Morgunblaðið - 21.12.2022, Qupperneq 26
ÍÞRÓTTIR26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2022
EFSTAR Í HELSTU TÖLFRÆÐIÞÁTTUM Í SUBWAY-DEILD KVENNA Í KÖRFUBOLTA
STIGAHÆSTAR:
Aliyah Collier, Njarðvík............... 328 (25,2)
Danielle Rodriguez, Grindavík .. 292 (22,5)
Kiana Johnson, Val....................... 271 (20,8)
Daniela Wallen, Keflavík .............. 261 (20,1)
Sanja Orozovic, Breiðabliki......... 248 (19,1)
Tinna G. Alexandersdóttir, Hau. 240 (18,7)
Keira Robinson, Haukum ........... 238 (18,3)
Taylor Jones, Fjölni...................... 225 (22,5)
Raquel De Lima, Njarðvík ........... 206 (17,2)
Greeta Uprus, ÍR........................... 201 (16,7)
Elma Dautovic, Grindavík ........... 199 (16,6)
Urté Slavickaite, Fjölni ................ 198 (16,5)
Jamie Cherry, ÍR ........................... 176 (16,0)
Eva M. Kristjánsdóttir, Hauk...... 174 (14,5)
Anna Ingunn Svansdóttir, Kefl. ... 157 (12,1)
Karina Konstantinova, Keflavík .. 153 (11,8)
Bríet Sif Hinrinsdóttir, Njarðvík. 152 (11,7)
FLEST FRÁKÖST:
Aliyah Collier, Njarðvík................. 191 (14,7)
Isabella Sigurðardóttir, Br/Nja .. 163 (12,5)
Daniela Wallen, Keflavík .............. 139 (10,7)
Amanda Akalu, Grindavík........... 139 (10,7)
Taylor Jones, Fjölni........................ 121 (12,1)
Eva M. Kristjánsdóttir, Hauk......... 117 (9,7)
Keira Robinson, Haukum .............. 116 (8,9)
Elísabeth Ægisd., Haukum ............ 111 (8,5)
Ásta Júlía Grímsdóttir, Val............ 109 (9,1)
Sanja Orozovic, Breiðabliki.......... 108 (8,3)
Simone Sill, Fjölni ........................... 107 (9,7)
Elma Dautovic, Grindavík ............ 105 (8,7)
Danielle Rodriguez, Grindavík ...... 98 (7,5)
Dagný L. Davíðsdóttir, Fjölni ......... 97 (8,1)
Kiana Johnson, Val........................... 96 (7,4)
Sigrún S. Ámundadóttir, Fjölni ..... 96 (7,4)
Greeta Uprus, ÍR ...............................91 (7,6)
FLESTAR STOÐSENDINGAR:
Kiana Johnson, Val........................... 98 (7,5)
Keira Robinson, Haukum ............... 89 (6,8)
Danielle Rodriguez, Grindavík ...... 73 (5,6)
Aliyah Collier, Njarðvík.................... 71 (5,5)
Karina Konstantinova, Keflavík .... 65 (5,0)
Raquel De Lima, Njarðvík .............. 64 (5,3)
Daniela Wallen, Keflavík ................. 55 (4,2)
Hekla Nökkvadóttir, Grindavík ..... 54 (4,1)
Urté Slavickaite, Fjölni ................... 45 (3,7)
Sanja Orozovic, Breiðabliki............. 41 (3,1)
Taylor Jones, Fjölni.......................... 38 (3,8)
Anna Ingunn Svansdóttir, Kefl. ..... 34 (2,6)
Tinna G. Alexandersdóttir, Hau. ... 34 (2,6)
Jamie Cherry, ÍR .............................. 32 (2,9)
Katla Rún Garðarsd., Keflavík....... 32 (2,5)
Sigrún S. Ámundadóttir, Fjölni ..... 32 (2,5)
Rósa Björk Pétursdóttir, Breið....... 31 (2,4)
FLEST FRAMLAGSSTIG:
Aliyah Collier, Njarðvík.............. 505 (38,8)
Daniela Wallen, Keflavík ............. 392 (30,1)
Kiana Johnson, Val....................... 356 (27,4)
Danielle Rodriguez, Grindavík .. 339 (26,1)
Keira Robinson, Haukum ........... 336 (25,8)
Isabella Sigurðardóttir, Br/Nja. 267 (20,5)
Eva M. Kristjánsdóttir, Hauk...... 236 (19,7)
Raquel De Lima, Njarðvík .......... 222 (18,5)
