Tímarit rafvirkja - 01.10.1951, Blaðsíða 21

Tímarit rafvirkja - 01.10.1951, Blaðsíða 21
samþykktu rafvirkjar það ráð sem eitt var eftir. Þeir tilkynntu að eins og málin stæðu sæju þeir ekki ástæðu til að starfa lengur að þeirri iðn þar sem þeim væri allra réttinda varnað sem iðnlög ætluðu og mundu þeir því snúa sér að öðrum störfum. Þessi ráðabreytni rafvirkjanna kom alveg flatt á eftirlitið. Það hafði kannske búist við einhverri andstöðu en í öllu falli reiknað sér vísan sigur með ráðuneytið sjálft að bakhjalli, og allra sízt hafði sú hugsun flögrað að þeim, að nokkur mundi kasta svona kæruleysislega frá sér ávöxtum af ára langri baráttu. Og nú snerist blaðið við. Nú var það ráðuneytið sem til rafvirkj- anna leitaði og reyndi sættir. Næstum daglega röltu fulltrúar sveinafélagsins til hinna háu staða við Arnarhól og meðtóku misjafnlega vitur- leg ráð og rök. En þeir höfðu komið til kinda fyrr. Til lítils höfðu þeir staðið í heiftugum deil- um við rafvirkjameistara og ríkisvald vetur eftir vetur ef þeir svo áttu að leggja framtíð sína í hendur óvalinna skrifstofumanna fyrir fávíslegt kjaftæði. Meistararnir voru heldur ekki trúaðir um of á þann tilgang Eftirlitsins að allt þetta umstang væri einungis til að vernda iðnina fyrir misheppn- uðum mönnum. Þeir þóttust hafa alið upp sína nemendur á sómasamlegan hátt og óþarft af Eftir- litinu að vanda þar um. Þeir studdu því dyggilega mál sveinanna, sendu nemendur sína heim og lagðist þá niður öll vinna í iðninni. Átta daga þurfti til að þverhöfuð ríkisvaldsins snerust í rétta átt. Blíðveðurskvöld eitt í byrjun ágúst komu þau boð í síma frá skrifstofustjóra ráðuneytisins að nú væri bezt að hætta. Eftirlitið hefði fallist á að hætta við að prófa, meðal annars af því að ekki væri búið að semja reglugerð fyrir slík próf. Þetta var nú að sjálfsögðu gott og blessað þó viturlegra hefði kannske verið að athuga með reglugerðina áður en prófin voru fyrirskipuð, en ekki þótti þó stjórn rafvirkja þetta nóg hún vildi svarið formlegt og heimtaði ritað mál og kom það með skilum morguninn eftir. Að því fengnu sneru rafvirkjar aftur til sinnar fyrri vinnu og allt lagð- ist í eðlilegan farveg. Að öllu þessu bardússi loknu varð lítil hvíld. Þá fór ráðuneytið að ósk Eftirlitsins á stúfana á ný og var nú nefnd skipuð, sem endurskaða skildi umdeildar reglur. Sú nefnd fæddist að vísu, lifði stutta hríð við lítinn orðstý og lognaðist útaf á jólaföstu. Og nú gæti sagan verið búin. Rafvirkjar höfðu gengið með fullan sigur af hólmi og öðlast aftur þau réttindi sem af þeim átti að ná. Þeir höfðu staðið í átökum við fulltrúa ríkisvaldsins án þess að verða varir neinna yfirburða þar á neinu sviði. Semsagt þeir höfðu barizt, sigrað og lært. En dilk nokkurn dró þó deila þessi. Nú höfðu ýmsir ötulustu forustumenn félagsins fengið þau réttindi sem barist var um og lá nú leið þeirra úr hópi samherja sinna yfir til þeirra gamla andstæðings, Meistarafélagsins. Vilberg Guðmundsson, Finnur Kristjánsson, Hjalti Þor- varðarson og fleiri sem um langt skeið höfðu staðið í fylkingarbrjósti hvenær sem átök urðu létu smátt og smátt sín sæti auð. En maður kem- ur í manns stað. Og svo hamingjusamt er þetta félag að eftir aldarfjórðungsstarf og áföll bæði stór og smá á það en öll sín rúm skipuð og flest vel. Jónas Ásgríms hefur staðist dóm reynslunnar. Framleiðir meðal annars: Til heimilisnotkunar: ELDAVÉLAR, KÆLISKÁPA, ÞVOTTAPOTTA, OFNA ALLS KONAR. — BRAUÐGERÐAROFNA. — HITUNARTÆKI. H.f. Raftækjayerksmiðjan, Hafnarfirði. v_____________________________________________________________________> TÍMARIT RAFVIRKJA 19

x

Tímarit rafvirkja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit rafvirkja
https://timarit.is/publication/1766

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.