Morgunblaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2022
Miklar umræður
hafa spunnist undan-
farna daga um lokun
Vinjar Bataseturs.
Vin Batasetur hefur
starfað undanfarin ár
á Hverfisgötu og veitt
skjól einum af okkar
viðkvæmustu þjóð-
félagshópum; fólki
með geðrænar áskor-
anir og fólki með geð-
ræn vandamál. Á Vin ríkir kær-
leiksríkur og heimilislegur andi, þar
er boðið uppá hádegismat í hefð-
bundnum stíl, og enn fremur geta
gestir sinnt ýmissi iðju einsog tálga
eða tefla en taflfélag Vinjar er
löngu frægt orðið en það stofnuðu
Róbert Lagermann og Hrafn Jök-
ulsson. Á Vin eru reglulega haldin
skákmót með viðhafnarhætti. Þess
má geta að mannvinurinn Hrafn
Jökulsson lagði á sig mikla vinnu
fyrir nokkrum árum
þegar átti að loka Vin,
setti á laggirnar nýja
stjórn og Vin hélt
áfram sínu frábæra
starfi. Í mótmæla-
greinum undanfarnar
vikur þakka skjólstæð-
ingar Vin fyrir geð-
heilsu sína.
Þegar sverfur að
kemur gildismatið í
ljós! Það er rakin
ósanngirni og mikil skömm sem
dynur á borgaryfirvöldum ef Vin
verður lokað. Það er einfaldlega vit-
laus leikur.
Vitlaus leikur
Elísabet
Jökulsdóttir
Elísabet Jökulsdóttir
» Í mótmælagreinum
undanfarnar vikur
þakka skjólstæðingar
Vin fyrir geðheilsu sína.
Höfundur er skáld.
Í Prédikaranum
standa skrifuð þessi
heilögu orð:
„Það sem hefur ver-
ið, það mun verða, og
það sem gjörst hefur,
það mun gjörast, og
ekkert er nýtt undir
sólunni.“
Er ekki allt nýtt
undir sólunni? Það
mætti segja það, og
snúa þannig við hinum einkennilegu
ummælum hins forna Prédikara. Og
væri það satt, þá væru hinar eðli-
legu hugsanir á nýárinu þankar um
framtíðina, samsettir annars vegar
úr vangaveltum, hins vegar úr
ímyndunum; hugsanir milli vonar
og ótta; heilabrot, sem snúast um
ýmis áform og góðar fyrirætlanir.
Ef það væri hinn æðsti sannleikur,
að allt flýtur, þá hlyti brýnasta
spurning okkar um áramót að vera
þessi: Hvað skyldi
koma fljótandi til mín
með nýju ári? Hvað
skyldi ókomna árið
færa mér nýtt? Eflaust
væru þá slíkar bolla-
leggingar áleitnastar.
Þessi hugmynd um að
allt fljóti, og allt sé í
heiminum hverfult,
hún er svo sjálfsögð og
eðlileg, eins fyrir því
þótt við höfum aldrei
gert okkur þess fylli-
lega grein; en við höf-
um að minnsta kosti öll fengið að
reyna það, hversu allt í umhverfi
okkar er breytingum undirorpið,
hversu hið nýja, bæði gott og illt,
verður óaflátanlega upp á ten-
ingnum í lífi okkar, og hversu við
tökum um leið breytingum sjálf,
hversu við verðum stöðugt að mæta
einhverju nýju, og hvernig við sjálf
verðum smám saman að öðrum
manneskjum en við vorum áður.
Það þarf enga heimspeki til þess að
skilja þetta. Við sjáum það svo
greinilega í fari okkar sjálfra og
allra annarra, óðara en við tökum
að gefa því gaum. Og af sjálfu leiðir,
að við hljótum að ganga til móts við
hið nýja og óþekkta full óvissu.
En þegar við eigum Guð að göng-
um við hughraust og róleg til móts
við hið góða, sem við öll eigum
örugglega í vændum á nýju ári. Við
stefnum á vit þess með tilhlökkun.
