Tímarit rafvirkja - 01.10.1951, Blaðsíða 18

Tímarit rafvirkja - 01.10.1951, Blaðsíða 18
RÁFVl RKJÁRÁB B Fyrstu kynni mín af rafvirkjum og rafvirkja- störfum voru þau, að ég réðist til náms hjá Eiríki Ormssyni árið 1931. Fyrst um sinn var ég látinn fylgja Ólafi heitnum Jónssyni til verks. Eg taldi mig heppinn, því Ólafur var maður léttur í lund og röskur til verks. Vinnan sóttist því vel og í kaffitímanum var Óli jafnan hrókur alls fagnað- ar, og hafði lag á að koma umræðum af stað, hann var ekki einn af þeim sem jafnan voru á sama máli og síðasti ræðumaður. Eitt sinn var ég hætt kominn. Við unnum þá í nýbyggingu, og var tekið að skyggja. Óli var staddur á efri hæð hússins en ég þurfti að fara niður í kjallara. Eg hélt á ræfilshandlampa í hend- inni, en bleyta var á gólfinu. Skyndilega fæ ég „sjokk“ og ég tek að kreppast saman. Það var ekki um að villast að ólukkan stafaði frá handlampanum, og ég reyndi því að henda honum frá mér, en höndin vildi ekki hlíða skip- un heilans og hélt sem fastast. Nú var ég kom- inn í einn hnút á gólfið og búinn að fá blóðnasir. Undir slíkum kringumstæðum verða sumir alveg mállausir, koma ekki upp nokkru hljóði, t. d. sá ég einu sinni núverandi rafvirkjameistara standa uppi í tröppu og haga sér all einkennilega, hann var orðinn fastur við raftaug sem hann ætlaði að klippa sundur. Ekkert hljóð kom yfir hans varir fyr en þyngdarlögmálinu tókst að losa hann, en þá kom líka hljóð úr horni. Eg hef víst ekki ætlað að hætta námi svo snemma, þegjandi og hljóðalaust. Óli sagði mér á eftir að hann hefði heyrt einhver hljóð, hélt fyrst að það væru krakkar, en brá svo við, hljóp niður og tókst að slíta taugina frá lampanum Það var aldrei talað um lífgjöf, en ég veit ekki hvernig farið hefði ef svifaseinni maður hefði verið annarsvegar. Bræðurnir Ormsson höfðu í þá daga fjölbreytt- ari störf með höndum en algengt var um raf- virkjameistara. Auk raflagna í hús og skip, tóku þeir að sér viðgerðir alskonar rafvéla. Eiríkur var, og er sjálfsagt enn, mjög áhugasamur um alla nýsmíði. Eg tel að hann megi teljast braut- ryðjandi hér á landi í smíði rafala, vindrafstöðva og fleiru því er að rafvirkjun lítur. Til dæmis hefir hann um árabil haft í þjónustu sinni járn- smiði, einn eða fleiri og látið smíða margt það sem annars var venja að flytja inn frá útlöndum. Það var oft mikið að gera og stundum unnið nótt með degi, einkum í skipunum. Einu sinni var unnið samfleitt á þriðja sólarhring, og voru þá sumir orðnir skrítnir. Þó kom það fyrir að græn- ingi eins og ég hafði ekkert fyrir stafni og hafði ég orð á því við einn sveininn að ég kynni illa slíku slóri. „O-o, vertu alveg rólegur“ svaraði hann, „þetta kemst upp í vana.“ Svipuð svör fékk Magnús Hannesson þegar hann fyrst var sendur í skip. Magnús var enginn slórari og vildi strax taka höndinni til, en einn sveinninn sat á kassa og sagði með fyrirlitningu: „Hvað er þetta maður. Hefurðu aldrei unnið í skipi?“ Ég gekk snemma í Rafvirkjafélagið en ekki man ég hvaða réttindi nemar höfðu þá innan fé- lagsins, enda var oft um það deilt, hvort þeir skyldu hafa þar full réttindi eða yfirleitt geta orðið meðlimir. En það var deilt um fleira, t. d. hvort kaupa ætti ritvél handa félaginu. Júlíus Steingrímsson var þá gjaldkeri og taldi að sjóð- urinn mætti ekki við svo stórum útgjöldum, þá var kveðið: Ef kaupum við eina hjá Ritvélarút sem reynist ei handónýt vera þá blöskra mun Júlla að borg’ana út og bezt því að láta það vera. Um nokkurt skeið var starfandi „Iðnsamband Byggingarmanna“ og voru rafvirkjafélögin bæði þátttakendur þar til að meistarafélagið sagði sig úr Sambandinu, að mig mynnir vegna afstöðu þess til ágreinings milli sveina og meistara. Nú var úr vöndu að ráða, vegna þess að meðlimir Sambandsins máttu alls ekki vinna með þeim sem utan þess stóðu, og eitt af aðalbaráttumál- um Sambandsins var að bægja utansambands- mönnum og fúskurum frá allri byggingarvinnu. Loks var þó sú leið fundin að meðlimum skyldi heimilt að vinna ,,hjá“ en ekki ,,með“ utansam- 16 TÍMARIT RAFVIRKJA

x

Tímarit rafvirkja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit rafvirkja
https://timarit.is/publication/1766

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.