Morgunblaðið - 31.12.2022, Page 8
FRÉTTIR
Innlent8
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2022
WWW.MINIPLAY.IS
fallegar
og vandaðar
vörur fyrir
börnin
Vilja hefja undirbúning aðgerða
lSjómenn án kjarasamnings í á fjórða
árlSamþykktu harðorða ályktun
Aðalfundur Sjómannadeildar Fram-
sýnar á Húsavík hefur skorað á sam-
tök sjómanna að hefja undirbúning
að aðgerðum gegn útgerðarfyrirtækj-
um, í samráði við aðildarfélögin, til
að knýja á um lausn kjaradeilunnar
milli sjómanna og útgerðarmanna.
Sjómenn hafa nú verið samningslaus-
ir í á fjórða ár.
Fram kemur í ályktun félagsins sem
send var fjölmiðlum í gær að miklar
umræður hafi farið fram um kjara-
málin á fundinum og eru útgerðar-
menn sakaðir um virðingarleysi í garð
sjómanna, sem hafi nú náð nýjum
hæðum.
„Krafa aðildarfélaga Sjómannasam-
bands Íslands er skýr um að sjómenn
fái inn í kjarasamninginn ákvæði um
að útgerðin greiði 3,5% viðbótarfram-
lag í lífeyrissjóði sjómanna með sama
hætti og launafólk á almenna vinnu-
markaðnum hefur þegar samið um
við atvinnurekendur,“ segir í ályktun
fundarins þar sem kröfur félagsins
eru ítrekaðar.
„Jafnframt fái sjómenn sömu hækk-
anir á kauptryggingu sjómanna og
aðra kaupliði og samið hefur verið
um á almenna vinnumarkaðinum frá
árinu 2019. Það er með öllu ólíðandi
að kauptrygging sjómanna sé langt
undir lágmarkslaunum á Íslandi en
hún er í dag kr. 326.780 meðan lág-
markslaun eru kr. 402.235 samkvæmt
kjarasamningi SGS og SA,“ segir þar
ennfremur. omfr@mbl.is
Morgunblaðið/Þorgeir
Á sjó Sjómenn krefjast þess að
gengið verði frá kjarasamningum.
Ruslatunnum
fjölgað næsta vor
lNýjar reglur taka gildi umáramót
Á vormánuðum 2023 verður innleitt
nýtt samræmt flokkunarkerfi á
höfuðborgarsvæðinu þar sem fjórum
úrgangsflokkum verður safnað við
hvert heimili. Þrátt fyrir að lög um
hringrásarhagkerfi taki gildi um
áramót hefjast tunnuskiptin ekki fyrr
en í vor og verða því engar breytingar
við heimili núna um áramótin, að því
er fram kemur í tilkynningu á vef
Reykjavíkurborgar.
Meginmarkmið er að fjölga tunnum
hjá íbúum eins lítið og hægt er og í
flestum tilfellum verður leitast við
að koma tunnum fyrir í því rými sem
er þegar til staðar við heimili, segir í
tilkynningunni. Breytingar á tunnum
íbúa, ef einhverjar verða, hefjast í
fyrsta lagi í vor. Íbúar í Reykjavík
þurfa ekki að gera neinar ráðstafanir
þegar tunnuskiptin koma til fram-
kvæmda.
Með lögum um hringrásarhag-
kerfi, sem taka gildi um áramótin,
verður skylt að flokka heimilisúrgang
í fjóra flokka við heimili: pappír,
plastumbúðir, lífrænan úrgang
(matarleifar) og blandaðan úrgang.
„Þetta verður stórt framfaraskref í
umhverfis- og loftslagsmálum en með-
al annars munu öll heimili fá tunnu
fyrir matarleifar.“ sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Ruslinu safnaðNýja flokkunarkerfið verður tekið í notkun næsta vor.
STAKSTEINAR
Óvenjulegar
kjarabætur
Þekkt er að hér á landi er
launamunur almennt með
minnsta móti þegar ólík lönd eru
borin saman. Hér er með öðrum
orðum óvenjulega mikill jöfnuð-
ur og flestir
búa sem
betur fer við
allgóð kjör
þegar borið
er saman við
önnur ríki, þó
að vissulega
megi finna
dæmi um hið
gagnstæða, því miður.
Staðan er líka þannig hér á
landi að óvenjulega háu hlut-
falli af verðmætasköpun er varið
í launakostnað. Hlutfallið er
raunar orðið svo hátt að efasemd-
ir hljóta að vakna um að það geti
haldið til lengdar, en nefna má að
þetta hlutfall hefur verið hæst
hér á landi allra Norðurlandanna
árum saman.
Þá er áhugavert að á sama
tíma og kaupmáttur rýrnar í
samanburðarlöndum er gert ráð
fyrir áframhaldandi og jafnvel
umtalsverðri kaupmáttaraukn-
ingu taxtalauna hér á landi í
þeim skammtímasamningum sem
flestir hafa nú undirritað.
Þetta bætist við þá kaupmáttar-
aukningu taxtalauna sem ver-
ið hefur hér á landi, ekki aðeins
á síðustu árum heldur nánast
óslitið frá aldamótum þrátt fyrir
dýfu eftir fall bankanna. Aðrir
launamenn hafa einnig notið
mikillar kaupmáttaraukningar,
þó kaupmáttur lægstu launa hafi
aukist munmeira en annarra.
Tekst að viðhalda þessum
árangri? Það fer mjög eftir
því hvort raunsæi eða innantóm
gífuryrði ráða för.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
www.mbl.is/mogginn/leidarar