Taylor Jones, Fjölni....................... 221 (22,1)
Karina Konstantinova, Keflavík . 219 (16,8)
Sanja Orozovic, Breiðabliki.......... 211 (16,2)
Simone Sill, Fjölni .......................... 191 (17,4)
Tinna G. Alexandersdóttir, Hau. 190 (14,6)
Elma Dautovic, Grindavík ........... 186 (15,5)
Urté Slavickaite, Fjölni ................ 184 (15,3)
Ásta J. Grímsdóttir, Val................ 184 (15,3)
Greeta Uprus, ÍR........................... 184 (15,3)
NBA-deildin
Cleveland – Utah ................................... 122:99
Philadelphia – Toronto.............. (frl.) 104:101
Atlanta – Orlando................................. 126:125
Houston – San Antonio ...................... 105:124
Minnesota – Dallas............................... 116:106
New Orleans – Milwaukee .................. 119:128
Oklahoma City – Portland .................. 123:121
Phoenix – LA Lakers .......................... 130:104
Sacramento – Charlotte...................... 119:125
Efst í Austurdeild:
Milwaukee 22/8, Boston 22/9, Cleveland 21/11,
Brooklyn 19/12, Philadelphia 17/12.
Efst í Vesturdeild:
Memphis 19/10, Denver 18/11, Phoenix 19/12,
New Orleans 18/12, LA Clippers 18/14.
Danmörk
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
Skjern – Mors ......................................... 28:21⚫Sveinn Jóhannsson skoraði ekki fyrir
Skjern.
Noregur
Storhamar – Sola................................... 27:27⚫Axel Stefánsson þjálfar kvennalið
Storhamar.
Efstu lið: Kristiansand 16, Larvik 13, Molde
12, Storhamar 12, Sola 10, Fana 10.
Svíþjóð
Kungälv – Skara..................................... 27:23⚫Aldís Ásta Heimisdóttir og Jóhanna
Margrét Sigurðardóttir skoruðu 4 mörk
hvor fyrir Skara og Ásdís Guðmundsdóttir
2. Skara er í 8. sæti af 12 liðum með 8 stig
eftir 10 umferðir.
England
Deildabikarinn, 16-liða úrslit:
MK Dons – Leicester .................................. 0:3
Newcastle – Bournemouth ........................ 1:0
Southampton – Lincoln............................... 2:1
Wolves – Gillingham ................................... 2:0
Belgía
Bikarkeppnin, 16-liða úrslit:
OH Leuven – Kortrijk............................... 1:3⚫Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á hjá
Leuven á 65. mínútu.
Ræða við Hákon
umsamning
Hákon Arnar Haraldsson, lands-
liðsmaðurinn ungi sem var á
dögunum útnefndur knattspyrn-
umaður ársins hjá KSÍ, er í
viðræðum við danska félagið FC
Köbenhavn um nýjan samning.
Þetta staðfesti umboðsmaður-
inn Magnús Agnar Magnússon
við Ekstra Bladet í Danmörku
og sagði að mörg lið hefðu sýnt
Skagamanninum áhuga. Hákon,
sem er 19 ára, hefur fest sig vel
í sessi hjá FCK en hann er með
samning við félagið til 2026.
Morgunblaðið/Eggert
Danmörk Hákon Arnar Haraldsson
leikur með FC Köbenhavn.
Rúnar kominn
aftur til Rúmeníu
Knattspyrnumaðurinn Rúnar
Már Sigurjónsson er kominn til
Rúmeníu á nýjan leik og búinn
að semja við Voluntari en hann
yfirgaf CFR Cluj í vor og hefur
verið án félags síðan. Rúnar er 32
ára miðjumaður og hefur leikið
32 landsleiki fyrir Íslands hönd.
Hann lauk í vor sínu öðru tímabili
hjá CFR Cluj en hann varð
rúmenskur meistari með liðinu
bæði árin. Voluntari er í níunda
sæti af sextán liðum í Liga I, efstu
deildinni í Rúmeníu.
