Tímarit rafvirkja - 01.10.1951, Blaðsíða 3

Tímarit rafvirkja - 01.10.1951, Blaðsíða 3
TIMARIT RAFVIRKJA Utgefendur: Félag íslenz\ra rafvirltja og Félag löggiltra rafvirXjameistara Reyhjaví\. 3.-4. TÖLUBLAÐ OKTÓBER 1951 5. ÁRGANGUR Félagi íslenzkra rafvirkja og afniæli þess, er allt þetta tölublað helgað. Ástæða til þess er ekki, að svo mikill viðburð- ur sé það í sjálfu sér, að félag sé biiið að starfa í 25 ár, né heldur sú staðreynd, að þá voru raf- virkjar svo þroskaðir félagslega að þeir stóðu tilbúnir með sín samtök ári áður en þeir urðu raunverulega til sem stétt, þó hvorutveggja sé út af fyrir sig ánægjulegt að minnast, heldur það sem í þessu sambandi fellur til framtíðar- innar. Sá arfur, sem þjóð vor hefir dýrstan hlotið er sagan. í niðurlægingu nýlendutímans, á haustnóttum hjátrúarinnar, í vetrarhörkum harðstjórnar og kúgunar, var sagan sá eldur sem einn vermdi og viðhélt voninni um betri og bjartari framtíð. Það var sá arfur, eldur sögunnar, sem gaf Skúla sitt skap og þrótt og Jóni þá djörfung, sem drýgst reyndist. Það var sá styrkur, sem þjóðin sótti í söguna er að síðustu færði okkur fullnaðarsigur í barátt- unni um okkar helgasta arf, landið. En getum við nú gert okkur Ijóst hvar á veg- inum við mundum stödd ef saga áa okkar hefði aldrei verið skráð. Mundi þjóðin þá í ógnum myrkustu áranna hafa átt það stolt sem entist til að brjóta af sér allan hroka höfðingjanna. Hefði hún þá haft þol til að þreyja allar þær aldir sem ánauð og harðstjórn léku hana verst. Vér látum því hér ósvarað, en eitt er víst: Ekk- ert getum við látið framtíðinni betra í arf en blettlausa minningu frjálshuga fólks. Fólks, sem bauð byrginn öllum erfiðleikum og yfirsté þá. Fólks, sem þekkti skyldur stnar við landið og þjóðina, borna og óborna, og uppfyllti þær. Þó saga þessa félags og frumherja þessarar stéttar sé ekki stór að vöxtum né stórbrotin, borin saman við margar aðrar, hefir hún þó það ein- kenni, framsækni og festu, sem vel mætti endast til styrks í hugsanlegum erfiðleikum komandi kynslóða. Því er það tilgangur okkar með þessu blaði að þegar bylgja tímans hefir borið þá kynslóð sem byrjunarsögu stéttarinnar skóp t skugga fortíð- ar, megi minning þess sem hiín hefir vel unnið, verða lítill varði á vegi arftakanna, og þeim sem þá skipa framrúm félagsins ofurlítil hvatning til aukinna afreka og stéttinni styrkur til að stefna á það mark er hún setur hæst. ----------------—+ TÍMARIT RAFVIRKJA 1

x

Tímarit rafvirkja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit rafvirkja
https://timarit.is/publication/1766

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.