Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2022 UMRÆÐAN28 Sex áhrifaviðburðir ársins 2022 H ér skulu nefnd sex markverð tíðindi á árinu 2022 sem móta það sem gerist árið 2023 og til lengri framtíðar. Útlönd Stríðið í Úkraínu. Innrásin í Úkraínu 24. febrúar 2022 tekur á sig grimmdarlegri mynd eftir því sem stríðið lengist. Markmið Vladimirs Pútins Rúss- landsforseta var að afmá Úkraínu sem sjálfstætt ríki. Að baki bjuggu keisaralegir stórveldisdraumar. Ástandið er hættulegra í Evrópu en nokkru sinni frá lokum annarrar heimsstyrjaldarinnar. Vegna óvissu um áform Rússa sóttu Finnar og Svíar um aðild að NATO. Í ársbyrjun var óhugsandi að þjóðirnar teldu nauðsynlegt að velja þá leið. Úkraínumenn sýndu meiri andstöðu en Pútin vænti og þeir hafa nú varanlega skipað sér með nágrannaþjóðum Rússa sem verjast ásókn þeirra hvað sem það kostar. Varanleg breyting hefur orðið á hernaðarlegum áherslum í okkar heims- hluta. Athygli beinist meira en áður að norðurslóðum eftir því sem þrengir að Rússum á Eystrasalti og Svartahafi. Til að halda Rússum í skefjum þarf öflugar, varanlegar varnir á Norður-Atl- antshafi. Trump til hliðar. Óhugsandi er að Donald Trump bjóði sig fram til endurkjörs sem forseti Bandaríkjanna. Niðurstöður rannsóknar þingnefndar á atburðunum 6. janúar 2021 þegar ráðist var á þinghúsið í Washington við afgreiðslu kjörbréfs Joes Bidens sem arftaka Trumps á forsetastóli eru áfellisdómur yfir Trump sem bindur enda á stjórnmálaferil hans. Álög Trumps á flokk repúblikana hverfa smátt og smátt. Þeim frambjóðendum var ýtt til hliðar í kosningum í nóvember 2022 sem börðust undir Trump-merkinu um að sigrinum hefði verið stolið af honum með svindli í kosningunum 2020. Kína í kreppu. Xi Jinping tókst á árinu að rjúfa óskráðu regluna frá falli einræðisherrans Maós að enginn valdamaður Kommúnistaflokks Kína skyldi sitja lengur við völd en í 10 ár. Í tíð Xis hefur Kína ein- angrast á alþjóðavettvangi og harðstjórn hefur aukist heima fyrir sem birtist undanfarin misseri skýrast í ofsóknum gegn minnihlutahópum og innilokun þjóðar- innar vegna COVID-faraldursins. Þegar þjóðinni var nóg boðið vegna innilokunarinnar og lá við að upp úr syði um landið allt kúventi Kínastjórn og situr nú uppi með hundruð milljóna sýktra og lítt bólusettra einstak- linga sem sliga heilbrigðiskerfið. Kína er í kreppu um þessi áramót. Nágrannaþjóðir óttast kínversk áhrif meira en áður, yfirgangsstefna Xis á heimavelli nær út fyrir landsteinana. Draumur hans um alheims-ítök í krafti fjárfestingarstefnunnar sem kennd var við belti og braut er úr sögunni. Heima Kjaramál. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og formaður Starfsgreinasambandsins, braut ísinn í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) 3. desember og síðan sigldu önnur stór félög í kjölfarið. Markmiðið með samfloti fjölmennra félaga í Alþýðu- sambandi Íslands (ASÍ) og SA í kjaraviðræðum náðist. Ríkisstjórnin lagði sitt af mörkum. Samningarnir hlutu afgerandi stuðning félagsmanna í atkvæðagreiðslum um þá. Bylting var gerð í ASÍ. Drífa Snædal hrökklað- ist úr forsetastólnum í ágúst, tveimur mánuðum fyrir ASÍ-þing. Þar var þó ekki gengið til forsetakosninga. Líklegasti frambjóðandinn, Ragnar Þór Ingólfsson, gaf framboðið móðgaður frá sér vegna mótstöðu í umræð- um á þinginu. Hann skrifaði undir kjarasamning 12. desember ásamt Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, for- manni Rafiðnaðarsambands Íslands, starfandi ASÍ-for- seta. Ragnar Þór treysti sér þó ekki til að mæla með eigin samningi. Það