Fréttablaðið - 14.01.2023, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 14.01.2023, Blaðsíða 55
Saga djasssamfélagsins og viðhorfin eru þann- ig að það hefur verið svo mikil karlremba í gangi áratugum saman, það er erfitt að breyta því. Mikil karlremba hefur þrifist innan íslensku djasssenunnar frá upphafi, segir skipuleggj- andi nýrrar djasstónlistar- hátíðar sem miðar að því að auka hlut kvenna og kynsegin fólks í íslenskum djassi. ninarichter@frettabladid.is Djasstónlistarhátíðin Freyjufest fer fram í Hörpu 21. janúar. Djasspían- istinn Sunna Gunnlaugsdóttir er skipuleggjandi hátíðarinnar sem fram fer í Kaldalónssal Hörpu og er markmið viðburðarins að jafna kynjahalla innan íslensku djass- senunnar. Freyjufest á upphaf sitt að rekja til tónleikaraðarinnar Freyjudjass sem haldin var í Listasafni Íslands fyrir nokkrum árum. „Ástæðan fyrir því að ég byrjaði með þá tón- leikaröð er að þegar ég f lutti heim frá Bandaríkjunum var ég svo hissa, mér fannst ég vera eina konan að spila djass á Íslandi,“ segir Sunna. Hún bætir við að á þeim tíma sem hún var búsett erlendis hafi ekkert breyst hvað varðar kynjaslagsíðu í senunni. Sunna segist hafa þekkt til kvenna sem höfðu klárað djasstón- listarnám en fylgdu því einhverra hluta vegna ekki eftir, og fóru ekki inn á senuna. Sunna vill meina að ástæðuna megi rekja til karllægrar sveiflu í senunni. Það sama var uppi á teningnum þegar hún sat í stjórn Jazzhátíðar Reykjavíkur. „Þá fannst mér ekki koma inn umsóknir frá þessum konum, þær voru ekki einu sinni að falast eftir því að vera með,“ segir hún. Að sögn Sunnu er vandamálið og umræðan á alþjóðavísu. „Að það þurfi að auka hlut kvenna.“ Hún tók því málin í sínar hendur. „Ég ákvað að byrja með þessa tón- leikaröð og gera kröfu um að það væri að minnsta kosti ein kona í hverju atriði. Þarna væri ég að auka tækifæri fyrir alla á senunni, karla, konur og kynsegin fólk,“ segir Sunna. Þannig hvetji hún karlkyns hljóð- færaleikara til að hugsa út fyrir sinn vanalega samfélagshring. Sunna segir að þeir hugsi gjarnan fyrst og síðast um að spila með félögum sínum. Tónleikahátíð á borð við Freyjufest gefi hins vegar tilefni til þess að líta lengra, til þess hvort kvenkyns tónlistarmenn í senunni geti verið hluti af verkefninu. „En það gerðist hins vegar ekki. Strákarnir sóttust ekkert eftir því að vera með. Hins vegar varð til fullt af svona kvennaverkefnum, sem er alveg gaman,“ segir hún. Sunna segir, aðspurð, klassísku senuna hafa tekið mun hraðar við sér. „En það er samt ekkert langt síðan konur fengu fyrsta sæti í sin- fóníuhljómsveitum, það er ótrú- lega stutt síðan,“ bætir hún við. „Þegar þú horfir á sinfóníuhljóm- sveitir í dag, þá voru konur að taka yfir í sumum löndum, þær fylla rosalega mörg sæti.“ Breytingarnar eru aftur á móti seigari í djassinum. „Saga djasssamfélagsins og viðhorfin e r u þ a n n i g að það hefur verið svo mikil k a r l r e m b a í gangi áratugum saman, það er erf- itt að breyta því. Það hafa komið nýjar kynslóðir af ungum karld- jassleikurum sem eru að horfa til sinna fyrirmynda, og þess hvernig feðraveldið blómstraði í þessum geira.“ Seg ir Su nna að sér st æðu r keppnisandi ríki innan íslensku djasssenunnar. „Það er kannski viðhorfið gagnvart tónlistinni hjá sumum að þetta sé einhver svona keppnis íþrótt í staðinn fyrir list- form. Það er stundum talað um svona testósterón-djass, þar sem þú þarft að sýna hvað þú ert rosa- lega klár í staðinn fyrir að segja einhverja sögu, túlka og hreyfa við áhorfendum á einhvern hátt.