Við væntum þess ekki með því ang-
urværa tómlæti, sem áður einblíndi
á forgengileikann. Auðvitað er einn-
ig það forgengilegt. Það, eins og allt
annað hér í heimi, á sér upphaf og
endi. En við aftur á móti, sem
þekkjum hinn eilífa Guð, sjáum í
forgengilegum gæðum gjöf Hans,
og þess vegna hlökkum við til þess
að hljóta hana. Og gjafarinn gleður
okkur enn þá meira en gjöfin. Það
er af því að hún kemur frá Honum,
sem hún er góð og mun verða okkur
til góðs. Og við eigum ekki að láta
þar við sitja að njóta hennar, ekki
gleyma okkur í hinum tímanlega
fögnuði, sem hún færir, heldur
minnast eilífðarinnar, því að öll tím-
anleg gæði eru aðeins sem
forsmekkur hennar.
Þegar við eigum Guð að höldum
við líka með ró á vit alls þess, sem
við myndum hræðast, ef Hans nyti
ekki við. Með ró, segi ég, en ekki
með kæringarlausu tómlæti. Tóm-
lætið er óhollt hugarástand. Þá höf-
um við komist að þeirri niðurstöðu,
að erfiðleikar lífsins séu til þess eins
að yppta öxlum yfir, nokkuð, sem
verði svona að vera og hljóti brátt
að taka enda. Fólk, sem tekur mót-
lætinu þannig, er ekki öfundsvert.
Það fer á mis við blessun, á sama
hátt og þeir, sem vanmeta gleðina,
sem góður Guð vill veita þeim, þeg-
ar Hann lætur hina forgengilegu
hamingju falla þeim í skaut. Þegar
við eigum Guð að, þá vitum við, að
hann er að baki hvors tveggja, ham-
ingjunnar og mótlætisins. Við meg-
um ganga mót þessu hvoru tveggja,
án þess að láta það koma okkur úr
jafnvægi. Hvort tveggja þetta er að-
eins mismunandi máti, sem hann
viðhefur til þess að tala til okkar og
bíða okkar. Hann er sannarlega
óumbreytanlegur og ávallt sjálfum
sér samkvæmur og því varir trú-
festi Hans að eilífu. Það gerist ekk-
ert nýtt undir sólunni! Á bak við hin
margvíslegu gervi sársaukans, sem
við þurfum að bera, er blessandi,
læknandi föðurhönd Hans að verki.
Hugsum því ávallt aðeins um hið
óbreytanlega eðli Hans, sem öllu
stjórnar og ræður, – Jesú Krists,
sem er í gær og í dag hinn sami og
um allan aldur.
Gleðilegt nýár!
Gunnar
Björnsson » Þegar við eigum Guð
að, þá vitum við, að
hann er að baki hvors
tveggja, hamingjunnar
og mótlætisins.
Gunnar Björnsson
Höfundur er pastor emeritus.
Gamlársdagur
Í mínum bókum er
samfélag byggt upp af
fólki sem tekur sig sam-
an og hjálpast að. Þú
þekkir alla í blokkinni
þinni eða götunni þinni
með nafni og veist skil á
öllum fjölskyldu-
meðlimum þeirra sem
búa í þínu nærumhverfi.
Nágranninn er ekki
bara sá sem lánar þér
egg einu sinni á ári heldur er hann sá
sem hjálpar þér þegar þú þarft á því
að halda. Hann ýtir þér úr snjóskafli
þegar þú festir þig á bílaplaninu, veit
þegar erfiðleikar eru á heimilinu og
bankar upp á með heimaeldaða máltíð
einfaldlega af því að hann getur það.
Hann þekkir börnin þín með nafni og
vinkar þeim þegar þau hjóla fram hjá
á góðviðrisdegi, hann færir þér rab-
arbara úr garðinum og þú færir hon-
um kartöflurnar sem þú hefur ræktað
í þínum bakgarði. Nágrannarnir taka
sig saman um jólin og ganga úr
skugga um að enginn sé einn og ef
einhver hefur ekki samastað er hon-
um boðið að vera með. Lífið snýst um
samveru, samkennd, vináttu, virðingu
og kærleika í garð ná-
grannans.
