Morgunblaðið - 21.12.2022, Side 10
FRÉTTIR
Innlent10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2022
Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur
íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning,
hver og einn eftir bestu getu.
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin
JÓLASÖFNUN
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma
S. 551 4349, netfang:maedur@maedur.is
Síðumúli 35 (gengið inn að aftanverðu)
108 Reykjavík - S. 568 3920 - Opið 11.00-18.00
Tilvalin jólagjöf
Poolborð
Buffalo Rosewood
7 fet með fylgihlutum
139.900 kr.
Borðtennisborð
frá BUTTERFLY
79.900 kr.
Fótboltaborð Glory
122 cm fellanlegt
52.300 kr.
undirbúningi, tryggja að allir sem
koma að verkefninu séu samstiga
og sem mest sátt sé sköpuð um ver-
kefnið. Reikna má með að umhverf-
is- og skipulagsferlar taki tvö ár hið
minnsta. Í framhaldi af því þurfi að
ráðast í verkhönnun verkefnisins,“
segir í umsögninni.
Umsögnin var tekin til umræðu á
fundi borgarráðs, sem haldinn var
15. desember sl. Borgarráðsfull-
trúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur
Björnsdóttir og Kjartan Magnús-
son, lögðu fram svohljóðandi bókun:
„Undirbúningur vegna lagningar
Sundabrautar er orðin ein mesta
sorgarsaga samgöngumála á Ís-
landi. Frá árinu 2010 hafa borgar-
stjórnarmeirihlutar undir forystu
Samfylkingarinnar og annarra
vinstriflokka gripið til margvíslegra
ráða til að tefja framgang verk-
efnisins og leggja steina í götu
þess. Smáhýsi hafa verið byggð á
fyrirhuguðu vegsvæði brautarinnar,
vildarvinum úthlutað fjölbýlishúsa-
lóðum mun nær umræddu vegsvæði
en ráðlegt er, sem og landinu undir
heppilegustu tengingu brautarinn-
ar við Sæbraut. Þannig má áfram
telja og virðist það vera stefnumál
vinstriflokkanna í borgarstjórn að
koma í veg fyrir að Sundabraut
verði að veruleika. Fyrirliggjandi
umsögn ber það með sér að borg-
aryfirvöld hyggist halda áfram að
tefja lagningu Sundabrautar með
öllum ráðum. Ekki kemur á óvart
að fulltrúar Samfylkingar, Pírata
og Viðreisnar styðji áframhaldandi
tafir vegna Sundabrautarverkefn-
isins enda hafa þær verið hluti af
samgöngustefnu þessara flokka
um árabil. Það kæmi hins vegar
á óvart ef áðurnefndum flokkum
Það er mat Reykjavíkurborgar að
ekki sé raunhæft að flýta fram-
kvæmdum við Sundabraut. Þær
geti ekki hafist fyrr en árið 2026,
eins og áætlanir geri ráð fyrir.
Þetta kemur fram í umsögn borg-
arinnar til Alþingis við þingsálykt-
unartillögu Eyjólfs Ármannssonar
og annarra þingmanna Flokks
fólksins um að gerð Sundabraut-
ar, með brú milli Kleppsvíkur
og Gufuness, verði hraðað eftir
fremsta megni og framkvæmdir
hafnar hið fyrsta, eigi síðar en fyrir
árslok 2023. Framkvæmdum verði
lokið fyrir árslok 2027 eða fyrr.
Í umsögn borgarinnar, sem tekin
var saman af samgöngustjóra og
send Alþingi 2. desember sl., kemur
fram að undirbúningur Sunda-
brautarverkefnisins hafi staðið
yfir síðustu misseri í samstarfi
Vegagerðarinnar og Reykjavíkur-
borgar og mikilvægum áföngum sé
þegar lokið.
Samtal við íbúa mikilvægt
Fram undan séu margvíslegir
lögbundnir ferlar vegna verkefn-
isins, s.s. mat á umhverfisáhrifum
framkvæmdarinnar, umhverfismat,
frumhönnun vegna framkvæmda
og breytingar á aðalskipulagi
Reykjavíkur með tilheyrandi
umhverfismati valkosta og gerð
deiliskipulags. Meta þurfi almenn
áhrif framkvæmdarinnar á sam-
félag, byggð, umhverfi og náttúru
í stóru samhengi. Í öllum þessum
liðum verkefnisins skipi samráð og
samtal við íbúa veigamikinn sess.
„Sundabrautarverkefnið er
kostnaðarsamt, umfangsmikið og
flókið og mun hafa víðtæk áhrif
sem samgönguframkvæmd. Því er
mikilvægt að standa vel að öllum
tækist að fá fulltrúa Framsóknar-
flokksins með sér í þá vegferð að
halda tafaleikjunum áfram og spilla
þannig enn frekar fyrir þessu þarfa
verkefni.“
Borgarráðsfulltrúar Samfylk-
ingarinnar, Framsóknarflokks,
Pírata og Viðreisnar; Heiða Björg
Hilmisdóttir, Einar Þorsteinsson,
Alexandra Briem og Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir, lögðu fram svohljóð-
andi gagnbókun:
Bókun kemur á óvart
„Bókun Sjálfstæðisflokks varð-
andi Sundabraut kemur á óvart.
Á vettvangi borgarinnar er unnið
eins hratt að þessu verkefni og
unnt er. Það er skýr pólitískur vilji
fyrir verkefninu og kemur fram í
meirihlutasáttmála Samfylkingar,
Framsóknar, Pírata og Viðreisn-
ar að hafist verði handa við gerð
Sundabrautar, að ráðist verði í
gerð umhverfismats, hafist handa
við víðtækt samráð og nauðsyn-
legar skipulagsbreytingar vegna
hennar undirbúnar. Að auki kemur
fram að leggja þurfi áherslu á að
Sundabraut nýtist öllum ferða-
mátum, að skoða þurfi loftslags-
áhrif framkvæmdarinnar og áhrif
hennar á nærliggjandi byggð og
rýna mögulegar mótvægisaðgerðir.
Umsögn umhverfis- og skipulags-
sviðs tilgreinir réttilega þau atriði
sem þarf að huga að við undir-
búning Sundabrautar og ekki er
hægt að sleppa. Eins liggur fyrir
að Vegagerðin þarf að ljúka lýsingu
verkefnisins af sinni hálfu áður en
borgin getur hafist handa við þær
hliðar verkefnisins sem snúa að
henni. Það er fásinna að borgar-
stjórn vinni gegn eigin samþykktri
stefnu og þeim mun fjarstæðu-
kenndara að fagfólk á umhverfis- og
skipulagssviði vinni gegn framgangi
þeirrar stefnu.“
lKemur fram í umsögnReykjavíkurborgar vegna þingsályktunartillögulUmhverfis- og
skipulagsferlar taki tvö árlSjálfstæðismenn segjameirihlutann tefjamálið en hannhafnar því
Ekki raunhæft að flýta Sundabraut
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Ljósmynd/Stjórnarráðið
Ný skýrslaDagur B. Eggertsson borgarstjóri, Guðmundur Valur Guðmundsson hjá Vegagerðinni, Sigurður Ingi
Jóhannsson innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri Vegagerðarinnar í byrjun árs.
Laugavegi 178, 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | misty.is
Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.10-18
Undirföt
sem henta þínum línum
Opnun yfir hátíðarnar
• Virka daga 11-18
• Þorláksmessu 11-20
• Lokað á aðfangadag
Alltaf opið á Misty.is
og enginn sendingar-
kostnaður fram að jólum