Fréttablaðið - 14.01.2023, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.01.2023, Blaðsíða 8
22 íbúar Tsjortkív særðust í eldflaugaárás Rússa síðasta sumar. Heildarfjárhæðin er tæplega níu milljónir króna. Við Höfn hefur landið risið um 30 sentimetra á þessum tíma og inn til jökla um 60 senti- metra. Guðmundur Valsson, fagstjóri Landmælinga Þetta er mikil áskorun fyrir okkur – og kallar á sífellda dælingu úti á Grynnslunum. Sigurjón Andrés- son, bæjarstjóri á Höfn Auglýst er eftir umsóknum um styrk sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals og veittur er af Seðlabanka Íslands. Tilgangur styrksins, sem veittur er árlega, er að styðja framtak sem miðar að því að varðveita og miðla menningarverðmætum sem núverandi kynslóð hefur fengið í arf. Styrkfjárhæðin nemur fimm milljónum króna og verður henni úthlutað í maí 2023. Heimilt er að skipta fjárhæðinni á milli tveggja eða fleiri umsækjenda. Umsóknarfrestur er til og með 17. mars 2023. Sótt er um styrkinn í gegnum heimasíðu bankans: www.sedlabanki.is/menningarstyrkur. Nánari upplýsingar: Hrafnhildur Ýr Bernharðsdóttir á skrifstofu seðlabanka­ stjóra. auglýsir eftir umsóknum um styrk tengdan nafni Jóhannesar Nordals S E Ð L A B A N K I Í S L A N D S Kalkofnsvegi 1 · 101 Reykjavík · 569 9600 · seðlabanki@sedlabanki . is Landið hefur risið um 30 senti- metra við Hornafjörð á 30 árum og tvöfalt meira inn til jöklanna á því svæði. Enda þótt það geti unnið á móti hækkun sjávar er breytingin mikil áskorun fyrir íbúa svæðisins. ser@frettabladid.is NÁTTÚRA Landið rís núna um ellefu til fjórtán millimetra á ári við Höfn í Hornafirði og enn meira inn til jökulsporðanna á þeim slóðum, svo mjög raunar yfir lengri tíma litið, að eftir er tekið. Hornfirðingar hafa fyrir vikið þurft að grípa til æ fleiri aðgerða til að tryggja innsiglinguna í firðinum. „Jökulfargið er alltaf að minnka,“ segir Þorvarður Árnason, náttúru- fræðingur á staðnum, sem fylgst hefur með sköpulagi Vatnajökuls um árabil sem starfsmaður Háskóla Íslands. Hann minnir á síðari tíma jarðsögu, en á litlu ísöldinni, sem hófst á fjórtándu öld, hafi jöklarnir skriðið fram og stækkað, allt fram til 1890. „Þá koma kaflaskilin,“ segir Þor- varður og bendir á Breiðamerkur- jökul sem hafi hætt að stækka. „Hann hopar fyrst hægt, það glittir í lónið 1932, svo kólnar heldur um skeið, en frá 1990 hefur bráðnunin verið stöðug og hröð – og raunar æ hraðari ár frá ári að undanförnu,“ útskýrir fræðimaðurinn. Landið bregðist við með því að lyftast – og það staðfesta tölur úr skjalastafla Guðmundar Valsson- ar, fagstjóra Landmælinga Íslands. Hann segir landrisið hafa aukist sérstaklega mikið á síðustu fimm árum – og þegar horft sé yfir línu- laga þróun síðustu þrjátíu ára sé breytingin augljós. „Við Höfn hefur landið risið um 30 sentimetra á þessum tíma og inn til jökla um 60 sentimetra. Þetta eru miklar breytingar á ekki lengri tíma,“ segir hann og bendir á að tvær hliðar séu á öllum málum. Jákvæðu áhrifin geti verið þau að landrisið vinni á móti hækkun sjávar. Í því mengi starfar Sigurjón Andr- ésson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar. „Þetta er mikil áskor- un fyrir okkur – og kallar á sífellda dælingu