Morgunblaðið - 31.12.2022, Síða 29

Morgunblaðið - 31.12.2022, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2022 UMRÆÐAN 29 C O L L E C T I O N B R A N D S O N . I S Gleðilegahátíð BRANDSON ÓSKAR ÞÉR OG Þ Í NUM GLEÐ I L EGRA HÁT Í ÐAR OG FARSÆLS KOMAND I ÁRS Ólafur Hallgrímsson Hinar ýmsuhliðar frelsisins Nýafstaðinn landsfund- ur Sjálfstæðisflokksins vill afnema einkaleyfi Áfengis- og tóbaksversl- unar ríkisins (ÁTVR) á sölu áfengra drykkja og gefa hana frjálsa og samþykkti ályktun um það efni. Mál þetta hefur virst vera ofarlega á baugi hjá flokknum nú um sinn, og hafa a.m.k. þrír ráðherrar flokksins lýst yfir stuðningi við það. Við Íslendingar höfum búið við rík- iseinkasölu á áfengi mjög lengi, sem reynst hefur farsælt fyrirkomulag og meirihluti landsmanna verið sáttur við, enda í samræmi við aðhaldssama stefnu í áfengismálum og áherslur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar (WHO), semmargoft hefur látið frá sér fara, að besta forvörnin í áfengismálum sé að takmarka að- gengi að áfengi, svo sem kostur er. Nú vill landsfundur Sjálfstæð- isflokksins og raunar ýmsir fleiri breyta þessu og fara að selja áfengi í matvörubúðum innan um brauð og mjólk, þótt allar rannsóknir sýni, að með auknu aðgengi að áfengi aukist neysla þess, ekki síst meðal ungs fólks, sem þá verður auðveldasta bráðin. Áfengisneysla er í dag eitt stærsta heilbrigðisvandamál þjóðarinnar, það mun öllummeð heilbrigða skynsemi vera ljóst. Auk alls þess margþætta böls, sem hún hefur í för með sér fyrir einstaklinga og samfélag, kostar hún ríkið, sameiginlegan sjóð okkar allra, verulegar fjárhæðir á ári hverju vegna afleiðinga áfengisneyslu. Nú vill landsfundur Sjálfstæðis- flokksins hleypa einkageiranum í áfengisgróðann, svo peningamenn og „einkavinir“ geti makað krókinn. Verða þá sölumenn áfengis reiðubún- ir að taka á sig í vaxandi mæli þann kostnað, sem af áfengisneyslu hlýst, eða á ríkissjóður að standa undir kostnaðinum, en einkageirinn að hirða gróðann? Er þetta markmið fjármálaráð- herra Sjálfstæðisflokks- ins? Vill flokkurinn auka áfengisneyslu og gefa skít í lýðheilsusjónar- mið? Það er auðvitað spurningin, sem allt snýst um og lands- fundarfulltrúar hefðu mátt svara, áður en þeir greiddu atkvæði. Mönnum varð tíðrætt um frelsi á landsfund- inum. Frelsið er gott og bönn ekki endilega vinsæl, en stundum nauðsynleg. En frelsi fylgir líka ábyrgð. Frelsi og ábyrgð verða að fylgjast að, annars getur frelsið snúist upp í andstæðu sína, nefnilega ófrelsi annarra. Það hlýtur að vera skylda þeirra, sem taka þátt í stjórn- málum, að sýna ábyrgð, huga að velferð allra þegna þjóðfélagsins, líka þeirra sem höllustum fæti standa, til þess eru þeir kjörnir. Þrátt fyrir aukið frelsi á mörg- um sviðum þjóðlífsins nú í dag og þjóðfélagsbreytingar, sem við erum að upplifa, efast ég um, að þjóðin vilji óábyrga stjórnmálamenn. Sá, sem þessar línur ritar, átti þess kost sem ungur maður að sitja lands- fund Sjálfstæðisflokksins í Gamla bíói veturinn 1959 og hlýða þar á tveggja tíma setningarræðu Ólafs Thors, formanns flokksins. Ólafur var sterk- ur leiðtogi og litríkur persónuleiki, en virkaði einnig sem góðviljaður maður, sem þekkti inn á aðstæður fólksins í landinu. Ég man ekki eftir öðru en menn töluðu af nokkurri ábyrgð á