gerði Kristján Þórður sem hefur reynst farsæll ASÍ-forseti. Hann kemur líka beint að samningaborðinu en er ekki upp- hafinn skrifstofumaður eins og forverar hans. Tilraunir þeirra til að sanna gildi sitt með stóryrtum yfirlýsingum auðvelduðu ekki endilega gerð samninga. Sólveig Anna Jónsdóttir skipar nú hlut- verk upphafna hrópandans með hóp einkennisklæddra samninga- manna að baki sér – til hvers? Lítilsvirðing hennar í garð brottrekinna starfsmanna Eflingar gagnast ekki félagsmönnum Eflingar. Útlendingamál. Alls voru 64.735 erlendir ríkis- borgarar skráðir með búsetu hér 1. desember 2022, eru þeir nú 16,72% íbúa landsins. Þeim fjölgaði um 9.758 frá 1. desember 2021, eða um 17,7%. Á sama tímabili fjölgaði íslenskum ríkisborgurum um 1.564 eða 0,5%. Fyrsta desember 2022 voru alls 2.300 úkraínskir ríkisborgarar skráðir til heimilis á Íslandi. Nú er 1.251 einstaklingur með venesúelskt ríkisfang búsettur hér. Þá fjölgaði íbúum frá Palestínu töluvert, það er um 156 einstaklinga eða um 96,3%. Tölurnar sýna mikla breytingu á íslensku samfélagi. Umræður um þróunina verða fljótt tilfinningaþrungnar vegna þess að tals- menn engra landamæra vilja ræða málstað sinn með skírskotun til einstaklinga í stað þess að tekið sé mið af dapurlegri reynslu nágrannaþjóða og þeirri staðreynd að hér eru hömlur við landamæri mun veikari en hjá þeim. Landamæravörslu hefur því miður ekki verið breytt hér í ljósi þess sem gerst hefur. Í stað þess að krefjast harðari vörslu er aðild að Schengen-samstarf- inu ranglega kennt um skort á varðstöðunni. Þá er látið eftirlits- og átölulaust að varið skuli á annan tug milljarða króna m.a. til að laða hælisleitendur hingað. Samfylkingin. Að lokum skal talið til markverðra tíðinda á árinu 2022 að skipt var um forystu í Sam- fylkingunni. Nýr formaður sagði skilið við stefnuna sem fylgt hefur verið frá Jóhönnu-tímanum um nýja stjórnarskrá og ESB-aðild. Þakka samfylgdina 2022. Gleðilegt nýtt ár! Hér skulu nefnd sexmarkverð tíðindi á árinu 2022 semmóta það semgerist árið 2023 og til lengri framtíðar. Pistill Björn Bjarnason bjorn@bjorn.is •Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Nullum crimen sine lege Eitt merkasta og mikilvæg- asta lögmál réttarríkisins er Nullum crimen sine lege, enga sök án laga. Það merkir, að ekki megi sakfella menn fyrir hátt- semi, sem ekki var ólögleg og refsiverð, þegar hún fór fram. En eins og ég bendi á í nýrri bók minni um landsdómsmálið braut rannsóknarnefnd Alþingis á bankahruninu 2008 þetta lögmál, þegar hún í skýrslu sinni vorið 2010 sakaði þrjá ráðherra og fjóra embættismenn um vanrækslu. Eins og hún tók sjálf fram átti hún við vanrækslu í skilningi laganna um nefndina sjálfa, sem sett höfðu verið eftir bankahrunið. Nefndin beitti með öðrum orðum lögum afturvirkt, og sætir furðu, hversu lítill gaumur hefur verið gefinn að þessu. Ástæðan til þess, að rann- sóknarnefndin beitti lögum afturvirkt, var hins vegar augljós. Hún átti að róa almenning með því að finna sökudólga. En þrátt fyrir sextán mánaða starfstíma, rífleg fjárráð, fjölda starfsfólks og ótakmarkaðan aðgang að skjölum og vitnisburðum fann rannsóknarnefndin ekki eitt einasta dæmi um augljóst lögbrot ráðamanna í bankahruninu. Þess vegna vísaði nefndin í lögin um sjálfa sig, þegar hún sakaði ráðamenn um vanrækslu, því að í athugasemdum við frumvarpið um þau sagði, að með vanrækslu væri ekki aðeins átt við hefðbundinn skilning hugtaksins í íslenskum lögum, heldur líka við það, ef upp- lýsingar væru metnar rangt eða vanrækt væri að afla nauðsynlegra upplýsinga. Athugasemdir í lagafrumvörpum geta þó ekki vikið til hliðar settum lögum og föstum venjum. Óeðlilegt var að víkka út vanræksluhugtakið og nota það afturvirkt til að saka fólk um vanrækslu, af því að það hefði ekki metið fyrirliggjandi upplýsingar rétt og ekki aflað frek- ari upplýsinga. En auðvitað þótti mikilvægara að róa almenning en fylgja lögmálum réttarríkisins. Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Átti dagur jóla M orgundagurinn, nýársdagur, er merkisdagur og helgidagur í senn, sem fyrsti dagur janúar og nýs árs, í okkar tímatali, og jafnframt sem hinn áttundi dagur jóla. Í íslensku alfræðihand- riti um rímfræði (tímatal) segir að janúar komi átta dag jóla. Í fornritum er einnig nefndur átti aftann jóla og átta kveld jóla. Í Ólafs sögu helga segir frá því er „Ólafur konungur hafði jólaboð mikið og var þá komið til hans stórmenni margt“; sótti Ólafur í hirslur sínar „dýrgripi til þess að gefa vingjafar hið átta kveld jóla“. Form raðtölunnar varð seinna áttundi (einnig þekktist áttandi), í sam- ræmi við sjöundi, níundi. Raðtalan átti beygðist líkt og fimmti, sjötti; þ.e. átti dagur, um átta dag o.s.frv. Í Gísla sögu Súrssonar er lýst aðför Eyjólfs og förunauta hans og „lætur Gísli þar líf sitt með mikilli hreysti og drengskap“ en þeir Eyjólfs- menn „voru allir sárir er eftir lifðu og mjög þreyttir“. „Fara þeir Eyjólfur nú heim í Otradal og andast hina sömu nótt hinn sjöundi maður af sárum en hinn átti maður liggur í sárum tólf mánuði og bíður þá bana.“ Töluorðið átta í norrænu má rekja til indóevrópsku og samsvarar það, auk frænkna sinna í öðrum germönskum málum (sbr. ensku, þýsku, got- nesku: eight, acht, ahtau), m.a. astau í sanskrít, ocht í írsku, aštuoni í litáísku, osiem í pólsku o.fl. Ekki skal gleyma latínunni, octo, sem færði okkur októ- í mánaðarheitinu. Taldist október áttundi (átti) mánuður ársins þar sem mars var um skeið hinn fyrsti að tímatali Rómverja. Nóvember var hinn níundi og í dag, gamlársdag, kveðjum við desember, hinn tíunda; heiti hans er sem sé dregið af latneska töluorðinu decem (tíu). Ásgeir Bl. Magnússon segir í Íslenskri orðsifjabók (sjá málið.is) frá þeirri getgátu um uppruna töluorðsins átta að myndir þess í gotnesku og sanskrít gætu bent til tvítöluendingar og því hafi verið giskað á „að það ætti í önd- verðu við framrétta fingur beggja handa að þumalfingrum undanskildum“. Þessi jólin ber aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag upp á venju- legar helgar, og frídagar almennings fyrir vikið færri en ella að þessu sinni. Í kaþólskri tíð var mismikil helgi um jól þar sem jóladagur, átti dagur jóla (nýársdagur) og þrettándinn voru í sérflokki, en annar, þriðji og fjórði í jól- um höfðu stöðu drottinsdags (sunnudags). Í Kristinna laga þætti Grágásar segir: „Jólahelgi eigum vér að halda á landi hér. Það eru dagar þrettán. Þar skal halda jóladag hinn fyrsta og hinn átta (áttunda) og hinn þrettánda sem páskadag hinn fyrsta; og annan dag jóla og hinn þriðja og hinn fjórða, þá skal halda sem drottinsdag að öllu annars nema að því þá er rétt að moka undan fé sínu.“ Í Sögu daganna segir Árni Björnsson frá því að við siða- skipti hafi fjórði helgidagurinn verið tekinn af jólum, og þriðji helgidagurinn árið 1770. Tungutak Ari Páll Kristinsson ari.pall.kristinsson@arnastofnun.is Morgunblaðið/RAX NýársdagurHvað boðar nýárs blessuð sól? ÁTT ÞÚ RÉTT Á SLYSABÓTUM? Veitum fría ráðgjöf í slysamálum skadi.is S. 568 1245 | fyrirspurnir@skadi.is | skadi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.