Morgunblaðið - 31.12.2022, Page 26

Morgunblaðið - 31.12.2022, Page 26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2022 26 STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Pistill Ómetanlegt starf í þáguþjóðar E itt af því sem íslenskt samfélag getur verið hvað stoltast af eru björg- unarsveitir landsins. Allt frá því að fyrsta björgunarsveitin var stofnuð árið 1918 í Vestmannaeyjum í kjölfar tíðra sjóslysa hefur mikið vatn runnið til sjávar í starfsemi sveitanna, en nú rúmri öld síðar starfa um 100 sveitir á landinu. Það er óeigingjarnt starf sem þær þúsundir einstaklinga sem manna björgunarsveitirnar inna af hendi en það er sannkölluð dyggð að henda öllu frá sér þegar kallið kemur og halda af stað í allra veðra von til þess að tryggja öryggi annarrar manneskju. Allt þetta fólk er tilbúið að leggja mikið sjálf- boðastarf á sig til þess að láta gott af sér leiða, stuðla að auknu öryggi og bæta samfélagið á Íslandi. Aðstæðurnar sem björgunarsveitarfólk stendur frammi fyrir eru oftar en ekki krefjandi og reyna bæði á líkama og sál. Á þetta erum við reglulega minnt þegar okkur berast til dæmis fréttir af vonskuveðr- um sem ganga yfir landið með tilheyrandi áskorunum, nú síðast í kringum hátíðirnar. Björgunarsveitirnar eru sannkölluð grunnstoð í sambýli okkar Íslendinga við óblíð náttúruöflin semmóta líf okkar hér norður í Atlantshafi. Sagan geymir mörg dæmi þess. Það sem vekur gjarnan athygli erlendis þegar talið berst að björgunarstarfi er sú staðreynd að þetta öfluga björg- unarkerfi er byggt upp af sjálfboðaliðum. Fagmennskan, þekkingin og reynslan sem björgunarsveitirnar sýna í störfum sínum eru jafngóð ef ekki betri í samanburði við þrautþjálfaðar atvinnubjörgunarsveitir erlendis. Erlendir ferðamenn sem hafa þurft á aðstoð björg- unarsveita að halda hér á landi hafa einmitt lýst hrifningu sinni á þeim. Veruleikinn hefur vissulega breyst með tilkomu þess mikla fjölda ferðamanna sem heimsækir landið á ári hverju. Þrátt fyrir að útköll vegna ferðamanna séu hlutfallslega fá miðað við þann mikla fjölda ferðamanna sem kemur til landsins hefur ver- kefnum vegna erlendra ferðamanna vissulega fjölgað undanfarinn áratug. Á umliðnum árum hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg, í samstarfi við stjórnvöld og atvinnulífið, hrundið af stað mikilvægum fræðsluverkefnum semmiða að því að fyrirbyggja slys og auka þannig öryggi. Má þar helst nefna verkefnið Safetravel semmiðlar upplýsingum um aðstæður til ferðalaga á fimm tungumálum. Jafnframt eru um 1.000 upplýs- ingaskjáir um allt land semætlað er að koma upplýsingum til skila. Sem ráðherra ferðamála mun ég leggja áframhaldandi áherslu á fyrirbyggjandi öryggisfræðslu fyrir ferðamenn til þess að draga úr líkum þess að kalla þurfi út björgunarsveitir. Að lokum við ég þakka öllu því framúrskarandi fólki sem tekur þátt í starfi björgunarsveitanna. Ykkur á þjóðin mikið að þakka. Ég vil jafnframt hvetja alla til þess að leggja sveitunum lið nú um áramótin en það sem gerir starf þeirra svo sérstakt umfram allt er hugsjónin um öruggara samfélag; ómetanlegt starf í þágu þjóðar. Ég óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir árið sem er að líða. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar. Spá varlega um liðin ár Hver dagur á sína sérstöku og eftir atvikum óvæntu atburði, hvort sem horft er nær eða fjær. Og hvað þá árið allt. Margir hafa þann sið að færa sína tilveru til bókar. Þótt enn fleiri láti sér fátt um finnast gerir hið opinbera slíkt óumbeðið. Kirkjubækur í fátæku landi eru þannig merkileg heimild. Eins eru til skjöl í ramma sem héngu í gömlum burstabæ í fámenni og voru vottorð undir kóngsins yfirskrift, Kristjáns eða Friðriks í númeraröð, um að barn hefði verið bólusett gegn kúabólu af trúverðugum manni, sem innlend yfirvöld hefðu treyst. Erindreki kóngs þurfti að vera laghentur og vel skrifandi. Merkið sýndi verkið á öxlinni það sem eftir var. Stundum taldist þetta sæta hvað mestum tíðindum það árið. Nú, rúmri öld