“ Sunna hvetur fólk, bæði innan senunnar og áheyrendur, til að mæta djassinum með opnari huga. „Að vera ekki með staðlaðar hug- myndir um hvað djasstónlist eigi að vera. Eðli tónlistarinnar er að það má allt, sérstaklega í djasstón- list. Þú mátt blanda öllu saman og kjarninn er þessi túlkun.“ Þá bendir hún á að ekki megi gera kröfu um að konur í djassi spili nákvæmlega eins og karlar. „Sumar gera það, en af hverju mega ekki koma inn aðrar raddir með aðra sýn og annað sánd? Er það ekki bara spennandi? Við höfum alltaf viljað að djasstónlist haldi áfram að þróast og staðni ekki.“ Að sögn Sunnu gerast hlutirnir ekki án fyrirhafnar. „Það er svo- lítið algengt að fólk segi að það séu bara engar konur í senunni. En það er ekki satt. Karlmennirnir sem fá mestu athyglina koma fyrst upp í hugann, en þá þarf bara að leggja harðar að sér að finna konur sem eru í geiranum og gera þær sýni- legar. Um leið og þær eru sýnilegar getum við hætt að tala um að það séu engar konur á senunni. Og í litlu samfélagi eins og Íslandi þarf að opna dyrnar og bjóða þær vel- komnar á senuna. Að þær upplifi ekki strax í skólanum að þær séu að labba á einhvern glervegg.“ n Alrangt að engar konur séu í íslenska djassinum Sunna Gunnlaugsdóttir stendur fyrir djasstónlistarhátíðinni Freyjufest sem fram fer í Hörpu 21. janúar. Fréttablaðið/Valli arnartomas@frettabladid.is  Hugmyndir um að opna safn á heimili Gísla á Uppsölum hafa lengi verið á lofti en hafa nú færst nær veruleikanum. Fiskeldisfyrir- tækið Arnarlax hefur ákveðið að styrkja Félag um safn Gísla á Upp- sölum um níu milljónir króna til að ráðast í uppbyggingu á heimili einsetumannsins í Selárdal á Vest- fjörðum. „Við erum hér með safn um Samúel í Selárdal og erum þann- ig nágrannar Gísla,“ segir Kári Schram hjá Félagi um safn Gísla á Uppsölum. „Það hefur alltaf verið ákveðinn þyrnir í augum okkar hvað það hefur verið lítið gert þarna og hvað hlutirnir hafa drabb- ast niður þarna á svæðinu.“ Kári segir að þúsundir manna leggi leið sína að heimili Gísla ár hvert en vegurinn að eyðibýlinu hefur ekki verið fær fólksbílum. „Frá því að Gísli spratt upp á yfir- borðið er mikið af fólki sem hefur áhuga á Gísla og hans lífshlaupi,“ útskýrir hann. „Ferðin þangað upp eftir hefur þannig haldist í hendur við að Samúel átti heima í sama dalnum og fólk hefur þannig gert sér ferð til að heilsa Gísla í leiðinni.“ Verður styrkurinn frá Arnarlaxi meðal annars nýttur í vegabætur til að bæta aðgengi ferðafólks auk þess sem rafmagn verður lagt í húsið í fyrsta sinn. Þá eru ýmsar aðrar við- gerðir nauðsynlegar áður en safnið kemst á laggirnar. „Þegar þetta verkefni fór í gang fórum við auðvitað að hugsa hvern- ig hægt væri að fjármagna þetta því allt kostar þetta jú peninga,“ segir Kári. „Ég hafði samband við Arnarlax sem er einmitt á svæðinu og fékk glimrandi undirtektir frá þeim. Þeir sáu gildið í því að styrkja nærliggjandi menningu hjá sér og komu með þennan ljómandi góða styrk sem gerir okkur kleift að setja hlutina í gang.“ Frekari fjársöfnun mun eiga sér stað á næstunni en stefnt er að opnun safnsins árið 2025. „Gísli er í hugum og hjörtum flestra Íslendinga í dag, eða þeirra sem þekkja hann að minnsta kosti. Hugmyndin er líka að kynna sögu hans fyrir nýjum kynslóðum.“ n Opna safn á heimili Gísla á Uppsölum Gísli slær með orfi og ljá, 1984. mynd/GVa Frá Uppsölum í fyrrahaust. mynd/aðsend 14. janúar 2023 Laugardagur FréttAblAðið menning 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.