Ljósmynd/Szilvia Micheller
Rúmenía Rúnar Már Sigurjónsson
leikur nú með Voluntari.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir komst
í gegnum niðurskurðinn á lokaúr-
tökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í
golfi en fjórði hringur var leikinn á La
Manga á Spáni í gær. Guðrún Brá lék á
72 höggum eða á 1 höggi yfir pari og er
samtals á 2 höggum yfir pari að lokn-
um fjórum hringjum af fimm. Hún er
í 41.-49. sæti en efstu 60 kylfingarnir
komust áfram á fimmta og síðasta
hringinn. Þeir tuttugu kylfingar sem
ljúka leik á besta skorinu fá fullan
þátttökurétt á Evrópumótaröðinni, en
Guðrún Brá hefur verið með þátt-
tökurétt á mótaröðinni síðustu tvö ár.
Guðrún er fjórum höggum frá þeim
tuttugu efstu fyrir lokahringinn.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir,
landsliðskona í fótbolta, gæti leikið
sinn fyrsta leik á tímabilinu fyrir þýska
stórliðið Bayern München er það
mætir Benfica frá Portúgal í Meist-
aradeild Evrópu á heimavelli í kvöld.
Karólína hefur verið að glíma við
meiðsli undanfarna mánuði og ekkert
spilað frá því á Evrópumótinu í sumar.
Alexander Strauss, þjálfari Bayern,
staðfesti á blaðamannafundi í gær að
Karólína yrði í leikmannahópnum gegn
Benfica. Bayern hefur þegar tryggt sér
sæti í átta liða úrslitum keppninnar.
Glódís Perla Viggósdóttir og Cecilia
Rán Rúnarsdóttir leika einnig með
félaginu. Leikurinn verður sá síðasti
hjá Bayern fyrir jóla- og vetrarfrí. Liðið
leikur næst á útivelli gegn Potsdam í
þýsku 1. deildinni 5. febrúar næstkom-
andi. Bayern er í fimmta sæti deildar-
innar, fimm stigum á eftir Wolfsburg.
Ætlum að
vinna deildina
og þann stóra
lBirnaValgerður Benónýsdóttir er í
stóru hlutverki hjá toppliði Keflavíkur
Keflavík trónir á toppi úrvalsdeild-
ar kvenna í körfubolta með 24 stig
að loknum 13 umferðum. Átta lið
eru í úrvalsdeild kvenna og leikin er
fjórföld umferð svo deildarkeppnin
er tæplega hálfnuð. Með Keflavík
í toppbaráttunni eru lið Hauka og
Vals með 22 og 20 stig en grann-
ar Keflavíkur
í Njarðvík,
Íslandsmeist-
ararnir frá
síðasta tímabili,
sitja ekki langt
undan, í fjórða
sætinu með 16
stig.
Segja má að
deildin sé tví-
skipt í ár. Þessi
fjögur lið stefna í úrslitakeppnina
en í neðri hlutanum er jöfn barátta
á milli Grindavíkur, Fjölnis og
Breiðabliks. Þau tvö fyrrnefndu eru
með 8 stig en það síðastnefnda er
með 6 stig. ÍR rekur svo lestina á
botni úrvalsdeildarinnar, án stiga,
og er í erfiðri stöðu en neðsta lið
deildarinnar fellur í vor.
Birna Valgerður Benónýsdóttir er
lykilmaður í liði Keflavíkur en hún
hefur verið talsvert frá keppni í
vetur. Hún fékk höfuðhögg í byrjun
leiktíðarinnar og var frá vegna þess
og sneri svo ökklann illa í leik gegn
Njarðvík í byrjun nóvember.
Birna er með 14,7 stig að meðal-
tali í leik og er meðal stigahæstu
leikmanna fyrri hlutans ef tekið
er meðaltal skoraðra stiga. Hún
skoraði 22 stig í ellefu stiga útisigri
í Suðurnesjaslag í Grindavík um
miðjan mánuðinn. Morgunblaðið
tók Birnu Valgerði tali.
