Morgunblaðið - 21.12.2022, Side 32

Morgunblaðið - 21.12.2022, Side 32
MENNING32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2022 Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Jólagjafirnar færðu á dynjandi.is KULDAGALLAR UNDIRFÖT Bráðskemmtilegt framhald Bannað að ljúga Texti: Gunnar Helgason. Myndir: Rán Flygenring Mál og menning, 2022, 201 bls. Bannað að ljúga er bráð- skemmtilegt framhald af bókinni Bannað að eyðileggja. Þar segir frá Alexander Dan- íel Hermanni Dawidssyni sem, eins og skammstöfun hans gefur til kynna, lifir lífinu í stöðugri glímu við ADHD og það hefur sína kosti og galla. Þótt sagan sé í raun sögð í þriðju persónu fær lesandinn reglulega að gægjast inn í kollinn á Alexander þar sem allt er iðulega á fleygiferð og gefur það líklega ágæta innsýn í lífið með ADHD. Sóley, besta vinkona Alexanders og stjúpsystir, sem hingað til hefur verið vinmörg, lendir í einelti og hann ákveður að taka málin í sínar hendur. Málin fara þó fljótlega að flækjast þegar hann kemst að því að pabbi forsprakkans í eineltinu er hættulegur glæpamaður. Lesandinn sogast fljótt inn í atburðarásina sem er nokkuð ævintýraleg, ævintýralegri en í fyrri bók, og ekki skemmir fyrir hvað persónugalleríið er fjölskrúðugt. Fjölskylda Alexanders er skemmti- leg blanda, pabbi hans er pólskur en stjúpmamman af taílenskum uppruna. Þá eiga bekkjarsystkini rætur að rekja til ýmissa heims- horna og sýnir verkið vel fjölmenn- ingarlegt íslenskt samfélag. Gunnar Helgason tekur fyrir ýmis alvarleg málefni svo sem einelti og sorg en pakkar þeim snyrtilega inn í ærslafenginn búning án þess þó að sýna viðfangsefnunum vanvirðingu. Þessi önnur bók um Alexander er afar vel heppnuð og ekki skemma skemmtilegar myndir Ránar Flyg- enring fyrir. Þær fara textanum vel og gæða persónurnar lífi. Hún hefur einstakt lag á að ná skrautlegum svipbrigðum með örfáum blýants- strokum. Tilraun til að bjarga jólunum Frankensleikir Texti: Eiríkur Örn Norðdahl Myndir: Elías Rúni Mál og menning, 2022, 94 bls. Frankensleikir er gáskafull jólaútgáfa af sögunni um skrímsli Frankensteins. Bókin er fyrsta skáldverk rithöfundarins Eiríks Arnar Norðdahl fyrir börn. Hún fjallar um hina uppátækjasömu Fjólu sem neitar að trúa því að jólasveinarnir séu ekki til, sama hvað foreldrar hennar segja. Fjóla tekur til sinna ráða og með hjálp bróður síns gerir hún tilraun til þess að bjarga jólunum. Við tek- ur mikið ævintýri þar sem hvorki meira né minna en skógjafir allra íslenskra barna eru í húfi. Eins og sögu byggðri á Franken- stein sæmir er verkið stútfullt af misvel samhangandi líkamshlutum og innyflum. Ævintýraleg sagan er því ekki laus við hrollvekjueinkenni en þó auðvitað þannig að allt sé við hæfi barna. Það er greinilegt að Franken- sleikir er ætluð börnum því það er mikill ærslaskapur í verkinu sem er stílaður á skopskyn þeirra frekar en fullorðinna en þó eru sum atriði sem fullorðnir munu kunna sér- staklega að meta, t.d. lýsingarnar á þröngsýnum foreldrum barnanna sem eru ekki alveg jafn frjó í hugs- un og börnin. Eiríkur skrifar af mikilli hug- myndaauðgi og úr verður skemmti- leg og óvenjuleg saga um jólasvein- ana þrettán sem er full af sniðugum smáatriðum. Að sumu leyti er þetta verk óður til ímyndunaraflsins og þeirra krafta sem búa í sniðugum og kjörkuðum börnum. Elías Rúni sá um að myndlýsa bókina og eru myndirnar í senn bráðskemmtilegar og áhrifaríkar. Hann leikur sér skemmtilega með ljós og skugga sem skapar dramatík sem hæfir efniviði bókarinnar. Nýútkomnar barna- og ungmennabækur Ragnheiður Birgisdóttir ragheidurb@mbl.is Fjölskrúðugar frásagnir Fjölskylda Rán Flygering sér um myndlýsingar í bókinni Bannað að ljúga. sögunni og þá varð ekki aftur snúið.