Tímarit rafvirkja - 01.10.1951, Blaðsíða 19
Deilur við ríkisvaldið
Fyrir fjórðungi aldar fæddist í einum kristileg-
um afkima þessa bæjar félag það, sem í skírninni
hlaut nafnið Rafmagnsvirkjafélag Reykjavíkur.
Það var snemma efnilegt þó lítið væri, enda til
stórra átaka stofnað, þar sem fyrirsjáanlegar voru
þegar í byrjun ,meðal annara átaka, ýfingar við
eina öflugustu atvinnustétt landsins.
1 þá daga sátu nefnilega vélstjórar af íslenzk-
um fiskiskipum á þeim rétti, sem rafvirkjar töldu
sinn.
Þegar fyrstu rafstöðvarnar risu hér á landi fór
það ekki milli mála hverjir hæfastir væru til
vörslu þeirra. Þær voru af rafvirkjum reistar og
reksturinn byggðist á þeirra kunnáttu. En það
var aðeins meðan umsjón rafstöðva var einskon-
ar aukastarf. Strax og aflstöðvarnar uxu fóru
ýmsir að líta þær gyrndaraugum því gæzla þeirra
var hæg og atvinnan ábatasöm. Vélstjórarnir
voru ekki heldur seinir að eigna sér atvinnuna
og ekki var það laust, sem skrattinn hélt.
Jafnframt því að hið unga félag þurfti að vinna
aftur þau vígi, sem yfirsést hafði að gæta í önn-
um byrjunaráranna, átti það einnig fyrir höndum
sitt hagsmunastríð við rafvirkjameistarana, hina sí-
felldu baráttu um brauðið sem altaf er trygg, þar
sem gráðugir atvinnurekendur standa annarsveg-
ar. Sú barátta má þó segja að oft væri vægari
en eðli hennar gaf líkur til, og einkum í seinni
tíð hefir samvinna og skilningur ráðið meira í
samskiptum félaganna. Má það að vísu teljast
eðlilegt að því fleiri spor sem stigin voru frá
sveini til meistara, því minna yrði misræmið milli
stéttanna.
Hið unga félag gæddist snemma ágætum kröft-
um, en ötult starf og fórnfús barátta bar þó oft
litla sigra heim. Forráðamenn rafmagnsmálanna
höfðu líka, að mestu fyrir hlédrægni rafvirkja,
oftast valist utan þeirra hóps og sem kannske ekki
var með öllu óeðlilegt, lengst af verið haldnir eins-
konar minnimáttarkend gagnvart þeim. Þess var
því varla að vænta að undanlátsemi við réttmætar
kröfur félagsins yrði rík tilhneiging hjá þeim, enda
fór því svo fram lengi að rafvirkjum var smátt
og smátt ýtt frá öllum þeim störfum sem rafveit-
urnar höfðu með höndum þar sem þess á annað
borð var nokkur kostur.
Þó væri rangt ef sagt væri að allt það starf,
sem í það fór að vinna aftur hin glötuðu tækifæri
hafi verið unnin fyrir gíg. Allvíða hafa nú eink-
um í seinni tíð, þau störf sem áður hefðu af for-
ráðamönnum rafveitnanna verið talin fjarstæða
að fá í hendur rafvirkja ef annars hefði verið
auðið, einmitt fallið í þeirra hlut, og líklegt er að
það sé mikið árangur af ágætu starfi Guðmundar
heitins Þorsteinssonar og fleiri forustumanna sam-
takanna að nú stjórna rafvirkjar víða stórum
veitum.
Ekki hafði aldurinn orðið félaginu að meini áð-
ur en nýjar hættur bættust við. Ort vaxandi hóp-
ur bóklærðra manna virtist farinn að líta aðstöðu
rafvirkjanna til atvinnureksturs allhýru auga og
það svo að sjálf hin lögvernduðu réttindi stóðu
bandsmönnum. Ekki man ég hvað þetta einkenni-
lega ástand stóð lengi en fróðlegt væri að rifja
það upp nánar.
Einu verkfalli man ég sérstaklega eftir, einkum
vegna þess hvað félagar R. V. R. gerðurst þá
samrýmdir. Þeir sem ekki voru á verkfallsverði
héldu sig í húsakynnum Iðnsambandsins í Suður-
götu 4
Fundir voru haldnir daglega og nákvæm dag-
bók haldin um allt sem gerðist, hverjir mættu
o. s. frv. en þeir sem ekki létu sjá sig voru strax
grunaðir um að vera að pukrast við að vinna.
Eg lýk svo þessu rabbi, en af því að tímaritið
er oft í efnishraki eins og fleiri slík rit, þá væri
ekki úr vegi að spyrja: Hvar eru öll rafskáldin?
samanber atomskáld. Mér er kunnugt um að í
hópi rafvirkja hafa verið og eru nokkrir hag-
yrðingar og er því ekki ólíklegt að þeir kunni að
lúra á einhverju sem kynni að gera þá fræga ef
þeir bara hefðu uppburði í sér til að koma því á
prent.
Ríkarður Sigmundsson.
. TÍMARIT RAFVIRKJA 17