Fréttablaðið - 14.01.2023, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 14.01.2023, Blaðsíða 40
kopavogur.is Auglýsing um breytt deiliskipulag í Kópavogi Hafnarbraut 2-10, Kársnesbraut 108-114 - Breytt deiliskipulag. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 08. mars 2022 að auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Hafnarbraut 10. Í breytingunni felst að íbúum fjölgi um 8, verði 48 í stað 40 í sama rými og fyrir er og að bílgeymsla verði stækkuð neðanjarðar og fjöldi bílastæða á lóð verði í samræmi við íbúðarstærðir. Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 9. September 2022, uppfært 13. janúar 2023. Nánar um tillöguna er vísað til kynningargagna. Vesturvör 22-24 (Hafnarbraut 16-18) - Breytt deiliskipulag. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 22. nóvember 2022 að auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Vesturvör 22-24 (Hafnarbraut 16-18). Í breytingunni felst að heiti lóðanna verði Hafnarbraut 16 (áður Vesturvör 24) og Hafnarbraut 18 (áður Vesturvör 22) þar sem aðkoma er ráðgerð frá Hafnarbraut. Lóðirnar stækki til norðurs samanlagt um 394,8 m², úr 5.135 m² í 5.529,8 m² og að í stað eins byggingarreits verði tveir stakstæðir byggingarreitir á lóðunum, einn á hvorri lóð. Heildarbyggingarmagn á lóðunum eykst um 4.990 m², úr 8.400 m² í 13.390 m² og íbúðum fjölgar um 32, úr 59 í 91 samtals á báðum lóðunum. Nýtingarhlutfall á lóðunum eykst úr 1.6 í 2.4 ofanjarðar og neðanjarðar á báðum lóðunum. Nýtingarhlutfall á Hafnarbraut 16 verður 2,15 og nýtingarhlutfall á Hafnarbraut 18 verður 2,69. Bílastæðum fjölgar um 15, úr 81 í 96 samanlagt á báðum lóðunum. Tillagan er sett fram á uppdráttum í mvk. 1:1000 ásamt skýringarmyndum dags. 7. nóvember 2022, uppfært 9. janúar 2023. Nánar um tillöguna er vísað til kynningargagna. Urðarhvarf 12 - Breytt deiliskipulag. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 13. desember 2022 að auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Urðarhvarf 12. Í breytingunni felst að byggingarreitur hækkar úr 5 hæðum og kjallara í 6 hæðir og kjallara og byggingarreitur bíla- geymslu breytist og færist til suðurs að lóðarmörkum. Heildarbyggingarmagn eykst úr 3.800 m² í 8.500 m², þar af um 1.500 m² í niðurgrafinni bílageymslu. Gert er ráð fyrir einu bílastæði á hverja 50 m² í atvinnuhúsnæði og einu stæði á hverja 100 m² í geymslum í allt 130 stæði þar af um 50 stæðum í niðurgrafinni bílageymslu. Stærð lóðar Urðarhvarfs 12 er skv. fasteignaskrá 4.664 m². Nýtingarhlutfall er 0,9 og verður 1.83. Áður en aðalteikningar verða lagðar fyrir byggingarfulltrúa til afgreiðslu er gerð krafa um að byggingaráform verði lögð fyrir skipulagsráð til af- greiðslu. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag sem samþykkt var í bæjarstjórn 25. september 2001 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 15. janúar 2001 m.s.br. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 dags. 14. október 2022, uppfært 17. nóvember 2022 ásamt skýringarmyndum og greinargerð. Nánar um tillöguna er vísað til kynningargagna. Vatnsendablettur 5 - Breytt deiliskipulag. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 10. janúar 2023 að auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Vatnsendablett 5. Í breytingu felst að lóðinni verði skipt í tvær lóðir, Vatnsendablettur 5 og 5A, og að reist verði einnar hæðar ein- býlishús á nýrri lóð. Á lóðinni er í dag einnar hæðar einbýlishús og hesthús, núverandi byggingarmagn á lóðinni er 335,7m², lóðarstærð er 15.213 m² og núverandi nýtingarhlutfall á lóðinni er 0,02. Eftir breytingu yrði Vatnsenda- blettur 5, 13.404 m² að stærð með nýtingarhlutfall 0,03 og Vatnsendablettur 5A yrði 1.809 m² að stærð með nýtingarhlutfall 0,17. Gert er ráð fyrir að hámark byggingarmagns á Vatnsendabletti 5A verði 300 m². Hámarks- hæð nýbyggingar yrði 6,5 metrar og byggingarreitur 13x27m. Aðkoma yrði sameiginleg um lóð Vatnsendabletts 5 eftir núverandi heimkeyrslu. Einnig er lagt til að afmörkun lóðar og skipulagssvæðis ásamt legu reið- og göngustíga yrði uppfært í samræmi við gildandi mæliblað og núverandi legu stíga. Að öðru leiti verða skilmálar í gildandi deili- skipulagsáætlun óbreyttir. Tillagan er sett fram á uppdráttum í mvk. 1:200 og 1:1000 dags. 12. desember 2022, uppfært 11. janúar 2023. Nánar um tillöguna er vísað til kynningargagna. Urðarhvarf 10 - Breytt deiliskipulag. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 10. janúar 2023 að auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Urðarhvarf 10. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni á lóð úr 3.800 m² í 5.900 m² þar af um 2.200 m² í kjallara. Nýtingar- hlutfall eykst úr 0.65 í 1. Ytri byggingarreitur breytist og færist til vesturs um 3 metra vegna stoðveggjar sem þegar hefur verið byggður á lóðarmörkum Urðarhvarfs 8 og 10. Byggingarreitur kjallara stækkar til suðurs og verður hann að hluta til á tveimur hæðum. Gert verður ráð fyrir 134 stæðum á lóð þar af 34 stæðum í niðurgrafinni bílageymslu. Gert verður ráð fyrir 40 reiðhjólum á lóð og þar af verði helmingur hjóla í lokuðu rými í kjallara eða á lóð. Áður en aðalteikningar verða lagðar fyrir byggingarfulltrúa til afgreiðslu er gerð krafa um að byggingaráform verði lögð fyrir skipulagsráð til afgreiðslu. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 dags. 19. desember 2022, uppfært 10. janúar 2023 ásamt skýr- ingarmyndum og greinargerð. Nánar um tillöguna er vísað til kynningargagna. Kríunes - Breytt deiliskipulag. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 10. janúar 2023 að auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Kríunes. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir nýrri viðbyggingu hótelsins á neðri hæð hússins á suðurhluta lóðar. Að auki er gert ráð fyrir breytingum á innra fyrirkomulagi hússins með því að breyta hluta núverandi húsnæðis hótelsins í íbúðarhúsnæði. Heildarfjöldi hótelherbergja og íbúða er óbreyttur. Hæð byggingarreits breytist ekki. Við breyting- una eykst fermetrafjöldi á lóð úr 2.875 m² í 3.370 m². Nýtingarhlutfall eftir breytingu verður um 0.22. Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:500 og 1:1000 dags. 19. desember 2022, uppfært 12. janúar 2023 ásamt skýringarmyndum og greinargerð. Nánar um tillöguna er vísað til kynningargagna. Ofangreindar tillögur eru aðgengileg á vef Kópavogsbæjar, www.kopavogur.is og í þjónustuveri bæjarins að Digra- nesvegi 1. Ef óskað er eftir nánari upplýsingum um tillögurnar er hægt að senda fyrirspurn á starfsfólk skipulags- deildar á netfangið skipulag@kopavogur.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopa- vogur.is eigi síðar en kl. 16:00 fimmtudaginn 2. mars 2023. Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi. Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá Menntasjóði námsmanna geta sótt um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er fyrir þá sem að stunda nám fjarri heimili sínu. • Dvalarstyrkur (fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna náms). • Akstursstyrkur (fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili fjölskyldu fjarri skóla). Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum á Mitt Lán sem aðgengilegt er í gegnum heimasíðu okkar www.menntasjodur.is eða island.is. Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á vef Menntasjóðs námsmanna (www.menntasjodur. is). Menntasjóður námsmanna Námsstyrkjanefnd Jöfnunarstyrkur til náms Umsóknarfrestur á vorönn 2023 er til 15. febrúar nk. MARKAÐSKÖNNUN HÚSNÆÐI FYRIR HJÚKRUNARÞJÓNUSTU ALDRAÐRA – LEIGUHÚSNÆÐI 230126 Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) f.h. ríkissjóðs óskar eftir tilboðum um húsnæði fyrir 60 – 120 rýma sólarhrings hjúkrunarþjónustu fyrir aldraða. Áformað er að taka á leigu um 4 til 8 þúsund fermetra hús- næðis sem getur verið tilbúið til notkunar innan 6-12 mánaða frá undirritun leigusamnings. Æskilegt er að húsnæðið fáist afhent ekki síðar en fyrir árslok 2023 eða eins fljótt og auðið er. Gert er ráð fyrir að leigutími verði allt að 20 ár auk mögulegrar framlengingar til 10 ára. Gerð er krafa um staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu, í nálægð við stofnbrautir, almenningssamgöngur og aðra þjónustustarfsemi. Gott aðgengi skal vera fyrir hreyfihamlaða, hjólandi og gang- andi og hæfilegan fjölda bílastæða, miðað við staðsetningu, fyrir aðstandendur og starfsfólk. Frekari upplýsingar um kröfur til húsnæðisins verða aðgengi- legar á www.utbodsvefur.is mánudaginn, 16. janúar 2023. Fyrirspurnir varðandi verkefnið Húsnæði fyrir hjúkrunar- þjónustu aldraðra skulu sendar á netfangið leiguhusnaedi@fsre.is. Fyrirspurnarfrestur rennur út 19. janúar 2023 en svarfrestur er til og með 23. janúar 2023. Leigutilboð skal senda á leiguhusnaedi@fsre.is, eigi síðar en kl. 13:00 fimmtudaginn 26. janúar 2023. Merkja skal tilboðin; nr. 230126 – Húsnæði fyrir hjúkrunar- þjónustu aldraðra - Leiguhúsnæði. Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undanskilin lögum um opinber innkaup nr. 120/2016, sbr. a. lið 1. mgr. 11. gr. Ráðgjöf varðandi húsnæðisskipti, erfðaskrá, kaupmála eða dánarbúskipti. Lögmaður þér við hlið við sölu fasteignar án þess að greiða aukalega fyrir þá þjónustu. BÚUM VEL veitir nýja tegund þjónustu. Kynntu þér málið. SÉRHÆFÐ LÖGFRÆÐIÞJÓNUSTA MEÐ ÁHERSLU Á 60+ Elín Sigrún Jónsdóttir, lögmaður | Tryggvagötu 11, 2. hæð Sími 783 8600 | elin@buumvel.is | www.buumvel.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.