Fréttablaðið - 14.01.2023, Blaðsíða 44
Sigrún Þorsteinsdóttir er
með óbilandi áhuga á mat
og heilsu. Hún hefur rekið
vefinn CafeSigrun frá árinu
2003. Vefurinn fagnar því
20 ára afmæli en þar er að
finna fullt af girnilegum
uppskriftum að hollum og
næringarríkum réttum sem
gleðja matarhjartað.
sjofn@frettabladid.is
Sigrún segist vera salatfíkill og veit
fátt betra en að fá matarmikið og
gott salat í matinn, hvort sem það er
í hádegismat eða kvöldverð. Sigrún
starfar sem barnasálfræðingur og
er með meistaragráðu í heilsusál
fræði. Gaman er að geta þess að
Sigrún gaf út metsöluuppskriftabók
árið 2015 og kláraði doktorsgráðu
í heilsueflingu í fyrra. „Ég vinn í
rannsóknum með Önnu Sigríði
Ólafsdóttur, prófessor í næringar
fræði, sem jafnframt var leiðbein
andi minn í náminu og er höfundur
Bragðlaukaþjálfunar, rannsóknar
á börnum með matvendni sem var
grunnurinn að doktorsverkefninu
mínu,“ segir Sigrún sem nýtur sín í
starfi sínu þar sem hún hefur sam
tvinnað áhuga á mat og heilsu.
Litlar máltíðir yfir daginn
Við fengum Sigrúnu til að segja
okkur hvernig hefðbundinn dagur
væri hjá henni þegar kemur að því
að fá sér morgunmat, hádegismat
eða kvöldverð. Einnig fengum við
hana til að deila með lesendum
einni uppáhaldsuppskrift sinni.
„Ég var pottþétt sléttudýr í fyrra
lífi því ég borða litlar máltíðir sem
eru dreifðar yfir daginn og það
hentar mér afar illa að borða stórar
eða þungar máltíðir. Í morgunmat
fæ ég mér til dæmis hafragraut
með fræjum og ávöxtum, eða
heimatilbúið súrdeigsbrauð og í
millibita ávöxt eða heimatilbúna
orkukúlu.
Í hádeginu borða ég gjarnan
matarmikið salat eða gróft súr
deigsbrauð eða afgang af kvöld
matnum. Í kaffitímanum fæ ég
mér til dæmis ávöxt eða þeyting og
borða svo staðgóða kvöldmáltíð.
Í gegnum rannsókn okkar í
Bragðlaukaþjálfun sem var á
börnum með matvendni, sáum við
vel hversu miklu máli skiptir að
upplifa ánægju í kringum máltíðir
og þær eru alveg heilagar á mínu
heimili. Við fjölskyldan borðum
saman að minnsta kosti morgun
mat og kvöldmat flesta daga og
förum yfir daginn og veginn í
rólegheitum.
Allir skjáir eru bannaðir við
borðið og börnin eiga 100% athygli
okkar.
Ég hef mikla trú á því að nær
ingarríkur matur sé grunnur að
góðri heilsu og er sjálf eins og raf
magnslaus bíll á morgnana, kemst
ekki langt nema að vera búin að
borða góðan morgunmat.“
Breytir þú mataræðinu í upphafi
árs?
„Nei, í raun ekki. Mataræðið
er ósköp svipað – alltaf grænt
og gróft. Við eldum ekki kjöt á
heimilinu svo við erum nokkuð
græn í mataræðinu almennt.“
Er mataræði þitt breytilegt eftir
árstíðum?
„Það eina sem virkilega breytist
er að við hjónin verðum vand
ræðalega mikið sólgin í síld yfir
vetrarmánuðina en getum alls ekki
borðað hana þegar fer að hlýna.
Grjónagrautur og súpur koma líka
sterk inn á köldum vetrardögum
en síður á sumrin.“
Næringarríkt vetrarsalat með kínóa
Sigrún Þorsteinsdóttir barnasálfræðingur hefur óbilandi áhuga á mat og heilsu og er að eigin sögn salatfíkill. Hún nýtur sín í starfi og hefur náð að samtvinna
brennandi áhuga sinn á mat og heilsu í leik og starfi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Matseðill vor- og haustönn
Hvernig lítur hefðbundinn dagur út
hjá þér?
