar upphaf afar
ánægjulegra kynna sem hafa
varað á fimmta áratug og aldrei
borið skugga á.
Ekki leið langur tíma þar til
ég var fluttur inn á heimili
þeirra og leið mér fljótlega eins
og væri einn af fjölskyldunni.
Andrúmsloftið í Lyngbrekkunni
var ekkert ólíkt heimilishaldinu
í mínum eigin foreldrahúsum.
Má segja að þar hafi ríkt hálf-
gerð sveitastemning þar sem
allir settust saman að borðum
við máltíðir, lambalærið á
sunnudögum og þessar gömlu,
góðu íslensku hefðir sem kyn-
slóðirnar á undan höfðu verið
svo duglegar að viðhalda voru í
fullu gildi.
Ég áttaði mig fljótt á því að
foreldrar Brynhildar höfðu mjög
ákveðnar hugmyndir um hvern-
ig hlutirnir ættu að vera hvað
framtíðina varðaði. Þau brýndu
fyrir okkur mikilvægi þess að
eignast eigið húsnæði og koma
þannig fótunum undir okkur.
Þessi hugsunarháttur líkaði til-
vonandi tengdasyni afar vel og
þakka ég þeim Gróu og Grétari
leiðsögnina.
Eftir að við síðan keyptum
okkar fyrstu íbúð bjuggum við á
Lyngbrekkunni um nokkurt
skeið virka daga en fluttum okk-
ur svo heim um helgar. Þetta
var hluti af mörgum góðum leið-
beiningum þeirra um að fara vel
með.
Gróa átti farsælan starfsferil
og var metnaðarfull þegar
starfsframi var annars vegar.
Hún var hjúkrunarfræðingur að
mennt og fékkst lengst af við
stjórnunarstörf sem tengdust
faginu. Hún var í krefjandi
störfum sem ekki var mjög al-
gengt á þeim tíma en naut mik-
ils trausts samstarfsfólks síns
enda var hún mörgum þeim
kostum prýdd sem þurfti til
starfsins. Hún var ákveðin og
stóð fast á sínu þegar það átti
við.
Við áttum mörg samtöl um
þessa tíma og hreifst ég mjög af
frásögnum hennar og ekki síst
þeim stjórnunarstíl sem hún
hafði tamið sér.
Úr fjarlægð hef ég getað
fylgst með því hvað hún hélt
ávallt góðu sambandi við
fjöldann allan af fyrrverandi
samstarfsmönnum og skóla-
systkinum.
Rétt fyrir fráfall Gróu höfð-
um við tvö farið út að borða á
indverskum veitingastað í mið-
borg Reykjavíkur en Brynhildur
hafði farið til Kaupmannahafnar
fyrr um daginn. Þar lék hún á
als oddi og átti ég með henni
ógleymanlega kvöldstund. Ekki
renndi ég grun í að þetta væri
síðasta kvöldmáltíðin með Gróu,
en fregnir af láti hennar bárust
okkur á meðan við vorum úti.
Lífið er sjaldnast án áfalla og
sá harmleikur átti sér stað að
þau Gróa og Grétar misstu dótt-
ur sína Írisi af slysförum. Sorg-
in sem fylgdi í kjölfarið var sár
og hafði djúpstæð áhrif á þau.
Tíminn læknar ekki slíka
sorg en það er hægt að lifa með
henni. Nú eru þau öll saman á
ný.
Ég kveð Gróu með söknuð í
brjósti.
Bragi Sveinsson.
Gróa
Sigfúsdóttir
✝
Margrét Jakob-
ína Ólafsdóttir
fæddist 26. febrúar
1948 í Reykjavík.
Hún lést á krabba-
meinsdeild Land-
spítalans 26. ágúst
2022.
Foreldrar henn-
ar voru Fjóla Ein-
arsdóttir, f. 1928, d.
2021, og Ólafur
Helgi Árnason, f.
1928, d. 1999.
Margrét var elst fimm systk-
ina. Hin eru Rósamunda, f. 1949,
Einar, f. 1951, Ingibjörg, f. 1954,
og Árni, f. 1966.
Hinn 6. desember 1966 giftist
hún Júlíusi Þorbergs, f. 1944.
Börn þeirra eru:
1) Ólafur Einar, f. 1967, giftur
Ástu Ellen Eiríksdóttur, f. 1963,
eiga þau fjögur börn: Heiðmund
Einar, f. 1992, Margréti Eydísi, f.
1995, sem á barnið Elínheiði, f.
2021, Ragnar Eirík, f. 1996, og
Charlottu Elínu, f. 2001.
2) Ingibjörg, f. 1969, í sambúð
með Alberti Guðmundssyni, f.
1965, eiga þau fjögur börn: Arn-
ar Inga, f. 2005, Axel Þór, f. 2005,
Sóleyju Líf, f. 2006, og Hjört
Atla, f. 2009, einnig á hún tvö
stjúpbörn, Maríu Sif, f. 1988, og
Kristján Daníel, f. 1994.
