Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.01.2023, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 14.01.2023, Qupperneq 12
Sófahelgi allra sófahelga Það er íþróttahátíð um helgina þar sem hver stórviðburðurinn á fætur öðrum fer fram hér á landi sem og erlendis. Fyrst ber að nefna íslenska handboltalandsliðið sem mun á laugardagskvöld mæta Ungverjum í áhugaverðri rimmu á heimsmeistara- mótinu. Bikarúrslitahelgi er á Íslandi þar sem leikið verður til þrautar og þá eru stórleikir í enskum fótbolta. Íþróttaáhugafólk hefur í nægu að snúast um helgina og allt eins líklegt að fólk komist aðeins rétt svo á kló- settið á milli stórviðburða. hordur@frettabladid.is Laugardagur – 12.00 Man. Utd – Man. City Enska úrvalsdeildin Síminn Sport Helgin fer af stað með látum þegar einn stærsti leikur hvers árs fer fram í Manchester-borg. Bláa liðið fer þá í stutt ferðalag og heimsækir Rauðu djöflana á Old Trafford. Man chester City lék sér að United í fyrri leik liðanna og eiga þeir rauðu harma að hefna. United hefur undir stjórn Erik ten Hag verið á góðu skriði en nú er komið að stóra prófinu, Man- chester City kemur sært til leiks eftir að hafa fallið úr leik í deildar- bikarnum á miðvikudag. Erling Haaland skoraði þrennu í fyrri leik liðanna og er líklegur til afreka á Old Trafford. Laugardagur – 13.30 Haukar – Keflavík Bikarúrslit kvenna i körfubolta RÚV Það er alvöru tvíhöfði í Laugardalshöll þegar bikarúrslit í kvenna- og karla- flokki fara fram. Konurnar ríða á vaðið með stórleik Hauka og Keflavíkur. Bæði lið unnu sannfærandi sigra í undanúrslitum og má búast við jöfnum leik. Um er að ræða tvö efstu liðin í deildarkeppni en Keflavíkur situr á toppnum með 14 sigra í 15 leikjum, Haukar hafa unnið leik minna. Það verður því ekkert gefið eftir á parketinu í Laugardalnum þegar stálin stinn mætast. Laugardagur – 16.15 Stjarnan – Valur Bikarúrslit karla í körfubolta RÚV Íslandsmeistarar Vals mæta til leiks í úrslitum bikarsins gegn liði sem hefur siglt þessa leið ítrekað á undanförnum árum. Stjarnan vann afar sannfær- andi sigur á Hetti í undanúrslitum en Valur rétt marði sterkt lið Keflavíkur. Valur er á toppnum í deildinni með 20 stig, helmingi fleiri en Stjarnan hefur sópað til sín í deildinni. Búist er við góðri mætingu í Laugardalshöllina en þeir sem ekki komast geta sest í sófann og fylgst með öllu sem gerist í Laugar- dalnum í dag. Laugardagur – 19.30 Ísland – Ungverjaland HM í handbolta RÚV Eftir góðan sigur á Portúgal í fyrsta leik á HM kemur íslenska liðið fullt sjálfstrausts til leiks gegn Ungverja- landi. Margir eru enn að jafna sig eftir sárgrætilegt tap gegn Ungverj- um á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Nú er komið að hefndar- dögum og munu lærisveinar Guð- mundar Þ. Guðmundssonar leggja allt í sölurnar til að vinna. Fari liðið með sigur af hólmi er nánast öruggt að liðið fer með fullt hús stiga í milli- riðil. Það er líklegt að þjóðhátíðar- stemming verði úti um allt land á laugardagskvöld ef vel fer. Sunnudagur – 14.00 Man United – Liverpool FA Women’s Super League Viaplay Grannaslagur af bestu gerð í kvennaboltanum á Englandi fer fram á sunnu- dag. Manchester United er að berjast á toppi deildarinnar á meðan Liver- pool er í neðri hlutanum. Rígurinn á milli félaganna er gríðarlegur en í liði Manchester United er hin íslenska María Þórisdóttir sem er alla jafna í byrj- unarliði United sem vinstri bakvörður. Sunnudagur – 16.00 Tottenham – Arsenal Enska úrvalsdeildin Síminn Sport Síðasti stóri viðburðurinn þessa helgina er svo viðureign Tottenham og Arsenal, orrustan um Norður- London svíkur sjaldan. Blóð, sviti og tár einkenna oftast þessa leiki sem alla jafna vinnast á heimavelli. Tott- en ham vann eftirminnilegan sigur á Arsenal á þessum sama velli á síðustu leiktíð sem reyndist örlaga- valdur á tímabilinu. Tottenham fór í Meistaradeildina en Arsenal sat eftir með sárt ennið. Arsenal hefur aðeins tapað einum deildarleik á þessu tímabili á meðan Tottenham hefur hikstað hressilega.      14. janúar 2023 Laugardagur12 Íþóttir Fréttablaðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.