Morgunblaðið - 21.12.2022, Síða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2022
Í Núningi er að finna draum-
kenndari ljóð í bland við raunsæið
og þannig verður togstreitan á milli
þess hlutlæga og þess huglæga sýni-
leg. Í verkinu leynist líka fínlegur og
snjall húmor sem er til marks um
hugvit skáldsins.
Í sjötta og síðasta „Iðnaðarljóð-
inu“ segir: „Engir veggir eru sléttir,
/ eitthvað liggur undir“ (55). Sama
hversu mikið er sparslað er aldrei
alveg hægt að má út það sem liggur
að baki. Þrátt fyrir tilraunir til þess
að hafa allt slétt og fellt á yfir-
borðinu leyna veggirnir ýmsu.
Þessa mynd má yfirfæra á mörg
ljóðanna; þrátt fyrir að þau séu
aðgengileg þá leynist margt undir
yfirborðinu. Myndmálið er ekki
sérstaklega flókið en þó leynast þar
hugmyndir sem fanga mannlega
tilvist á frumlegan hátt. Einkenni
góðra ljóðabóka er að þær má lesa
aftur og aftur án þess að þær verði
endanlega krufnar til mergjar og
á það svo sannarlega við um þetta
verk Elínar Eddu, Núning.
N
ý ljóðabók Elínar Eddu
Þorsteinsdóttur, Núning-
ur, er verk sem leynir á
sér og hefur að geyma
forvitnilegar hugmyndir þar sem
framkvæmdir og tilfinningar takast
á.
Fyrsta ljóðabók Elínar Eddu,
Hamingjan leit við og beit mig, kom
út árið 2016. Hún hefur einnig gefið
út myndasög-
ur, þeirra
þekktastar eru
bækurnar um
Gombra. Hún
myndlýsti einnig
ljóðabókina Klón
(2021), sem er
samvinnuverk-
efni þeirra Ing-
ólfs Eiríkssonar.
Elín Edda er grafískur hönnuður
og öll umgjörð verksins ber þess
merki og einstaka ljóð líka. Til
dæmis bylgjast ljóðið „Hljóð“ (10-
11) yfir opnuna, sem vekur hug-
renningatengsl við einhvers konar
hljóðbylgjur. Annað ljóð, „Þrír
bjórar, eitt skot og eitt freyðivíns-
glas“ (48-49), hlykkjast um síðuna
og með þeim teiknar Elín glösin
sem titillinn gefur til kynna. Sýn
hönnuðarins á heiminn fær líka
stundum að vera í forgrunni, ljóð-
mælandinn tekur eftir formum og
litum og varpar ljósi á þá hluta ver-
aldarinnar sem eru áþreifanlegir.
Titillinn Núningur og mosagræn
kápan gefa um leið fyrirheit um efn-
islegan myndheim ljóðabókarinnar
og jarðbundið myndmálið. Það er
þó ekki náttúran sem er í fyrirrúmi
heldur frekar hið manngerða. Hinu
manngerða er þó óhjákvæmilega
stillt upp gagnvart náttúrunni.
Þessar andstæður kallast á í sífellu.
Núningi fylgir bókamerki sem
jafnframt er reglustika og það fer
inntaki verksins vel. Í verkinu er hið
manngerða landslag sem og innra
landslag mannsins vegið, metið og
mælt.
Verkinu er skipt í sex hluta og
hefst hver þeirra á númeruðu
„Iðnaðarljóði“. Þau eru á svörtum
flötum sem marka skil í verkinu.
Iðnaðarljóðin eru í raun ljóðabálkur
þar sem sama myndmálið er gegn-
umgangandi. Verið er að sparsla
vegg í gömlu húsi og út frá þeirri
einföldu gjörð spinnur höfundurinn.
Efnisheimurinn er leið ljóðmæl-
andans inn í önnur viðfangsefni,
bæði í meitluðum ljóðum og þéttari
prósa. Hann blandar saman þessu
myndsviði iðnaðarins og ýmsum
huglægari og innhverfari myndsvið-
um, svo sem sviði tilfinninganna.
Gott dæmi um þetta má finna í
þriðja „Iðnaðarljóðinu“:
Hreinskilni er allt of lengi að verða til
Það þarfmargar umferðir af hugsunum
Það þarf að slípa ámilli
svo skilin sjáist ekki
Það næst ekki ef viðætlum að flytja inn
í september (25)
Elín Edda hefur slípað ljóðin vel
til. Með því að nýta hugmyndir um
húsbyggingu og iðnað setur hún
fram stórar hugmyndir með hvers-
dagslegu orðfæri.
