Fréttablaðið - 14.01.2023, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 14.01.2023, Blaðsíða 17
bregðist við á annan hátt. „Sálfræð­ ingar segja að hjá þessari þriðju týpu, þeim sem gera eitthvað í mál­ unum, sem ég tilheyri víst, vinni heilinn betur úr þessum atburðum. Hann setur það ljóta í aftursætið og það góða í framsætið,“ segir hann og bætir við: „Þó að ég hafi séð dáið fólk, séð árásarmanninn og allan þennan viðbjóð, þá fer það að ég hafi bjargað þessari konu yfir allt hitt ljóta.“ Ánægður að sjá hana á lífi „Ef þessi kona mun lifa af einungis vegna þess sem við gerðum, þá verð ég kannski ánægður með það sem ég gerði,“ sagði Snorri nokkrum dögum eftir árásina. Anja Rune, konan sem hann kom til bjargar, slasaðist mikið í árásinni. Hún var skotin tvisvar, í öxl og læri, og hlaut fyrir vikið mikla áverka og hefur þess vegna þurft að fara í sex skurðaðgerðir. Hún glímir við eftirköst, er með vandamál í öðrum handleggnum og þarf að ganga við staf. Ljóst er að björgin sem Snorri og hinir mennirnir veittu skipti sköp­ um, en líkt og áður segir stöðvuðu þeir blæðingu úr læri hennar, sem kom úr slagæð. Að sögn Snorra er vonin sú að hún muni ná sér með endurhæf­ ingu. „Ef hún nær því ekki þá fékk hún samt lífið. Það er betra en ekki neitt. Miðað við að hafa verið skotin tvisvar þá slapp hún vel. Í f lestum tilfellum hefði maður bara dáið,“ segir hann nú. Í upphafi ágústmánaðar hittust Snorri og Anja Rune í fyrsta skipti eftir daginn örglagaríka. Hann segir það hafa verið tilfinningaþrungna stund, þó sérstaklega fyrir hana. „Hún brast svolítið í grát, sem var skiljanlegt,“ segir hann og játar að hafa sjálfur verið nálægt því. „Ég var mest ánægður að sjá að hún var þarna, að hún var til,“ bætir hann við. Sú stund sem snerti hann þó meira var fyrsta símtalið frá Anja Rune, þar sem hún kynnti sig, útskýrði hvað hefði gerst eftir að hún fór í sjúkrabílinn og hversu mikilvæg hans hjálp hefði verið. „Það var mjög sérstök stund.“ Óvænt vinátta Á meðan Snorri var að hlúa að henni segist hann ekki hafa órað fyrir því að seinna ættu hann og þessi kona eftir að verða vinir. „Menn búast kannski ekki við þessu í þessum aðstæðum. En síðan höfum við bara spjallað saman og við einhvern veginn klikkum bara saman,“ segir hann. „Hún er bara mjög næs. Hún er mjög lík mér,“ segir Snorri en bendir þó á að þau eigi ekki sömu áhuga­ mál. Þau eigi þó auðvelt með að tala saman og eru nokkuð dugleg að senda hvort öðru skeyti. Áður en þau hittust fyrst eftir árásina segist Snorri hafa óttast að hann yrði táknmynd árásarinnar í huga hennar.„Í hvert skipti sem ég sé Snorra líður mér illa. Hann minnir mig á þessa atburði,“ var hann hræddur um að hún myndi hugsa. „En sem betur fer fór það í hina áttina. Ég virðist vera jákvæð táknmynd.“ Er á lífi vegna þess sem hann gerði Snorri hefur einnig hitt fjölskyldu Anja Rune og upplifað mikið þakk­ læti af fjölskyldunnar hálfu. „Þá er sagt við mann: „Þessi kona er á lífi vegna þess sem þú gerðir. Vegna þess erum við með eigin­ mann sem er enn giftur, krakka sem eiga enn þá mömmu sína og vini sem eiga enn vinkonu. Það verða afmælisdagar, jól og sólar­ landaferðir. Í staðinn fyrir börn sem sakna mömmu sinnar, eiginmann sem saknar eiginkonu sinnar og vini og fjölskyldu sem sakna hennar.““ Hann segir auðvelt að láta til­ finningarnar taka völdin þegar hann hugsar til þessa. „Þegar maður hugsar þetta þá taka tilfinningarnar yfir. En þá hugsa ég til sjálfs mín: Þú gerðir vel, þú mátt vera stoltur af því, en farðu nú að gera eitthvað annað.