Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 13
að vera á 150 bílum. Þetta eru allt
sparibílar, gamlir kaggar, kádiljákar
og alls konar eðalvagnar af öllum ár-
gerðum. Þetta er mjög skemmtilegt
og tilfinningin einstök sem fylgir því
að keyra saman á gömlu bílunum
okkar í góðu veðri,“ segir Guðfinnur
sem er í stjórn Krúserklúbbsins og
tekur bílaljósmyndir fyrir félagana,
sem hann segir stóran hluta af
ánægjunni við félagsstarfið.
„Ég mynda á hverju fimmtu-
dagskvöldi. Bílaeigendurnir bíða
spenntir eftir að sjá myndirnar af sín-
um bílum og njóta þess líka að skoða
þær yfir veturinn,“ segir Guðfinnur
sem játar fúslega að vera með bíla-
dellu. „Ég hef verið með hana frá því
ég man eftir mér.“
Smokey and the Bandit
Svokallaður Té-toppur er á bíln-
um, sem hægt er að opna og Guð-
finnur segir geggjað að keyra með
opið upp til himins, láta vindinn leika
um hárið og hlusta á Creedence
Clearwater í græjunum.
„Ég legg mikla áherslu á að spila
réttu gömlu tónlistina þegar ég keyri
um á honum, og það þarf að vera hátt
stillt,“ segir Guðfinnur. Hann bætir
við að fyrir öllum smáatriðum hafi
verið hugsað. Til dæmis sé gamla bíl-
númerið aftan á bílnum, E 98, komið
frá afa eiginkonunnar, Agnesar Geir-
dal, en hann bjó á Akranesi.
„Númeraplatan er líka í fullkominni
stærð. Hún er stutt og smellpassar
fyrir bensínlokið sem er undir núm-
erinu.“
Guðfinnur segir að auðvitað
þurfi að halda 45 ára gömlum bíl vel
við, smyrja hann og hlúa að honum á
alla lund.
„Sem betur fer er ekkert mál að
fá varahlut í gamlan bíl sem er svo
vinsæll sem raun ber vitni með þessa
tegund, sérstaklega í Bandaríkjunum
en líka í Svíþjóð. Pontiac Trans Am
varð rosalega vinsæll eftir að kvik-
myndin Smokey and the Bandit var
frumsýnd 1977, með Burt Reynolds í
aðalhlutverki. Hún var í öðru sæti á
vinsældalista árið á eftir Star Wars
og salan á þessum bílum rauk upp. Á
hverju ári er haldin einhvers konar
afmælishátíð kvíkmyndarinnar og þá
safnast saman fjöldi fólks með svona
bíla,“ segir Guðfinnur sem leggur sig
fram um að kynna afastelpunum sín-
um heillandi heim Trans Am. „Þær
hafa allar fengið við eins árs afmæli
stuttermaboli með mynd af Trans
Am og þær fá líka bíl, alveg eins og afi
á, og leika sér að bílum hér inni í
bragganum.“
Flottir Guffi og 45 ára fornbíll hans framan við herbraggann, sem fær að
halda sínu gamla grófgerða útliti, svo ekkert vanti upp á sjarma þess gamla.
Áður Svona var umhorfs inni í herbragganum áður en Guðfinnur og Agnes
flikkuðu upp á hann, þar var moldargólf, partabíll og alls konar drasl.
Heimsókn Helgi Árnason, t.v., hér
með Júlíu Ísaksen sendiráðsritara
og Geir Oddssyni aðalræðismanni.
Kennt Róbert Lagermann lagði
skákdæmi fyrir nemendur í Nuuk.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022
Áminning um
framtalsskil lögaðila
skatturinn@skatturinn.is 442 1000
Upplýsingaver opið:
Mán.-fim. 9:00-15:30
Fös. 9:00-14:00
Forráðamenn lögaðila, sem enn hafa ekki
staðið skil á skattframtali 2022 ásamt ársreikningi,
eru hvattir til að annast skil hið allra fyrsta.
Skráður lögaðili skal ætíð skila skattframtali vegna
undangengins reikningsárs, jafnvel þó að engin eiginleg
starfsemi eða rekstur hafi átt sér stað á reikningsárinu.
Félög eiga jafnframt að skila ársreikningi
til ársreikningaskrár.
Skattframtali og ársreikningi ber að skila rafrænt
á skattur.is
Álagning opinberra gjalda á lögaðila árið 2022
vegna rekstrarársins 2021 fer fram 31. október.
Lokaskiladagur
skattframtals
lögaðila er
30. september