þessum fundi, og það var líka talað um „stétt með stétt“. Fyrir hvað stendur Sjálfstæðis- flokkurinn í dag, þegar frjáls sala áfengis er orðin eitt af höfuðstefnu- málum hans? Ólafur Hallgrímsson Höfundur er pastor emeritus. Frelsið er gott og bönn ekki endilega vinsæl, en stundum nauðsynleg. En frelsi fylgir líka ábyrgð. Merkir Íslendingar Hörður Ágústsson Hörður Ágústsson fæddist 4. febrúar 1922 í Reykjavík og því eru á þessu ári 100 ár liðin frá fæðingu hans. Foreldrar hans voru hjónin Ágúst Markússon, f. 1891, d. 1965, og Guðrún Guð- mundsdóttir, f. 1893, d. 1947. Hörður kenndi við Mynd- listaskólann í Reykjavík 1953- 59, við Myndlista- og handíða- skóla Íslands 1962-89 og var þar skólastjóri 1968-75. Hann var einn af helstu fulltrúum abstraktmálverksins og hélt fjölda myndlistarsýninga. Hörður var einn af stofn- endum og ritstjórum tímarits- ins Birtings 1955-68. Hann var einn af frumkvöðlum húsafriðunar hér á landi, átti m.a. þátt í stofnun Húsafriðunarnefndar árið 1970 og sat í henni til ársins 1995. Formaður Hins íslenska fornleifafélags var hann 1982-2001. Hörður stundaði rannsóknir á sögu íslenskrar húsagerðar og íslenskum myndlistararfi og ritaði fjölda greina og bóka um þau efni. Hann hlaut Íslensku bók- menntaverðlaunin fyrir tvö verka sinna, Skálholt. Kirkjur, 1990 og Íslenska byggingararf- leifð I, 1998. Eiginkona Harðar var Sig- ríður Magnúsdóttir, 1924, d. 2020. Börn þeirra eru þrjú. Hörður lést 10.9. 2005. J ólaskákdæmin í ár mega sennilega teljast í þyngri kantinum en lausnir margra þeirra voru óvæntar svo sem vera ber þegar skákdæmi eru annars vegar. Þetta á t.d. við í dæmum nr. 2, 3 og 4. En hér birtast lausnirnar: 1. Höfundur ókunnur Hvítur leikur og mátar í 2. leik 1. Da8 A: 1. ... hrókur eftir 6-reitaröð, 2. Rc5 mát. B: 1. ... hrókur eftir c- línu 2. Rd6 mát. C: 1. ... Dd4 2. He3 mát. D: 1. ... Dd6 2. Rxd6 mát, E: 1. ... Dd1, d2, d7, d8 2. Rc5 mát. F: 1. ... Dc4. Db5 2. Rd6 mát G: 1. ... Da2, b3, e6, f7, g8 2. Rc5 mát. 2. Leonid Kubbel 1923 Hvítur leikur og mátar í 2. leik 1. Df2 A: 1. ... Bxd3+ 2. Df5 mát. B: 1. ... Kxa5 2. Dc5 mát. C: 1. ... Ba2, 1. Bc2 2. Df5 mát. D: 1. ... Rb6, Rc7 2. Dxb6 mát eða 2. Db6 mát. 3. V. Golgauzen 1903 Hvítur leikur og mátar í 3. leik 1. Hh1 A: ... 1. Kxd4 2. He1 Kc4 3. He4 mát B: ... 1. Kf6 2. Dh8+ Kg5 (eða 2. Kf7, Ke7 3. Hh7 mát) 3. Dh4 mát. C: ... 1. Kf4 2. Kd5 Kg5 3. Dh4 mát.D: ... 1. Ke4 2. Dg3 Kxd4 3. Hh4 mát. 4. J. Cump 1916 Hvítur leikur og mátar í 3. leik 1. Df7 A: 1. ... Ke4 2. d6 Kd4 3. Df4 mát. B: 1. ... Kc4 2. d6 Kb4 3. Db3 mát. C: 1. ... Kc5 2. d6+ Kxd6 ( 2. Kb6 3. Db7 mát, 2. Kb4 3. Db3 mát, 2. Kd4 3. Df4 mát 2. Kxc6 3. Dc7 mát ) 3. Dd7 mát. 5. C. Chyrulik 1975 Hvítur leikur og mátar í 5. leik 1. Kb8 Kb1 (ekki 1. ... Bb1 2. Dh1 Ka2 3. Da8 mát). 2. Dc3 Ka1 3. Dd4 Bb1 4. Dg1 Ka2 5. Da7 mát. 6. V. Evreinov 1962 Hvítur leikur og vinnur 1. c6 h2 (eða 1. ... bxc6 2. Hxa6 h2 3. b4 Kg2 4. Ha2+ Kg3 5. Ha1 Kg2 6. Kf6 h1(D) 7. Hxh1 Kxh1 ke7 og hvítur vinnur peðsendataflið). 2. b4 Kg1 3. Hxh2 Kxh2 4. b5 Kg3 5. Kf6 Kf4 6. Ke7 Ke5 7. bxa6 bxa6 8. Kd7 a5 9. Kxc7 a4 10. Kd7 a3 11. C7 a2 12. C8(D) a1(D) 13. Dh8+ og svarta drottningin fellur. Lausnir á jólaskákdæmum Skák Helgi Ólafsson helol@mbl.is Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.