Tímarit rafvirkja - 01.10.1951, Blaðsíða 6

Tímarit rafvirkja - 01.10.1951, Blaðsíða 6
Ögmnndur Sigurðsson: Gjaldkeri 1926, 1927, 1928 og 1929. Þessi stefnuskrá er mjög táknræn fyrir ástand- ið í réttinda og kjaramálum rafvirkja á fyrstu áratugum tuttugustu aldarinnar. Fyrstu rafstöðvarnar hér á landi eru settar upp á fyrsta tug aldarinnar. Þeir Islendingar sem að þessu unnu, höfðu aflað sér þekkingar erlendis, má þar nefna Indriða Helgason, Halldór Guð- mundsson og Eirík Hjartarson. Einnig unnu hér allmargir erlendir menn að raflögnum fyrstu árin. Þessir menn tóku svo aðra til vinnu með sér, án þess að um eiginlegt nám væri að ræða, í þeirri merkingu sem nú þekkist, menn öðluðust því engin réttindi, og algjör óvissa ríkti um hverjir raunverulega ættu rétt til vinnunnar. Svo sem að líkum lætur, voru laun á þessum tíma bæði lág og mjög mismunandi. Arin áður en félagið er stofnað mun hafa verið almennt að við rafvirkjavinnu væri greitt frá kr. 1.20 til kr. 1.70 pr. klst.; var einstaka mönnum jafnvel greitt nokkru meira. Úr þessum jarðvegi verður félagið til, og fyrstu verkefni þess að reyna að fá nokkra bót ráðna á þessu ástandi. Viðurkennd iðngrein. ! fyrstu er höfuðáherzlan lögð á að afla stétt- inni viðurkenningar. Fór mikið starf í það, svo og í að ákveða hverjir skuli hafa vinnuréttindi. A árnu 1927 eru sett ný lög um iðnaðarnám og í reglugerð með þeim lögum er ákveðið hvaða starfsgreinar skuli vera iðngreinar. I þeirri reglu- gerð er rafmagnsvirkjun viðurkennd sem iðngrein og jafnframt sett ákvæði um námstíma og próf- verkefni til sveinsprófs. Atti félagið mikinn þátt í þessum málalokum, og má tvímælalaust þakka forgöngu þess, hve til- tölulega snemma þessum áfanga er náð. Fyrstu samningar. Jafnhliða baráttunni fyrir viðurkenningu iðn- innar, er hafist handa um samningsgerð við meist- ara. Svo sem öll önnur stéttarfélög, átti R. V. R., eins og félagið hét þá, við mikla örðugleika að étjá í þessu efni. Atvinnurekendur neituðu í fyrstu að viðurkenna félagið sem samningsaðila. Samningsgerð var og nokkrum erfiðleikum bund- in vegna þess að meistarar höfðu ekki með sér félagsskap. Snemma árs 1927 er stofnað Rafvirkja- meistarafélag Reykjavíkur, og voru þá samninga- viðræður, sem legið höfðu niðri um skeið, teknar upp að nýju. 1. maí sama ár, eru svo undirritaðir fyrstu kjarasamningar félagsins við rafvirkja- meistara. Samkvæmt þessum samningi verður lágmarkskaup rafvirkja kr. 1.70 á klst. í dagvinnu. Eftirvinna greiðist með 50% álagi á dagvinnu og næturvinna með 100% álagi. Dagvinna telst frá kl. 7 árd. til kl. 6 síðd. 4 fyrstu tímarnir eftir að dagvinnu líkur, teljast til eftirvinnu. Onnur ákvæði: Þegar unnið er í vélbátum eða skipum skal kaupið vera kr. 2.00 pr. klst. Ef rafvirki er ráð- inn til 6 mánaða má kaup vera 5% lægra og sé hann ráðinn til eins árs má það vera 10% lægra. — Sumarleyfi 6 virkir dagar, hafi sveinn unnið eitt ár. I samningum eru sektarákvæði þannig, að komi í ljós gallar á vinnu, innan 5 mánaða frá því verkið var unnið, þá var sveinninn skuldbundinn til að lagfæra það á sinn kostnað. Þá eru ákvæði um „samningsvinnu“ (akkorð). I þessum samningum eru ennfremur ákvæði um að nemendur megi ekki vera fleiri en einn á móti hverjum fullgildum sveini. Þessir fyrstu samningar félagsins giltu nær óbreyttir fram til ársins 1935. Atvinnurekendur segja þeim að vísu upp nokkrum sinnum á því Jóans S. Guðmundsson: Formaður 1928. 4 TÍMARIT RAFVIRKJA

x

Tímarit rafvirkja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit rafvirkja
https://timarit.is/publication/1766

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.