“ Fyrir áramótin var Snorra og Anja Rune boðið í sérstakan annálsþátt dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Þar ræddu þau um atburðina í Field’s og samband þeirra í kjölfar atburðanna. „Þetta er eiginlega það eina jákvæða sem gerðist í Field’s,“ segir Snorri um sögu sína og Anja. „Ég var gerður að svona „poster­ boy“ fyrir þessa atburði. Þar var reynt að gefa því jákvæða sem gerð­ ist þarna athygli frekar en öllu því neikvæða.“ Þar fjallaði Anja Rune um návígi sitt við árásarmanninn. Í kjölfar þess að hún var skotin, og áður en Snorri kom og hlúði að henni, kom árásarmaðurinn að henni. Hann stóð upp við hana, á hári hennar, á meðan hún þóttist vera látin. „Það tekur ekkert smá mikið á að þykjast vera dauð þrátt fyrir allan þennan sársauka,“ segir Snorri um vinkonu sína. „Þetta hlýtur að hafa verið hrikalega erfitt og sársauka­ fullt.“ Snorri hefur nú tjáð sig um málið nokkrum sinnum í dönskum miðl­ um. Hann segist hafa lent í því ein­ staka sinnum að fólk beri kennsl á hann og spyrji hann út í málið. „Þrisvar sinnum hafa krakkar komið til mín og spurt hvort ég sé ekki maðurinn á YouTube, eða maðurinn sem bjargaði konunni,“ segir Snorri og vísar þar til viðtals sem birtist á myndbandaveitunni. „Og einu sinni kom kona til mín með dætur sínar. Hún þakkaði mér fyrir og fannst mjög mikilvægt að útskýra fyrir börnunum sínum hvað ég hefði gert.“ Snorri er ekki á neinum sam­ félagsmiðlum og vegna þess segist hann hafa sloppið við mörg skila­ boð vegna málsins. Hins vegar fái Anja Rune ekki frið. „Það er alltaf einhver að reyna að ná í hana. Ég hef ekki þurft að fá athyglina á sama hátt og hún.“ Breytt lífsviðhorf Spurður um hvað atburðirnir í Field’s hafi skilið eftir sig og hvort hann geti dregið einhvern lærdóm af þessari reynslu segir Snorri: „Ég er ekki að fara að stoppa stórar hryðju­ verkaaðstæður ef þær koma upp. En ég mun kannski getað komið til bjargar.“ Stærsta breytingin að hans mati er þó breytt lífsviðhorf hans. „Ég finn fyrir gleði í garð lífsins, þakk­ læti fyrir lífið,“ segir Snorri og útskýrir: „Allt í einu eru þessi smáu vandamál allt öðruvísi. Hlutir eins og að gleyma að kaupa eitthvað úti í búð pirra mig ekki lengur. Maður sér næstum því engin vandamál lengur,“ segir hann. „Fólk verður pirrað út í minnstu smáhluti. Ef einhver á í smávægileg­ um vandræðum hugsa ég: Ég redda þér bara, ég hjálpa þér. Ég hjálpaði konu fyrir hálfu ári síðan sem hafði verið skotin. Auðvitað get ég hjálpað þér. En ég segi það þó ekki. Ég segi bara: Minnsta mál.“ Þrátt fyrir að hann segi að lítið hafi breyst í lífi sínu eftir árásina 3. júlí, segir hann hana hafa opnað augu sín. „Ég veit ekki alveg hvernig maður segir þetta á íslensku, en þessi lífs­ reynsla var „augnaopnandi“. Hlut­ irnir eru ekki eins alvarlegir og áður. Sama hvað blasir við þá hugsa ég: Við reddum þessu bara.“ n Snorri hefur upplifað mikið þakklæti frá fjölskyldu Rune. Snorri er ekki á neinum sam- félagsmiðlum og segist þess vegna hafa sloppið við mörg skilaboð. Konan sem hann bjargaði, Anja Rune, hafi þó ekki fengið frið. Mynd/BryndÍs ÞorsteinsdÓttir Þá er sagt við mann: „Þessi kona er á lífi vegna þess sem þú gerðir. Vegna þess erum við með mann sem er enn giftur, krakka sem eiga enn mömmu sína.“ Hlutirnir eru ekki eins alvarlegir og áður. Sama hvað blasir við þá hugsa ég: Við redd- um þessu bara. Hér eru Snorri og Anja Rune saman en vinátta hefur tekist með þeim. 14. janúar 2023 Laugardagur Fréttablaðið helgin 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.