3) Ragnar Heiðar, f. 1974, hann
á fjögur börn: Helenu Perlu, f.
1997, Kristin Frey, f. 2005, Ragn-
heiði Lenu, f. 2007, og Matthías
Kára, f. 2012, einnig
á hann eitt stjúp-
barn, Emil Baur, f.
1993.
4) Margrét Júlía,
f. 1976, í sambúð
með Eðvarði Sig-
urði Halldórssyni, f.
1986, á hún eitt
barn, Tinnu, f. 2007.
5) Tryggvi Þór, f.
1981, í sambúð með
Tinnu Jónsdóttur.
Þau eiga tvö börn, Hrafneyju
Ölbu, f. 2020, og eitt ónefnt, f.
2022.
Margrét og Júlíus slitu sam-
vistum árið 1988.
Hinn 23. nóvember 1996 giftist
Margrét Hinriki Tom Pálmasyni,
f. 1959. Varð þeim ekki barna
auðið, en áttu hundinn Baltó.
Margrét byrjaði ung að vinna
hjá afa sínum í Silla og Valda og
síðan tóku við margvísleg störf í
gegnum ævina við gott orð.
Lengst var hún að vinna á Hlað-
hömrum í Mosfellsbæ sem eru
íbúðir fyrir aldraða, þar vann hún
út starfsævina. Margrét sinnti
líka ýmsum félagsstörfum og var í
alls konar nefndum á efri árum.
Útförin fer fram í dag, 22.
september 2022, klukkan 15.
Streymi á útför:
https://www.netkynning.is/
margret-jakobina-olafsdottir
Virkur hlekkur á www.mbl.is/
andlat og á:
http://mbl.is/go/pmeeg
Mig setti hljóða þegar ég fékk
þær fréttir að elskuleg vinkona
mín og fyrrverandi samstarfs-
maður til margra ára væri látin
eftir skammvinn veikindi. Mar-
grét hafði greinst með krabba-
mein fyrir fáum árum sem hún
hafði fengið fulla lækningu á og
var svo glöð og ánægð þegar hún
tjáði mér að hún væri laus við
þann vágest. Eftir að hafa farið í
lyfjameðferð, sem heppnaðist
fullkomlega að hún hélt, var hún
mjög glöð og ánægð og lífið
blasti við henni, þau hjón að fara
til Danmerkur að heimsækja
Ólaf Einar son hennar og fjöl-
skyldu hans. Ég hitti hana
stuttu fyrir ferðina til Danmerk-
ur og leit hún mjög vel út og var
alsæl með lífið. En Adam var
ekki lengi í Paradís, Margrét
veiktist hastarlega úti í Dan-
mörku og kom fárveik heim og
lést á sjúkrahúsi eftir stutt veik-
indi.
Margrét var einstök kona, hún
var mér mjög hjálpsöm og studdi
mig vel í öllu okkar samstarfi,
hún var mjög bóngóð og taldi
ekki eftir sér að hjálpa ef til
hennar var leitað. Hún reyndist
íbúum Hlaðhamra/Eirhamra
góður vinur og var afskaplega
hjálpfús við þau. Hennar verður
sárt saknað af mörgum, missir
fjölskyldu hennar er mikill, hún
var forsprakkinn í öllum boðum
og samveru fjölskyldu sinnar.
Hún var gjaldkeri í félagi eldri
borgara í Mosfellsbæ og var ein-
mitt nýbúin að ganga frá ferð
með félögunum til Tenerife sem
fara átti nú í haust og þau hjón
ætluðu með. Hún passaði upp á
allt og alla og hafði mjög gaman
af að aðstoða aðra. Hún var glað-
lynd og mjög hjálpsöm. Það verð-
ur mikil eftirsjá í henni hjá mörg-
um sem sakna hennar nú, einkum
fjölskyldu hennar, sem hún
reyndist mikil hjálparhella, svo
og félögum hennar í félagi eldri
borgara. Um leið og ég kveð
elsku Margréti votta ég Rikka
eiginmanni hennar svo og börn-
um hennar, tengdabörnum og
barnabörnum mína dýpstu sam-
úð.
Guð veri með ykkur á erfiðri
stundu.
Blessuð sé minning hennar.
Kveðja,
Valgerður (Vallý).
Það var mikið áfall fyrir okk-
ur í félagsstarfi aldraðra í Mos-
fellsbæ (FaMos) þegar Margrét
Jakobína féll frá eftir stutt veik-
indi. Hún hafði verið hugmynda-
smiðurinn og framkvæmdaaðil-
inn í ferðanefnd félagsins og
einnig gjaldkeri stjórnar FaMos
til margra ára. Hún var einstak-
lega félagslynd, hjálpsöm og
viljug til starfa. Við minnumst
hennar með þakklæti og virð-
ingu og sendum fjölskyldu henn-
ar hlýjar kveðjur.
Fyrir hönd FaMos,
Ingólfur Hrólfsson
Jóhanna B. Magnúsdóttir
Snjólaug Sigurðardóttir.
Margrét Jakobína
Ólafsdóttir
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512