eftir að fyrrnefnt vottorð var gefið út, gætu flestir veggfóðrað hjá sér yfirlýsingar yfirvalda um hvað eina. Þar á meðal margfaldar bólusetningar alls almennings. Síðustu tvö árin vorum við flest bólusett margoft, og satt best að segja var heldur lítið að marka það sem okkur var sagt um fyrirbærið. Helstu yfirvöld í okkar heimshluta fullyrtu að þegar bóluefnið kæmi vegna kórónuveiru, yrðu okkur allir vegir færir. Flest okkar töldu rétt að treysta „vísindunum“. Þeir eru til sem fengu sínar þrjár sprautur og eina upp í þrjár í ábót en fengu samt veiruna og voru enn fegnir að hafa fylgt „vísindun- um“. Við höfðum heyrt að best kynni að vera að sem flestir tækju veiruna, svo hið eftir- sótta „hjarðónæmi“ mynd- aðist, en það hefði það þann annmarka að biðin gæti orðið dýrkeypt, í orðsins fyllstu merkingu. Forseti Bandaríkj- anna gekk svo langt að segja að „óbólusettir“ væru verstu óvinir eigin þjóðar. Sjálfur var hann bólusettur fjórum eða fimm sinnum og fékk veiruna tvívegis að auki. Seint yrði því um hann sagt að sá af öllum mönnum væri óvinur sinnar þjóðar, þótt ekki séu þó allir sannfærðir. Því er ekki mótmælt að vonda veiran hafi komið í okkar heimshluta fljúgandi frá borginni Wuhan í Kína. En „vísindin“ taka því illa geri einhver því skóna að það hafi nokkuð haft með það að gera að bandarískir „vísindamenn“ áttu náið samstarf við veirustofnun í sömu borg og lögðu þangað verulega fjármuni og veittu um það upplýsingar sem voru í öfugu hlutfalli við fjármunina. Ekki skal efast um að „vísindamönnum“ hafi gengið gott eitt til og þeir séu jafnsannfærðir og þeir starfsbræður sem hafa hrætt lítil börn með heimshitaspá nú á þriðja áratug, þótt enginn sé nokkru nær. Um áramót er litið yfir farinn veg og giskað á um leið hvort óförnu vegir fram- tíðarinnar séu glæstir eða minni helst á „Grindavíkuraf- leggjara“ síðustu daga fyrir jól. RÚV upplýsti að „við“ hefðum glatað trausti og virðingu á heimsvísu vegna framgöngu við ferðalanga, sem urðu illa úti þar og víðar, og eyðilagt ferðaiðnaðinn til margra ára. En á daginn kom að bandarískt flugfélag, South- west Airlines, sló okkur út, og hafði aflýst 2.500 ferðum eða seinkað verulega í tilefni jólanna og ófærðar sem vélum þess hefði ella verið stefnt í. Sérstaklega var hneykslast á því að þetta flugfélag hefði fengið sérstaka meðgjöf í millj- örðum dollara talið frá stjórn- völdum til að það gæti staðið af sér kórónuveiruna! Fjöldinn spurði undrandi hvort forráða- menn flugfélagsins hefðu ekki getað notað þá fjármuni, sem sóttir voru til skattgreiðenda, til að breyta löngu úreltu skipulagi sínu, svo annað eins og þetta kæmi ekki fyrir aftur. Forstjóri flugfélagsins, sem hafði ekki beðist afsökunar á einu eða neinu, paufaðist loks í pontu og sagði að nefndur „fjárstuðningur ríkisins“ hefði nýst til að halda flugmönn- um og öðrum starfsmönnum á launum í tvö ár þótt lítið sem ekkert væri flogið til að auðvelda félaginu að lifa af! En félagið hefði nú lært af biturri reynslu og myndi sjá til þess að annað eins og þetta myndi ekki gerast aftur! Minnti hann óneitanlega á ónefndan borgarstjóra, sem hélt sig í þúsunda kílómetra fjarlægð, þegar borgarbúar kenndu aumingjadómsins þegar ófærð kaffærði borgina, sem hafði nú „aðeins tvær traktorgröfur tiltækar“ sem dygðu lítt í íslensku vetrar- veðri. Þeir eru sjaldan góðir í að spá um næstu framtíð sem margítreka sem afsökun að það sé mjög erfitt að spá um nýliðna fortíð. Segja allir í kór að mjög sé snúið að spá af nokkru viti um nýliðna fortíð!