úti á Grynnslunum, fyrir utan höfnina, til að viðhalda sigl- ingaleiðinni um ósinn. Og vegna breytinganna erum við núna að vinna forspár með dönskum sér- fræðingum um mögulegan efnis- burð við ströndina,“ segir hann. „Landið er að rísa mjög mikið á þessum slóðum,“ segir Gunnar Haukur Kristinsson, forstjóri Land- mælinga Íslands, en minnir á að vel sé fylgst með svæðinu – og vöktunin sé nákvæm. „Það má heita að við fylgjumst með þessum andardrætti lands- ins á sekúndufresti,“ en nákvæm mælingatæki sé að finna á um 35 stöðum á landinu. „Allar hreyfingar þess eru færðar til bókar jafnóðum og einhver breyting verður svo landsmenn geti gengið að réttu hæðarpunktunum á hvaða tíma sem er,“ segir Gunnar Haukur Krist- insson. n Landið rís hratt suðaustanlands út af sífellt minnkandi fargi Vatnajökuls Vel er fylgst með landrisinu. Breytingarnar eru hvað augljósastar suðaustanlands þar sem Vatnajökulsfargið er alltaf að minnka. Fréttablaðið/Vilhelm kristinnpall@frettabladid.is AkuReyRi Bæjarráð Akureyrarbæjar samþykkti tillögu fjársýslusviðs um að afskrifa 434 kröfur á nýjasta fundi sínum. Heildarfjárhæðin sem um ræðir er tæplega níu milljónir króna. Í fundargerðinni kemur fram að þarna sé einnig að finna yngri kröfur hjá gjaldþrota aðilum og einstaklingum sem fengið hafa greiðsluaðlögun en Dan Jens Brynj- arsson, sviðsstjóri fjársýslusviðs Akureyrarbæjar, segir þetta hafa verið ýmis þjónustugjöld sem ekki voru greidd. n Afskrifa á fimmta hundrað krafna Kröfurnar eru samanlagt 434 talsins. kristinnpall@frettabladid.is ReykjAvík „Það er heldur betur eftirvænting og það eru margir að dusta rykið af dansskónum eftir þriggja ára bið,“ segir Lísa Björg Ing- varsdóttir, umsjónaraðili Þorrablóts ÍR, sem fer fram í kvöld. Fjölmörg íþróttafélög eru með þorrablót um þessa helgi, enn f leiri um næstu helgi og næstu helgar. „Þetta er stærsti hverfisviðburður ársins í Breiðholtinu. Þetta markar líka ákveðin tímamót því þetta er fyrsta þorrablótið sem fer fram í nýja íþróttahúsinu,“ segir Lísa. Von er á tæplega þúsund manns í Breiðholtið í kvöld. Sama kvöld verður þorrablót hjá KR en FH-ingar héldu blót í gær. Um næstu helgi verða Stjarnan, Fjölnir og Aftur- elding með þorrablót líkt og Kópa- vogsblótið, sameiginlegt þorrablót Breiðabliks, Gerplu og HK, sem er titlað fjölmennasta blót heims. Lísa segir þetta gríðarlega mikil- væga fjáröflun fyrir félögin. „Þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fjárhag félaganna en um leið er mikill ágóði af þessu sam- félagslega. Þarna eru allar deildir félaganna að sameinast.“ n Þúsundir blóta hjá íþróttafélögunum Þorrakræsingar. Fréttablaðið/Valli kristinnpall@frettabladid.is ReykjANesbæR Boð frá úkraínska bænum Tsjortkív um vinabæjar- samstarf við Reykjanesbæ hefur verið afþakkað. Þetta kom fram á fundi bæjarráðs í vikunni en þar var Tsjortkív þakkaður sýndur áhugi. Á vef Reykjanesbæjar kemur fram að bærinn eigi tvo vinabæi, Kerava í Finnlandi og Trollättan í Svíþjóð, en Tsjortkív, tæplega þrjátíu þúsund manna bær í suðurhluta Úkraínu, hlaut ekki náð fyrir augum bæjar- ráðs. n Vinabæjarboði frá Úkraínu hafnað 14. janúar 2023 Laugardagur8 fréttir Fréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.