Fréttablaðið - 14.01.2023, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 14.01.2023, Blaðsíða 24
Framkvæmdastjóri fjármála Hlutverk framkvæmdastjóra er meðal annars ábyrgð á daglegri fjármálastjórn, þróun á nýtingu gagna og mótun stjórnendaupplýsinga ásamt stuðningi við áframhaldandi mótun og vöxt félagsins. Starfið heyrir beint undir forstjóra og er hluti af framkvæmdastjórn. Hæfniskröfur: • Víðtæk þekking á fjármálum og fjármálaumhverfi fyrirtækja • Góð þekking á fjármálahugbúnaði og nýtingu gagna í rekstri • Reynsla og þekking á stefnumótunarvinnu og innleiðingu • Reynsla af stjórnun og stjórnunarstörfum • Háskólamenntun sem nýtist í starfinu • Framúrskarandi samskiptafærni og þjónustulund Hlutverk framkvæmdastjóra er meðal annars yfirumsjón með ferðasviði og rekstur þess. Stefnumótun, innleiðing og framfylgd stefnu ásamt vöruþróun og verðstýringu. Starfið heyrir beint undir forstjóra og er hluti af framkvæmdastjórn. Hæfniskröfur: • Víðtæk þekking á stefnumótun og umbótavinnu • Góð þekking á greiningu og túlkun gagna • Reynsla af stjórnun og stjórnunarstörfum • Háskólamenntun sem nýtist í starfinu • Framúrskarandi samskiptafærni og þjónustulund Framkvæmdastjóri ferðasviðs Kynnisferðir er öflugt ferðaþjónustufyrirtæki með ríflega 400 starfsmenn sem starfar undir vörumerkinu ICELANDIA. Við erum leiðandi í skipulagningu og rekstri dagsferða með erlenda og innlenda ferðamenn um Ísland. Klettagörðum 12 • 104 Reykjavík • Iceland • 580 5400 • www.icelandia.com Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem hjá Hagvangi, sverrir@hagvangur.is Tekið er á móti umsóknum á https://www.hagvangur.is/ Umsóknarfrestur til og með 25. janúar 2023 Hlutverk Fjarskiptastofu er að stuðla að netöryggi ásamt hagkvæmri, öruggri og að- gengilegri fjarskiptaþjónustu og efla virka samkeppni á markaði. Hjá Fjarskiptastofu starfa um 40 manns, aðallega sérfræðingar við úrlausn verkefna á sviði netöryggis, tæknimála, viðskipta og laga sem tengjast hlutverki stofnunarinnar. Verkefnastjóri á innviðasvið Fjarskiptastofu Fjarskiptastofa óskar eftir að ráða í stöðu verkefnastjóra fjarskiptainnviðasviðs. Verkefnastjóri innviðasviðs hefur það hlutverk að stýra stærri verkefnum sviðsins og er um leið faglegur leiðtogi verkefnahópsins. Innviðasvið Fjarskiptastofu ber ábyrgð á kortlagningu og greiningum á núverandi og fyrirhuguðum innviðum fjarskipta ásamt tengdum innviðum og stuðlar að uppbyggingu innviða í samstarfi við stjórnvöld og markaðsaðila. Innviðasvið stýrir skipulagi auðlinda fjarskipta (tíðna og númera) og úthlutar heimildum fyrir þær auðlindir. Einnig viðhefur sviðið eftirlit með ljósvakanum sem felur í sér mælingar, viðbragð og úrvinnslu truflana. Verkefnastjóri stýrir verkefnum sem snúa að hlutverki sviðsins, þróun á starfsemi sviðsins og nýsköpun á fagsviðinu, hvort sem er innan Fjarskiptastofu eða með samstarfsaðilum. Meðal mikilvægra verkefna er aðkoma að því að efla starfsemi innviðasviðs varðandi fjarskiptanet, þróun þeirra, öryggi, áfallaþol og uppbyggingu ásamt því að vinna að því að móta samstarf og samvinnu á fjarskiptamarkaði um uppbyggingu fjarskiptainnviða. Helstu verkefni og ábyrgð: • Taka virkan þátt í að efla starfsemi innviðasviðs varðandi fjarskiptanet, kortlagningu þeirra, öryggi, áfallaþol og uppbyggingu • Koma að því að móta samstarf og samvinnu á fjarskiptamarkaði • Þátttaka í innlendu og alþjóðlegu samstarfi um uppbyggingu fjarskiptainnviða • Ráðgjöf og upplýsingagjöf varðandi fjarskiptanet og uppbyggingu þeirra • Vinna náið með sviðsstjóra að því að innviðasvið framfylgi markmiðum og stefnu varðandi þróun fjarskiptaneta landsins Hæfnikröfur • Háskólanám sem nýtist í starfi, t.d. á sviði verk-, tækni- eða tölvunarfræði • Brennandi áhugi á fjarskiptatækni, nýsköpun og tækniþróun • Reynsla af verkefnastjórnun • Reynsla af vinnu tengdum fjarskiptanetum • Þarf að hafa gott vald á íslensku og ensku, og búa yfir ríkulegri samskiptafærni meðal annars að geta miðlað tæknilegum upplýsingum. • Samstarfshæfni, jákvætt viðhorf og eiga auðvelt með að vinna í hóp. • Hæfni til ákvarðanatöku við flóknar og krefjandi aðstæður Frekari upplýsingar um starfið: Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Fjarskiptastofa leggur áherslu á jafnrétti og hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið. Krafist verður sakavottorðs. Við ráðningu þarf að gangast undir og standast bakgrunnsskoðun og öryggisvottun Ríkislögreglustjóra. Umsóknarfrestur er til og með 17. janúar 2023. Fjarskiptastofa lítur svo á að umsókn gildi í 6 mánuði frá dagsetningu hennar, nema umsækjandi ákveði umsókninni skemmri gildistíma. Sótt er um starfið á www.starfatorg.is Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorleifur Jónasson, sviðsstjóri, thorleifur@fjarskiptastofa.is 2 ATVINNUBLAÐIÐ 14. janúar 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.