Morgunblaðið - 21.12.2022, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.12.2022, Qupperneq 6
FRÉTTIR Innlent6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2022 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Jólagjöfina færðu hjá okkur Mikið úrval af snyrtivörum, ilmum, töskum, hönskum, slæðum og húfum Hálsmen, armbönd og eyrnalokkar í úrvali Velúrgallarnir vinsælu Mikil aðsókn á kaffistofuna lHlýr fatnaður kæmi sér vel Rósý Sigþórsdóttir, forstöðukona á kaffistofu Samhjálpar, segist finna fyrir mikilli aukningu í að- sókn á kaffistofuna en segir hana vera svipaða yfir jólin og alla aðra daga. Á kaffistofuna mæta u.þ.b. 180 til 250 manns daglega en þangað kemur fólk sem er í neyð og hefur ekki tök á að sjá sér fyrir mat sjálft. Spurð hvort aukninguna megi helst rekja til aukins fjölda flóttamanna segir Rósý svo ekki vera að öllu leyti. „Fólkið sem kemur á kaffistof- una er blanda úr mörgum hópum en aukningin sem við finnum er ekki einungis til komin vegna fleira flóttafólks. Við sjáum þó fjölgun í þeim hópi sem hefur verið að skila sér síðustu ár,“ segir Rósý. Hátt í 500 manns í mat Það sama er uppi á teningnum hjáHjálpræðishernum íReykja- vík sembýst við hátt í 500manns í hádegismat í kringumhátíðarn- ar. Í ár verður ekki boðið ímat á aðfangadag og á fyrsta og öðrum degi jóla, en gestumverður boðið upp á jólagjafir og jólamat 23. des- ember. „Áður vorum við einu sinni á ári, bara á jólunum, að gefa fólki mat og þegar það var mest þá voru það 300 til 350 manns. Núna gefum við 300 til 350 manns að borða hvern einasta virka dag, árið um kring,“ segir Hjördís Kristinsdóttir, foringi hjá Hjálpræðishernum. Að sögn Rósýjar væri kaffi- stofa Samhjálpar ekki opin ef ekki væri fyrir matar-, fata- eða peningagjafir frá almenningi. Erfitt getur verið að manna kaffistofuna um helgar og segir Rósý alla sjálfboðaliða velkomna. Ef fólk á hlýjan fatnað sem ekki er í notkun sé mikil þörf á honum hjá þeim sem komi á kaffistofuna í þeim mikla kulda sem hefur verið í desember. „Okkur vantar helst sjálfboða- liða um helgar og þá sérstaklega á sunnudögum. Fólk getur komið í fjóra eða fimm tíma og hjálpað til. Það væri ekki verra að fá lopapeysur, húfur og vettlinga en við tökum á móti öllu hérna á kaffistofunni á milli klukk- an 10 og 14, hvort sem það eru gjafir eða einfaldlega að koma við og segja hæ,“ segir Rósý að endingu. Ljósmynd/Samhjálp Kaffistofa Samhjálpar Rósý Sigþórsdóttir hefur verið forstöðukona á kaffi- stofunni síðastliðin tvö ár. Annríkið á aðventunni hefur verið mikið. Viðkoma rjúpunnar hefur almennt verið léleg á þessu ári. Hlutfall unga er lágt eða á bilinu 57-70% eftir landshlutum. Þetta má lesa úr vængjum veiddra rjúpna. Meðfylgjandi tafla sýnir stöðuna eins og hún var 20. desember. Þá var búið að aldursgreina 1.394 rjúp- ur frá veiðitíma 2022. Dr. Ólafur Karl Nielsen, rjúpnasérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ), gerir ráð fyrir að fá vængi af 500-1.000 fuglum til viðbótar. Þokkalega stór sýni eru komin fyrir alla landshluta nema Norðvestur- land og Suðurland. NÍ hvetur veiðimenn til að skila öðrum vængnum af veiddum rjúp- um og senda ásamt upplýsingum um veiðimann og veiðistað til NÍ, Urriðaholtsstræti 6-8, 210 Garðabæ. Hægt er að senda böggla þannig að móttakandi greiði (NÍ). Einnig hægt að afhenda vængi á NÍ í Urriðaholti í Garðabæ eða í Borgum við Norð- urslóð á Akureyri. gudni@mbl.is lLágt hlutfall unga í veiðinni í haust Viðkoma rjúpunnar var almennt léleg Heimild: Náttúrufræðistofnun Íslands Aldursgreiningar á rjúpu 2022 Landshluti Fullorðnir Ungir fuglar Samtals % ungar Ungar á par Vesturland 69 137 206 66,5% 3,97 Vestfirðir 62 113 175 64,6% 3,65 Norðvesturland 20 26 46 56,5% 2,60 Norðausturland 260 366 626 58,5% 2,82 Austurland 111 164 275 59,6% 2,95 Suðurland 20 46 66 69,7% 4,60 Samtals 542 852 1.394 61,1% 3,14 Staðan 20.12.2022 „Skatan er að fara af stað núna,“ segir Guðmundur Óskar Reynisson í fiskversluninni Hafbergi, en bætir við að á þessum árstíma sé fólk líka mikið að kaupa stórlúðusteikur, lax, þorskhnakka, saltfisk og svo rækjur og humar. „Það er þetta klassíska og svo humarsúpan sem fer alltaf á fleygiferð fyrir hátíðarnar.