Leikgleðin skiptir mestu máli
Birna segir leikgleðina öðru
fremur hafa skilað Keflavík á
toppinn það sem af er móti en
þjálfari liðsins er landsliðsmað-
urinn Hörður Axel Vilhjálmsson.
Hún segir mikið lagt upp úr því að
leikmenn mæti með mikla orku inn
í alla leiki og hafi gaman af því að
spila leikina. Hún segir að þegar
það takist gangi liðinu vel og að
leikgleðin skipti mestu máli.
Birna lék í háskólaboltanum í
Bandaríkjunum frá árinu 2019,
fyrst í Arizona en svo í Binghamton
í New York, en hún gekk aftur til
liðs við Keflavík fyrir yfirstandandi
keppnistímabil. Birna er vön því
að fá ekki mikið frí frá körfubolt-
anum yfir jólahátíðina en hvað
finnst henni um að leikin verði heil
umferð í Subway-deildinni milli jóla
og nýárs?
Illa farið með fjölskyldufólk
„Mér finnst það persónulega
mjög sérstakt en ég er svo sem
vön því að spila yfir hátíðirnar
í háskólaboltanum og fæ í raun
lengra frí en oft áður. Við höfum
ekki rætt þetta mikið innan hópsins
en ég er spennt fyrir því að spila
og ég vona að við séum það allar.
Sjálf er ég ekki með fjölskyldu en
almennt finnst mér þó illa farið
með fjölskyldufólk með þessu fyrir-
komulagi.“
Birna kvaðst vera orðin góð af
meiðslunum en segir að það þurfi
þó enn að teipa hana.
„Ökklinn er orðinn fínn en ég
mun finna fyrir óþægindum það
sem eftir lifir tímabils. Ég þarf að
vera dugleg að vinna í þessu. Kæla
og hita ökklann og gera styrktaræf-
ingar.“
Keflavíkurliðið fær Fjölni í heim-
sókn 28. desember en Fjölniskon-
ur, sem urðu deildarmeistarar á
síðustu leiktíð, hafa fengið annað
hlutskipti á þessari leiktíð. Í jan-
úar mætir Keflavíkurliðið hinum
liðunum í toppbaráttunni. Þær taka
á móti grönnum sínum í Njarðvík
snemma á nýja árinu áður en þær
heimsækja Breiðablik upp úr miðj-
um janúar. Undir lok janúar taka
þær á móti Haukum og heimsækja
svo Val á Hlíðarenda rétt fyrir
mánaðamótin janúar-febrúar. Birnu
líst vel á toppbaráttuna sem er
fram undan hjá Keflavíkurliðinu.
Spenna á toppi og botni
„Mér finnst mjög skemmtilegt
hvað er mikil barátta á toppnum
og ég er mjög spennt fyrir fram-
haldinu. Markmiðið okkar í Keflavík
er auðvitað að vinna deildina og svo
þann stóra í vor. Við ætlum okkur
að mæta með mikla orku í alla
leiki og gera okkar allra besta með
gleðina í forgrunni. Við ætlum að
undirbúa okkur og skipuleggja okk-
ur vel og mæta tilbúnar í alla leiki.
Hörður Axel stendur sig mjög vel í
að undirbúa okkur fyrir leikina.“
Það er ekki síður barátta á botni
deildarinnar. Birna treysti sér ekki
til að spá um botnbaráttuna en
sagði þó að hún yrði eflaust ekki
minna spennandi.
„Það er mikil spenna á toppi og
botni og það stefnir í frábæran
lokasprett í deildarkeppninni. Svo
tekur úrslitakeppnin við svo það
eru mjög spennandi og skemmtileg-
ir tímar fram undan,“ sagði Birna
Valgerður Benónýsdóttir, leikmaður
Keflavíkur, í samtali við Morgun-
blaðið.
Sjá má efstu leikmenn deildarinn-
ar í fjórum helstu tölfræðiþáttunum
hér fyrir neðan.
KÖRFUBOLTI
Ólafur Pálsson
oap@mbl.is
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Keflavík Daniela Wallen er í stóru hlutverki hjá Keflavíkurliðinu og er
meðal þeirra efstu í deildinni í stigum og stoðsendingum.
Birna Valgerður
Benónýsdóttir