Morgunblaðið - 21.12.2022, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
Innlent4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2022
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
Jólasveinarnir tóku á móti hressum krökkum í Smáralind
Jólasveinarnir hafa verið duglegir að láta sjá sig í Smára-
lind síðan þeir hófu að koma til byggða. Gluggagægir kom
í nótt og það verður að teljast líklegt að hann láti sjá sig í
Smáralindinni eins og hinir níu sem hafa nú þegar sést þar.
Bjúgnakrækir og Skyrgámur tóku vel á móti krökkunum
sem heimsóttu þá í gær, en hvað ætli hafi verið í pokanum?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Einar Þorsteinsson, starfandi borg-
arstjóri, tók í gær við undirskrifta-
lista með tæplega fjögur þúsund
nöfnum, þar sem þess er krafist að
borgin endurskoði ákvörðun sína
um að loka Vin. Vin er dagsetur
fyrir fólk með geðraskanir sem
Rauði krossinn á höfuðborgarsvæð-
inu hefur rekið í nær 29 ár. Borgin
tók yfir reksturinn fyrir ári en fyrir
skömmu var tekin ákvörðun um að
loka úrræðinu í hagræðingarskyni.
Fastagestur Vinjar segir borg-
arfulltrúa ekki gera sér almenni-
lega grein fyrir hvað felst í þeirri
ákvörðun að loka þessu mikilvæga
úrræði. Hann og fleiri sem þangað
sækja þjónustu hafi átt í erfiðleikum
með svefn eftir að greint var frá
lokuninni og hefur hann sömuleiðis
þurft að auka lyfjaskammtinn sinn.
Kostnaðurinn endar á ríkinu
„Það er enginn sparnaður að
þessu. Kostnaðurinn endar á ríkinu.
Ef þeir loka Vin þá verður örtröð á
bráða- og geðdeildum, það er bara
þannig,“ segir Garðar Sölvi Helga-
son. Hann var greindur með geð-
klofa haustið 1970, þá 16 ára gamall,
og hefur nú verið fastagestur hjá
Vin í rúma tvo áratugi. „Það tók mig
tvö ár að komast þangað inn af því
að geðlæknirinn minn benti mér á
Vin en hann varaði sig ekki á því
að það þurfti einhver að koma með
mér í fyrsta skiptið. Ég margoft
labbaði fram hjá og þorði ekki inn.
Hann skildi það ekki, blessaður
karlinn.“
Fyrirhuguð lokun Vinjar hefur
valdið Garðari miklu uppnámi, sem
hefur litið á Vin sem sitt annað
heimili. Áður fyrr þurfti hann
einungis að taka lyf við geðklofan-
um tvisvar í viku en nú þarf hann
að taka þau einu sinni til tvisvar á
dag. „Ég held að borgarfulltrúar
hafi ekki almennilega áttað sig á
því hvað þeir voru að gera ef þeim
dettur í hug að loka Vin. Það er
mín skoðun. Þegar ég heyrði þessar
fréttir fyrst þá hætti ég að geta sofið
eðlilega – og það eru margir fleiri í
Vin sem eru þannig.“
lFastagestur Vinjar segir borgarfulltrúa ekki gera sér grein fyrir vægi þeirrar ákvörðunar að loka
Afhentu þúsundir undirskrifta
Hólmfríður María Ragnhildar
hmr@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Mótmæli Fyrirhugaðri lokun var mótmælt síðdegis í gær, á sama tíma og borgarstjórn kom saman til fundar.