Fréttablaðið - 14.01.2023, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 14.01.2023, Blaðsíða 50
Að verkefninu koma Stofnun Árna Magnússonar og Hugvísinda- og menntavísindasvið Háskóla Íslands. Mynd/Aðsend Hafin er vinna við nýtt sam- starfsverkefni þar sem mikilvægi námsorðaforða fyrir lesskilning og tjáningu er í forgrunni. arnartomas@frettabladid.is Námsorðaforði er aðaláhersluefni í nýhöfnu samstarfsverkefni Stofnunar Árna Magnússonar og Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið Mikilvægur orða- forði fyrir fjöltyngi og vélþýðingar og lýtur að því að búa til verkfæri sem auð- velda þeim sem eru að læra íslensku að efla íslenskufærni sína. Til grundvallar verkefninu er listi yfir íslenskan náms- orðaforða en þekking á orðum af því tagi er nauðsynleg til að öðlast góðan lesskilning í íslensku og tjáningarfærni. „Við Baldur Sigurðsson, dósent á Menntavísindasviði, fórum fyrst að fjalla um námsorðaforða þegar við vorum að greina niðurstöður PISA 2015 og 2018,“ segir Sigríður Ólafs- dóttir, dósent á Menntavísindasviði HÍ. „Þetta hugtak hefur orðið til út frá fjöl- mörgum rannsóknum síðustu 25 ár þar sem hvatinn hefur verið að gefa hverju einasta barni það sem það þarf svo það geti blómstrað í skólanum. Sigríður segir að litið sé til þeirra grundvallarmarkmiða að barn geti skilið það sem það á að læra, tekið þátt í umræðum og skrifað um það og að barn skilji ekki aðeins mikilvæg orð heldur noti þau í töluðu og rituðu máli. „Þetta eru lágmarkskröfur sem við skólasamfélagið berum ábyrgð á. Hlut- verk skólans er að gefa börnum tæki- færi,“ segir hún. „Foreldrarnir leika auðvitað gífurlega mikið hlutverk því máluppeldið byrjar heima og börnin fá mjög mismikið tungumál hjá foreldrum sínum.“ Málnotkun í námi Sigríður bendir á að tungumálið í námi, jafnvel strax í leikskólanum, sé miklu ríkulegra en það sem við notum með vinum og fjölskyldu. „Orðaforðinn er svo miklu fjölbreytt- ari því að í gegnum orðin hugsum við um f lókin málefni á innihaldsríkan hátt,“ útskýrir hún. „Kennarar kenna orð sem tilheyra námsgreinum. Þegar þú lærir stærðfræði lærir þú til að mynda sögnina að margfalda og hvað hún felur í sér. Það sem rannsóknirnar hafa sýnt okkur síðustu 25 ár eða svo er að það eru orðin sem eru notuð með þessum orðum sem börn þekkja í mismiklum mæli og þar liggja tækifærin.“ Sem dæmi nefnir Sigríður að þegar barn læri um jarðskjálfta og eldgos þá fylgi því svakalega mörg orð – ekki bara úr jarðfræðinni heldur líka orð eins og orsök, af leiðingar, framvinda og svo framvegis. „Það eru þessi orð sem eru á nýjum lista yfir námsorðaforða.“ Markviss kennsla Listinn verður þýddur á alls sex tungu- mál þar sem það getur reynst fjöltyngd- um börnum afar gagnlegt að hafa þessi orð, ekki bara á íslensku heldur hinum tungumálum sínum. Þá munu meistara- nemar í ritlist, Þórunn Rakel Gylfa- dóttir og Berglind Erna Tryggvadóttir, semja stutta texta sem innihalda orð úr íslenska námsorðaforðanum og verða sögurnar á ólíkum erfiðleikastigum. Stefanie Bade, sem lýkur doktorsgráðu í íslensku núna á árinu, mun þróa sérstök viðmið fyrir íslenska tungumálið. „Því algengari sem orðin eru á listan- um, þeim mun mikilvægari eru þau,“ segir Sigríður. „Við ætlum að reyna hvað við getum að koma orðunum í textana sem eru efst á listanum, frekar en að reyna að fara langt niður listann.“ Orðin á listanum eru mörg hver flókin og hafa huglæga merkingu. Það er þess vegna ekki hægt að teikna merkingu þeirra upp heldur þarf að útskýra hana með orðum. „Þekking á slíkum orðum nýtist þegar sömu orð koma fyrir í öðrum tungu- málum,“ segir Sigríður. „Hafi nemendur þessi orð í móðurmálinu eða öðrum tungumálum þá vita þau strax merkingu orðsins. Vonandi verður þetta til þess að við förum að kenna íslensku markvisst, og sambærilega í skólum landsins og á námskeiðum í íslensku fyrir fullorðna. Það er löngu kominn tími til þess.“ n Orðaforðinn efldur Elsku hjartans eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Erla Sigurbjörnsdóttir Fjarðargötu 17, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 20. janúar klukkan 13. Eysteinn Jónsson Jón Heiðar Pálsson Anna Jóna Einarsdóttir Erla Óladóttir Sólveig Óladóttir Sveinn Rúnarsson Sólveig Unnur Eysteinsdóttir Eiríkur Davíðsson Margrét Erla Eysteinsdóttir Kristján Hilmarsson Unnur Sigurbjörg Eysteinsdóttir Ingólfur Ásgeirsson Melrós Eysteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jenny Lind Valdimarsdóttir Hæðargarði 7a, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði, fimmtudaginn 5. janúar. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 17. janúar kl. 11. Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is. Friðrik Friðriksson Halldóra H. Árnadóttir Elsa Friðriksdóttir Sigurður Björnsson Jórunn Friðriksdóttir Ómar Sigurðsson Valdimar Leó Friðriksson Þóra H. Ólafsdóttir Adolf Friðriksson ömmubörn og langömmubörn Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Útfararþjónusta í yfir 70 ár Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jóhannes Arnberg Sigurðsson Þjóðbraut 1, Akranesi, lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, fimmtudaginn 5. janúar. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 24. janúar kl. 13. Þorbjörg Berg Lovísa Kristín Jóhannesdóttir Sverrir Hermannsson Hafrún Jóhannesdóttir Steinar Dagur Adolfsson Birgir Jóhannesson afabörnin og langafabörnin Elskulegur faðir, sonur, fóstursonur, bróðir og uppeldisbróðir, Tryggvi Logi Jóhannsson Álftamýri 32, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 8. janúar. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju mánudaginn 16. janúar kl. 13.00. Embla Líf Tryggvadóttir Björk Högnadóttir Jón Richard Sigmundsson Jóhann K. Guðnason Bjarni Jóhannsson Linda Björk Ólafsdóttir Helga Diljá Jóhannsdóttir Brandur Máni Jónsson Gunnlaugur Jónsson Elín Ragnarsdóttir Sigmundur Jónsson Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892 Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað Sverrir Einarsson S: 896 8242 Jón G. Bjarnason S: 793 4455 Jóhanna Eiríksdóttir Útfararstofa Íslands www.utforin.is w Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararstofa Hafnarfjarðar www.utfararstofa.is w Dofrahellu 9b, Hafnarfirði Vonandi verður þetta til þess að við förum að kenna íslensku markvisst. Sigríður Ólafsdóttir, dósent á Menntavísindasviði HÍ 14. janúar 2023 Laugardagur22 TímamóT Fréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.