Hvar og hvenær
villtumst við af leið?
Í nútímasamfélagi
hefur tíðkast að nánast
enginn veit skil á fólkinu
í sínu nærumhverfi, allir
húka í sínu boxi – of
uppteknir til að taka eft-
ir nokkru öðru en eigin
vandamálum. Þú þekkir
ekki nágranna þinn með
nafni og ferð frekar út í
búð að kaupa heilan eggjabakka þeg-
ar þig vantar einungis eitt egg, mokar
þig sjálfur úr snjóskaflinum þegar þú
festir þig, ert einn og yfirgefinn þegar
þú átt um sárt að binda því allir eru
uppteknir á hamstrahjólinu sem lífið
er orðið. Enginn þekkir börnin þín
með nafni eða veit endilega úr hvaða
húsi þau koma. Rabarbarinn hjá ná-
grannanum eyðileggst því það var of
mikið af honum til að nýta upp í tíma
og hellingur af fólki er einn um jólin
því enginn vogar sér að bjóða því að
vera með.
Köllum við það samfélag þegar lítill
fjöldi af tæplega 347 þúsund manna
þjóð tekur sig raunverulega saman?
Við þurfum að breyta þessu. Yfir í
„allir með öllum og enginn er skilinn
eftir“. Við þurfum að hjálpast virki-
lega að við að gera heiminn að betri
stað til að vera á. Einmanaleiki er
raunverulegt vandamál en ef sam-
félagið okkar væri raunverulegt
SAMfélag myndi enginn upplifa sig
eins einmana og raun ber vitni.
Í SAMfélagi eiga fleiri gleðileg jól,
ekki bara fáir útvaldir. Allir hjálpast
að við að lyfta andanum, koma saman
og gera jólin gleðileg fyrir þá sem
hafa minna á milli handanna og lífið
tekur sannarlega fljótt breytingum til
hins betra. Ekki bara fyrir þig heldur
alla sem heild.
Myndir þú annars halda í fimm
björgunarhringi fyrir þig sjálfan þeg-
ar þú þarft aðeins einn og láta þessa
fjóra sem voru án björgunarhrings
drukkna?
Hvað er samfélag?
Eva Karen
Axelsdóttir » Lífið snýst um sam-
veru, samkennd,
vináttu, virðingu og
kærleika í garð ná-
grannans.
Eva Karen Axelsdóttir
Höfundur er heilari og ráðgjafi.
evakaren86@gmail.com
Um ökunám gilda
ákveðin lög hér á landi
og í námskrám er nán-
ar kveðið á um það
hvernig ökunám og
ökupróf skuli fara
fram. Námskrárnar
eru komnar til ára
sinna. Námskrá fyrir
aukin ökuréttindi var
gefin út árið 2005,
námskrá fyrir almenn
ökuréttindi árið 2010
og námskrá fyrir bifhjól kom út árið
2013.
Heilt yfir upplifi ég ánægju með
inntak ökunáms hjá ökunemum og
forráðamönnum þeirra þar sem það á
við og gegnum starf mitt sem öku-
kennari og akstursþjálfari í Þýska-
landi hef ég áttað mig á að ökunám á
Íslandi stenst nokkuð vel samanburð
við önnur Evrópulönd.
Það er og vel að stjórnvöld hafa í
samráði við ökukennara lagt sitt af
mörkum í gegnum tíðina til þess að
koma ökunámi á þann stað sem það
er í dag. En nú stöndum við á kross-
götum. Við stöndum m.a. frammi fyr-
ir þeim spurningum hvaða inntak við
viljum við sjá í nýjum
námskrám og hvernig
við ætlum að útfæra
námsmat.
Það er því miður
óánægja með fyr-
irkomulag ökuprófa hér
á landi. Hún er ekki ný
af nálinni en fer vaxandi.
Það fyrirkomulag að
fara í gegnum nám og
síðan þreyta próf sem er
nokkurs konar stóri-
dómur má segja að sé
barn síns tíma en eins
og flestir vita þarf að
þreyta fræðilegt, munnlegt og verk-
legt ökupróf til að öðlast ökuréttindi.
