Tímarit rafvirkja - 01.10.1951, Qupperneq 8

Tímarit rafvirkja - 01.10.1951, Qupperneq 8
Ölcifur Jónsson: Formaður 1934. Varaformaður 1933. Gjaldkeri 1935 og 1936. Dáinn 31. jan. 1951. rekstur deilunnar. Varð fljótt ljóst að einhver duld öfl byggju að baki hinnar þvermóðskufullu afstöðu atvinnurekenda. Þann 8. jan. skýrðist hvað á bak við bjó. Ríkisstjórnin gaf þann dag út bráðabirgðalög' um gerðardóm í vinnudeilum. Með lögum þessum var verkalýðshreyfingin svift þeim rétti sem hún átti lögum samkvæmt, til þess að ákveða verðlag vinnu sinnar með frjálsum samningum. Iðnsveinafélögin, sem í deilu áttu, héldu með sér fund og mótmæltu hinum lögþvingaða gerðar- dómi. Jafnframt var skorað á verkalýðsfélögin að sameinast um mótmælaaðgerðir til þess að hrinda kúgunartilgangi bráðabirgðalaganna . Þann 9. jan. var fundur haldinn í Rafvirkjafé- laginu til þess að ræða hið nýja viðhorf, sem skapast hafði við setningu gerðadómslaganna. Þar var ákveðið að tilkynna F. L. R. R. að félagið eigi ekki lengur í deilu við meistarafélagið og félags- mönnum því frjálst að hefja vinnu að nýju. Slíkt hið sama gerðu prentarar. Engir félagsmenn hófu þó vinnu hjá meisturum. Atvinnurekendur gerðu allt sem unnt var til þess*að freista að kljúfa samstöðu iðnfélaganna, og tókst það að nokkru, er bókbindarar og járniðnaðarmenn ákváðu að semja og leggja samninginn fyrir hinn lögþvingaða gerðardóm. Með því höfðu þessi félög viðurkennt dóminn. Þóttu nú horfur um sigur í þessari deilu stórum versna. Atvinnurekendur gerðu ítrekaðar tilraunir til þess að fá félagið til að undirrita svipaða samn- inga og járnsmiðir höfðu gert, þar sem slíkum samningi myndi verða tryggður byr gegnum gerðadóminn. Þær tilraunir báru þó eigi annan árangur, en að treysta samtök rafvirkja og skerpa andstöðuna gegn hinum lögþvingaða gerðardómi. Meðan á þessu gekk kvað Félagsdómur upp þann úrskurð að samningsuppsögn R. V. R. væri „ólög- leg“. Eftir þessi málalok hertu rafvirkjameistarar til muna róðurinn fyrir nýjum samningum. Sendu þeir formann sinn á fund í R. V. R. með þau skila- boð, að nú gæti þó ekki verið neitt til fyrirstöðu um að semja, þar sem ,,dómur“ í Félagsdómi lægi fyrir! Sem sagt; þar sem ekki hafði tekist að kúga samtökin með hótunum um málsókn, stefnu, eða væntanlegan dómsúrskurð hangandi yfir höfðinu, þá hlytu þau þó að bresta þegar „dómurinn" lægi fyrir! En það sýndi sig hér, sem svo oft áður í sögu verkalýðshreyfingarinanr, að hótanir og málaferli atvinnurekenda, framsett með það fyrir augum að veikja baráttuþrek verkalýðsfélaganna, verka öfugt við þann tilgang, sem slíku er ætlað að þjóna. Samtök rafvirkja reyndust sterk og ekkert lát varð á baráttuviljanum. Þessi sam- heldni er fyrir það merkileg, að í félaginu voru nokkrir menn, sem gerzt höfðu meðeigendur í sameignarfyrirtækjum sem þá voru nýlega stofn- uð. Hafa meistarar eflaust gert sér vonir um að fá einhverja áheyrn hjá þessum mönnum, öðrum frekar. Vonbrigðin hafa því orðið mikil, þegar einmitt þessir menn stóðu fast við hlið félaga sinna í R. V. R. Þegar sýnt var að meistarafélaginu yrði ekkert ágegnt, tók stjórn Vinnuveitendafélagsins „öll for- ráð“ þeirra í sínar hendur. Er stjórn R. V. R. boð- uð til fundar hjá Vinnuveitendafélaginu, og reynt enn á ný að fá félagið til að undirrita samninga á líkum grundvelli og járnsmiðir höfðu gert. Þeg- ar enginn áhugi kemur í ljós fyrir slíkri lausn, eru látin liggja orð að því, að unnt muni vera að koma ýmsum „frávikum“ frá samningi járn- smiða í gegn um gerðardóminn. En öll fyrirhöfn Vinnuveitendafélagsins, kom fyrir ekki. Þann 15. febrúar er haldinn félagsfundur, og skýrir stjórnin þar frá þeim viðtölum er fram hafa farið. Mikl- ar umræður verða um málið, en að lokum voru Eiríkur Karl Eiríksson: Varaformaður 1935 og 1936. Ritari 1934, 1937, 1939 og 1940. 6 TÍMARIT RAFVIRKJA

x

Tímarit rafvirkja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit rafvirkja
https://timarit.is/publication/1766

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.