Tímarit rafvirkja - 01.10.1951, Blaðsíða 7

Tímarit rafvirkja - 01.10.1951, Blaðsíða 7
Jóhannes Kristjánsson: Formaður 1929. Ritari 1928. Gjaldkeri 1930 og 1931. hækkaði eða lækkaði um 5 stig, breyttist kaup félagsmanna til samræmis við það. Þann 15. jan. 1941 á félagið á ný í vinnudeilu við atvinnurek- endur, og stendur hún til 22. s. m., að samningar tókust. Helztu breytingar frá fyrri samningum eru þær, að tímakaup hækkar í kr. 1.93 á klst. og ákveðið að greiða sveinum fæði og uppihald, auk ferðakostnaðar þegar unnið er utan Reykjavíkur. Samningurinn var gerður til eins árs, en upp- sagnarfrestur 3 mánuðir. tímabili, en þeir eru þó jafnan endurnýjaðir með litlum breytingum. Það sem aðallega veldur upp- sögnum, eru deilur út af nemendatakmörkuninni. Meistarar vilja hafa óbundnar hendur í því efni. 1932 segja atvinnurekendur upp samningum og krefjast þess að kaupið verði lækkað. Ollum kröfum um kauplækkun var vísað á bug, og loks eru samningar endurnýjaðir óbreyttir. Stend- svo til ársins 1935, svo sem áður er sagt. Verkföll. A þessum aldarfjórðungi hefur félagið háð 5 vinnudeilur út af kjaramálum og eina vegna til- raunar til skerðingar á starfsréttindum rafvirkja. (Sjá grein á öðrum stað í þessu riti.) Fyrsta vinnudeila félagsins hófst 27. júní 1936, og stóð til 8. júlí sama ár. Höfðu atvinnurekendur sagt upp samningum og neituðu að undirrita nýja. Var því raunverulega um verkbann af hendi meistarafélagsins að ræða. Var þessi deila all söguleg, m. a. sagði meistarafélagið sig úr Iðn- sambandinu vegna þessarar deilu, en í því höfðu bæði félögin verið (svo sem önnur hliðstæð fé- lög). Deilu þessari lauk með tiltölulega góðum máialokum fyrir rafvirkja. Nokkrar þýðingar- miklar breytingar náðust fram, þ. á. m. viður- kenning á forgangsrétti meðlima R. V. R. til vinnu hjá meisturum. Eftir að þessum samningum var náð, færðist nokkur værð yfir kjarabaráttuna um skeið. Þó var á árinu 1937 gerður viðbótarsamningur við Félag löggiltra rafvirkjameistara í Reykjavík (F. L. R. R., nafni meistarafélagsins hafði þá verið breytt), þar sem ákveðið var að kaup rafvirkja skyldi hækka til samræmis við aukna dýrtíð, samkvæmt vísitölu Hagstofunnar. Varð þetta þannig í framkvæmd, að ef vísitala Hagstofunnar Gerðardómslögin. Þótt nokkrar lagfæringar fengjust á samning- um eftir verkfallið 1941, voru ýms veigamikil atriði í samningum, sem félagsmenn töldu nauð- synlegt að breyta, þ. á. m. sektarákvæðin, sem verið höfðu í samningum allt frá því 1927. A fundi þann 26. september 1941 er því sam- þykkt að segja upp samningum frá 1. jan. 1942, en uppsagnarfrestur var, svo sem fyrr segir, 3 mánuðir. Á félagsfundi þann 29. des. s. á, er lýst bréfi frá F. L. R. R., þar sem samningsuppsögnin er talin „ólögleg“, og tilkynnt „að F. L. R. R. áskilji sér allan rétt í sambandi við uppsögnina". Verður gangur þessa máls út af fyrir sig ekki rakinn nánar hér, nema að því leiti sem það grípur inn í þá atburði sem hér er rætt um. Þó skal þess getið að F. L. R. R. stefnir R. V. R. fyrir „ólög- lega samningauppsögn“. En áður en dómur er genginn í því máli, gerast aðrir hlutir, sem ör- lagaríkir verða, ekki eingöngu fyrir rafvirkjastétt- ina, heldur verkalýðshreyfinguna í heild. Rafvirkjar hófu vianustöðvun 1. jan. 1942 og auk þeirra hófu þá verkfall: Prentarar, járniðn- aðarmenn, skipasmiðir og bókbindarar, og höfðu þau félög samvinnu með sér um undirbúning og jón Guðmundsson: Formaður 1933. TÍMARIT RAFVIRKJA 5

x

Tímarit rafvirkja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit rafvirkja
https://timarit.is/publication/1766

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.