Morgunblaðið - 22.09.2022, Síða 45

Morgunblaðið - 22.09.2022, Síða 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022 Mikið úrval af borðstofuhúsgögnum frá CASØ Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N „HANN ER ALLT SEM ÞIG HEFUR NOKKURN TÍMANN DREYMT UM AÐ VERA.“ „ÞÚ STILLTIR ÍSSKÁPINN OF LÁGT – AFTUR!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... kjarninn í sögunni… Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÆTTI ÉG AÐ HREYFA MIG? NEIBB! NEI! EKKI SÉNS! ÞAÐ Á ALLTAF AÐ HLUSTA Á KROPPINN ALDREI! NJÉT FARÐU HEIM!BRÓÐIR HENNAR HELGU ER FARINN AÐ VINNA HÉRNA! ÞJÓNUSTU- VERKSTÆÐI HANN ER DYRAVÖRÐUR! ER HANN BARÞJÓNN? NOTAÐIR BÍLAR TILBO Ð höfum þar ásamt fjölskyldu Sig- ríðar ræktað sauðfé og hross. Við erum samheldin fjölskylda í Mið- garði og oft erum við mörg saman og fyrirferðarmikil, gerum nánast allt saman, allt frá því að ferðast innan- og utanlands, halda jól og setja upp girðingar. Við förum með vinum og fjölskyldu í hesta- ferðir helst árlega, t.d. í sumar riðum við úr Borgarfirðinum norð- ur á Strandir; frábær ferð með góðum vinum. Ég hef líka mjög gaman af smalamennskum en nú er einmitt sá tími þar sem göngur eru í há- vegum hafðar. Nú er ég búinn að fara í leitir tvær helgar í röð og næstu helgi verður svo farið í þriðju leitina.“ Fjölskylda Eiginkona Davíðs er Sigríður Arnardóttir, f. 4.10. 1983, grunn- skólakennari og gáfnaljós. Þau eru búsett í Miðgarði í Stafholts- tungum. Foreldrar Sigríðar voru Örn Einarsson bóndi, f. 31.12. 1947, d. 20.10. 2005, og Sigríður Númadóttir starfsmaður í eldhúsi, f. 30.1. 1948, d. 23.11. 2018, bænd- ur í Miðgarði. Synir Davíðs og Sigríðar eru Kristófer Daði, f. 6.4. 2004, nemi í Menntaskólanum á Akureyri; Sig- urður Örn, f. 31.8. 2007, nemi í Grunnskóla Borgarfjarðar, og Skarphéðinn Karl, f. 14.6. 2018, nemi í leikskólanum Uglukletti. Systkini Davíðs eru Jens Sig- urðsson, f. 10.8. 1984, sjómaður; María Sigurðardóttir, f. 13.8. 1990, íþróttafræðingur, og Sveinbjörn Sigurðsson, f. 22.5. 1999, háskóla- nemi. Foreldrar Davíðs: Hjónin Sig- urður Einarsson, f. 12.4. 1961, d. 29.9. 2018, vélstjóri og bóndi á Hellubæ í Hálsasveit, og Gíslína Jensdóttir, f. 4.10. 1962, bóka- safnsfræðingur í Snorrastofu, Reykholti og bóndi á Hellubæ. Davíð Sigurðsson Gíslína Magnúsdóttir húsfreyja á Hofstöðum Höskuldur Eyjólfsson bóndi á Hofstöðum í Hálsasveit Gíslína Perla Höskuldsdóttir bóndi á Hellubæ Jens Pétursson húsasmiður á Hellubæ og í Reykjavík Gíslína Jensdóttir bókasafnsvörður í Snorrastofu og bóndi á Hellubæ Stefanía Jensdóttir húsfreyja á Hjöllum Pétur Finnbogason útvegsbóndi á Hjöllum í Ögursveit, N-Ís. María Markúsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði Guðbrandur Pálsson sjómaður í Hafnarfirði Klara Guðbrandsdóttir húsfreyja í Laugardælum Einar Einarsson verkstjóri á Laugardælum í Flóa Katrín Vigfúsdóttir ljósmóðir í Nýjabæ Einar Einarsson bóndi í Nýjabæ undir Eyjafjöllum Ætt Davíðs Sigurðssonar Sigurður Einarsson vélstjóri og bóndi á Hellubæ í Hálsasveit, Borg. Ingólfur Ómar Ármannsson orti á Boðnarmiði á mánudag ljóðið „Haustkyrrð“: Sólargeislum fækka fer fölnar jarðarbráin. Ilm af lyngi blærinn ber blikna hagastráin. Sveipar fjöllin rökkrið rótt ríkir kyrrð á haustin. Lækjarsytra hjalar hljótt hljóðnar fuglaraustin. Og enn yrkir hann: Þegar neyðin ógnar önd auðnu deyðir treginn. Þá er leiðin löngum vönd lífs um breiða veginn. Og enn: Kulið andar, hvolfin blá klæðast rökkurhjúpi. Mánasilfrið sindrar á sævar myrku djúpi. Hallmundur Guðmundsson skrapp í gleðskap fyrir sunnan um helgina, en er nú kominn heim: Þrautum píndur, þunnur mjög ég þurfti að keyra norður. Liggjandi nú legg ég drög að líf mitt fall’ í skorður. Sigtryggur Jónsson kveður og kallar Haust: Farinn er runninn að roðna og rökkva um miðaftans bil. Smáblóm í sverðinum koðna, sólin þó enn veitir yl. „Sumar og haust í september“ eftir Þórunni Hafstein: Er sumarið komið að sunnan? Því sólin hún blikar um runnann. Haustlitir nú heilsa oss fríðir og himinninn blár loftið prýðir. Jón Atli Játvarðarson skrifaði á miðvikudag: „Í tilefni þess að ís- lenskar prjónakonur vilja halda hit- anum á úkraínskum hermönnum, með því að prjóna á þá sokka, þá fór ég að hugsa um sokkaplögg fyr- ir Putin á hinstu göngu hans á vit forfeðra sinna. Hvað hann óskaði sér og hvað væri við hæfi“: Bölvaldsins mikla mál þarf að flokka, moldum þann dauðans fýr. Til göngunnar síðustu gefins fær sokka úr görnum og sprengivír. Pétur Stefánsson yrkir og kallar „Júlí 1929“: Um Skagafjörð skrafhreifinn rabba vil, skrautlegrar sögu ég labba til; er amma sig lagði með afa, að bragði bjuggu þau blessaðan pabba til. „Í vondu skapi“ eftir Davíð Hjálmar Haraldsson: Tóta sig töluvert æsti, hún tuldraði, rumdi og dæsti og komst í slíkt skap að hún karlinn sinn drap og kallaði kolbrjáluð: „Næsti!“: Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ort á haustdögum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.