Tímarit rafvirkja - 01.10.1951, Qupperneq 11

Tímarit rafvirkja - 01.10.1951, Qupperneq 11
Vilberg Gnðmundsson: Varaformaður 1940, 1942, 1943 og 1944. Það kom fljótt í ljós, að ekki voru félagsmenn sem ánægðastir með hinn nýja samning, hafði höfuðáherzlan verið lögð á að fá samninga í stað taxtans. Á aðalfundi 1947 var þessum samningi sagt upp og nýkjörinni stjórn falið að fara með nýja samn- inga. Helztu kröfur félagsins eru þessar: Vinnu- vikan verði stytt í 48 stundir, kaup verði greitt í veikindatilfellum, kaupið verði hækkað a. m. k. í kr. 3.70 á klst. og vinna felld niður á laugardög- um yfir sumarmánuðina. Atvinnurekendur tóku þessum kröfum illa, nema þá helzt kaupkröfunni. Lögðu þeir fram gagnkröf- ur sem miðuðu að því að draga úr þeim hlunnind- um er unnist höfðu. Þá kröfðust þeir þess að fé- lagsmenn F. í. R. ynnu eingöngu hjá meðlimum F. L. R. R. Gekk nú hvorki né rak í samninga- umleitunum, og boðaði F. í. R. vinnustöðvun frá og með 4. marz, ef samningar tækjust ekki fyrir þann tíma. Var ekki annað sýnna en að til verk- falls myndi draga. Á síðustu stundu gengu meist- arar þó til samninga, og var nýr samningur undir- ritaður þann 4. marz. Náðust allar helztu kröfur F. í. R. fram og þó nokkru betur. Má því segja að betur hafi tekist en á horfðist. Verður vart um það deilt, að með þessum samningum hafi F. I. R. náð sínum stærsta áfanga í hagsmunabar- áttunni. Það sem vannst með hinum nýju samn- ingum var þetta: Kaup hækkaði úr kr. 3.55 í kr. 3.80 á klst. Eftir- og næturvinna óbreytt. Eftirvinna greiðist nú fyrir 2 fyrstu stundirnar eftr að dagvinnu lýkur (í stað 4 áður). Vinnuvikan stytt í 48 st. Vinna felld niður á laugardögum yfir sumar- mánuðina. Kaffitímar felldir niður, og vinnuvik- an því raunverulega stytt í 43 stundir, en greidd sem 48 stunda. Sé sveinn kallaður til vinnu eftir að dagvinnu lýkur, skal honum greidd ein klst. auk þess tíma er hann vinnur. Falli vinna niður sökum veðurs, efnisskorts eða vegna annarra or- saka, sem sveinn á ekki sök á, greiðist fullt dag- vinnukaup. Þá skal sveinn hafa allt að 12 veik- indadaga á ári. Fleiri nýmæli náðust í þessum samningum, sem ekki verða talin hér. Til varnar unnum sigrum. Þegar líða tók á árið 1947, varð ljóst að at- vinnurekendur voru farnir að hugsa sér til hreyf- ings. Mátti sjá þess glögg merki, að þeir þóttust sjá fyrir endi þess tímabils, er óslitin framsókn verkalýðshreyfingarinnar til baráttu fyrir bættum lífskjörum og aukinnar menningar, hafa markað. Töldu atvinnurekendur nú sinn tíma kominn íil þess að svifta verkalýðinn þeim lífskjörum, er hann hafði skapað sér með baráttu samtaka sinna. Hér var ekki um neitt „heimilissjónarmið“ at- vinnurekenda í rafmagnsiðn að ræða, heldur var þetta „recept“, sem öll atvinnurekendahersingin hugðist dyggilega að færa sér í nyt, þótt rafvirkja- meistarar yrðu fyrstir til að ríða á vaðið. Um áramótin 1947—48, barst F. í. R. tilkynning frá F. L. R. R., þar sem samningum er sagt upp, frá og með 1. marz 1948. Engar kröfur um breyt- ingar fylgdu uppsögninni. Var því í fyrstu nokk- uð óljóst hvað á bak við byggi. Þetta skýrðist þó brátt, þegar farið var að ræða nýja samninga. Atvinnurekendur báru fram kröfu um veiga- miklar breytingar á samningunum frá 1947. Aðalkrafa meistaranna var, sú að stytting vinnuvikunnar, sem gerð var 1947, með niðurfell- ingu kaffitímans, yrði felld úr gildi. Þá vildu þeir svifta rafvirkja veikindadögunum. Ennfrem- ur settu þeir enn fram kröfu um að ekki yrði unnið nema hjá meðlimum F. L. R. R. — Þess- um kröfum vísaði F. í. R. einhuga á bug. Voru stöðugir samningafundir, án árangurs, þar til Jónas 1. Asgrímsson: Formaður 1941, 1942, 1943 og 1944. TÍMARIT RAFVIRKJA 9

x

Tímarit rafvirkja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit rafvirkja
https://timarit.is/publication/1766

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.