} A fkoma 15 stærstu sveitar- félaga landsins er mjög mismunandi hvort sem litið er á áætlanir um rekstrarniðurstöðu þeirra á næsta ári eða hlutfall veltufjár frá rekstri. Af þessum 15 sveitarfélögum þar sem búa rúmlega 85% landsmanna vænta níu afgangs af rekstri á kom- andi ári en sex sveitarfélög reikna með halla. „Til samanburðar voru tíu rekin með halla 2022 og fimm með afgangi. Veltufé frá rekstri er áætlað verða neikvætt um yfir 4% af tekjum hjá einu sveitarfélaganna árið 2023 og jákvætt um yfir 14% hjá öðru,“ segir í nýjum samanburði Sambands íslenskra sveitarfélaga á fjárhagsáætlunum stærstu sveitar- félaga fyrir næsta ár. Fram kemur að fjárhagsáætlanir þessara 15 sveitarfélaga eru mjög mismunandi. Þannig eru t.a.m. áætl- anir um breytingu skatttekna milli áranna 2020 og 2023 allt frá 0% og upp í tæp 14%. „Mjög er mismunandi hversu miklar fjárfestingar sveitar- félögin áforma á næsta ári, eða allt frá 2,5% tekna upp í 23%,“ segir í greiningu sambandsins. Áform um stöðu skulda á næsta ári eru einnig ólík eða allt frá 80% af tekjum og upp í rösklega 200% af tekjum. Í ljós kemur að sjö sveitarfélaganna reikna með að skuldir hækki í hlut- falli við tekjur en átta búast við að hlutfallið lækki. Þau sveitarfélög í þessum hópi sem setja stefnuna á afgang af rekstri A-hlutans á næsta ári eru Kópavogur, Hafnarfjörður, Reykjanesbær, Garðabær, Mosfells- bær, Akranes, Fjarðabyggð, Vest- mannaeyjar og Borgarbyggð. Vest- mannaeyjabær trónir á toppnum og gerir ráð fyrir mestum afgangi sem hlutfalli af tekjum (3,2%). Akra- neskaupstaður kemur næst (2,8%) og því næst Borgarbyggð (1,8%). Sveitarfélögin sex í þessum hópi stærstu sveitarfélaga sem gera ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu eru Reykjavík, Akureyri, Árborg, Múla- þing, Seltjarnarnes og Skagafjörður. Árborg gerir ráð fyrir mestum hallarekstri sem hlutfall af tekjum (-17,1%) og Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan verði -3,6% af tekjum. Ef litið er á samanburð fjárhags- áætlana yfir skuldir og skuld- bindingar sveitarfélaganna 15 kemur í ljós að skuldirnar sem hlutfall af tekjum verða hæstar í Árborg eða 202%, á Seltjarnarnesi er hlutfallið áætlað 141% og í Fjarðabyggð er þess vænst að hlutfall skulda og skuldbindinga A-hlutans verði 137% af tekjum á komandi ári. Í samantekinni greiningu Sam- bands ísl. sveitarfélaga á fjárhags- áætlunum allra sveitarfélaganna 15 kemur fram að skatttekjur þeirra eru taldar munu aukast um 9% á næsta ári og tekjur í heild um 8,2% en til samanburðar spáir Hagstofan því að verðbólga verði 5,5% á árinu 2023. Áætlað er að gjöld aukist um 5,9% og þar af muni launakostnaður að meðtöldum lífeyrisskuldbinding- um aukast um 6,1% á milli ára. „Gangi þessar áætlanir eftir mun rekstrarniðurstaða batna umtals- vert og hallinn lækka um 60%. Áætlað er að hallinn verði 2,0% af tekjum, samanborið við 5,3% 2022,“ segir í umfjölluninni. Tekið er fram að mikil óvissa ríki um þróun efnahagsmála á næsta ári og um þróun launa og vaxta en fjármál sveitarfélaga ráðist ekki hvað síst af þeim þáttum. Reikna flest sveitarfélaganna með að tekjur hækki meira en gjöldin. Í mörgum tilvikum er byggt á aðhaldsaðgerð- um sem eftir er að útfæra. Níu af 15 stærstu ætla að skila afgangi FJÁRFESTINGAR 2023 Akranes með stærstu áformin Sveitarfélögin 15 eru með mjög misviðamikil áform um fjárfestingar á komandi ári. Akranes er þar í efsta sæti og gerir sveitarfélagið ráð fyrir að fjárfestingar A-hluta muni sam- svara 23,4% af tekjum á næsta ári. Garðabær kemur næstur og stefnir á að fjárfestingar verði 22,4% af tekjum á árinu 2023. Seltjarnarnesbær gerir ráð fyrir fjárfestingum sem nema 18,6% af tekjum og Reykjanesbær 22,4%. Lægst er áætlað hlutfall fjárfestinga í Fjarðabyggð 2,6% af tekjum og Skagafirði 7%. Áætlanir um samstæður sveitarfélaganna allra, þ.e. bæði fyrir A- og B-hluta, gera ráð fyr- ir að fjárfestingar þeirra muni aukast og að hlutfall þeirra af tekjum verði 17,5% á næsta ári, heldur meira en í ár. Reiknað er með að afkoma A- og B-hluta verði lakari en í ár en skuldir muni lækka. SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarfélaga Skv. fjárhagsáætlunum fyrir árið 2023, sem hlutfall af tekjum 3,2% 2,7% 1,8% 1,6% 1,5% 1,1% 1,0% 0,2% 0,1% Vestmannaeyjar Akranes Borgarbyggð Fjarðarbyggð Hafnarfjörður Reykjanesbær Mosfellsbær Garðabær Kópavogur Akureyri Skagafjörður Múlaþing Seltjarnarnes Reykjavík Árborg -0,9% -1,5% -1,8% -3,2% -3,6% -17,1% Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.