Fréttablaðið - 14.01.2023, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 14.01.2023, Blaðsíða 11
VALFRJÁLST TILBOÐ TIL HLUTHAFA ORIGO HF. AU 22 ehf. gerir hluthöfum Origo tilboð um kaup á hlutum þeirra í félaginu á genginu kr. 101 fyrir hvern hlut Tilboðsverð og greiðsla Verð samkvæmt valfrjálsa tilboðinu er 101 króna fyrir hvern hlut í Origo, kvaða- og veðbandslausan. Tilboðsverðið svarar til hæsta verðs sem tilboðsgjafi hefur greitt fyrir hluti í Origo síðustu sex mánuði áður en fyrirætlan um að leggja fram valfrjálst tilboð var birt. Greiðslur fyrir hluti þeirra sem tilboðið samþykkja verða greiddar í íslenskum krónum inn á þann bankareikning sem tengdur er vörslureikning bréfanna. Greiðslan verður innt af hendi eigi síðar en fimm við- skiptadögum eftir að gildistími valfrjálsa tilboðsins rennur út. Tilboðstímabil Gildistími valfrjálsa tilboðsins er fimm vikur, frá kl. 09:00 þann 19. janúar 2023 til kl 13:00 þann 22. febrúar 2023. Samþykki valfrjálsa tilboðsins verður að hafa borist umsjónaraðila eigi síðar en kl. 13.00 þann 22. febrúar 2023. Hluthafar bera sjálfir ábyrgð á að skrá samþykki tilboðsins rafrænt á vef valfrjálsa til- boðsins (www.arionbanki.is/tilbod-origo) eða að afhenda samþykkiseyðublað- ið til Arion banka í samræmi við skilmála tilboðsyfirlitsins. Tilboðsgjafi áskilur sér einhliða rétt til að samþykkja þau samþykkiseyðublöð sem berast eftir að gildistími tilboðsins rennur út. Framlengja má valfrjálsa tilboðið að því marki sem ákvæði laga um yfirtökur leyfa. Tilboðið er háð þeim skilyrðum sem koma fram í opinbera tilboðsyfirlitinu. Framtíðaráætlanir Tilboðsgjafi telur að ákveðin kaflaskil hafi átt sér stað hjá Origo í kjölfar sölu á öllum eignarhlut félagsins í Tempo til fjárfestingasjóðsins Diversis Capital. Alfa Framtak vill taka þátt í þeim umbreytingum sem eru fylgifiskur slíkra kafla- skila í góðri samvinnu við núverandi stjórnendur og aðra hluthafa með því að skerpa enn frekar á þjónustuframboði og skipulagi félagsins – viðskiptavin- um og félaginu til hagsbóta. Í þessu gæti meðal annars falist aukið sjálfstæði einstakra rekstrareininga, svo sem notendalausna, og einnig kæmi til greina að skoða að fá inn meðfjárfesta í aðrar einstakar rekstrareiningar félagsins, en í því samhengi mætti til dæmis nefna Syndis og lausnir fyrir ferðaþjónustu. Tækifæri gætu einnig falist í nýtingu á fjármunum félagsins til uppkaupa á hentugum viðbótareiningum við rekstur félagsins ef slík tækifæri sýna sig hratt, eða útgreiðslu hluta fjármunanna til hluthafa. Tilboðsgjafi telur jafnframt að tækifæri geti falist í almennri endurskipulagningu og endurskoðun á húsakosti félagsins. Það er skoðun tilboðsgjafa að hlutabréf félagsins skuli afskráð úr kauphöll í því skyni að skapa aukinn sveigjanleika fyrir þær breytingar sem tilboðsgjafi telur að ráðast þurfi í. Verði hlutirnir teknir úr viðskiptum, sem er meðal annars háð samþykki Nasdaq Iceland hf., verða þeir ekki skráðir á nein- um viðurkenndum verðbréfamarkaði eða markaðstorgi fjármálagerninga og upplýsingagjöf félagsins verður takmarkaðri. Líkur eru því á að enginn virkur markaður verði með hlutina sem dregur úr seljanleika hlutabréfanna. Reykjavík, 14. janúar 2023 AU 22 ehf. Þann 12. desember 2022 tilkynnti AU 22 ehf. („tilboðsgjafi“) að það hefði ákveðið að gera öðrum hluthöfum Origo hf. („Origo“) valfrjálst tilboð í hluti þeirra í félaginu í samræmi við ákvæði laga nr. 108/2007 um yfirtökur („lög um yfirtökur“). Tilboðsgjafi er eignarhaldsfélag í fullri eigu Umbreytingar II slhf., fram- takssjóðs í rekstri Alfa Framtaks ehf. („Alfa Framtak“). Alfa Framtak er óháður rekstraraðili sérhæfðra sjóða sem leggur áherslu á framtaksfjár- festingar og starfar samkvæmt lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða nr. 45/2020. Alfa Framtak fjárfestir í fyrirtækjum, oftast sem meirihluta- eigandi og beitir sér markvisst fyrir virðisaukningu. Stefna Alfa Framtaks er að skila fyrirtækjum af sér í betra ástandi en þegar þau voru keypt og þannig skilja eftir jákvæð fótspor í íslensku viðskiptalífi. Tilboðsgjafi gerir valfrjálst tilboð í samræmi við ákvæði X. og XI. kafla laga um yfirtökur byggt á skilmálum og skilyrðum sem sett eru fram í opinberu tilboðsyfirliti sem verður dagsett og birt 19. janúar 2023 („til- boðsyfirlitið“). Skilmálar tilboðsins uppfylla skilyrði ákvæða 2.-4. mgr. 103. gr. laga um yfirtökur eins og um skyldubundið yfirtökutilboð væri að ræða. Af því leiðir að tilboðsgjafa verður ekki skylt að gera yfirtökutilboð í samræmi við 100. gr. laga um yfirtökur nái hann yfirráðum í Origo, í skilningi um- rædds ákvæðis, í kjölfar tilboðsins. Tilboðshafar Tilboðið nær til allra hluta í Origo sem ekki eru í eigu tilboðsgjafa eða félagsins sjálfs við lok viðskiptadags þann 18. janúar 2023. Hluthöfum sem skráðir eru í hlutaskrá Origo í lok viðskiptadags þann 18. janúar 2023 mun verða sent tilboðsyfirlitið, samþykkiseyðublað og svarumslag. Tilboðið nær ekki til þeirra hluthafa í Origo sem skráðir eru í hlutaskrá Origo eftir lok viðskiptadags 18. janúar 2023. Framangreind skjöl verða einnig aðgengileg hjá Arion banka hf., Borgartúni 19, 105 Reykjavík („Arion banki“) sem er umsjónaraðili með tilboðinu. Jafnframt er hægt að nálgast tilboðsyfirlitið á heimasíðu Origo, www.origo.is, í fréttakerfi Nasdaq Iceland og á heimasíðu Arion banka, www.arionbanki.is/tilbod- -origo þar sem hægt verður að samþykkja tilboðið rafrænt. Umsjónaraðili Arion banki hefur verið ráðinn umsjónaraðili með valfrjálsa tilboðinu fyrir hönd tilboðsgjafa. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka í gegnum tölvupóstfangið origo@arionbanki.is og í síma 444-7000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.