Ökunemar á öllum aldri hafa lýst
óskemmtilegri upplifun sinni af
fræðilegum ökuprófum. Spurningar
séu flóknar og villandi og við lok
prófs sé upplýst um niðurstöðu fyrir
framan aðra próftaka. Mörgum þykir
það niðurlægjandi aðferð.
Ökunemar lýsa oft yfir furðu sinni
yfir prófdæmingu í verklegum öku-
prófum og eru meintar villur oft í
ósamræmi við það sem lagt hefur
verið upp með í ökunáminu. Það ligg-
ur fyrir að mjög aðkallandi er að end-
urskoða fyrirkomulag ökuprófa í öll-
um flokkum.
Ég legg til að ökupróf, inntak og
framkvæmd, verði endurskoðuð og
endurbætt svo um muni. Mikilvægt
er að fagmennska verði höfð að leið-
arljósi.
Einnig kalla ég eftir að eftirlit
verði aukið með starfsemi ökuskóla
og framkvæmd ökuprófa. Eins þarf
að uppfæra námskrár fyrir alla öku-
réttindaflokka, og er brýnt að sú
vinna hefjist sem allra fyrst, og sam-
ræma námskrár og ökupróf betur en
nú er.
Það er mjög mikilvægt að stjórn-
vald málaflokksins ljúki þessu verki
sem allra fyrst með umferðaröryggi
að leiðarljósi.
Ökunám og ökupróf við áramót
Guðni Sveinn
Theodórsson
Guðni Sveinn
Theodórsson
» Það er mjög mikil-
vægt að stjórnvald
málaflokksins ljúki
þessu verki sem allra
fyrst með umferðar-
öryggi að leiðarljósi.
Höfundur er ökukennari í meira-
prófum og akstursþjálfari hjá Öku-
landi á Íslandi og í Þýskalandi.
gudni@okuland.is
Nýlega heyrði ég
þeirri skoðun flíkað að
sjómenn hefðu nú alls
ekki verið eins drykk-
felldir og margir héldu
fram. Ástæðan fyrir
því hve valtir þeir
stundum voru á fótum
var nefnilega hin al-
ræmda „sjóriða“, sem
ekki rann af þeim fyrr
en eftir tvo þrjá daga í
landi.
Agnar heitir skipstjóri strand-
veiðibáts. Hann hefur fundið upp og
þróað aðferð til að losna við sjóriðuna,
og allt sem henni fylgir af neikvæðum
athugasemdum, í eitt skipti fyrir öll.
Þar sem strandveiði gefur lítið í aðra
hönd hvort eð er, þá sigldi hann bara
fleyi sínu í strand og er nú strandaður
veiðimaður, en ekki strand-
veiðimaður.
Aðspurður segir kappinn að í stað
veltings og gæftaleysis séu vaktirnar
nú mest „þrifaleg innivinna“, en fley
hans er smám saman að grafast í
sandinn á strandstaðnum. Passa
þurfi upp á tækjakost og loggfærslur,
og ryksuga skútuna vikulega, en eng-
an vélstjóra þurfi hann
að hafa á launaskrá
lengur.
Sjálfur tekur Agnar
dagvaktirnar, en félagar
hans tveir skipta á milli
sín baujuvöktunum og
hundavöktunum eftir
hendinni. Útgerðin
gengur því vel eins og
er, segir Agnar, hvað
sem síðar kann að verða.
Um þetta orti gamall
hagyrðingur, Sigurjón
úr Kör, eftirfarandi vísu:
Sífellt volk við Suðurland,
sjóriðuna magnar,
en sínu fleyi sigldi í strand,
sjómaðurinn Agnar.
Sannast hér hið fornkveðna: „Sjó-
mennskan er ekkert grín.“
Lítil sjómannasaga
Skírnir
Garðarsson
Skírnir Garðarsson
»… sínu fleyi sigldi í
strand, sjómaðurinn
Agnar.
Höfundur er prestur og áhugamaður
um sögu íslenskrar strandmenn-
ingar.
skigard@gmail.com
Allt um sjávarútveg