Tímarit rafvirkja - 01.10.1951, Blaðsíða 14

Tímarit rafvirkja - 01.10.1951, Blaðsíða 14
Óskar Hallgrímsson: Formaður 1949, 1950 og 1951. Ritari 1947 og 1948. inn á það sjónarmið, að þeir sem lægst hafa launin, hafi mesta þörf fyrir að fá bætur vegna vaxandi dýrtíðar. Allar ásakanir í þessu efni, á þau iðnsveinafélög er til baráttunnar lögðu, eða fulltrúa þeirra, hljóma eins og örgustu öfug- mæli, ekki sízt þegar þau koma nær eingöngu frá þeim er kusu að standa utan átakanna og létu þau lönd og leið. Að gengið var inná þessa leið að þessu sinni, var aðeins viðurkenning á því hvernig aðstaða iðnsveinafélaganna var í þeirri „blökk“ er mynduð var, en þetta sýnir aðeins betur en allt annað, nauðsyn þess að iðnsveinafélögin efli samtök sín á milli. Hvert er þá orðið okkar starf? Þegar litið er yfir aldarfjórðungsstarf F. í. R. er vart unnt að komast hjá því að viðurkenna, að stórkostleg breyting hefur orðið á lífskjörum og aðbúnaði þeirra, sem iðnina stunda. Allur samanburður er í því efni óþarfur. Félagið hefur nú samninga við F. L. R. R., sem fyllilega standast samanburð við samninga ann- ara hliðstæðra félaga. Auk Meistarafélagsins eru Vinnuveitendasamband íslands og Reykjavíkur- bær (Rafmagnsveitan) aðilar að þeim samning- um. — Þá hefur félagið samninga við Eimskipafé- lag Islands, um kaup og kjör rafvirkja á skipum þess. Hafa þeir samningar skipað meðlimum F. I. R. í flokk þeirra er hagkvæmasta samninga hafa á kaupskipaflotanum. Auk þess sem með þeim náð- ist þýðingarmikill áfangi í baráttunni fyrir at- vinnuréttindum stéttarinnar. Félagatalan hefur nær 10 faldast á þessu tímabili og eru rafvirkjar víðsvegar um landið nú meðlimir félagsins, og svo mætti lengi telja. í þessari grein hefur að mestu verið fjallað um baráttu félagsins í kaup og kjaramálum meðlim- anna í aldarfjórðung. Enda varð það eitt þriggja meginatriða í fyrstu stefnuskrá félagsins, sem getið var í upphafi, „að tryggja meðlimunum líf- vænleg kjör“. — Hér hefur þó fátt eitt verið talið og fjarri fer, að með þessu sé saga félagsins að fullu sögð. Hér að framan var lítillega minnst á þann áfanga er vannst, er stéttin fékk viður- kenningu sem iðngrein. Hinsvegar hefur ekki verið rakinn sá þáttur í starfi félagsins, sem farið hefur til þess að treysta og vernda þau réttindi. Væri sú barátta þó fyllilega þess virði að henni sé til haga haldið. Þá hefur og verið gengið fram hjá þætti félagsins í aukinni menntun stéttarinn- ar, bættu iðnnámi o. fl. o. fl. sem ótalið er. Allt hafa þetta verið þýðingarmiklir þættir í sögu og starfi þessa félags í aldarfjórðung, en eigi að síður verður þetta þó ekki rakið að sinni. A liðnum aldarfjórðungi hefur félagið átt á að skipa mörgum áhugasömum félögum sem ekki hafa horft í þó þeir þyrftu að leggja á sig mikið starf vegna félagsins. Starf þeirra hefur orðið rafvirkjastéttinni ómetanlegt gagn sem seint eða aldrei verður að fullu þakkað. Þeir sem í dag skipa sér í raðirnar, gera sér e. t. v. ekki grein fyrir hversu geysi-þýðingarmikið starf þessara manna hefur verið og hversu mikla baráttu hef- ur þurft að heyja til þess að ná þeim kjörum sem stéttin býr nú við. Skuldin við brautryðjendurnar og þá sem staðið hafa í baráttunni á liðnum aldar- fjórðungi verður aldrei að fullu goldin, en eina kröfu eiga þessir menn allir á hendur okkur sem nú njótum góðs af þessu starfi, hún er sú að við leggjum okkur alla fram til að vernda það sem unnist hefur, og sækja enn markvist fram til fleiri og stærri sigra. Óskar Hallgrímsson. TÍMARIT RAFVIRKJA Útgefandur: Félag íslenzkra rafvirkja og Félag löggiltra rafvirkjameistara Reykjavík. Ritnefnd: Óskar Hallgrímsson, ábyrgðarmaður. E. Karl Eiríksson. Jónas Asgrímsson. Finnur B. Kristjánsson. Vigfús Einarsson. Utanáskrift: Tímarit rafvirkja, Edduhúsinu við Lindargötu Reykjavík. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN h.f 12 TÍMARIT RAFVIRKJA

x

Tímarit rafvirkja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit rafvirkja
https://timarit.is/publication/1766

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.