„Ég legg drög að matseðli fyrir
misserið, vorönn eða haustönn,
prenta upp og hengi á ísskápinn.
Hann er ekki alheilagur en miðar
að því að vera hentugur fyrir kvöld
mat og líka nestisboxið því ég geri
hádegismat fyrir börnin.
Hádegisnestið þarf að vera lyst
ugt, eitthvað sem öll fjölskyldan
borðar, en líka hollt og næringar
ríkt. Það er meira en að segja það
því þótt börnin séu alls ekki mat
vönd borðar stelpan til dæmis ekki
hvítan fisk en elskar grænmetis las
anja á meðan strákurinn vill helst
skötusel en borðar ekki lasanja.
Lausnin er því að kaupa alltaf
tvenns konar fisk (tekur sama
tíma í undirbúningi) og á meðan
stelpan fær lasanja, fær strákurinn
sömu hráefnin nema bara soja
hakk í pastasósu, hrátt grænmeti
með og soðið heilhveitipasta. Allir
glaðir og allir saddir. Þetta er ein
mitt eitt af því sem við kenndum í
Bragðlaukaþjálfun, að pressa ekki
á börnin að borða eitthvað sem
þeim þykir ekki gott, en finna í
staðinn málamiðlanir. Líkt og aðra
foreldra vantar mig alltaf nokkra
aukaklukkutíma í sólarhringinn
og því er gráupplagt að skipuleggja
máltíðir með góðum fyrirvara því
þannig verða innkaupin hagkvæm
ari og eldamennskan léttari.“
Aðspurð segir Sigrún að hennar
uppáhaldshádegismatur sé salat
og gefur hún lesendum Frétta
blaðsins uppskrift að einu af sínum
eftirlætissalötum sem steinliggur á
þessum árstíma.
„Minn besti hádegismatur er
nánast allt sem heitir salat.
Ég er salatfíkill og því matar
meira, því betra. Salat gert að kvöldi
er frábært í hádegismat daginn
eftir svo það sparast bæði undir
búningur og hráefni þegar maður
gerir tvær máltíðir í einu. Minni
matarsóun og meiri hagkvæmni.“
Matarmikið vetrarsalat
með kínóakorni
400 g kínóakorn
½ grænmetisteningur
450 g rauðrófur, 3 litlar
1 granatepli
60 g pistasíuhnetur, skurnlausar
1 stk. mangó
100 g spínat eða spínatkál, takið
stilkana af
100 g fetaostur í saltvatni
Byrjið á því að skola kínóakornið í
fíngata sigti. Látið vatnið því næst
renna af og setjið svo kornið í pott.
Síðan er vatninu hellt út á þann
ig að fljóti vel yfir og sjóðið ásamt
grænmetisteningnum í um 15
mínútur.
Leyfið pottinum að standa á
hellunni eftir að slökkt hefur verið
á henni á meðan þið útbúið annað
hráefni.
Afhýðið rauðrófurnar, skerið
í meðalstóra bita. Setjið í djúpa
pönnu ásamt botnfylli af vatni og
sjóðið með lokinu á í 30 mínútur.
Hellið vatninu frá og setjið rauð
rófurnar til hliðar. Losið fræin úr
granateplinu (best að skera grunnt
í hýðið og losa fræin ofan í vatns
baði).
Saxið pistasíuhneturnar gróft.
Skerið mangóið í bita. Skolið spín
atið. Þerrið spínatið og dreifið á
stóran, grunnan disk. Setjið kínóa
kornið ofan á. Raðið rauðrófum,
granateplafræjum, pistasíuhnetum
og mangóbitum ofan á og blandið
mjög varlega svo að rauðrófurnar
liti ekki allt annað.
Dreifið fetaostinum yfir. Berið
fallega fram og njótið þess að borða
hollt og gott salat. n
Vetrarsalatið hennar Sigrúnar er hið girnilegasta og gleður bæði auga og
munn. Á einstaklega vel við á þessum árstíma. myNd/SIgRúN
6 kynningarblað A L LT 14. janúar 2023 LAUGARDAGUR