Það er þó ekki þannig að öll ljóðin
hverfist um þennan myndheim
framkvæmda, efnis og forms. Til
dæmis er ljóðið „Lífið, við og þú“
eins blátt áfram og huglægt og
verið getur.
Lífið er óþarflega hreinskilið
en við óþarflega trúverðug
og þú óþarflega auðtrúa (38)
Þarna kemur hið innhverfa og
mannlega í ljós, mótvægið við
efnisheiminn. Höfundurinn varpar
nefnilega á sinn hátt ljósi á það hver
við erum, á breyskleika mannsins
og flókna tilvist hans. Með því að
tefla fram þessum andstæðum, hinu
huglæga og hinu hlutlæga, tekst
skáldinu að fjalla á frjóan hátt um
skynjun mannsins á heiminum sem
og stöðu hans á þessu tímabili í
jarðsögunni.
Framkvæmdir í innra landslagi
BÆKUR
RAGNHEIÐUR
BIRGISDÓTTIR
Ljóðabók
Núningur
Eftir Elínu Eddu Þorsteinsdóttur.
Nóvember útgáfa, 2022. Kilja, 63 bls.
Ljósmynd/Kristinn Magnússon
Skáldið Elín Edda setur manngert landslag í samhengi við náttúru og tilfinningalíf í ljóðabókinni Núningi.
Helgafell fasteignasala, Stórhöfði 33, Sími 566 0000 • www.helgafellfasteignasala.is
ÞAÐ SKIPTIR MÁLI...
Sýningin Bráðmeð nýjum verkum
eftir Harald Jónsson myndlistar-
mann stendur nú yfir í Glerhús-
inu, nýju sýningarrými að Vestur-
götu 33b. Verkin á sýningunni
hefur Haraldur unnið í keramik,
málmflögur, gúmmí, hljóð og ljós,
sem í tilkynningu segir að fléttist
saman við rýmið í marglaga heild.
„Lýsing sýningarinnar er sjálf
dagsbirtan sem safnast saman
er hún seytlar inn um glugga og
gættir, ljósop sem hreyfist á hraða
sólargangsins. Á vetrarsólstöðum
í dag, 21. desember, „lokast
ljósopið og hægasta ljósmynd á
norðurhveli jarðar framkallast í
myrkraherberginu sem býr bak
við augu hvers og eins sýningar-
gests.“ Af þessu tilefni býður
Glerhúsið til viðburðar á staðnum
milli klukkan 15 og 17 í dag.
Þegar ljósopið
lokast íGlerhúsi
Bráð Frá sýningu Haraldar Jónssonar í Glerhúsinu að Vesturgötu 33b.
Boðið er til viðburðar í dag, á stysta degi ársins, þegar dagsbirtu nýtur.
Rökkursýning lista-
fólks í Fyrirbæri
„Rökkur“
er yfirskrift
samsýningar
fjölda mynd-
listarmanna
sem hefur verið
opnuð í húsa-
kynnum sem
kallast Fyrir-
bæri og er með
vinnustofur og
gallerí, þar sem
sýningin er haldin, áÆgisgötu 7.
Sýningin er opin frá kl. 18 til 22
fram á Þorláksmessukvöld. Meðal
sýnenda eru Ásta Ólafsdóttir,
Hallsteinn Sigurðsson, Berglind
Ágústsdóttir, Þrándur Þórarins-
son, Habby Ósk, Hrund Atladótt-
ir, Eva Ísleifs, Rakel McMahon og
Egill Sæbjörnsson.
Hallsteinn
Sigurðsson
Helgi Hjaltalín sýn-
ir í Gallerí Skilti
Þið öll er heiti sýningar sem
myndlistarmaðurinn Helgi
Hjaltalín opnar í Gallerý Skilti í
dag, miðvikudag, klukkan 17 til
19. Gallerý Skilti er utandyra, á
Dugguvogi 43, og rekið af Birgi
Snæbiri Birgissyni myndlistar-
manni og Sigrúnu Sigvaldadóttur
hönnuði.
Helgi Hjaltalín Eyjólfsson nam
myndlist við MHÍ, í Düsseldorf, í
Hollandi og í San Francisco. Hann
hefur verið virkur í sýningarhaldi
hér á landi um langt árabil og eru
verk eftir hann í eigu allra helstu
listasafna landsins. Sýning hans í
Gallerí Skilti stendur fram í júní
og segist hann vinna með það í
verkinu að sólarljósið eyði öllu
og að tíminn breyti skilningi á
orðum ogmyndum.
Morgunblaðið/Einar Falur
Listamaðurinn Helgi Hjaltalín sýnir
nýtt verk utandyra í Dugguvogi.