“ Ásgeir fór í rannsóknarferð á slóðir harmleiksins og rakti ferðir drengjanna alla leið upp í hellinn í Naphorninu. „Lengi vel fann ég ekki hellinn, en gömul kona frá Breiðdals- vík fór með mig á staðinn og benti mér á hann. Ég fékk hjálparsveitina Vorið 1784 komu þrír flækingspiltar úr Breiðdal sér fyrir í litlum hell- isskúta til næturgistingar í tindin- um Naphorni, skammt sunnan Breiðdalsvíkur. Þeir stefndu suður í Austur-Skaftafellssýslu og ætluðu að leggjast í flakk þar. Misklíð milli þeirra varð til þess að einn piltanna var drepinn og úr varð sakamál sem lyktaði með því að annar eft- irlifandi drengurinn var dæmdur til ævilangrar þrælkunarvinnu en hinn hálshöggvinn á Mjóeyri. Þessi saga varð Ásgeiri Þór- hallssyni hvítaskáldi svo hugleikin að hann gerði úr henni sögulega skádsögu sem heitir einfaldlega Morðið á Naphorni. Ásgeir segist hafa rekist á söguna á söguskilti á Eskifirði þar sem sá drengjanna sem var höggvinn sé grafinn. „Seinna rakst ég á aðra útgáfu af sögunni, þar sem kom fram að skrifað væri í kirkjubækur að hann hefði verið latur við kristin fræði og strokusamur. Í þriðju útgáfu sögunnar kom fram að presturinn skrifaði það sama um alla drengi á þessum tíma. Þegar ég svo las að böðullinn hefði neitað að höggva þennan dreng fékk ég áhuga á frá Norðfirði til að fljúga dróna þang- að upp og mynda hellinn, en þarna í 430 metra hæð er hellishvelfing með hlöðnum vegg og kindaslóð þangað upp. Ég bý á Egilsstöðum og fólk hér á svæðinu þekkir þessa sögu. Réttarhöldin eru skráð í dönskum réttargögnum. Ég bjó í 20 ár í Kaup- mannahöfn svo ég þekki söguna þar vel. Þetta er rosaleg saga og það var átak að skrifa hana. Fyrst skrifaði ég söguna sem leikrit, fannst erfitt að skrifa allar þessar staðháttalýsingar. En komst ekkert með leikritið. Þessi saga lét mig þó ekki í friði og því ákvað ég að skrifa hana sem skáldsögu þar sem ég gæti sagt allt. Þá kom í ljós að ég átti mjög auðvelt með allar þessar lýsingar, en skrifin tóku um fjögur ár.“ Ásgeir hefur lengi skrifað. Hann sendi frá sér fyrstu bókina fyrir hálfum fimmta áratug. Hann segist margsinnis hafa reynt að hætta skrifum. „En þessi rithöfundarbakt- ería er seig og gjörsamlega útilokað að losna við hana ef hún hefur bitið sig fasta. Hugmyndirnar hætta aldrei að streyma inn.“ arnim@mbl.is lHörmuleg örlög þriggja flækingspilta úr Breiðdal urðu Ásgeiri Þórhallssyni hvítaskáldi uppspretta skáldsögu Morð á Naphorni Ljósmynd/Ásgeir Þórhallsson Rithöfundarbaktería Ásgeir Þór- hallsson hvítaskáld skrifaði um hörmungaratburði á Austurlandi. var nýstofnuð í Coventry árið 1977. Hljómsveitin varð sífellt vinsælli á næstu árum, ekki síst fyrir stuðning Joes Strummers í Clash, en The Specials lék oft með Clash á tónleikum. Vinsældir The Specials voru mestar um 1980 þegar mörg laga þeirra voru á vinsældalistum, vinsælast Ghost Town sem kom út árið 1981. Tónlistarfræðingar hafa sett það á lista með bestu dægurlögum allra tíma. The Specials hætti seinna það ár og þá stofnaði Hall ásamt fleirum Fun Boy Three, sem naut vinsælda um tíma. Hann endurstofnaði The Specials 2008 og hefur hljómsveitin starfað síðan. Terry Hall, söngvari Specials og Fun Boy Three, látinn Breski tónlistarmaðurinn Terry Hall, aðalsöngvari hljómsveitar- innar The Specials og fyrrver- andi meðlimur Fun Boy Three og Colourfield, er látinn, 63 ára að aldri. Í tilkynningu frá félög- um hans segir að Hall hafi látist eftir skammvinn veikindi. Fyrrverandi hljómsveitarfé- lagi Halls, Neville Staple, segir að félagar hans hafi vitað um skeið að söngvarinn gengi ekki heill til skógar en ekki grunað hversu alvarleg veikindin væru. The Specials höfðu nýverið kynnt fyrirhugaða tóneika á nýju ári. Í frétt Guardian segir að Terry Hall hafi verið tekinn inn í Specials þegar sveitin AFP/Andrew Cowie Kraftmikill Terry Hall hafði öfluga sviðsframkomu og naut vinsælda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.