Fréttablaðið - 14.01.2023, Blaðsíða 12
Sófahelgi
allra sófahelga
Það er íþróttahátíð um helgina þar
sem hver stórviðburðurinn á fætur
öðrum fer fram hér á landi sem og
erlendis. Fyrst ber að nefna íslenska
handboltalandsliðið sem mun á
laugardagskvöld mæta Ungverjum í
áhugaverðri rimmu á heimsmeistara-
mótinu. Bikarúrslitahelgi er á Íslandi
þar sem leikið verður til þrautar og
þá eru stórleikir í enskum fótbolta.
Íþróttaáhugafólk hefur í nægu að
snúast um helgina og allt eins líklegt
að fólk komist aðeins rétt svo á kló-
settið á milli stórviðburða.
hordur@frettabladid.is
Laugardagur – 12.00
Man. Utd – Man. City
Enska úrvalsdeildin
Síminn Sport
Helgin fer af stað með látum þegar
einn stærsti leikur hvers árs fer fram
í Manchester-borg. Bláa liðið fer þá
í stutt ferðalag og heimsækir Rauðu
djöflana á Old Trafford. Man chester
City lék sér að United í fyrri leik
liðanna og eiga þeir rauðu harma
að hefna. United hefur undir stjórn
Erik ten Hag verið á góðu skriði en
nú er komið að stóra prófinu, Man-
chester City kemur sært til leiks
eftir að hafa fallið úr leik í deildar-
bikarnum á miðvikudag. Erling
Haaland skoraði þrennu í fyrri leik
liðanna og er líklegur til afreka á
Old Trafford.
Laugardagur – 13.30
Haukar – Keflavík
Bikarúrslit kvenna i körfubolta
RÚV
Það er alvöru tvíhöfði í Laugardalshöll þegar bikarúrslit í kvenna- og karla-
flokki fara fram. Konurnar ríða á vaðið með stórleik Hauka og Keflavíkur.
Bæði lið unnu sannfærandi sigra í undanúrslitum og má búast við jöfnum
leik. Um er að ræða tvö efstu liðin í deildarkeppni en Keflavíkur situr á
toppnum með 14 sigra í 15 leikjum, Haukar hafa unnið leik minna. Það
verður því ekkert gefið eftir á parketinu í Laugardalnum þegar stálin stinn
mætast.
Laugardagur – 16.15
Stjarnan – Valur
Bikarúrslit karla í körfubolta
RÚV
Íslandsmeistarar Vals mæta til leiks í úrslitum bikarsins gegn liði sem hefur
siglt þessa leið ítrekað á undanförnum árum. Stjarnan vann afar sannfær-
andi sigur á Hetti í undanúrslitum en Valur rétt marði sterkt lið Keflavíkur.
Valur er á toppnum í deildinni með 20 stig, helmingi fleiri en Stjarnan hefur
sópað til sín í deildinni. Búist er við góðri mætingu í Laugardalshöllina en
þeir sem ekki komast geta sest í sófann og fylgst með öllu sem gerist í Laugar-
dalnum í dag.
Laugardagur – 19.30
Ísland – Ungverjaland
HM í handbolta
RÚV
Eftir góðan sigur á Portúgal í fyrsta
leik á HM kemur íslenska liðið fullt
sjálfstrausts til leiks gegn Ungverja-
landi. Margir eru enn að jafna sig
eftir sárgrætilegt tap gegn Ungverj-
um á Ólympíuleikunum í London
árið 2012. Nú er komið að hefndar-
dögum og munu lærisveinar Guð-
mundar Þ. Guðmundssonar leggja
allt í sölurnar til að vinna. Fari liðið
með sigur af hólmi er nánast öruggt
að liðið fer með fullt hús stiga í milli-
riðil. Það er líklegt að þjóðhátíðar-
stemming verði úti um allt land á
laugardagskvöld ef vel fer.
Sunnudagur – 14.00
Man United – Liverpool
FA Women’s Super League
Viaplay
Grannaslagur af bestu gerð í kvennaboltanum á Englandi fer fram á sunnu-
dag. Manchester United er að berjast á toppi deildarinnar á meðan Liver-
pool er í neðri hlutanum. Rígurinn á milli félaganna er gríðarlegur en í liði
Manchester United er hin íslenska María Þórisdóttir sem er alla jafna í byrj-
unarliði United sem vinstri bakvörður.
Sunnudagur – 16.00
Tottenham – Arsenal
Enska úrvalsdeildin
Síminn Sport
Síðasti stóri viðburðurinn þessa
helgina er svo viðureign Tottenham
og Arsenal, orrustan um Norður-
London svíkur sjaldan. Blóð, sviti og
tár einkenna oftast þessa leiki sem
alla jafna vinnast á heimavelli. Tott-
en ham vann eftirminnilegan sigur
á Arsenal á þessum sama velli á
síðustu leiktíð sem reyndist örlaga-
valdur á tímabilinu. Tottenham fór
í Meistaradeildina en Arsenal sat
eftir með sárt ennið. Arsenal hefur
aðeins tapað einum deildarleik á
þessu tímabili á meðan Tottenham
hefur hikstað hressilega.
14. janúar 2023
Laugardagur12 Íþóttir Fréttablaðið