“ Hann segir að þessa síðustu daga fyrir jól verði allt vitlaust í skötunni, en mörgum finnist skatan marka upphaf hátíðanna. Vilja viðhalda hefðinni Guðmundur segir að alls konar fólk komi til að kaupa skötu, bæði innfæddir Reykvíkingar og fólk utan af landi. „Það er fólk að halda skötu- veislu heima hjá sér, oft koma eldri hjón að kaupa skötu bara fyrir sig, svo það er allur gangur á því hverjir koma.“ Hann segir þó að oftar sé það fólk á miðjum aldri og eldra, og stundum eru eldri kynslóðirnar með skötuveislu heima og bjóða börnum og barnabörnum til að viðhalda þessari skemmtilegu hefð.“ Helst farinn að skríða Guðmundur segir að flestir borði skötuna með rófum og kartöflum, og svo feiti, hamsatólg eða vestfirskum hnoðmör. „Hnoðmörinn verður helst að vera grænn og farinn að skríða aðeins fyrir okkur Vestfirðingana,“ segir Guðmundur og hlær. „Ég er Vestfirðingur sjálfur, frá Bolungarvík, og elst upp við að borða tindabikkjuna, sem er aðeins smærri skata og vel sterk. Hún er venjulega ekki söltuð, heldur bara kæst.“ Hann segir samt að saltaða og kæsta skatan sem er mildari sé vinsælust. „Það er mest hérna fólk af mölinni sem er að kaupa af okkur og elst upp við þessa stærri skötu. En við bjóðum líka upp á þannig skötu ósaltaða, sem er vel sterk líka.“ Guðmundur segir að alltaf á Þor- láksmessu sé skötuveisla í Hafbergi. „Þá erum við með hlaðborð hérna og veislu og það er alltaf uppselt hjá okkur og mikið fjör.“ Nóg til af skötu Í Hlíðunum er handboltamað- urinn hávaxni Sigfús Sigurðsson með Fiskbúð Fúsa og segist vera vel búinn undir skötuvertíðina með rúmlega 600 kíló í húsi. Hann segist vera með þrjár tegundir af skötu. „Ég er með kæsta og saltaða skötu sem er aðeins mildari, svo er ég með tindabikkjuna sem er vel sterk og svo með þykka, kæsta skötu sem er svona alvöru skata fyrir vana menn,“ segir Sigfús og bætir við að sú síðastnefnda sé vinsælust hjá honum en minnst fari af tindabikkj- unni. „Þótt þykka skatan sé vel sterk þá er hún bragðgóð.“ Skatan sló í gegn Hann segir að fyrir nokkrum árum hafi skatan orðið hálfgert tískufyrirbrigði hjá yngra fólki og mikið um að fólk héldi skötuveisl- ur á árunum fyrir faraldur. „Þessi hópur virðist vera kominn aftur og skötuveislur verða úti um allan bæ.“ Sigfús segir flesta vera með skötuna á Þorláksmessu, en dagarnir fyrir Þorlák séu einnig vinsælir og einnig er mikið keypt af saltfiski þessa daga. „Ég ólst upp við það hérna í Hlíðunum að vera með skötu á Þor- láksmessu í hádeginu. Þá var skata, saltfiskur og grjónagrautur með slátri og svo var setið og spjallað yfir smákökum eða pönnukökum þar sem maður hefur það gott og nýtur sín. Síðan fór fjölskyldan í friðargöngu seinna um daginn. Jólin hófust alltaf með skötuilminum.“ lSöltuð og kæst skata eða vel kæst fyrirVestfirðingana „Jólin hófust alltaf með skötuilminum“ Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólin Sigfús Sigurðsson fisksali með jólaskötuna í fanginu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skatan Bolvíkingurinn Guðmundur Óskar vill tindabikkju með hnoðmör á sinn disk, en segir borgarbúa hrifnari af söltu og kæstu skötunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.